Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Í aðsendri grein sem birtist þann 15. apríl á vef Skessuhorns frá Birni Bjarka Þorsteinssyni [greinina má lesa hér að ofan] formanni byggðar- áðs Borgarbyggðar koma fram ýms- ar staðreyndarvillur sem við viljum hér með leiðrétta. Aðalstarfsstöð Landbúnað-• arháskóla Íslands er á Hvann- eyri en skólinn er jafnframt með meginstarfsstöðvar á Keldnaholti í Reykjavík og á Reykjum í Ölfusi. Auk þess eru starfsmenn með fast aðsetur á Möðruvöllum/Akureyri og Stóra-Ármóti/Selfossi. Skól- inn þjónar landinu öllu. Alls voru 90 starfsmenn á • launaskrá Landbúnaðarháskóla Íslands þann 1. apríl s.l. Allir þessir starfsmenn eru skólan- um gríðarlega mikilvægir. Akademískir starfsmenn Land-• búnaðarháskóla Íslands eru lektorar, dósentar og prófess- orar sem hafa aðalstarf sitt af rannsóknum, kennslu og stjórnun á háskólastigi. Sam- kvæmt reglum skólans má eng- an ráða í akademískt starf án þess að meirihluti dómnefnd- ar hafi talið hann uppfylla lág- marksskilyrði til að gegna við- komandi starfi. Samkvæmt þessari skilgreiningu eru nú 30 akademískir starfsmenn starf- andi við skólann (þar af búa alls 6 í Borgarbyggð). Af þeim skrifuðu 23, eða 77%, undir yf- irlýsingu til rektors og mennta- málaráðherra um að halda til streitu áformum um að sam- eina LbhÍ og HÍ og einnig undir grein sem birtist í Morg- unblaðinu þann 10. apríl s.l. Þessir 23 starfsmenn búa í • Borgarbyggð, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi, Seltjarn- arnesi, Hafnarfirði, Hvera- gerði, Bláskógabyggð, Árborg, Rangárþingi ytra og Hörgár- sveit. Starfsmenn þessir hafa hvergi • talað niður það gæðastarf sem unnið er við skólann. Þvert á móti eru þeir stoltir af því starfi sem þar er unnið á öll- um starfsstöðvum. Hins veg- ar gera þeir sér grein fyrir því að þetta starf er í mikilli hættu verði ekkert að gert. Landbúnaðarháskóli Íslands • er einn af fjórum ríkisháskól- um landsins. Enginn þeirra er sjálfseignarstofnun. Tillögur þær sem fyrir liggja • um sameiningu háskólanna tveggja byggjast á því að styrkja starfsstöðvar skólans á Hvann- eyri og Reykjum. Í yfirlýsingu frá háskólaráði Háskóla Íslands frá 10. apríl s.l. hvetur það „alla sem kjósa uppbyggingu og sókn til framfara til að skoða áfram með opnum huga þau tækifæri sem kynnu að skapast með sameiningu Háskóla Ís- lands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Verði ákvörðun tek- in um sameiningu háskólanna er háskólaráð Háskóla Íslands reiðubúið að vinna að því að ofangreind markmið nái fram að ganga á núverandi starfs- stöðvum háskólanna.“ Ótti sveitarstjórnar Borgarbyggðar um að verið sé að kippa fótun- um undan starfsemi skólans á Hvanneyri er því ekki í neinu samræmi við inntak samein- ingaráforma skólanna. LbhÍ, verkefnum hans og starfsstöðv- um, stendur mun meiri ógn af óbreyttu ástandi. Óbreytt ástand felur í sér mikinn niður- skurð sem rýrir innviðanýtingu og fjárfestingar Borgarbyggðar á Hvanneyri, auk annars sam- félagslegs kostnaðar sem sam- drætti fylgir. Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknamála LbhÍ Björn Þorsteinsson, aðstoðarrektor kennslumála LbhÍ Landbúnaðarháskóli Íslands hef- ur verið í umræðunni undanfarið vegna áforma mennta- og menn- ingarmálaráðherra og æðstu stjórn- enda skólans um að sameina skól- ann Háskóla Íslands. Rektor hef- ur farið mikinn í baráttu sinni fyrir sameiningu og nú síðustu daga hef- ur hluti hinna „akademísku“ starfs- manna skólans stigið fram af mikl- um móð og lýst undrun og hneyksl- an á þröngsýni og stífni þeirra aðila sem barist hafa gegn sameiningu. Allt í einu er lag Sveitarstjórn Borgarbyggðar hef- ur ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að LbhÍ verði gerður að deild innan verkfræði- og náttúrvísinda- sviðs Háskóla Íslands, ekki af aft- urhaldssemi eða þröngsýni, held- ur miklu frekar vegna efasemda um að það sé skólanum og Hvann- eyrarstað til heilla. Um árabil hafa stjórnendur skólans á Hvanneyri lagt til aðgerðir til hagræðingar og þar hefur meginstefið verið að reyna að koma sem mestu af rekstri skólans fyrir á