Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 D-listinn kynntur ÓLAFSVÍK: Sjálfstæðis- menn í Snæfellsbæ munu kynna framboðslista sinn vegna komandi bæjarstjórn- arkosninga í sveitarfélaginu í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík á morgun fimmtu- dag, sumardaginn fyrsta. Kynningarfundurinn hefst kl. 17. Sjálfstæðismenn hafa haft hreinan meirihluta í Snæfellsbæ á kjörtímabilinu sem senn er á enda, samtals fjóra fulltrúa. –hlh Skíðum stolið AKRANES: Aðfaranótt annars í páskum var tengda- mömmuboxi á bifreið sem stóð við Jaðarsbraut á Akra- nesi brotið upp og þaðan stolið skíðabúnaði. Það voru tvenn barnaskíði, skór og annar búnaður sem var í box- inu er stolið var. Ef einhver hefur orðið var við einhvern sem gekk um götur bæjarins með skíðabúnað aðfaranótt 21. apríl er viðkomandi beð- inn að setja sig í samband við lögregluna á Akranesi. –þá Atvinnulausum fækkar á lands- byggðinni LANDIÐ: Skráð atvinnu- leysi í mars síðastliðnum var 4,5% á landinu öllu. Að með- altali voru 7.106 atvinnulaus- ir í mars og fækkaði atvinnu- lausum um 107 að meðaltali frá febrúar en hlutfallstala atvinnuleysis breyttist ekki milli mánaða á landinu öllu. Atvinnuleysi hjá körlum var 4,1% í febrúar og 4,9% hjá konum. Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 11 á höfuðborgarsvæðinu og var 4,7% í mars en var 4,2% á landsbyggðinni en þar fækk- aði atvinnulausum um 96 frá febrúarmánuði. Mest var at- vinnuleysið á Suðurnesjum, í febrúar 7,5%. Minnst var atvinnuleysið á Vestfjörð- um eða 2,5 %. Atvinnuleysi á Vesturlandi í febrúar var 3% af áætluðum vinnuafli, 0,2 prósentustigum minna en í febrúar. Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti frá Vinnumálastofnun um ástandið á vinnumarkaðn- um. –þá Einn gisti fangageymslu AKRANES: Um páska- helgina gisti einn fanga- geymslu á Akranesi sökum ölvunar. Hafði lögregla ver- ið kölluð til á skemmtistað þar sem maður væri æstur og ógnandi í hegðun. Þeg- ar lögreglu bar að garði réð- ist maðurinn að lögreglu- bifreiðinni og lamdi hana að utan og ógnaði svo lög- reglumönnunum. Var hann því handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann svaf úr sér mestu vímuna. -þá Fjórhjólaslys á Snæfellsnesi STAÐARSVEIT: Fjór- hjólaslys varð nærri bænum Miðhúsum í Staðarsveit á Snæfellsnesi á tólfta tíman- um á mánudagsmorgun. Að beiðni læknis í Ólafsvík var þyrla Landhelgisgæslunn- ar send á vettvang. Svo vildi til að TF-LÍF var við æfing- ar við Skorradalsvatn í Borg- arfirði og var henni því um- svifalaust snúið við til Reykja- víkur til eldsneytistöku. Var hún kominn að Miðhúsum um kl. 13 þar sem sjúkrabíll beið með þann slasaða, sem var kona. Þyrlan lagði loks af stað fáeinum mínútum síðar og var lent við Landsspítal- ann í Fossvogi kl. 13:50. Þar gekkst konan undir rann- sóknir en mun hafa verið í þokkalegu ástandi eftir at- vikum. –hlh Tveir sofnuðu undir stýri LBD: Sex umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunn- ar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Þar af var eitt þar sem ökumaður varð fyr- ir töluverðum meiðslum. Í þessum sex umferðaróhöpp- um vakti athygli lögreglu að í tveimur tilvikum er tal- ið fullvíst að ökumenn hafi sofnað undir stýri. Umferð- in í gegnum umdæmi LBD gekk að öðru leyti stóráfalla- laust fyrir sig í dymbilvik- unni og um páskahelgina. Umferðin