Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Side 28

Skessuhorn - 15.04.2014, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Lionsklúbburinn Þernan í Snæ­ fellsbæ hefur undanfarin ár hald­ ið páskabingó. Að þessu sinni fór það fram sl. sunnudag fyrir nán­ ast fullu húsi í Röstinni á Hell­ issandi. Stuttar og skemmtileg­ ar umferðir voru spilaðar og að sjálfsögðu voru páskaegg í vinn­ ing. Í lokin var spilað standandi bingó og svo allt spjaldið. Fóru allflestir sælir og ánægðir heim. þa Skemmtileg mynd af glöðum bak­ ara blasti við mér þegar ég opnaði síðasta tölublað af Skessuhorninu. Þar var Jón Þór Lúðvíksson bak­ ari í Brauðgerð Ólafsvíkur með sín frábæru vínarbrauð sem hann færði landsliðinu í handbolta sem þá var statt í Snæfellsbæ. Það er ekki bara Guðjón Valur sem er hrifinn af þessum vínarbrauðum, Grundfirð­ ingar hafa hámað þau í sig í árarað­ ir. Brauðgerð Ólafsvíkur þarf ekki að þola 150% skatt á hráefni til brauðgerðar af því að reksturinn er í Snæfellsbæ. Að auki þarf hún ekki að kaupa þjónustu af hrá­ efnissalanum sem gerði hráefnið 1.175% dýrara en samkeppnisað­ ilar fá það á. Þjónustu vegna verka sem eru unnin með búnaði sem er til innan veggja Brauðgerðarinn­ ar og stæði þess vegna aðgerðalaus. Hvað myndi forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar gera ef Brauðgerðin mætti þola slíkt óréttlati? Jón Þór er ekki bara bakari, held­ ur er hann forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar og sem slíkur hefur hann sem stjórnvald komið sam­ bærilegu höggi á Steypustöðina í Grundarfirði. Bakstur og steypu­ gerð er ótrúlega líkur gjörning­ ur. Hráefni í ýmsum hlutföllum er sett í hrærivél þar sem það er lát­ ið blandast vel og síðan mótað eft­ ir vilja hvers og eins. Bakkelsið er síðan glaðningur ferskt fyrir munn og maga á meðan steypan stendur traust og sterk í hundruð ára. Til að steypan standist þær kröf­ ur sem gerðar eru til hennar verður hráefnið að standast strangar kröf­ ur um gæði efnisins. Þar stendur hnífurinn í kökunni. Slík gæði eru til staðar á nokkrum þekktum stöð­ um innan skipulagssvæðis Snæfells­ bæjar. Einn staðurinn er í eigu bæj­ arins en það er Harðarkambur sem er sjávarkambur vestan við Ólafs­ víkurenni. Reyndin er sú að hvergi er annarstaður á Snæfellsnesi slík gæði opin fyrir efnisnotkun, ótrú­ legt en satt. Steypustöðin í Grundarfirði gerði skriflegan samning við Snæ­ fellsbæ árið 2004 um nýtingarrétt í Harðarkambi. Þrátt fyrir að samn­ ingi hafi ekki verið sagt upp gerði Snæfellsbær samninga við verk­ taka og steypustöð sem starfrækt er í Snæfellsbæ um nýtingarrétt á efni úr Harðarkambi. Þar með var Steypustöðinni í Grundarfirði sett­ ur þröngur kostur í hráefnisöfl­ un. Þessi samningur var undirrit­ aður 2007 af Jóni Þór og vottaður af Ásbirni Óttarssyni bæjarstjórn­ armanni og Kristni Jónassyni bæj­ arstjóra. Ásbjörn sem á og rekur nú og á þessum tíma útgerðarfélagið Nesver þarf ekki að þola þær álögur á fyrirtækið sitt sem samningurinn sem hann stóð að og vottaði, lagði á Steypustöðina í Grundarfirði. Samkeppniseftirlitið hefur úr­ skurðað um þetta mál og má skoða niðurstöður þess á heimasíðu eftir­ litsins. Mál nr. 23/2013. Friðrik Tryggvason. Höf. er rekstrarfræðingur frá Há- skólanum á Bifröst og rekur Steypu- stöðina í Grundarfirði. Það var margt sem flaug í gegn­ um huga minn þegar ég sat 70. þing ÍA síðasliðinn fimmtudag. Sú staðreynd að 2300 iðkendur stunda skipulagðar íþróttir á Akranesi í 17 aðildarfélögum innan vébanda ÍA og í ekki stærra bæjarfélagi, er auðvitað eitthvað sem ekki hefur komið af sjálfu sér. Margir hafa lagt ómælda vinnu á sig fyrir félagið í ár­ anna rás. Stórhuga menn og konur ruddu brautina þegar litlir peningar voru til skipt­ anna. Vilji og kraftur sjálf­ boðaliðanna, ásamt bæj­ arfélaginu, gerðu það sem gera þurfti. Að því búum við og eigum að muna að þakka. Framlag alls þessa fólks hefur hvatt íþrótta­ menn á Akranesi til dáða og hef­ ur lagt grunninn að þeim frábæra árangri sem náðst hefur í gegnum áratugina. Ég bjó í 15 ár í útlöndum og á þeim tíma í fjórum löndum. Ósjálf­ rátt fer maður að bera saman að­ stöðuna hér á Akranesi og þar sem við bjuggum; í England, Hollandi, Belgíu og Spáni. Hvergi kynntumst við jafn góðu aðgengi að íþróttum og við höf­ um hér á Akranesi. Það var meðal annars þess vegna sem mig langaði að vera hér með mína fjölskyldu, hér hafa börnin allt innan seiling­ ar. Okkur dreymir samt um ný og fullkomnari mannvirki á nokkrum sviðum, því iðkendum fjölgar með betri aðstöðu og þeim er gert kleift að ná lengra en áður var mögulegt. Við megum samt ekki gleyma að þakka það sem við höf­ um og ekki gleyma að halda við þeim fjölmörgu íþrótta­ mannvirkjum sem hér eru risin, því það er dýrt að láta hluti drabbast niður. Við verðum að gæta alls hófs í kröfunum en halda samt ótrauð áfram að efla bæinn okkar sem íþrótta­ og barn­ vænan bæ, þar sem við vilj­ um vera í fremstu röð. Mig langar til að koma til móts við íþróttahreyfinguna ef ég kemst að borði bæjar­ stjórnar og vinna með öðr­ um bæjarfulltrúum að því að láta nýja drauma rætast. Jóhannes Karl Guðjónsson Höf. skipar 2. sætið á lista Frjálsra með Framsókn á Akranesi. Flestir myndu vafalaust svara þess­ ari spurningu játandi. Að sjálfsögðu hefur Akraneskaupstaður sam­ félagslegar skyldur, alveg eins og hver og einn íbúi bæjarins. En þegar spurt er hvernig bær­ inn og íbúar hans rækja þessar sam­ félagslegu skyldur vandast málið. Íbúar sinna þessum skyldum t.d. með því að taka þátt í og styrkja starfsemi íþróttafélaga. Mörg okkar reyna líka að versla í heimabyggð. Með því styrkjum við þjónustu sem allir vilja hafa nálægt sér. Ég vil frekar kaupa brauðrist á Akranesi sem kostar 7.500 krónur þó ég viti af því að sama brauðrist gæti feng­ ist á 7.000 krónur í Reykjavík. Fyr­ ir þennan fimmhundruð kall tryggi ég mér að geta leitað eftir þjónustu þegar ég þarf á að halda. Akraneskaupstaður á að mínu mati að hafa ríkar samfélagsleg­ ar skyldur gagnvart atvinnulífinu í bænum alveg eins og gagnvart íbú­ unum. Bæjarfélagið þarf að hlúa að bæði fólki og fyrirtækjum ef svo má að orði komast. En þar er oft auð­ veldara um að tala en í að komast. Það er ekki nóg að gera áætlanir um fjölgun fyrirtækja heldur verður ekki síður að styrkja þau fyrirtæki sem þegar eru til staðar. Og hver er besta leiðin til þess? Jú, með því að fylgja fordæmi bæjarbúa og versla í heimabyggð. Ég veit að bæjaryfirvöld þurfa að tipla á tánum í þessum málum því um opinber innkaup gilda lög og reglur sem miða að því að allir sitji við sama borð í viðskiptum við bæj­ arfélagið. Enginn má skilja orð mín svo að ég vilji hverfa frá því grund­ vallaratriði. Bæjarfélagið þarf að móta sér skýra stefnu í þessum efnum sem stenst þau lög og reglur er gilda. Er það sjálfsagður hlutur að bæj­ arfélagið leggi að jöfnu verð frá heildsala í Reykjavík og verð í smá­ söluverslun á Akranesi? Með því að leggja slíkt að jöfnu er bæjarfélag­ ið í raun að ýta verslun til Reykja­ víkur og í raun að vega að smásöl­ unni í heild. Ég vil nefna eitt dæmi í þessu sambandi. Á dögunum voru opn­ uð tilboð í slátt á opnum svæð­ um í bænum. Heimamaður með rótgróið fyrirtæki var næst lægst­ ur. Lægsta tilboðið kom frá fyrir­ tæki í Reykjavík. Munur á tilboð­ unum var 1,8% og bæði voru þau undir kostnaðaráætlun bæjarins. Í mínum huga er enginn vafi á því að tilboð heimamannsins var mun hagkvæmara þegar á heildina er lit­ ið fyrir samfélagið. Bæjaryfirvöld á Akranesi eiga að móta sér þær reglur við útboð, að til mats komi hversu stór hluti vinnuþáttarins verði unninn af út­ svarsgreiðendum innan sveitar­ félagsins. Ég veit þetta er vand­ meðfarið en verkefnin eru til þess að leysa þau. Þegar kemur að styrk­ ingu byggðar á Akranesi má enginn skerast úr leik. Við erum nefnilega öll sammála um, að það sé samfélagsleg skylda bæjarins að tryggja að fyrirtæki og fólk geti búið og starfað hér áfram. Sterkt og öflugt atvinnulíf er einn af máttarstólpum samfélagsins, ekki satt? Sævar Jónsson Höfundur skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Pennagrein Get ekki orða bundist Páskabingó Þernanna Hefur Akraneskaupstaður samfélagslegar skyldur? Pennagrein Pennagrein Þakklæti

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.