Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is Senn líður að sveit- arstjórnarkosning- um. Undirrituð hef- ur ákveðið að gefa kost á sér til starfa að sveitarstjórnarmálum fyrir Borg- arbyggð. Áhuginn fyrir því að taka þátt í þeim málum á sér skamman að- draganda. Fyrir rúmu ári síðan flutt- ist ég nefnilega aftur heim í Borgar- byggð ásamt eiginmanni mínum, Vig- fúsi Friðrikssyni, og þremur börnum okkar, Ásdísi Lind 6 ára, Hilmari Karli 4 ára og Hallgrími 1 árs. Við höfðum verið búsett annarstaðar til margra ára en búum nú í Borgarnesi, þar sem ég er fædd og uppalin, ein af 7 systkin- um. Þegar ég snéri aftur heim í Borg- arbyggð fann ég fyrir því hve sterkar tilfinningar ég hef til gamla bæjarins, fólksins og sveitanna í kring. Það voru til dæmis ný lífsgæði að geta drukk- ið aftur morgunkaffið með útsýni út á Hafnarfjallið og Skessuhorn. Ég er því komin heim og ætlum við hjónin hér að vera og ala upp okkar börn í samfé- lagi við vini, ættingja og alla íbúa. Samkeppnishæft sveitarfélag Á þessum stutta tíma hefur fæðst áhugi og metnaður hjá mér til að leggja mitt að mörkum til að gera sveitarfélagið blómlegra, meira aðlaðandi og eftir- sóknarverðara bæði fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Ef sveitarfélagið á að efl- ast og vaxa verður það að vera sam- keppnishæft gagnvart bæði höfuð- borgarsvæðinu og öðrum sveitarfé- lögum. Það hefur alla möguleika til þess. Tækifærin eru óþrjótandi. Við þurfum að fara af eldmóði í mark- aðssetja þessi tækifæri sem sveitarfé- lagið hefur uppá að bjóða. Það gerum við með því að bera á borð þá vaxt- armöguleika sem hjá okkur liggja, og auk þess að efla aðkomu stjórnvalda til að styrkja byggðina. Við höfum tvo góða háskóla í héraðinu sem hafa alla burði til að styðja við atvinnulífið og nýsköpun. Samhygð og vinskapur Með fjölbreyttari- og aukinni at- vinnustarfsemi aukum við tekjur sveit- arfélagsins og auðveldara verður að halda uppi góðri grunnþjónustu. Þetta er lykillinn. Hér þarf að skapa jákvætt félagslegt umhverfi fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Lífsgæði fólks felast ekki í flóknum hlutum - Við viljum búa í samfélagi sem einkennist af samhyggð og vinskap. Það er farsælast. Við viljum góða grunnþjónustu. Að börnin okkar hafi tækifæri til að sækja metnaðarfulla og framsækna leik- og grunnskóla. Að sveitarfélagið sé snyrtilegt, vel hirt og fjölskylduvænt og að hér sé BEST að vera bæði fyrir unga og aldna. Ykkar rödd er okkar vinna Í næstu viku, dagana 28. -30. apríl, ætlum við í Framsóknarflokknum að leggja lokahönd á málefnavinnu okk- ar fyrir komandi kosningar. Við vilj- um hvetja sem flesta til að líta við og taka þátt í þeirri vinnu með okkur, en við verðum í Félagsbæ í Borgarnesi alla þessa daga frá kl 20. Ykkar rödd er okkar vinna. Guðveig Eyglóardóttir Skipar 1. sæti á lista Framsóknar- flokksins í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heilsugæslan og sjúkrahúsið á Akranesi, ásamt Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, eru hornsteinar í velferð bæjarbúa. Það myndi breyta miklu ef við gætum ekki gengið örugg að þeirri þjónustu sem þar er veitt. Við höfum í áratugi notið dyggrar þjónustu