Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 „Undanfarin misseri hef ég haldið að minnsta kosti 20 erindi um sögu Vestur Íslendinga víða um land. Mér finnst ég skulda þessu fólki að gera þetta og ætla mér að fara í hvert ein- asta þorp á landinu. Vestur Íslend- ingar voru og eru gott fólk. Það er vert að þeirra sé minnst og tengslum haldið við,“ segir Atli Ásmunds- son fyrrum aðalræðismaður Íslands í Winnipeg. Sumardaginn fyrsta verður hann einn þeirra sem ætla að standa fyrir kynningarfundi á veg- um Utanríkisráðuneytisins og Þjóð- ræknisfélags Íslendinga á Sögulofti Landsnámssetursins í Borgarnesi. Þrír fyrirlesarar verða á fundinum. Það eru Atli sjálfur, Böðvar Guð- mundsson rithöfundur og Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismað- ur, ráðherra og sendiherra. Atli sem starfs síns vegna bjó um árabil sem ræðismaður í Kanada, mun segja frá Vestur Íslendingum og kynnum af þeim. Böðvar Guðmundsson ætlar að greina frá bakgrunni bóka sinna í erindi sem hann kallar „Skyggnst bak við leiktjöld bóka minna.“ Svav- ar Gestsson kynnir svo starfsemi Þjóðræknifélagsins. Að loknum erindunum verða um- ræður. Fundarstjóri verður Jónína Erna Arnardóttir tónlistarkennari. Bestu vinir Íslands Atla Ásmundssyni þykir að Vest- ur-Íslendingar hafi ekki ávallt not- ið sannmælis. „Andstæðingar vest- urferðanna héldu því fram að Vest- urfarar væru að svíkja gamla land- ið. Ekkert var fjær sanni. Ást þeirra á Íslandi var og er er einstök. Nú í dag starfa á bilinu 35 og 40 félög og stofnanir í Kanada sem sinna ís- lenskum menningararfi. Einnig er víða þróttmikið starf í Bandaríkjun- um. Ísland á enga betri vini en ein- mitt Vestur-Íslendinga.“ Atli bendir á að vesturferðirnar hafi átt sér margþættar skýringar. Fólk hafi yfirgefið Ísland af hreinni neyð. „Bændaaðallinn réð lögum og lofum í landinu. Þeir voru mjög á móti þessari þróun. Hún var hins vegar óhjákvæmileg og hluti af flók- inni samfélagsþróun. Kuldaskeið á seinni hluta 19. aldar gerði mörg heiðabýli óbyggileg. Sveitirnar niðri á láglendinu gátu ekki framfleytt fleiri íbúum. Fólk leið hreinan skort og svalt jafnvel heilu hungri. Það átti ekki neinna kosta völ nema fara og flyta vestur um haf. Landið bar ekki fleiri íbúa miðað við þá atvinnuhætti sem þá voru. Fólkið fór og það varð meira til skiptanna fyrir þau sem eft- ir urðu.“ Muna fósturjörðina allt til þessa dags Um svipað leyti fór að bera á þétt- býlismyndun hér á landi. Það varð fólksfækkun í sveitunum og fólk flykktist til sjávarþorpanna í leit að vinnu. „Hagur Íslands fór smám saman að batna meðal annars með aukinni vélvæðingu fiskiskipaflotans. Sjávarplássin efldust með þilskipum, bátum og seinna togurum. Þá voru flestir farnir sem á annað borð flutt- ust vestur. Þetta var geysileg blóð- taka fyrir þjóðina. Mörg þeirra sem fóru gerðu það þó ófús hug og þau gleymdu aldrei Íslandi. Þau höfðu Ísland með sér í hjartanu.“ Atli segist hafa lesið gamalt bréf frá manni úr Borgarfirði. „Ég les kannski upp úr því í Landnáms- setrinu. Þar lýsir hann því hvern- ig hann sofi enga nótt án þess að hann dreymi um æskustöðvarnar og gamla landið. Samt segist hann aldrei hafa efast um að það hafi ver- ið rétt ákvörðun hjá honum að flytja vestur um haf. Enn í dag sér mað- ur þennan mikla áhuga á Íslandi hjá afkomendum þeirra sem fóru. Þau leggja rækt við íslenskar rætur sínar, stofna félög og Ísland á stað í hjört- um þeirra,“ segir Atli Ásmundsson. Allt þetta og ótalmargt fleira verður til umræðu í Landsámssetr- inu á kynninarfundinum sem hefur hlotið heitið „Vinir handan hafs.