var að sögn lög- reglu mikil og þétt á köflum, en gekk nokkuð vel. Alls voru 20 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og tveir öku- menn fyrir ölvun við akstur, annar þeirra var einnig öku- réttindalaus. –þá Sveitarstjórn Dalabyggðar hvet- ur til þess að stórátak verði gert í uppbyggingu tengivega í næstu vegaáætlun, enda liggi fyrir að með óbreyttu verklagi að áratug- ir líði þar til vegir á Íslandi verða sambærilegir við vegi í öðrum vestrænum ríkjum. „Ef allt fjár- magn sem vestursvæði Vegagerð- arinnar fær nú til tengivega rynni til Klofningsvegar tæki 5-8 ár að endurbyggja hann einan og leggja bundnu slitlagi. Góðar vegasam- göngur og gott netsamband er forsenda áframhaldandi byggðar um landið og núverandi ástand er hvorki bjóðandi íbúum eða ferða- mönnum. Bíða mætti með stærri framkvæmdir í nokkur ár meðan átak í uppbyggingu tengivega væri í hámarki,“ segir í bókun um sam- göngumál frá fundi sveitarstjórn- ar Dalabyggðar þriðjudaginn 15. apríl. Í fundargerð segir einnig að Samgönguráð vinni nú að gerð stefnumótandi samgönguáætlunar fyrir árin 2015-2026 ásamt verk- efnaáætlun fyrir fyrsta fjögurra ára tímabil hennar. Bókun sveit- arstjórnar Dalabyggðar um sam- göngumál kemur einnig í kjölfar fjölmenns fundar sem Dalamenn efndu til fyrir skömmu og haldinn var á Vogi á Fellsströnd. Þar voru rædd samgöngumál og fleiri brýn hagsmunamál íbúa Dalabyggðar. þá Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2013 náðist góður árangur við lækkun skulda sveitarfélagsins. Árs- reikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitar- stjórnar fimmtudaginn 10. apríl sl. Skuldaviðmið sveitarfélagsins var í árslok 2013 122% og hef- ur því lækkað um tæp 25 pró- sentustig á tveimur árum. Sveit- arfélagið greiddi af lánum fyr- ir 364 milljónir á síðasta ári en lögð var áhersla á að greiða upp lán með óhagstæðum vaxtakjörum. Heildartekjur sveitarsjóðs Borgar- byggðar og B-hluta fyrirtækja voru 2.969 milljónir króna á árinu 2013 en rekstrarútgjöld án fjármagns- liða voru 2.765 milljónir kr. Fjár- magnsgjöld voru alls 245 milljón- ir króna. Framlegð sveitarfélagsins var 11,3%. Samantekin rekstrarniðurstaða Borgarbyggðar á árinu 2013 var neikvæð um 41 milljón kr., sem er rúmlega 45 milljónum kr. verri út- koma en fjárhagsáætlun með við- aukum gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var 196 milljónir kr. eða 6,6% af rekstrartekjum, 20 millj- ónum minna en áætlað var. Heild- arskuldir og skuldbindingar voru um 4,6 milljarður í árslok en eign- ir sveitarfélagsins eru metnar í árs- reikningnum á tæpa 6 milljarða króna. Eigið fé sveitarfélagsins eru því tæpur 1,5 milljarður og eiginfjárhlutfall 24%. Eins og áður segir var skulda- viðmið Borgarbyggðar í árs- lok 2013 122%. Ef eingöngu er horft á skuldaviðmið sveitarsjóðs þá er það 94%. Tvær stofnan- ir í B-hluta vega þungt í þessum tölum, mennta- og menningar- húsið Hjálmaklettur og ný hjúkr- unarálma við dvalar- og hjúkrun- arheimilið Brákarhlíð, en báðar stofnanir eru nokkuð skuldsettar. Á móti skuldum þessara aðila eru hins vegar verulegar leigutekjur frá rík- issjóði. þá Skuldir Borgarbyggðar lækkuðu á síðasta ári Hvetja til stórátaks í uppbyggingu tengivega Klofningsvegur á Fellsströnd er orðinn ansi illa farinn. Myndin var tekin sl. haust.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.