Skessuhorn


Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 23.04.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Kvennatölt Vesturlands fór fram í Faxaborg í Borgarnesi miðviku- daginn 16. apríl síðastliðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni er haldin en ekki er ólíklegt að hún sé komin til að vera. Um 40 skrán- ingar voru í mótið sem stóð yfir frá kl. 18 til 20:30. Mótshaldarar voru þeir Ámundi Sigurðsson og Ingi Tryggvason í Borgarnesi. Keppt var í fjórum flokkum, B og A úrslit- um minna og meira vanra knapa. Í tilefni páskanna voru vegleg páska- egg í verðlaun fyrir sigurvegara. Loftorka gaf verðlaun í B úrslitum, N1 í A úrslitum minna vanra og Samkaup í A úrslitum meira vanra. Þessu til viðbótar fengu sigurvegar- ar í A úrslitum 25 þús. kr. peninga- verðlaun frá mótshöldurum. Úrslit efstu þriggja í hverjum flokki má sjá hér að neðan. Til gamans má geta þá kepptu þrjár systur í A úrslitum minna vanra, þær Guðrún, Sigrún og Arna Ámundadætur. Ekki er vit- að til að slíkt hafi gerst hér á landi áður. B úrslit minna vanar: 1. Arna Hrönn Ámundadóttir og Næk f. Miklagarði 5,39 2. Valka Jónsdóttir og Svaki f. Auðsholtshjáleigu 5,28 3. Ágústa Rut Haraldsdóttir og Fáni f. Seli 5,22 A úrslit minna vanar: 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Mardöll f. Miklagarði 7,22 2. Guðrún Ósk Ámundadóttir og Diðrik f. Grenstanga 5,89 3. Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Aría f. Oddsstöðum 5,78 B úrslit meira vanar: 1. Klara Sveinbjörnsdóttir og Ósk- ar f. Hafragili 6,28 2. Sigrún Rós Helgadóttir og Bessý f. Heiði 5,56 3. Aníta Lára Ómarsdóttir og Greifinn f. Runnum 5,39 A úrslit meira vanar: 1. Linda Rún Pétursdóttir og Snæ- grímur f. Grímarsstöðum 7,17 2. Randi Holaker og Þytur f. Skán- ey 6,72 3. Sandra Steinþórsdóttir og Tíbrá f. Bár 6,67 hlh Félag áhugafólks um íþróttir aldr- aðra (FÁÍA) og Ungmennafélag Ís- lands í samvinnu við Aftanskin, fé- lag eldri borgara í Stykkishólmi, héldu námskeið í boccia íþrótta- miðstöðinni í Stykkishólmi laug- ardaginn 12. apríl sl. Alls tóku 28 þátttakendur þátt í námskeiðinu sem komu frá Hellissandi, Ólafs- vík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Flatey og Hvammstanga. Á nám- skeiðinu var farið yfir leikreglurnar í boccia auk þess sem haldnar voru ýmsar æfingar. Eftir daginn þreyttu síðan 10 þátttakendur dómarapróf í boccia, bæði verklegt og skriflegt, og stóðust allir prófið með láði. Kennarar á námskeiðinu voru þeir félagar Ingimundur Ingimundar- son frá Borgarnesi og Flemming Jessen frá Hvanneyri. Þess má geta að Vesturlandsmótið í boccia fer einmitt fram í Stykkishólmi laugar- daginn 24 maí nk. kl. 11. fm Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Snæfells var haldið á Hótel Stykk- ishólmi á skírdag. Á hófinu voru ýmis verðlaun veitt. Hildur Sig- urðardóttir og Sigurður Þorvalds- son voru valin bestu leikmenn árs- ins hjá meistaraflokkum félagsins. Bestu ungu leikmennirnir voru val- in þau Hildur Björg Kjartansdótt- ir og Stefán Karel Torfason og þá voru bestu varnarmennirnir valin þau Sveinn A. Davíðsson og Guð- rún Gróa Þorsteinsdóttir. Helga Hjördís Björgvinsdóttir fékk loks verðlaun fyrir mestu framfarir og glæsilegan árangur í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. Aðrar viðurkenningar voru einnig veitt- ar á hófinu og fengu t.d. tveir leik- menn meistaraflokks karla sem ný- verið létu skónna á hilluna viður- kenningu, þeir Jón Ólafur Jónsson og Hafþór Ingi Gunnarsson. Boðið var upp á ýmis skemmti- atriði á lokahófinu ásamt því að hljómsveitin Meðlæti lék fyrir dansi. Meðal atriða var frumsýning á nýju og veglegu myndbandi til heiðurs meistaraflokki kvenna sem vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í vetur með glæsibrag. Myndbandið hefur verið sett inn á myndbanda- vefinn YouTube, en það má sjá með frétt um lokahófið á vef Skessu- horns. hlh / Ljósm. snaefell.is Sundkonan Inga Elín Cryer frá Sundfélagi Akraness sópaði að sér verðlaunum á Íslandsmeistara- mótinu í 50 metra laug sem fram fór í Laugardalslaug í Reykjavík helgina 12-13. apríl síðastliðinn. Hún varð Íslandsmeistari í 400m og 800m skriðsundi, þar sem hún sigraði með nokkrum yfirburð- um. Bætti hún tímann sinn í 400m um 5 sekúndur frá síðasta móti og um 4 sekúndur í 800m. Inga Elín vann einnig gull í 4x200m og silf- ur í 4x100m boðsundi í skriðsundi. Afrakstur helgarinnar voru því þrjú gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Það er því ljóst að Inga Elín er nálgast nú sitt gamla form en hún hefur verið að jafna sig eftir erfið- ar kjálkaaðgerðir sem hún fór í fyr- ir rúmu ári. Tekur um það bil eitt og hálft til tvö ár að ná fyrri styrk eftir jafn erfiðar aðgerðir og hún fór í. Framundan hjá Ingu Elínu er franska meistaramótið í byrjun júlí og svo hefur hún sett stefnuna á að ná lágmörkum fyrir HM-25 sem haldið verður í desember á þessu ári. Það verður því nóg að gera hjá þessari fræknu sundkonu á næst- unni sem vildi nota nota tækifærið og þakka Skagamönnum stuðning- inn í sundinu á liðnum misserum. grþ Sundkonan Inga Elín Cryer frá Akranesi. Varð fjór- faldur Íslands- meistari Hildur og Sigurður valin best hjá Snæfelli Sigurður Þorvaldsson ásamt Inga Þór þjálfara og Gunnlaugi Smárasyni aðstoðarþjálfara. Hildur Sigurðardóttir ásamt Inga Þór þjálfara og Baldri Þorleifssyni aðstoðarþjálfara. Héldu námskeið í boccia í Hólminum Hluti þeirra sem þreyttu dómarapróf á námskeiðinu. Ljósm. sk. Arna Hrönn Ámundadóttir og Nækur frá Miklagarði, sigurvegarar í B-úrslitum minna vanra. Arna var yngsti keppandi mótsins, einungis 12 ára gömul. Fyrsta Kvennatölt Vesturlands fór fram í Faxaborg Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Mardöll frá Miklagarði, sigurvegarar í A-úrslitum minna vanra. Ljósm. iss. Linda Rún Pétursdóttir og Snægrímur frá Grímarsstöðum, sigurvegarar í A-úr- slitum meira vanra. Ljósm. iss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.