“ Hann hefst klukkan 15 á sumardag- inn fyrsta, 24. apríl. mþh Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur vegna andstöðu þing- manna Norðvesturkjördæmis, sveitarstjórnar Borgarbyggðar og Bændasamtakanna, hætt við sam- einingu LbhÍ og HÍ. Þrátt fyr- ir þessa ákvörðun hefur umræðan um málefni skólans haldið áfram í fjölmiðlum. Í þeirri umræðu hefur mun meira farið fyrir þeim sjónar- miðum sem harma niðurstöðuna m.a. frá rektor LbhÍ, rektor Há- skóla Íslands, háskólaráði HÍ og nú síðast í grein sem nokkrir aka- demískir starfsmenn skólans skrif- uðu í Morgunblaðið 10. apríl sl. og nefnist „Hugsum stórt – sækj- um fram“ og í grein sem Arngrím- ur Thorlacius dósent við LbhÍ skrifaði í Fréttablaðinu þann sama dag. Í greinunum er andstæðing- um sameiningar sendur tóninn og tala hinir akademísku starfsmenn um Bændasamtökin og sveitar- stjórn Borgarbyggðar sem sjálf- skipaða umsagnaraðila og óum- beðnu „verndara“. Arngrímur til- greinir sérstaklega nágranna sinn „Heimótt“ og „Bændasamtök lýð- veldisins“ sem holdgerða fulltrúa afturhaldsins í málinu. Þegar rýnt er nánar í bakgrunn þessara skrifa er rétt að hafa nokkrar staðreynd- ir í huga sem skýra kunna afstöðu viðkomandi. Afstaða rektorana Afstaða rektors HÍ er mjög skiljan- leg út frá hagsmunum Háskóla Ís- lands. Með sameiningunni er HÍ færð skuldlaus stofnun (því skulda- halinn verður skorinn) með viður- kenningu ráðuneytis menntamála til að bjóða háskólanám á fræða- sviðum sem HÍ hefur ekki. Stofnun sem hefur í sinni umsjá eignir sem metnar eru á 2,5-3 milljarða kr. Þá fylgja loforð um nýtt fjármagn til styrkingar núverandi starfsemi og til nýrrar uppbyggingar upp á 1,1 milljarð á næstu fjórum árum. Hið sama kemur einnig skýrt fram í bók- unum háskólaráðs HÍ frá 7. nóv. 2013 að stuðningur ráðsins við sam- einingu er á forsendum Háskóla Ís- lands því þar eru settir ýmsir fyrir- varar sem þarf að uppfylla samhliða hugsanlegri sameiningu. Það fer því ekki milli mála að afstaða stjórnenda Háskóla Íslands mótast fullkomlega af hagmunum skólans. Hvað varðar afstöðu og fram- göngu rektors LbhÍ þá verður mál- ið flóknara. Þegar farið er yfir þann undarlega feril er eina skiljanlega skýringin sú að hann telji þetta já- kvætt innlegg LbhÍ inn í umræðu um fjölda háskóla í landinu. Í því ljósi sé það réttlætanlegt að leggja skólann niður sem sjálfstæða stofn- un og sameina HÍ. Þarf ekki nýja áhöfn? Hvað varðar hina akademísku starfsmenn og greinarskrif þeirra, þá er hvergi að finna málefnalegn rökstuðning fyrir mikilvægi sam- einingar á forsendum Landbúnað- arháskóla Íslands, aðeins almenna umfjöllun. Í stað þess eru settar fram órökstuddar fullyrðingar og fordómar um ætlaðan tilgang þeirra sem halda fram öðrum skoðunum. Þesskonar skrif dæma sig sjálf og eru ekki til framdráttar þeim sem fyrir þeim standa. Í skrifum hinna akademísku starfsmanna er vikið að fjárhagslegri kreppu LbhÍ. Tal- að um gamlan vanda sem fylgt hafi skólanum frá stofnun. Hið sanna í málinu er að þegar LbhÍ varð til með sameingu þriggja stofnana var uppsafnaður halli þeirra 115 m.kr. Á árinu 2005 fékk LbhÍ fjárfram- lag á fjáraukalögum til að jafna þennan halla og greiða kostnað vegna samruna stofnananna upp á um 160 m.kr. Margir hinna aka- demísku starfsmanna skólans sem skrifa áðurnefnda grein hafa verið í stjórnendateymi LbhÍ, sumir frá upphafi, og þannig borið ábyrgð á rekstri deilda og námsbrauta og væntanlega rekið þær á faglegum forsendum háskólarekstrar. Nið- urstaðan er skýr stöðugur halla- rekstur. Þarf ekki nýja áhöfn? Farsælt að efla LbhÍ Því er haldið fram að afstaða „Hei- mótta“ og annarra þeirra aðila sem stóðu gegn sameiningaráformum ráð- herra hafi ráðist af skammsýni, þröng- sýni og sérhagsmunum. Það eru stað- lausir stafir og algjörlega rangt. Þeir aðilar hafa engra persónulegra hags- muna að gæta og sjónarmið þeirra mótast einungis af samfélagslegri ábyrgð og hvernig LbhÍ getur til langs tíma gengt hlutverki sínu sem kennslu og fræðastofnun og þjónustu við land- búnaðinn og hinar dreifðu byggðir. Skoðanir þeirra og viðhorf eru byggðar á tiltækum gögnum um fag- lega stöðu skólans og fram kemur í út- tekt Gæðaráðs háskóla. Skýrslu um fýsileika sameiningar þar sem fram kemur að sameining er beinlínis fjár- hagslega óhagkvæm. Þá