Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Skessuhorn fjallaði í síðustu viku um tilraunaverkefni um eflingu menntunar í Norðvesturkjördæmi. Þar var rætt við Hörð Baldvins- son verkefnisstjóra hjá Símenntun- armiðstöð Vesturlands sem vinnur að verkefninu. Í viðtalinu var vísað í athugun Harðar á fjölda iðnnema í landshlutanum þar sem greint var frá því að á sumum svæðum væru ótrúlega fáir iðnnemar. „Þetta er áberandi á sjávarútvegsvæðinu Snæ- fellsnesi. Í Snæfellsbæ eru einungis tveir iðnnemar, einn í Ólafsvík og annar á Hellissandi. Í Grundarfirði er einn iðnnemi og tveir í Stykk- ishólmi. Staðan er betri á öðrum svæðum, en þó ekki góð. Á Akra- nesi eru 18 iðnnemar, átta í Borg- arnesi og þrír í Búðardal,“ var haft eftir Herði í umfjölluninni. Fjöldi iðnnema eru þó meiri en þessar töl- ur gefa til kynna, því hér var ein- ungis átt við iðnnema á samningi á þessum svæðum. Fjöldi iðnnema er hins vegar meiri og segir Jens B. Baldursson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi í samtali við Skessuhorn, að þeir séu nú sem dæmi 155 hjá skól- anum. Sumir þeirra eru á samningi en fæstir eru komnir á samning. „Af þessum eru 43 í rafvirkjun, 70 í vélvirkjun, þar af 26 í dreif- námi, og 27 í húsasmíði. Þess utan eru 15 nemendur í tækninámi á al- mennri námsbraut sem síðan grein- ist í húsasmíði og vélsmíði. Kynja- Svokallaður Valborgardagur var haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga í morgun, þriðjudaginn 29. apríl. Þá eru kennarar með kynn- ingu á áföngum sem verða í boði á haustönn 2014. Skemmtileg stemning hefur myndast á þessum degi í gegnum tíðina því kennar- ar reyna hvað þeir geta til að koma sínum áföngum rækilega á fram- færi. Þá má oft sjá sælgætisskálar á borðum ásamt öðru góðgæti. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Loft- ur Árni Björgvinsson og Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson enskukennar- ar við skólann að sýna nemendum kvikmyndina Monty Python and the Holy Grail ásamt því að bjóða nemendum gotterí með. Með þessu vonast þeir eftir að sjá fleiri ný and- lit í enskutímum næsta haust. tfk Hátíðarhöld í tilefni sumardags- ins fyrsta voru víðast hvar um landið síðastliðinn fimmtudag. Að auki var fyrsti Safnadagur- inn á Vesturlandi haldinn þann dag. Mismunandi viðburðir voru á söfnum og setrum víðsvegar um landshlutann en aðalatriðið var að alls staðar var opið og frítt inn fyrir gesti. Safnadagurinn er sam- starfsverkefni safna, setra og sýn- inga á Vesturlandi og var mark- miðið með honum að vekja at- hygli heimamanna og gesta þeirra á fjölbreyttu safnastarfi á Vest- urlandi. Auk þess var markmið dagsins að efla sögu og menning- artengda ferðaþjónustu í lands- hlutanum. Meðfylgjandi mynd- ir voru teknar í landshlutanum á Safnadeginum á sumardaginn fyrsta, sem talinn var vel heppn- aður og skemmtilegur. grþ Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar fluttu frumsamin lög við opnun minn- ingarsýningar um skáldið Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli í Hvítársíðu í Safnahúsinu í Borgarnesi. Nemendurnir unnu þar með ljóð Guðmundar og völdu sjálf texta eftir hann. Ljósm. eee. Safnadagurinn á Vesturlandi haldinn í fyrsta skipti Elsa Fanney Grétarsdóttir hafði umsjón með handverkssýningu sem opnuð var í Sögumiðstöðinni á safnadaginn í Grundar- firði. Ljósm. tfk. Ingi Hans Jónsson hélt fjölmennt opnunarteiti Sögustofunnar í Grundarfirði. Hér má sjá hann og Sigurborgu Kr Hannesdóttur eiginkonu hans opna kampavíns- flösku í tilefni dagsins. Ljósm. tfk. Þóra Grímsdóttir sagnakona sagði sögur í Safnaskálanum í Görðum á Akranesi. Margir lögðu leið sína á safnasvæðið þennan dag, í kringum 250 manns. Ljósm. Jón Allansson. Kennarar ginna til sín nemendur á Valborgardegi Á annað hundrað nemenda stundar iðnnám á Vesturlandi Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, miðstöð iðnnáms á Vesturlandi. hlutfallið er síðan 151 karl á móti 4 konum,“ segir Jens sem bendir á að allar líkur séu á því að einhverjir Vestlendingar stundi iðnnám utan landshlutans, t.d í greinum sem ekki eru kenndar hér eins og pípu- lögnum. Jens bætir því við að það sé hins vegar rétt að of fáir stundi iðn- nám í dag miðað við það sem gerð- ist fyrir nokkrum árum. Ungt fólk sem hefur nýlokið grunnskóla vel- ur nú í meira mæli bóknám en áður. Það sé þróun sem þurfi að bregð- ast við. hlh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.