Skessuhorn


Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 30.04.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2014 Bjartmar Guðlaugsson heldur tónleika á veitingastaðnum Rú- Ben í Grundarfirði fimmtudag- inn 1. maí. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21:00. Það er langt síðan Bjartmar hélt tónleika síðast á Snæfellsnesi og nú er því kjörið tækifæri til að sjá og heyra hann flytja lögin sín, bæði gömul og ný. Að venju munu að sjálfsögðu fylgja skemmtilegar sögur með mörgum laganna. -Fréttatilkynning Mörgum finnst það einn af vorboð- unum þegar karlarnir fara að dytta að bátunum fyrir vor- og sumarver- tíðina. Magnús Jónsson eigandi og hæstráðandi á Gust SH 11 var að dytta að bátnum og búa hann fyr- ir það að fara ofan af landi þeg- ar Sverrir Karlsson í Grundarfirði átti leið fram hjá með myndavél- ina á lofti á dögunum. Óðum stytt- ist í að trillum og smábátum fjölgi á miðum inn á fjörðum og kringum landið, einkum á strandveiðunum, og því er tímabært fyrir marga sjó- menn að huga að bátum sínum. þá Finnst þér skipta máli að stjórnmála- menn líti á sig sem þjóna fólksins en ekki sem valdhafa og stjórnendur? Ef þér finnst þetta skipta miklu máli ættirðu að skoða vel þær áherslur og þau gildi sem Björt framtíð bygg- ist á og framboðslista Bjartrar fram- tíðar í bæjarstjórnarkosningunum hér á Akranesi. Ég hef verið svo heppin að vinna í nokkur ár náið með Vilborgu Þ. Guðbjartsdóttur, grunnskólakenn- ara, sem leiðir lista Bjartrar fram- tíðar á Akranesi. Heppin segi ég því að Villa er ekki bara klár, víðsýn og ábyrg kona heldur er hún líka já- kvæð, lifandi og síðast en ekki síst þrælskemmtileg. Svanbergi sem er í öðru sæti á list- anum hef ég líka verið svo heppin að kynnast vel. Sérstaklega vandað- ur, geðfelldur, duglegur og jákvæð- ur maður með frábæra kímnigáfu. Hann vinnur hjá Elkem á Grundar- tanga, á ung börn og hefur líka ver- ið í námi. Anna Lára sem er í þriðja sæti hefur verið framkvæmdastjóri hjá Rauða krossinum á Akranesi og vinnur nú að mannréttindamálum hjá Akraneskaupstað. Frábær kona sem er alltaf boðin og búin að veita þeim stuðning sem standa höllum fæti og leita leiða til að bæta samfé- lagið okkar. Full af jákvæðni, góð- um hugmyndum og krafti. Og svona gæti ég haldið áfram með alla 18 einstaklingana sem eru á framboðslistanum. Fólk sem þekkir af eigin raun svo vel við- fangsefnin sem við öll, venjulegt fólk, tökumst á við í starfi og einka- lífi alla daga. Jákvætt, heiðarlegt og duglegt fólk sem býðst nú til að vinna fyrir alla Akurnesinga. Ekki til að stjórna eða ráðskast, heldur til að þjóna okkur öllum. Þurfum við ekki á þjónustu svona fólks að halda? Mér finnst það. Hvað finnst þér? Arnheiður Helgadóttir, sérkennari. Ágætu frambjóðendur! Nú þegar líða fer að kjördegi þurfa kjósendur að komast að niðurstöðu um hvaða flokka þeir munu styðja. Þá eru það auðvitað málefnin sem ráða miklu og gera verður ráð fyrir því að kjós- endur kynni sér sem best helstu áherslur flokkanna fyrir næsta kjör- tímabil og hvernig skattfé almenn- ings verði varið. Nú hef ég áhuga á t.d. því hvaða áherslur eru hjá flokkunum varð- andi málefni eldra fólks, því nú er ég flokkaður meðal þeirra og verð