Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Sláturfélag Suðurlands svf. • Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 575 6000 • www.ss.is Rúlluplastið sem bændur treysta Magn Litur Verð* á bretti Teno Spin – 750 x 0,025 x 1500 Hvítt 11.800 15 rúllur Westfalia Net – 123cm x 3000m 25.530 Randofil Garn – 3500 m pr. rúllu 3.500 Verð á rúlluplasti Ef gengið er frá pöntun fyrir 1.maí er frír flutningur til bænda. *Verð án vsk. – kr/rúllu Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Akranes Samfélag fyrir alla Opnun kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar á Akranesi Á frídegi verkalýðsins þann 1. maí, kl. 16:00, ætlum við að opna kosningaskrifstofu okkar að Stillholti ��-��. Frambjóðendur verða á staðnum, kaffi á könnunni og lífleg stemmning. Hlökkum til að sjá ykkur Samfylkingin á Akranesi – Samfylkingin á Akranesi Loftorka í Borgarnesi hefur sam- ið við Arion banka um endurfjár- mögnun á rekstri og fasteignum félagsins og færir bankaviðskipti sín samhliða þangað. Loftorka er stærsti aðilinn í framleiðslu á steypt- um einingum og rörum á Íslandi og er með starfsstöðvar í Borgarnesi og Reykjavík. Mikil aukning hef- ur verið í verkefnum hjá fyrirtæk- inu undanfarið m.a. vegna sölu á steyptum einingum í nýtt fangelsi á Hólmsheiði og í fyrirhugaða hótel- byggingu við Hverfisgötu í Reykja- vík. Allt útlit er fyrir áframhaldandi kröftugan vöxt fyrirtækisins í nán- ustu framtíð en félagið er um þess- ar mundir að fjölga starfsmönnum umtalsvert vegna aukinna verkefna. Fyrirtækið er einn af stærri vinnu- stöðum í Borgarbyggð. Bernhard Þór Bernhardsson svæðisstjóri Arion banka á Vestur- landi, lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning, enda Loftorka Borgarnesi sterkt félag með öfluga stjórnendur og starfsmenn. „Það hefur verið gaman að fylgjast með endurreisn þessa félags á undan- förnum árum og ég hef mikla trú á stjórnendum þess. Ég er sann- færður um að Loftorka verði áfram einn af burðarásum í atvinnulífinu í Borgarfirði,“ sagði Bernhard. Bergþór Ólason fjármálastjóri Loftorku er einnig ánægður með samninginn. „Fyrir okkur hjá Loft- orku er þetta ánægjulegt skref að taka. Samkomulag Loftorku við Ar- ion banka styður við þann vöxt sem nú er að verða hjá félaginu og ger- ir okkur kleift að sækja fram á þeim sviðum sem við erum sterkastir. Til viðbótar við þau góðu verkefni sem við höfum þegar á hendi er verk- efnum í sjónmáli að fjölga og þau að stækka frá því sem verið hefur,“ sagði Bergþór. hlh/ fréttatilk. Feðgarnir Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Loftorku og Bergþór Ólason fjármálastjóri handsala samninginn við Bernhard Þór Bernhardsson svæðisstjóra Arion banka á Vesturlandi. Loftorka flytur bankaviðskipti sín til Arion banka

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.