Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að innrétta Hall- dórsfjós á Hvanneyri vegna flutn- ings á Landbúnaðarsafni Íslands þangað í sumar. Fjósið er kennt við Halldór Vilhjálmsson fyrrum skólastjóra Bændaskólans á Hvann- eyri en það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og reist árið 1928. Að sögn Bjarna Guðmundssonar for- stöðumanns safnsins miðar fram- kvæmdum vel áfram og er útlit fyr- ir að nýja sýningarrýmið verði hið glæsilegasta. Það er hannað af Sig- ríði Sigþórsdóttur arkitekt frá Ein- arsnesi og Birni G. Björnssyni sýn- ingarhönnuði. Með Landbúnað- arsafninu flyst Ullarselið einn- ig í Halldórsfjós og verður selið í móttökusal safnsins þar sem einn- ig verður safnbúð. Þar var áður mjólkurhús og mjaltagryfja fjóssins. Bjarni segir að grunnsýning safns- ins verði á tveimur hæðum, annars vegar í fjósinu sjálfu, beggja megin fóðurgangs, og í haughúsinu í kjall- ara. Gólfflötur rýmisins sem tekinn verður í notkun er tæplega 1.000 fermetrar, en fjósið var hannað fyr- ir um 80 mjólkandi kýr. Gengið til móts við nútíðina „Gengið verður frá fortíð og inn í nútíð á sýningunni,“ segir Bjarni. „Við miðum upphaf hennar við ný- háttaskeiðið í landbúnaði er hófst undir lok 19. aldar þegar farið var að stofna búnaðarskóla hér á landi, búnaðarfélög komu til sögu og ráðunautar hófu að ferðast um land- ið og kynna nýja búhætti. Síðan er gengið til móts við vélvæðingu nú- tíðarinnar. Á leiðinni mun ýmislegt fróðlegt koma fyrir sjónir um bú- hætti tuttugustu aldar, svo sem jarð- rækt, mjólkurvinnslu og fleira. Um- hverfi Gamla staðarins á Hvanneyri mun einnig leika hlutverk á sýning- unni. Á einum stað í sýningunni mun gestum nefnilega gefast færi á að skyggnast yfir flæðiengjarn- ar meðfram Hvítá sér til fróðleiks og yndisauka en ótal ræktunarm- injar er að finna í grenndinni,“ seg- ir Bjarni. Við enda fóðurgangsins er loks gengið stiga í votheysgryfju og niður í haughús þar sem drátt- arvélar og önnur landbúnaðartæki verða til sýnis. „Stefnt er einnig á að byggja hús yfir þúfna banann svo hann verði ekki útundan.“ Framkvæmt í öruggum skrefum Bjarni segir að framkvæmdir í Halldórsfjósi hafi staðið yfir með hléum síðan 2009. Stefna safnsins hafi verið sú að framkvæma ein- ungis fyrir það fé sem tiltækt hefur verið hverju sinni. Því sé búið að framkvæma í öruggum skrefum. „Í vetur fengum við myndarlegan styrk frá forsætisráðuneytinu sem gerir okkur kleyft að opna safnið í sumar, þótt ýmislegt verði óklár- að,“ segir Bjarni. Hann vill einnig minna á að Fasteignir ríkisins hafa komið myndarlega að viðhaldi á Halldórsfjósi á liðnum árum og undirbúningi þess sem sýning- arhúsnæðis. „Við horfum síðan til þess að taka allt húsið í notk- un með tímanum. Okkar sýn er sú að í hlöðunni verði sýningar- rými fyrir farandsýningar og fjöl- nota salur. Sem dæmi má nefna að við Snorri á Fossum erum nú þeg- Svið og bekkir voru settir upp í hlöðu Halldórsfjóss á dögunum vegna árshátíðar Hvanneyrardeildar GBF sem þar var haldin. Bjarni segir að horft sé til þess að gera fjölnota- og viðhafnarsal í hlöðunni enda sé hljómburður þar góður. Stefnt að opnun Landbúnaðarsafns Íslands í Halldórsfjósi í sumar ar búnir að prófa hljómburðinn í hlöðunni og er hann býsna góð- ur. Á fjósloftinu er horft til þess að verði skrifstofur safnsins, kaffi- stofa og skjalageymsla, auk þess að þar er rými fyrir stærri og minni sýningarsali.“ Opið hús á Safnadegi Í tilefni Safnadags Vesturlands, sem verður á sumardaginn fyrsta, verður opið hús í Halldórsfjósi fyrir gesti. Bjarni segir markmiðið að veita fólki tækifæri til að skoða gang framkvæmda og kynnast því sem verið er að vinna að í safninu. „Síðan vonum við að allar áætlan- ir gangi upp þannig að við munum opna safnið snemma í sumar.“ hlh Bjarni Guðmundsson forstöðumaður Landbúnaðarsafnsins við innganginn á Halldórsfjósi. Halldórsfjós á Hvanneyri. Grunnsýning Landbúnaðarsafnsins verður beggja megin fóðurgangsins. Unnsteinn Elíasson hleðslumaður frá Ferjubakka og Páll Guðmundsson listamaður frá Húsafelli í dæmigerðri eldsmiðju fyrir daga ljáanna sem reist hefur verið í Halldórsfjósi. Það var Unnsteinn sem hlóð smiðjuna en Páll og Þorsteinn bróðir hans gáfu safninu hellur úr gamla fjósinu í Húsafelli til að nota í gólf „nýju“ smiðjunnar. Ljósm. Bjarni Guðmunds. Allar upplýsingar í síma 435 0000 og á Gleðilegt sumar Gardatunnan.is • Ódýr leið til að losna við garðaúrganginn. • Losuð á tveggja vikna fresti yfir sumartímann. • Garðatunnan er á hjólum og getur því fylgt þér um allan garðinn. • Það er ótrúlega þægilegt að hafa svona tunnu alltaf við hendina. • Þú losnar við að aka með garðaúrganginn á næstu endurvinnslustöð. • Garðaúrgangurinn fer til moltugerðar hjá Gámaþjónustunni hf. með Garðatunnunni! m ag gi @ 12 og 3. is 7 7. 04 4 Höfðasel 15 • 300 Akranesi • www.gvest.is • vesturland@gamar.is • Sími: 435 0000 Helstu kostir Garðatunnunnar: Gardatunnan.is Garðaúrgangur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.