Hvanneyri. Hvorki ráðuneyti menntamála né stjórn- málamenn hafa viljað taka af skar- ið, en nú virðist allt í einu vera lag og mögulegt að leggja skólanum til aukið fjármagns með því skilyrði af hálfu ráðherra að skólinn verði lagður undir Háskóla Íslands. Stór hluti sömu skoð- unar og sveitarstjórn Nýverið skrifuðu 23 akademískir starfsmenn skólans undir bréf þar sem gert var lítið úr sjónarmiðum þeirra sem hafa haft efasemdir um ágæti sameiningar. Þessir 23 starfs- menn eru um helmingur „akadem- ískra“ starfsamanna skólans, en starfsmenn skólans eru rúmlega 90. Það er því aðeins fjórðungur starfs- manna sem skrifar undir bréfið. Af þessum starfsmönnum búa aðeins þrír í Borgarbyggð. Á fjölmennum íbúafundi í Borgarbyggð um mál- efni skólans var sveitarstjórn ein- dregið hvött til þess að standa vörð um sjálfstæði skólans og þeir tæp- lega 50 starfsmenn skólans sem búa í sveitarfélaginu fjölmenntu á fundinn. Þá hafa starfsmenn starfs- menntadeilda skólans á Hvanneyri og á Reykjum sent sveitarstjórn yf- irlýsingu þar sem varað hefur verið eindregið við sameiningu. Af þessu má sjá að stór hluti starfsmanna skólans deilir skoðun sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar. Hvað gengur fólki til? Eitt af lykilverkefnum sveitar- stjórna er að standa vörð um og styðja við fyrirtæki og stofnanir sem í sveitarfélaginu starfa. Hingað til hafa stjórnendur LbhÍ og sveitar- stjórn Borgarbyggðar átt gott sam- starf um uppbyggingu Hvanneyr- arstaðar og sveitarstjórn lagt skól- anum lið þegar kallað hefur verið eftir fjármagni til starfsemi skólans. Þá hefur Borgarbyggð lagt hundr- uðir milljóna til uppbyggingar inn- viða á Hvanneyri, m.a. til að geta stutt við uppbyggingu Landbúnað- arháskólans. Þegar skoðun sveitar- stjórnar fer á skjön við við skoðan- ir „akademískra“ starfsmanna skól- ans sem búa utan Borgarbyggðar þá er sveitarstjórn með óþarfa af- skiptasemi af málum sem henni kemur ekki við. Sveitarstjórn Borg- arbyggðar ber skylda til að gæta hagsmuna íbúa og að hafa skoðun á því þegar framtíð eins mikilvæg- asta vinnustaðar í héraði er um að ræða eins og í tilviki LbhÍ. Einnig er það afar sorglegt að fyrrgreindir „akademískir“ starfmenn og rekt- or LbhÍ tala nú ítrekað niður það gæðastarf sem unnið er við skólann og úttektir sem gerðar hafa verið staðfesta. Hvað gengur fólki til? Yfivegun og ábyrgð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ítrekað lýst vilja sínum til samstarfs við helstu hagsmunaðaila um efl- ingu LbhÍ og tekið frumkvæði í því að kalla aðila til samstarfs. Hags- munaðilum var boðið að taka sæti í vinnuhópi um framtíð skólans og Hvanneyrarstaðar þar sem sérfræð- ingar frá KPMG í sviðsmyndagerð unnu með hópnum að því að kort- leggja kosti og galla sameining- ar og þess að skólinn yrði sjálfs- eignarstofun, líkt og um helming- ur háskóla á Íslandi er. Fulltrúar frá sveitarstjórn, bændasamtökunum, atvinnulífi, LbhÍ og Háskólanum á Bifröst tóku þátt í vinnu hópsins. Mennta- og menningarmálaráðu- neytinu hefur verið kynnt vinna hópsins og niðurstaða. Sveitarstjórn Borgarbyggðar er hér eftir sem hingað til reiðubúin til að vinna af krafti að uppbygg- ingu LbhÍ með öllum þeim aðilum sem láta sig vöxt og viðgang skól- ans varða. Því legg ég til að aðil- ar máls skipti nú um takt, hætti að atast í fjölmiðlum og ræði saman af yfirvegun og ábyrgð, skólanum og Hvanneyrarstað til heilla. Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs Borgarbyggðar „Þetta endar sem sagt með ósköp- um,” sagði elskulegur ættingi minn þegar hann frétti að ég væri í síð- asta sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Ég sagði að „rúsínan í pylsuendanum“ fyndist mér svolít- ið hlýlegri lýsing á framboði mínu en af svip hans að dæma var hann ekki endilega alveg sannfærður um það. Ég er sem sagt aftur kom- in í framboð. Aftur komin í fram- boð segi ég vegna þess að fyrir 20 árum síðan var ég kosin í bæjar- stjórn á Akranesi og var þar í fjögur ár. Þá voru líka kosnir í bæjarstjórn þeir Sveinn Kristins, Guðmundur Páll og Gunnar Sigurðsson. Lífs- reynt fólk segir að sagan