Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Ef þú hyggst fara út í garðrækt og sjá þér fyrir eigin matvöru þá er einmitt tíminn núna að huga að því, svo sem með útvegun útsæðis. Kartöflu- og garðrækt hefur líka þann kost finnst mörgum að vera skemmtilegt tóm- stundagaman og þá er það holl útivera sem einnig fæst. Suð- og austlægir vindar eru í kortun- um næstu dagana og fremur milt veð- ur. Á fimmtudag er spáð hægri suð- lægri eða breytilegri átt og víða létt- skýjuðu. Hiti 3 til 10 stig, en allvíða næturfrost. Á föstudag er útlit fyrir hægt vaxandi suðaustanátt og rign- ingu sunnan- og vestan til með kvöld- inu. Á laugardag er spáð austlægri átt og hvassast syðst, vætusamt einkum um sunnanvert landið. Á sunnudag er gert ráð fyrir hægri suðlægri- eða breytilegri átt, víða rigningu og hita 3 til 8 stig. Á mánudag er útlit fyrir hæga suðlæga átt og að mestu þurrt, áfram milt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Ætlar þú að kjósa í kosningum til sveitarstjórna 31. maí nk?“ Langflest- ir virðast ætla að gera það. „Já búin(n) að ákveða mig“ sögðu 44,55%, „já en á eftir að ákveða mig“ sögðu 35,84%. „Nei hyggst ekki kjósa“ sögðu 13,56% og 6,05% vissu það ekki. Í þessari viku er spurt: Á að fækka stökum rauðum fimmtudögum? Ötulir lúðraþeytarar í Stykkishólmi eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Skil á greinum SKESSUHORN: Þar sem nú styttist í kosningar til sveitar- stjórna er farið að bera á aukn- um ritvilja frambjóðenda á greinum og öðru kynningarefni um sig og stefnumál sín. Til að auðvelda ritstjórn að henda reiður á væntanlegu efni eru þeir sem vilja koma að greinum í tölublöð Skessuhorns í maí beðnir að senda þær inn í síð- asta lagi á hádegi mánudaga fyr- ir útgáfu. Þá skal einnig bent á að hámarkslengd greina er ein A4 síða, 12 punkta letur. Hins vegar gildir áfram sú regla að því styttri sem prennagreinar eru, því fleiri lesa þær. Mynd af höfundum þurfa skilyrðislaust að fylgja með í viðhengjum. Al- úðarþakkir! -mm Háskóladagur 1. maí BIFRÖST: Á morgun, fimmtu- daginn 1. maí verður opinn dagur í Háskólanum á Bif- röst frá klukkan 14.00-17.00. Þar geta allir komið og feng- ið upplýsingar um námsleið- ir og þá aðstöðu sem í boði er í háskólaþorpinu. Boðið verð- ur upp á gönguferðir um þorpið og hægt verður að skoða íbúðir og aðrar vistaverur íbúa svæðis- ins. Síðan verður hægt að kynna sér líkamsræktina, heitu pott- ana, bókasafnið, kaffihúsið og leikskólann. Sviðsstjórar allra deilda munu vera á staðnum til að kynna námið ásamt kennur- um, starfsmönnum og nemend- um. Hoppukastali, töframaður og ýmislegt fleira verður í boði fyrir börn og fullorðna. Vöfflu- kaffið verður á sínum stað á Hótel Bifröst og hægt verður að fara í ýmsa leiki skemmta sér. Sjá nánar á vef skólans. –mm Mötuneyti Grundaskóla stækkað AKRANES: Á fundi fjöl- skylduráðs Akraneskaupstaðar 15. apríl sl. kom fram að starfs- hópur sem bæjarráð skipaði hefur skilað tillögum til úrbóta í mötuneyti Grundaskóla. Í þeim er gert ráð fyrir stækkun mötu- neytisins og endurnýjun tækja. Til dæmis er lagt til að matsal- ur mötuneytisins verði stækk- aður um 40 fermetra. Kostnað- ur er áætlaður um 35 milljónir króna. Áætlað er að endurbæt- ur og stækkun fari fram í sumar. Fjölskylduráð lýsti á fundinum yfir ánægju sinni með að komin er niðurstaða í málið. –þá Skemmdarverk á báti SNÆFELLSNES: Aðfararnótt sunnudags voru unnin skemmd- arverk um borð í báti sem lá við bryggju í Ólafsvík. Að sögn lög- reglu var auk þess stolið lyfjum úr björgunarbáti sem einnig var við bryggjuna. Tveir ökumenn voru handteknir um síðustu helgi í Snæfellsbæ, annar grun- aður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis. –þá S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Eurovision Pub Quiz Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Snorrastofa í Reykholti óskar eftir að ráða sumarstarfsmann í útiverk, slátt og umhirðu staðarins. Bílpróf er nauðsynlegt. Upplýsingar veita Tryggvi Konráðsson s. 894 5150 og Bergur Þorgeirsson s. 893 1492 Snorrastofa í Reykholti Sumarvinna Brotist var inn í matvöruverslunina Grundaval á Akranesi aðfararnótt sl. þriðjudags. Einn hafði morguninn eftir verið handtekinn í sambandi við innbrotið. Að sögn lögreglu var sá ekki staðinn að verki en grunsemdir bárust að viðkomandi. Aðeins tóbaki var stolið úr versluninni en talsverðar skemmdir unnar á dyraumbúnaði í innbrotinu. Þá var annar maður