Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 15.04.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Borgfirðingurinn Einar Örn Guðnason, sem keppir fyrir Kraft­ lyftingafélag Akraness, átti góðan dag á laugardaginn á Evrópumóti unglinga í kraft­ lyftingum sem fram fór í Rúss­ landi um liðna helgi. Ein­ ar Örn keppti í ­93 kg flokki. Hann opnaði á nýju Íslands­ meti unglinga í hnébeygju, lyfti 280 kg. Síðan bætti hann metið og persónulegan árang­ ur sinn um 20 kg þegar hann lyfti 290 kg mjög örugglega í næstu tilraun. Einar átti loks góða tilraun við 300 kg, en munaði hársbreidd og þriðja lyftan var dæmd ógild. Bekkpressa er sérgrein Einars, en þar opnaði hann á 200 kg sem er jöfnun á Íslandsmeti í flokknum. Hann setti síðan nýtt unglinga­ met með 207,5 kg í annarri lyftu. Í þriðju tilraun gerði hann sér lít­ ið fyrir og lyfti 212,5 kg nokkuð léttilega, en það dugði honum til bronsverðlauna í greininni. Í réttstöðulyftu opnaði Einar á að láta dæma 250 kg ógilt hjá sér en lauk svo 255 kg í ann­ arri tilraun. Hann reyndi svo við 272,5 kg í síðustu tilraun en mistókst. Einar endaði því í 6. sæti á mótinu með 757,5 kg í saman­ lögðu. Það er nýtt Íslandsmet unglinga og persónuleg bæting þessa borgfirska kappa um 37,5 kg. Sigurvegari í flokknum var Julian Lysvand frá Noregi sem lyfti samanlagt 825 kg. mm/ Ljósm. kraft.is Aalborg Svømmeklub í Danmörku hefur endurnýjað samning við Ey­ leif Jóhannesson yfirþjálfara félags­ ins. Nýi samningurinn er til 1. ágúst 2018. Frá því Eyleifur tók við þjálfun í félaginu árið 2007 hef­ ur verið stöðugur stígandi í árangri og er Álaborgarfélagið nú dansk­ ur félagameistari. Auk þess hefur sundfólk frá Álaborg unnið til fjöl­ margra titla á liðnum árum und­ ir stjórn Eyleifs. Haft er eftir for­ manni Aalborg Svømmeklub á heimasíðu félagsins að mikill feng­ ur sé að hafa hinn 43 ára Skaga­ mann við stjórnvölinn. mm Sunna Björk Skarphéðinsdótt­ ir og Aldís Ásgeirsdóttir, fyrrver­ andi leikmenn UMFG, voru ný­ verið valdar í 42 kvenna forvalshóp kvennalandsliðsins í blaki. Daniele Capriotti, þjálfari íslenska kvenna­ landsliðsins, valdi í hópinn. Þessum fyrsta hópi verður skipt í tvennt á fyrstu æfingu landsliðsins 16. apríl nk. Mikið er um unga og efnilega leikmenn í forvalinu og er ljóst að landsliðið mun yngjast frá því í fyrra. Þjálfarinn hefur sett fram skýr stefnumarkmið fram að Smá­ þjóðaleikum á næsta ári. Aðstoðar­ fólk þjálfarans eru Guðbergur Eg­ ill Eyjólfsson, Emil Gunnarsson og Mundína Ásdís Kristinsdóttir sem er sjúkraþjálfari. Bergur Einar Dagbjartsson fyrr­ verandi leikmaður UMFG var einnig valinn í 28 manna forvals­ hóp í karlalandsliðinu í blaki 2014. Rogerio Ponticelli, þjálfari ís­ lenska karlalandsliðsins, hefur val­ ið 28 leikmenn fyrir landsliðið. Elsa Sæný Valgeirsdóttir er aðstoð­ arþjálfari liðsins og aðstoðaði við valið. Hópurinn kemur saman um páskana á fyrstu æfingar og reikn­ ar þjálfarinn með að skera hópinn niður í 20 manna æfingahóp fyrir æfingatörnina í maí. tfk „Velgengni Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er smit­ andi, en skráning í árlegan knattspyrnuskóla Liver­ pool á Íslandi er á miklu skriði þessa dagana. Þetta er þriggja daga knattspyrnuskóli fyrir fótboltakrakka í 3. – 7. flokki sem verður haldinn bæði í Mosfellsbæ og á Akureyri. Fyrra námskeiðið 7.­9. júni og það síðara 10.