endurtaki sig. Ég lofa þó háttvirtum kjósend- um því að ég mun ekki verða aft- ur í framboði eftir 20 ár! En það er aldrei að vita hvað þeir Sveinn, Guðmundur og Gunnar gera. Lífsglatt fólk Hvers vegna hikaði ég ekki við að gefa kost á mér á lista Bjartrar framtíðar og hvers vegna er ég svo ánægð með að vera þar? Svarið er einfalt. Ég kann bara rosalega vel við mig í félagsskap þess fólks sem hefur valist þar til forystu. Ungar og hressar konur og karlar sem ég þekki svo vel og eingöngu af góðu. Fólk sem er brennandi af áhuga og vilja til að vinna fyrir bæinn sinn. Lífsglatt og skemmtilegt fólk með fullt af þrælgóðum hugmyndum og gengur í verkin með bjartsýni og já- kvæðni að leiðarljósi, opnum huga, reiðubúið að hlusta á rök annarra og finna saman góðar lausnir. Það er einmitt þessi nálgun við verk og viðfangsefni sem gerir Bjarta fram- tíð svo einstaka og áhugverða. Heiðarleiki skiptir máli Í bæjarmálum hér á Skaga er mjög sjaldan svo mikill hugmyndafræði- legur munur á skoðunum okkar og gildum að það eigi að koma í veg fyrir að við getum unnið saman að lausn viðfangsefnanna. Ég treysti því fólki sem skipar lista Bjartrar framtíðar öllum betur til að vinna að málum bæjarins á þennan hátt. Ég treysti þeim líka svo vel til að vinna af heiðarleika. Þjóna bæjarbú- um, án þess að ota sínum tota eða vina eða ættingja eða samflokks- manna. Þannig heiðarleiki skipt- ir mjög miklu máli og er því mið- ur ekki sjálfsagður í stjórnmálum. Sem sé: Samvinna, virðing, lausn- ir, heiðarleiki og svo auðvitað góð- ar málefnalegar áherslur. Fjölskylduvænn bær Þegar kemur að málefnunum veit ég að þau munu leggja áherslu á langtímamarkmið og falla ekki í þá freistni að gefa innstæðulaus lof- orð út og suður um hitt og þetta. Áherslan á að vera á bæjarfélag þar sem fólk býr við atvinnuör- yggi og þar sem gott er og gaman að búa. Bæjarfélag þar sem mik- il áhersla er lögð á umhvefisvernd og þar sem bæjarbúar fá notið úti- vistar í óspilltri og fallegri náttúru. Skemmtilegheitin í nærsamfélaginu skipta miklu máli. Líflegur bær þar sem margbreytileikinn blómstrar. Og auk þess að vera skemmtileg- ur bær á Akranes auðvitað að vera fjölskylduvænn bær, þar sem við tryggjum börnunum gott uppeldi og góða skóla í öruggu og vingjarn- legu umhverfi - skóla sem tryggja jafnrétti í námi. Í lykilmálaflokk- um eins og skólamálum og skipu- lagsmálum, svo ég taki dæmi, skipt- ir öllu að hugsað sé til lengri tíma, að við vöndum okkur við að finna lausnir sem líklegt er að friður geti verið um. Lausnir sem eru líka framsæknar og brjótast út úr „þetta hefur alltaf verið svona“ hugsunar- hættinum. Verið með, Skagamenn! Í skemmtilegum bæ er áhersla lögð á að allir séu með og hafi áhrif. Ungir og gamlir, fatlaðir og fót- boltakappar, innfæddir Niður- skagamenn og innflytjendur, hægri menn og vinstri, konur og karlar. Margbreytileikinn er mikill styrk- ur og svo er hann bara svo miklu skemmtilegri. Það á sko ekki síður við í atvinnulífinu. Það er gott að hafa traust undirstöðufyrirtæki, en það er ennþá mikilvægara að hafa fjölbreytni þar, því það er hættulegt ef við verðum of háð einu eða fáum fyrirtækjum. Unga fólkið sem er að koma inn á vinnumarkaðinn vill ekkert endilega vinna við það sama og við sem erum eldri. Já, fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri, og þá ekki síst fyrir konur, eru lykilþættir í því að byggja upp betra og traust- ara bæjarfélag til lengri tíma. Vilborg, Svanberg, Anna Lára og félagar þeirra á lista Bjartrar fram- tíðar á Akranesi eru fólk sem ég þekki vel og treysti öðrum betur til að fara inn í bæjarstjórn með þjón- ustulund, heiðarleika, samvinnu og langtímahag bæjarbúa að leiðar- ljósi. Það er mjög gaman og mik- ill heiður að vera í liði með svona fólki. Verið þið líka með okkur, Skagamenn! Ingunn Anna Jónasdóttir Pennagrein Viltu jákvæðni, fjöl- breytni og heiðarleika? www.skessuhorn.is Fylgist þú með? Áskriftarsími: 433 5500 Pennagrein Staðreyndarvillur leiðréttar Pennagrein Hvað er sveitarstjórn Borgar- byggðar að skipta sér af ?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.