Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Hvað ætlar þú að gera um páskana? Spurning vikunnar Ingibjörg Unnur Pétursdóttir: Ég ætla bara að vera heima hjá mér um páskana og sjá um ferðaþjónustuna og aðeins að vinna hér í Olís. Guðjón Sólmundarson: Ætli maður slaki ekki á og noti góða veðrið ef það verður. Bryndís Bragadóttir: Vera heima við og taka því ró­ lega. Hlédís Sveinsdóttir: Ég ætla að kenna dóttur minni á skíði. Ég ætla að klára það, ég byrjaði í fyrra. Runólfur Þór Sigurðsson: Ég ætla að vera uppi í bústað í Úthlíð. (Spurt á Akranesi) Hundraðasta og fjórða Íslands­ glíman fór fram í íþróttahúsi Kenn­ araháskólans laugardaginn 5. apríl. Í glímunni um Freyjumenið sigr­ aði Sólveig Rós Jóhannsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Ís­ lands í þriðja sinn, en hún hlaut sæmdarheitið síðast árið 2005. Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Pétur Eyþórsson Glímufélaginu Ármanni og hlaut þar með sæmd­ arheitið glímukóngur Íslands í ní­ unda sinn. Fjölmargir áhorfend­ ur urðu vitni að keppninni sem var spennandi frá upphafi til enda. Heiðursgestur á mótinu var Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og sá hann um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok. Grunnskólamót Glímusam­ bandsins fór fram sama dag í íþróttahúsi Melaskóla. Krakkarn­ ir skemmtu sér vel og voru ánægð­ ir í mótslok. Glímt var á tveimur völlum samtímis og gekk keppnin vel fyrir sig. Frá Glímufélagi Dala­ manna mættu þrír keppendur og varð Sigríður Ósk Jónsdóttir í 5. sæti í 5. bekk, Páll Andri Sveins­ son í 2. sæti í 9. bekk og Sindri Geir Sigurðsson í 5. sæti í 10. bekk. þá/ Ljósm. asg. Sjötugasta ársþing Íþróttabanda­ lags Akraness fór fram síðastlið­ inn fimmtudag. Þingið var nokk­ uð vel sótt en alls mættu 32 full­ trúar frá 16 aðildarfélögum ÍA. Auk þess voru á þinginu fjöldi boðsgeta frá Akraneskaupstað og þeim fram­ boðum sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ræðu sinni fór Sturlaugur Sturlaugsson formaður ÍA yfir það helsta í starfi íþróttahreyfingarinnar á Akranesi á liðnu ári. Hann minntist Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ sem lést á síðasta ári. Þar sem Sturlaugur var að láta af formennsku ÍA, eftir að hafa setið í formannsstóli frá 1999, notaði hann tækifærið og fór yfir það sem honum finnst mikilvægast í starfi íþróttahreyfingarinnar. Lögð var fram ársskýrsla ÍA fyrir árið 2013 og farið yfir ársreikninga íþróttabandalagsins. Heildarvelta íþróttahreyfingarinnar á Akranesi árið 2013 var rúmlega 342 millj­ ónir króna og reksturinn í ágæt­ is jafnvægi. Helga Steinunn Guð­ mundsdóttir varaforseti ÍSÍ ávarp­ aði þingið. Hrósaði hún ÍA fyrir mjög öflugt starf og ábyrgan rekst­ ur. Minntist hún hversu kært Ólafi Rafnssyni þótti að koma á Skagann og var hann þar vel kunnugur. Ósk­ aði hún ÍA alls hins besta í framtíð­ inni. Verulegar breytingar urðu á framkvæmdastjórn ÍA þar sem stór hluti stjórnarmanna hafði ákveðið að stíga til hliðar og nokkrir eftir áratuga setu í framkvæmdastjórn­ inni eins og t.d. Ellert Ingvarsson og Halldór Fr. Jónsson. Sigurður Arnar Sigurðsson