eru afstað- an byggð á stöðumatsskýrslu mennta- málaráðuneytisins þar sem eru loforð um umtalsverða fjármuni til eflingar og uppbyggingar. Þá liggur fyrir út- tekt KPMG á valkostum til framtíðar fyrir LbhÍ. Niðurstaðan er sú að far- sælast sé að efla LbhÍ sem sjálfstæðan háskóla til framtíðar. Nýlendustefna í byggðamálum? Það mál sem hér er til umræðu snýst ekki einungis um fram- tíð Landbúnaðarháskóla Íslands. Málið hefur aðra og miklu al- varlegri hlið. Það er hið byggða- pólitíska viðhorf sem felst í þess- ari ákvörðun. Það kemur í ljós að mennta- og menningarmálaráð- herra er mikið í mun að færa yf- irstjórn sjálfstæðrar stofnunar á landsbyggðinni til höfuðborg- arinnar og til þess að það megi verða er unnt að lofa nýju fjár- magni og uppbyggingu sem ekki er til reiðu ef stofnunin vill áfram vera sjálfs sín ráðandi. Ef þetta er ekki nýlendustefna í byggðamál- um þá hefur það hugtak fengið nýja merkingu. Ég vil nú skora á mennta og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarsson, að endurskoða með opnum huga þann möguleika að efla Landbúnaðarháskóla Íslands undir eigin merkjum. Sýna þar með þessari grónu menntastofn- um, sem sinnt hefur fag- og há- skólamenntun í landbúnaði fjórð- ung á aðra öld, þá virðingu sem hún á skilið og jafnframt sýna þá djörfung í byggðamálaum sem slík aðgerð hefði í för með sér. Magnús B. Jónsson fyrrum rektor Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri Pennagrein Enn af málefnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri Harðindi og kröpp kjör á seinni hluta 19. aldar lokkuðu margar íslenskar fjölskyldur vestur um haf. Fjallað um vini handan hafs í Landnámssetrinu Atli Ásmundsson fyrrum aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada verður einn þeirra sem flytja erindi í Landnámssetrinu í Borgarnesi á sumardaginn fyrsta. Ljósm: Jóhann Páll Valdimarsson. Atvinnu- og ferðamálanefnd Akra- neskaupstaðar kynnti drög að at- vinnumálastefnu bæjarins á opnum kynningarfundi þann 14. apríl sl. Drögin eru nánast eingöngu unn- in upp úr niðurstöðum íbúafund- ar í atvinnumálum sem haldinn var í lok nóvember á síðasta ári. Á þeim fundi var fundargestum boð- ið að skrá sig í vinnuhópa, þar sem farið var yfir stöðu atvinnumála á Akranesi. „Eins var unnið upp úr því sem tengdist atvinnulífinu frá íbúafundi varðandi sementsreitinn og einnig teknar inn niðurstöður úr könnun sem SSV gerði og þær hafðar til hliðsjónar þegar drögin að stefnunni voru gerð,“ segir Ingi- björg Valdimarsdóttur, formað- ur atvinnu- og ferðamálanefnd- ar. Fimm helstu áhersluþættir í at- vinnumálastefnunni eru að stuðla að frjóum jarðvegi fyrir atvinnulíf og ferðaþjónustu, að sjá til þess að uppbygging atvinnulífs verði alltaf í brennidepli, að viðhalda sterkum innviðum í fjölskylduvænu samfé- lagi, að styrkja ímynd bæjarins og að lokum að tryggja góðar samgöngur, fjarskipti og vatns- og orkumál. Ingibjörg segir að stefnan sé þó ekki fullgerð. „Hugsunin með fundinum var meðal annars sú að fá innlegg og viðbrögð frá þeim sem á hann mættu. Við vildum fá að vita styrkleikana og eins hvort eitt- hvað vantaði. Þær ábendingar sem fram komu á fundinum verða svo notaðar á lokastigum stefnunnar,“ segir Ingibjörg. Nefndin mun því fara yfir athugasemdir næstu daga og í framhaldi af því verður stefn- an fullgerð. „Stefnan verður að lokum lögð fyrir bæjarráð og bæj- arstjórn ásamt drögum að aðgerð- aráætlun. Stefnt er að því að gera það fyrir kosningar. Við viljum ekki binda aðgerðaráætlun sem slíka fyrir kosningar en viljum að stefn- an liggi fyrir þannig að allir stefni í sömu átt,“ segir Ingibjörg að lok- um. grþ Meðlimir í atvinnu- og ferðamálanefnd Akraneskaupstaðar, ásamt Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Sædísi A. Sigurmundsdóttur verkefnastjóra. Á myndina vantar Sævar Frey Þráinsson. Drög að atvinnu- málastefnu kynnt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.