Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Nú á síðasta vetrardegi er rétt að rifja upp sem íslensk þjóðtrú segir um það ef sumar og vetur frjósi saman. Þá boði það gott sumar. Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysi sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóm- inn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitj- uðu svo eldsnemma morguns. Spáð er mildu veðri næstu dagana en síðan kólnar á sunnudag. Á fimmtudag er spáð suðaustan 5-10 m/s og bjart- viðri N-lands, en skýjað og smávæta syðra. Hiti 8 til 13 stig. Á föstudag er spáð hægri breytilegri átt, lítilli úrkomu og 3 til 10 stiga hita. Á laugardag er út- lit fyrir norðanátt og skúrir eða él fyr- ir norðan, en bjartviðri syðra. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast syðst. Á sunnudag og mánudag er spáð norðanátt með dá- litlum éljum N-til, en skúrum syðra. Kólnandi veður. Á þriðjudag er útlit fyr- ir hæga vinda og bjart, en svalt veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: Færð þú páskaegg? Flestir virð- ast njóta þess góðgætis. „Já, stórt“ sögðu 14,91%, „já, miðlungs“ 25,43% og „já, lítið“ sögðu 20,29%. Nei sögðu 31,05% og kannski 8,31%. Í þessari viku er spurt: Ætlar þú að nýta kosningaréttinn í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí? Eru sigurvegarar fyrstu kvennatölts keppni Vesturlands sem fram fór í Faxaborg í Borgarnesi sl. miðvikudag. Gott er að vita af öflugum knöpum í hópi kvenna í landshlutanum. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Vilja Regínu áfram AKRANES: Framboðslist- ar Bjartrar framtíðar, Frjálsra með Framsókn og Samfylking- arinnar á Akranesi hafa allir lýst yfir eindregnum stuðningi við að Regína Ásvaldsdóttir verði áfram bæjarstjóri í bænum að afloknum bæjarstjórnarkosn- ingum í vor. Þetta tilkynntu öll framboðin í liðinni viku. Regína Ásvaldsdóttir hefur verið bæjar- stjóri á Akranesi frá ársbyrjun í fyrra þegar hún tók við starf- inu af Árna Múla Jónassyni sem hafði verið bæjarstjóri frá byrj- un kjörtímabilsins. Ráðning hennar var samþykkt einróma af bæjarstjórn. –grþ Leiðrétting SKESSUH.: Í viðtali við Guð- nýju Baldvinsdóttur í síðasta tölublaði var Friðjón Gísla- son frá Helgastöðum í Hítardal sagður Helgason. Þetta leiðrétt- ist hér með og biðst Skessuhorn velvirðingar á misherminu. –hlh Sluppu án meiðsla úr bíl- veltu BORGARFJ.: Bílvelta varð of- arlega í Norðurárdal í Borg- arfirði við Sveintatungu um klukkan hálf níu á páskadags- morgun. Að sögn lögreglu voru tveir erlendir ferðamenn í bíln- um og sluppu þeir úr veltunni án meiðsla. Bíll þeirra var nokk- uð skemmdur eftir slysið. –hlh Líkamsárás á sitt- hvorum dans- leiknum SNÆ: Á dansleikjum í Grund- arfirði og á Hellissandi um páskana kom til handalögmála milli gesta og var lögreglunni á Snæfellsnesi fyrir vikið tilkynnt um sitthvort líkamsárásarmálið. Aðspurð sagði lögregla að ann- ars hafi dymbilvikan og páska- helgin verið tiltölulega róleg, ef undan er skilið fjórhjólaslys á Snæfellsnesi sem getið er um í annarri frétt hér í blaðinu. -þá Fjöruhlaðborð fellur niður í sumar VATNSNES: Húsfreyjurnar í Hamarsbúð á Vatnsnesi óska eftir að því verði komið á fram- færi að engin Sumarhátíð, Bjart- ar nætur – Fjöruhlaðborð, verð- ur haldin í Hamarsbúð á þessu ári. Hátíð þessi hefur verið afar fjölsótt á liðnum árum. Gestir hafa jafnan komið langan veg, t.d. af Ströndum, úr Borgar- firði og af höfuðborgarsvæðinu. Húsmæðurnar hafa lagt áherslu á matargerð sem tíðkaðist fyrr á öldum og þannig haldið til haga matarmenningu sem e.t.v. væri annars að glatast. –mm Nýjar niðurstöður rannsókna á loftgæðum, ferskvatni, lífríki sjáv- ar, gróðri og búfénaði staðfesta að áhrif álvers Norðuráls á lífríkið eru óveruleg. Niðurstöður