var kjörinn nýr formaður ÍA og Helga Sjöfn Jó­ hannesdóttir varaformaður. Aðr­ ir sem kosnir voru í framkvæmda­ stjórn ÍA eru: Sigríður Ragnars­ dóttir, Bjarki Jóhannesson og Sig­ urður Elvar Þórólfsson. Varamenn voru kosin þau Steindóra Steins­ dóttir og Brynjar Sigurðsson. Fulltrúar þeirra framboða sem bjóða fram í komandi sveitarstjórn­ arkosningum fluttu stutt ávarp varðandi þeirra sýn á íþróttamálinn. Jákvæðni kom fram í þeirra máli gagnvart íþróttastarfinu og Akra­ nesi. Voru frambjóðendur bjartsýn­ ir á að rofa færi til í fjármálum bæj­ arins þannig að hægt verði að fara að huga að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja og viðhalda bet­ ur þeim sem fyrir eru. Töluðu um að brýnt væri að huga að stefnu­ mótun til framtíðar í íþróttamálum og byggja þá á því góða starfi sem unnið er innan ÍA. Að lokum þakk­ aði Sigurður Arnar nýr formaður ÍA öllum fyrir gott þing, kvaddi frá­ farandi stjórnarfólk með rósum og sleit 70. ársþingi ÍA. jþþ Tilkynnt var um úthlutun úr af­ reksmannasjóði Ungmennasam­ bands Borgarfjarðar, fyrir afrek á árinu 2013, á stjórnarfundi UMSB 8. apríl síðastliðinn. Auglýst var eftir umsóknum fyrr á þessu ári og rann umsóknarfrestur út 1. mars sl. Til úthlutunar úr sjóðnum að þessu sinni voru 240.000 krónur. Átta umsóknir bárust til sjóðsins. All­ ir þessir einstaklingar höfðu farið utan í æfingabúðir eða til keppni og hlutu allir styrk. Þetta voru: Arnar Þórsson fyrir dans, Benjamín Karl Styrmisson fyrir dans, Bjarki Pét­ ursson fyrir golf, Bjarni Guðmann Jónsson fyrir badminton, Birgitta Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson fyrir dans, Helgi Guð­ jónsson fyrir ýmsar íþróttagreinar og Tinna Kristín Finnbogadóttir fyrir skák. Um sjóðinn Afreksmannasjóður UMSB var stofnaður á 86. sambandsþingi 13. mars 2008. Stofnframlag var styrk­ ur frá Orkuveitu Reykjavíkur að upphæð 500.000 krónur. Tekjur af­ reksmannasjóðs eru síðan hlutfall af Lottótekjum UMSB samkvæmt reglugerð þar um og síðan frjáls framlög og vaxtatekjur. Í reglum sjóðsins kemur fram að ekki megi skerða höfuðstól við úthlutun. Sjóðurinn er í raun táknræn viður­ kenning á dugnaði íþróttafólksins, en sökum smæðar hans eru upp­ hæðirnar ekki háar sem hver hlýt­ ur. Nota má allt að 75% af tekjum sjóðsins árlega til styrkveitinga. Í stjórn sjóðsins sitja nú Ingimund­ ur Ingimundarson, Íris Grönfeld og Rósa Marinósdóttir og hafa þau verið í sjóðstjórn frá upphafi. mm Sigurður Arnar ásamt fráfarandi stjórnarfólki. F.v. Sturlaugur, Ellert, Halldór, Laufey og Kalli Þórðar. Sigurður Arnar er nýr formaður ÍA Styrkþegar eða fulltrúar þeirra. F.v: Tinna, Birgitta, Bjarni, Benjamín, Arnar, Daði og Guðjón Guðmundsson faðir Helga. Á myndina vantar golfarann Bjarka Péturs- son sem einnig fékk styrk. Ljósm. UMSB. Úthlutað úr afreksmannasjóði UMSB Dalakona glímudrottning Íslands Sólveig Rós Jóhannsdóttir glímudrottning Íslands. Glímt á grunnskólamótinu. Glímufólk úr Dölunum tekur við verðlaunum á grunnskólamótinu. Andri Páll Sveinsson GD, til hægri, vann til silfurverðlauna í sínum flokki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.