heilsugæslulækn- anna okkar, Reynis Þorsteinsson- ar og Þóris Þórhallssonar og ann- ars dugmikils starfsfólks, en við get- um ekki gengið að þessu fólki vísu um aldur og ævi, frekar en nokkru öðru í lífinu. Við vitum að stjórnendur Heil- brigðisstofnunar Vesturlands hafa beitt ýmsum ráðum til þess að laða að heilsugæslulækna, en ekki virð- ist neitt vera í sjónmáli enn í þeim efnum. Bæjaryfirvöld geta hjálpað stjórnendum stofnunarinnar með t.d. markvissri kynningu á kostum Akraness. Hér er nefnilega gott að búa og ætti að vera eftirsóknarvert að kynnast því fyrir fjölskyldufólk og einstaklinga annars staðar að. Sjúkrahúsið er sérhæft á marga vegu, skurðstofusvið, fæðinga- og lyflæknissvið. Undanfarin ár hef- ur mikið verið dregið úr rekstr- arfé til stofnunarinnar, af ástæðum sem allir þekkja, en nú hljótum við öll að segja í kór: „Hingað og ekki lengra!“ Við þurfum öll sem eitt að sýna öfluga gjörgæslu fyrir stofnunina. Efla verður heilsugæsluna og fjölga skurðaðgerðum á sérsviðunum, en til þess þarf auðvitað meira fjár- magn. Fjöldi sjúklinga víða um landið líður fyrir að komast ekki í aðgerðir eins og t.d. liðskiptaað- gerðir, en takmarkað fjármagn set- ur stórt strik í þann reikning. Biðl- istinn er of langur og veldur mörg- um ómældum þjáningum. Nýjung- ar eins og magabandsskurðaðgerðir gegn offitu eða yfirvigt eru nú fram- kvæmdar á spítalanum með góð- um árangri. Aðgerðirnar lofa góðu og skipta miklu máli fyrir einstak- linginn sjálfan og fjárhag stofnun- arinnar. Við erum með góða skurð- stofu en fjársjóðurinn okkar liggur í frábæru starfsfólki, sem er sérhæft á sínu sviði. Þetta fólk megum við heldur ekki missa. Nýstofnuð Hollvinasamtök Heil- brigðisstofnunar Vesturlands sýna mikilvægt framtak og er Steinunn Sigurðardóttir þar í fararbroddi með mörgum öðrum góðum ein- staklingum. Um þessar mund- ir stendur yfir söfnun á nýju tölvu- sneiðmyndatæki sem leysir af hólmi tæki sem gefið var fyrir sjö árum og er að verða barn síns tíma. Við hvetjum bæjarbúa að gerast holl- vinir og veita aðstoð sína. Við vor- um ánægðar að sjá viðbrögð bæjar- stjórnarinnar á stofnfundinum fyr- ir nokkrum vikum, en bærinn ásamt Verkalýðsfélagi Akraness komu með myndarlegt framlag í sjóðinn. Fleiri góðir einstaklingar og félög hafa lagt sjóðnum lið, nú síðast Lions- klúbburinn Eðna. Við viljum koma á föstu og mark- vissu sambandi milli bæjaryfirvalda og stjórnar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, bæði þegar allt leikur í lyndi og einnig þegar skórinn krepp- ir, þannig að við róum öll saman fast í eina átt. Mikilvægt er að bæjaryf- irvöld á hverjum tíma gleymi aldrei sinni vakt varðandi þessa hornsteina okkar. Um það getum við örugglega öll verið sammála, hvar í flokki sem við stöndum. Með kveðju frá okkur sem all- ar höfum kynnst heilbrigðisþjón- ustunni á Akranesi og vitum hvers megnug hún er og hefur verið. Þjónustan verður að fá að blómstra fyrir þá fjölmörgu sem á þjónust- unni þurfa að halda í umdæminu, í nútíð og framtíð. Ingibjörg Pálmadóttir Anna Þóra Þorgilsdóttir Björk Elva Jónasdóttir Pennagrein Samvinna Pennagrein Hæ, ég er komin heim.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.