­12. júní,“ segir í tilkynningu frá Aftureldingu. Liverpool hefur alla tíð lagt upp með að spila góðan fótbolta og sú nálgun skín í gegn í knattspyrnuskóla þeirra. Tíu þjálfarar koma frá Liverpool í sumar og munu leiðbeina og kenna krökkunum að vera hluti af góðri liðsheild um leið og þeir bæta sig sem einstak­ lingar. Leiðtogi Liverpool, Steven Gerrard, er einn þeirra fjölmörgu knattspyrnumanna sem hafa alist upp hjá Liverpool og æft samkvæmt þeirri hugmynda­ fræði sem kennd er í Liverpoolskólanum. Hann og fé­ lagar hans eru nú í efsta sæti í ensku deildinni og eiga góða möguleika á að verða meistarar þegar deildinni lýkur í maí. „Fjölmörg börn af öllu landinu hafa undanfarin ár notið góðs af því að hingað hafa komið að kenna í skólanum nokkrir af bestu barna­ og unglingaþjáfur­ um toppliðs Engands um þessar mundir. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og skrá sig í Liverpool knatt­ spyrnuskólann á heimasíðu Aftureldingar. mm Í vetur hafa þær Guðrún og Erla í Edduveröld í Borgarnesi staðið fyr­ ir keppni í spilinu rússa. Spilað hef­ ur verið annan hvern miðvikudag. 26. mars síðastliðinn urðu úrslitin ljós eftir harða baráttu. Flesta slagi á einu kvöldi fékk Finnur Ingólfsson og voru það hvorki meira né minna en 223 slagir, sem segir að ekki hafa verið mörg töpuð spil það kvöldið. „Til að finna út Rússameistarann tökum við fjögur hæstu spil hvers og eins yfir veturinn. Í þriðja sæti varð Inga Kolfinna Ingólfsdóttir með 197,7 slagi að meðaltali, Finnur Ing­ ólfsson varð í öðru sæti með 198,7 slagi að meðaltali og Rússameistari varð Bjarnheiður Gísladóttir með 199,5 slagi að meðaltali. Við óskum sigurvegurum til hamingju og þökk­ um fyrir rússaveturinn og vonum að mannskapur náist til að halda áfram næsta vetur,“ segir í tilkynningu frá Edduveröld. mm Grindvíkingar og Skaga­ menn skildu jafnir þegar liðin mættust í síðasta leik riðlakeppni Lengju­ bikarsins í Reykjaneshöllinni sl. laugardag. Með sigri áttu bæði lið möguleika á 3. sætinu í riðlin­ um og þar með sæti í 8­liða úrslit­ um keppninnar. Bæði lið enduðu með 10 stig í riðlinum og ÍA sæti ofar en Grindavík eða í því fjórða. Það voru hins vegar Keflvíkingar sem hrepptu þriðja sætið með 11 stig. Skagamenn og Grindvíking­ ar spiluðu sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og augljóst að hvorugt liðið vildi taka mikla áhættu. Meira fjör var í seinni hálfleik þar sem bæði lið sóttu meira og vildu ná sigrin­ um eftirsótta. Þrátt fyrir opnari leik og fleiri færi endaðu leikar 0:0. Byrjunarlið ÍA í leiknum var þannig skipað: Páll Gísli, Sindri, Ármann Smári, Teitur, Darren Lo­ ugh, Þórður ÞÞ, Arnar Már, Ein­ ar Logi, Wentzel Steinarr, Jón Vil­ helm og Eggert Kári. Skagamenn eiga svo eftir að heimsækja Grind­ víkinga í tvígang í maí því liðin mætast í Bikarkeppninni þriðju­ daginn 13. maí og svo aftur í deild fjórum dögum síðar. þá Víkingar frá Ólafsvík luku keppni í Lengju­ bikarnum í knattspyrnu karla þegar þeir mættu Stjörnunni á gervigrasinu í Garða­ bæ sl. laugardag. Ólafsvíkingar stóðu lengi vel í Garðbæingum sem náðu forystunni með marki snemma leiks. Garðbæingar bættu síðan við þremur mörkum á síðasta korterinu í leiknum og sigruðu 4:0. Víkingar enduðu í 7. og næstneðsta sæti rið­ ilsins með 6 stig, en neðstir urðu Haukar með 4 stig. Víkingur Ó var í 3. riðli A­deildar Lengjubikarsins og þaðan fóru í 8­liða úrslit keppninnar Stjarnan og Víkingur R sem urðu í efstu sætum með 17 stig. Víkingar lágu fyrir Stjörnunni Einar Örn á pallinn á EM Í forvali fyrir blaklandsliðið Knattspyrnuskóli Liverpool í Mosfellsbæ í júní Skagamann og Grindvík- ingar skildu jafnir Framlengdu samning við Eyleif Þau eru rússameistarar vetrarins. F.v. Inga Kolfinna, Bjarnheiður og Finnur. Rússameistarar vetrarins krýndir í Edduveröld

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.