hand- tekinn og yfirheyrður vegna meintra gripdeilda í versluninni kvöldið áður. Málið er í rannsókn. þá/ Ljósm. grþ Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa sem sveitarstjóri að lokn- um kosningum í vor. Ákvörðunina tilkynnt hún Sigurði Sverri Jóns- syni oddvita sveitarstjórnar í janú- ar síðastliðnum. Laufey hefur ver- ið sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit frá vori 2008 og hefur hún því stýrt sveitarfélaginu í sex ár. Aðspurð kveðst hún ekki viss um hvað taki við hjá sér eftir starfslok, en segist þó fyrst um sinn ætla að skoða sig um á vinnumarkaðinum. Laufey er fjórði sveitarstjórinn á Vesturlandi sem gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa eft- ir kosningarnar í vor. Hinir eru Páll S. Brynjarsson í Borgarbyggð, Björn Steinar Pálmason í Grundar- firði og Gyða Steinsdóttir í Stykk- ishólmi. Auk þess mun Davíð Pét- ursson oddviti í Skorradalshreppi ekki gefa kost á sér áfram í sveitar- stjórn. hlh Meirihlutinn á Akranesi héldi velli yrði kosið nú ef marka má skoðana- könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birt var í liðinni viku. Sam- kvæmt könnuninni mælist D-listi sjálfstæðismanna með mest fylgi þeirra fimm framboða sem tilkynnt hafa framboð í bænum, eða 30,2%. Slík niðurstaða myndi tryggja flokknum þrjá bæjarfulltrúa. Sam- fylkingin mælist með næst mesta fylgið í bænum eða 23,8% sem fær- ir flokknum tvo bæjarfulltrúa. Sam- kvæmt þessu bæta sjálfstæðismenn einum manni við sig á meðan Sam- fylkingin tapar einum. Skammt á hæla Samfylkingar kemur listi Frjálsra með Framsókn með 19,5% fylgi og tvo bæjarfulltrúa líkt og í síðustu kosningum. Listi Bjartrar framtíðar mælist með 15,6% fylgi í könnunni en þetta er í fyrsta skipti sem flokkurinn býður fram á Akra- nesi. Niðurstaðan tryggir BF einn bæjarfulltrúa. Vinstri grænir mæl- ast með minnst fylgi í könnunni, eða 8,9%, sem þó tryggir þeim einn mann inn. Meirihluti Samfylking- ar, Framsóknar og Vinstri grænna heldur því velli með einum manni, ef marka má könnunina. Könnunin var gerð þriðjudaginn 22. apríl síðastliðinn. Hringt var í 791 íbúa á Akranesi samkvæmt lag- skiptu úrtaki og náðist í 600 manns. Svarhlutfall var 77%. Alls tóku 63,6% þeirra sem náðist í afstöðu í könnunni, eða 382. hlh Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Vesturlands dæmdi hinn 21. apríl sl. karlmann í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri tengda- móður sinni. Ákærða var gefið að sök að hafa á tólf mánaða samfelldu tímabili fram til febrúar 2013, að minnsta kosti í þrjú aðgreind skipti í hverjum mánuði, haft samræði við konuna með því að notfæra sér andlega fötlun hennar þar sem hún gat ekki spornað við samræðinu eða skilið þýðingu þess vegna fötl- unarinnar. Maðurinn viðurkenndi að hafa haft kynferðismök við kon- una en neitaði því að hafa notfært sér andlega fötlun hennar. Ákærði á sér þær málsbætur einar að hann hefur játað sök, segir í dómsniður- stöðum. Brotaþoli sem er í 53 ára gömul hefur búið við þroskaskerðingu frá frumbernsku. Við prófun kom fram að allur almennur skilningur brota- þola er skertur. Hún skilur einföld samskipti en á í erfiðleikum með flóknari samskipti og aðstæður. Fyrir dómnum kom fram í vitnis- burði konunnar að fleiri karlmenn hefðu misnotað hana um tíðina en sá sem dæmdur var. Málið kom upp þegar 82 ára gamall stjúpfaðir kon- unnar var úrskurðaður í gæsluvarð- hald vegna gruns um að hann hefði misnotað þroskaskerta stjúpdóttur sína í um fjörtíu ár eða frá því að hún var tíu ára stúlka. Í dómi hér- aðsdóms sl. þriðjudag kemur fram að málið hafi tafist nokkuð vegna þess máls sem síðan var fellt nið- ur með ákvörðun ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári. Auk fangels- isdómsins er ákærða gert að greiði brotaþola miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur ásamt vöxtum, málsvarnarlaun verjanda síns Inga Tryggvasonar og ferðakostnað, alls tæplega fimm hundruð þúsund. Þá greiði ákærði þóknun skipaðs rétt- argæslumanns brotaþola, Maríu Magnúsdóttur, tæplega 340 þúsund krónur og sakarkostnað samkvæmt yfirliti sækjanda að fjárhæð 642.600 krónur. þá Sex ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn fatlaðri konu Laufey Jóhanns- dóttir fráfarandi sveitarstjóri Hval- fjarðarsveitar. Laufey hættir sem sveitarstjóri Meirihlutinn heldur á Akranesi samkvæmt könnun Brotist inn í Grundaval

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.