umhverfis- vöktunar árið 2013 sýna að losun efna og áhrif álversins á næsta um- hverfi eru vel undir öllum viðmið- unarmörkum sem fyrirtækinu er sett í starfsleyfi og reglugerðum. Þetta kom fram á opnum kynningarfundi um umhverfismál og framleiðslu fyrirtækjanna á Grundartanga sem haldinn var nýlega. Þeir þættir sem eru vaktaðir eru andrúmsloft, úr- koma, ferskvatn, kræklingur, sjávar- set, gras, lauf, barr, sauðfé og hross. „Þessi góði árangur er alls ekki sjálfgefinn. Til að hann náist þarf reksturinn að vera góður og í jafn- vægi. Það kallar á öfluga liðsheild, hæfni og kunnáttu starfsfólks Norð- uráls og að búnaður uppfylli ströng- ustu gæðakröfur. Við erum sérstak- lega ánægð með þessar niðurstöð- ur umhverfisvöktunarinnar,” seg- ir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. Frá því Norðurál hóf rekstur á Grundartanga árið 1997 hefur farið fram vöktun á áhrifum álversins á umhverfi. Vöktunin felur í sér rannsóknir og eftirlit á 59 mæli- þáttum í og við Hvalfjörð. Rann- sóknirnar eru gerðar af Nýsköpun- armiðstöð Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landbúnað- arháskóla Íslands og fleiri óháðum aðilum. Meðalstyrkur brennisteins- díoxíðs (SO2) frá Norðuráli er og hefur verið vel undir viðmiðunar- mörkum. Frávik frá gróðurvernd- armörkum SO2 og önnur frávik í umhverfismálum hafa verið rakin til annarrar starfsemi á Grundartanga og eru óháð starfsemi Norðuráls. Í tilkynningu frá Norðuráli seg- ir að niðurstöður annarra úttekta staðfesti ennfremur að umhverfis- rannsóknir hjá Norðuráli séu fyrsta flokks og gefi góða mynd af áhrif- um fyrirtækisins á umhverfi sitt. Sérstaka athygli vekur að losun flú- ors frá álverinu fer lækkandi þrátt fyrir að framleiðsla Norðuráls hafi aukist um 8.000 tonn á síðasta ári. Til álvera á Íslandi eru gerðar mikl- ar kröfur af umhverfisyfirvöldum og eru þær meðal þeirra ströngustu í heimi. þá Lögreglan á Akranesi var köll- uð til vegna ungs ökumanns sem missti sig örlítið í gleðinni yfir að hafa fengið bílpróf. Tók hann einn fagnaðarhring um áhorfendasvæð- in á íþróttavellinum á Jaðarsbökk- um á lítilli jeppabifreið. Ekki urðu skemmdir miklar af tiltækinu. Má hann hins vegar búast við að þurfa að bæta það tjón sem hann olli. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir um helgina grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar reyndist vera undir áhrifum kannabisefna en hinn var undir áhrifum kókaíns og amfetamíns. Báðir voru þeir hand- teknir og sleppt að lokinni töku blóðsýna og skýrslutökum. þá Keyrði um áhorfendasvæðin á Jaðarsbökkum Frá malbikun við Hallveigartröð í Reykholti 2009. Lagt verður malbik í Reykholti Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar sl. miðvikudag voru lögð voru fram tilboð í lagningu slitlags á bílaplan við Reykholtskirkju og Snorrastofu. Tilboð bárust bæði í lagningu malbiks og tvöfalda klæðningu. Samþykkt var á fund- inum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í lagningu mal- biks. Það var verktakinn JHB vélar í Borgarnesi sem átti lægsta tilboð- ið, um 13,9 millj. kr. Tvö önnur til- boð bárust í verkið, frá Borgarverki og Jörva. Að sögn Páls S Brynjars- sonar sveitarstjóra voru tilboðin öll svipuð og rétt undir kostnaðaráætl- un. Páll segir malbikun plansins við Reykholtskirkju og Snorrastofu samstarfsverkefni Borgarbyggðar og Reykholtsstaðar. „Við leggjum tíu milljónir króna í verkefnið og ég á von á því að á móti komi framlag frá Reykholtsstað. Staðurinn fékk á síðasta ári veglegan styrk frá fram- kvæmdasjóði ferðamannastaði sem mér skilst að nýtist í þetta,“ sagði Páll sveitarstjóri. þá Álver Norðuráls á Grundartanga. Góður árangur í umhverfismálum hjá Norðuráli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.