Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Númer hvað var þitt páskaegg í ár? Spurning vikunnar Pétur Már Jónsson: Ég fékk ekkert páskaegg. Justyna Kowalczyk: Fékk páskaegg númer eitt. Þorsteinn Guðmundur Er- lendsson Ég fékk kílóapáskaegg. Margrét Gunnarsdóttir: Fékk ekkert egg. Viktor Ingi Jakobsson: Ég fékk páskaegg númer þrjú. (Spurt á Akranesi) Inn á borð Skessuhorns ber- ast oft fyrirspurnir um ýmis mál- efni. Meðal annars var vikið að því í einni þeirra á dögunum að þrengsli væru í þrekmiðstöðunni á Jaðarsbökkum og á tímum erf- itt að komast þar í tæki, ekki síst ef fólk vildi halda sig við ákveðnar æfingaáætlanir. Haft var samband við Jón Þór Þórðarson íþrótta- fulltrúa ÍA sem gaf ítarlegt svar við fyrirspurninni. „Það er vissu- lega mjög snúið að láta fara sam- an þrekþjálfun íþróttafólks og hins almenna iðkanda. Á ákveðn- um tímum er mjög þröngt og mik- ið álag á þeim tiltölulega fáu tækj- um sem til staðar eru. Það skapar vitanlega óánægju meðals hins al- menna iðkanda að geta ekki geng- ið að þrektækjunum vísum vegna álags eða bilana,“ sagði Jón Þór í svari sínu. Íþróttabandalag Akraness hef- ur um langt árabil verið með þrekstarfsemi í Íþróttamiðstöð- inni á Jaðarsbökkum með leigu- og rekstrarsamning við Akranes- kaupstað. ÍA átti frumkvæði að því að þrekaðstöðunni var komið á fót á sínum tíma og að hluta til fer starfsemin fram í því rými sem ÍA hefur í Íþróttamiðstöðinni. Jón Þór segir tilgang ÍA að skapa sínu íþróttafólki aðstöðu til þrekþjálf- unar jafnframt því sem hinn al- menni iðkandi getur æft á mjög hagstæðum kjörum. „Íþrótta- bandalagið hefur ekki gert form- lega könnun varðandi það hvern- ig fólki líkar aðstaðan en það hef- ur komið fram í almennum könn- unum varðandi búsetu á Akranesi að bætt aðstaða til líkamsrækt- ar er eitthvað sem kallað er eftir. Almennt er íþróttafólk ÍA nokkuð sátt við þá aðstöðu sem það hef- ur aðgang að í tengslum við sína þrekþjálfun og ekki er kvartað undan verðlaginu sem er eitt það lægsta sem fyrir finnst. Þessi þrek- starfsemi hefur skapað íþrótta- hreyfingunni tekjur sem nýttar hafa verið til fjármögnunar á tækj- um, greiða laun og styrki til aðild- arfélaga ÍA. Það má því segja að þetta sé okkar innra lottó,“ segir Jón Þór. Fólk gerir kröfur Jón Þór segir að með tíman- um hafi ásóknin aukist verulega í þrekmiðstöðina á Jaðarsbökkum og reynt sé að nýta allt það rými sem tiltækt er í Íþróttamiðstöð- inni hvort sem það eru salir, stigar eða gangar. Það sé vissulega mjög snúið að láta fara saman þrekþjálf- un íþróttafólks og hins almenna iðkanda. „Á ákveðnum tímum er mjög þröngt og mikið álag á þeim tiltölulega fáu tækjum sem til staðar eru. Það skapar vitanlega óánægju meðals hins almenna iðk- anda að geta ekki gengið að þrek- tækjunum vísum vegna álags eða bilana. Við förum ekki varhluta af þeirri umræðu að fólk gerir kröf- ur og hefur væntingar um að geta æft við svipaðar aðstæður og eru á stærri líkamsræktarstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Í kring- um 2005 voru uppi háleitar hug- myndir varðandi frekari uppbygg- ingu á Jaðarsbakkasvæðinu með t.d. veglegri tengibyggingu á milli Íþróttamiðstöðvarinnar og Akra- neshallarinnar. Þær hugmynd- ir voru allar settar til hliðar við efnahagshrunið 2008 og hafa því miður ekki komið raunhæft til tals síðan. Vonandi er efnahagsástand- ið að batna þannig að frekari upp- bygging á íþróttaaðstöðu geti átt sér stað í bænum,“ segir Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi ÍA. þá Sameiginlegt lið Snæfells og Skalla- gríms í unglingaflokki karla í körfu- bolta bar sigurorð af liði Tinda- stóls í undanúrslitum Íslandsmóts- ins sem fram fóru síðastliðinn mið- vikudag. Lokatölur leiksins urðu 100:92 en hann fór fram í Íþrótta- húsinu í Stykkishólmi. Gestirnir leiddu lengst af í leiknum en Snæ- grímsmenn voru þó aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 37:48 fyrir Tindastól. Snægrímur komst síðan yfir um miðjan fjórða leik- hluta og vann að lokum kærkominn átta stiga sigur. Stigahæstur í liði Snægríms var Stefán Karel Torfa- son með 29 stig en hann tók einn- ig 20 fráköst. Næstir komu Snjólfur Björnsson og Þorbergur Sæþórsson með 16 hvor, Davíð Guðmunds- son með 13, Davíð Ásgeirsson 12, Jóhann Sævarsson 9 og Atli Aðal- steinsson 5. Þetta er í fyrsta skipti sem Snæ- grímur kemst í úrslit Íslandsmóts- ins í unglingaflokki og er árangur samstarfs Hólmara og Borgnesinga á þessu sviði því glæsilegur. Snæ- grímur mætir Keflvíkingum í úr- slitaleiknum sem fram fer í Smár- anum í Kópavogi kl. 18 á sunnu- daginn. Þjálfarar Snægríms eru þeir Ingi Þór Steinþórsson og Finnur Jónsson. hlh Stefán K. Torfason var stigahæstur í liði Snægríms gegn Tindastól. Ljósm. Eyþór Ben. Snægrímsmenn komnir í úrslit Æft í þrekmiðstöðinni á Jaðarsbökkum. Kallað eftir bættri aðstöðu til líkamsræktar Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi ÍA. Sameiginlegt lið Kára og Skallagríms lék síðasta leik sinn í 1. riðli C-deildar Lengju- bikarsins í knattspyrnu á skírdag. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi og sigraði vesturlands liðið 3:0 í leiknum. Mörk Kára/Skallagríms skoruðu Sölvi G Gylfason, Baldur Ólaf- ur Kjartansson og markahrók- urinn Valdimar Kristmunds Sig- urðsson. Þar með skaust Kári/ Skallarímur upp í 4. sæti riðils- ins með 6 stig, upp fyrir Stál-Úlf og Örninn. Lið Berserkja sigr- aði í riðlinum. Af þátttöku annarra vest- lenskra liða í c-deild Lengjubik- ars er það að frétta að Grund- arfjörður varð í 2. sæti í 4. riðli með 9 stig og þar sigraði Álfta- nes með 12 stig. Snæfell varð í fimmta og neðsta sæti riðilsins án stiga. Hólmarar urðu m.a. að sætta sig við 0:8 tap fyrir Grund- firðingum á dögunum. þá Sigruðu Stál-Úlf

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.