að lifa af skammtinum eins og ég kalla það. Lítið eða ekkert hefur verið fjallað um þennan málaflokk enn sem komið er af hálfu fram- bjóðenda svo ég viti. Eru málefni eldri borgara ekki spennandi hjá ungu kynslóðinni sem gleymir því að allir eldast og vilja verða gamlir en ekki vera það? Það er löngu viðurkennt að kjör svokallaðra eldri borgara hafa ekki í langan tíma verið eins léleg og nú. Það er einnig vitað að efnahagur eldri borgara er æði misjafn eins og er hjá öðrum stéttum í okkar þjóð- félagi. Sem betur fer hafa marg- ir nóg að bíta og brenna og sum- ir meira en þeir geta torgað en ég á við þá sem búa við hvað lökustu kjörin þegar ég nefni áherslur til að bæta kjör þeirra. Þegar lífeyrissjóðirnir treysta sér ekki til að bæta þeim sem eru með lúsarlaun og ekki heldur Trygg- ingastofnun og ríkissjóður þarf á öllu sínu fjármagni að halda, þá er sá möguleiki eftir t.d. að sveitarfé- lögin hlaupi undir bagga. En oftar en ekki kemur það fram bæði í ræðu og riti, hver á að borga? Þó kakan sé ekki stór á að vera hægt að skipta henni á réttlátari hátt en nú er gert. En það hefur því miður ekki tekist ennþá svo viðunandi sé. Það eru sjálfsagt markmið að bæta kjör eldri borgara, kjör sem hafa farið versnandi síðustu misseri svo óviðunandi er. Við lifum á und- arlegum tímum svo ekki sé meira sagt. En þrátt fyrir það verður allt- af að hafa í huga réttlæti og sann- girni þegar fjármunum samfélags- ins er deilt út. Ég vil nefna eitt atriði sem leggja mætti áherslu á: Það er að eldri borgurum verði gert mögulegt að búa sem lengst í húsum og íbúðum sínum, sem þeir hafa stritað fyrir alla sína ævi á heiðarlegan hátt og hvergi komið nálægt fjármálasukki. Þarna er ég með í huga hin mjög svo háu fráveitu- og fasteignagjöld. Þau eru að mínu mati ekki sann- gjörn gagnvart láglaunahópum, hvað svo sem má segja um þá sem eru með ofureftirlaun án þess að ég skilgreini það nánar. Ég nefndi hér áðan undarlega tíma. Þegar lífskjörin hafa versnað sem aldrei fyrr þá gengur það auð- vitað ekki hjá stjórnvöldum að seil- ast sífellt í vasa þeirra sem eru nán- ast tómir, því þannig hefur það ver- ið. Það er ekki hygginna manna háttur að róa á mið þar sem lít- ið eða ekkert er að hafa. Það hefur ekki gengið sem skildi að bæta svo kjör eldri borgara og sjá það rétt- læti sem felst í því að borgarar þessa lands þurfi ekki að kvíða ellinni eða ævikvöldi sem á að vera hverjum manni notalegt miðað við að heils- an sé í lagi, og skilað hefur góðu æf- istarfi af þrautseygju og samvisku. Ekki gleyma þeim athvæðum sem eldri borgarar hafa yfir að ráða. Þau eru jafngild örðrum atkvæðum. Ég vona svo að frá ykkur komi áherslur er varðar ofangreint fyrir kjördag. Með vinsemd og kveðju, Ingibjartur G. Þórjónsson. ingibjartur@simnet.is „Þeir, sem höfðu við lítinn heim að skilja, báru sig bezt af borgfirzkum Vesturförum. Voru þeir í meiri- hluta, sem búið höfðu hér við frem- ur þröngan kost. Og nokkrir fjöl- skyldumenn voru styrktir til farar- innar af hreppsfélögunum. Marg- ar hreppsnefndir voru of nærsýn- ar til þess að athuga það, að hinn duglegasti vinnulýður vex ekki síð- ur upp í húsum þeirra, sem eiga við þröngan kost að búa. Vanalega reyndu menn að sannfæra sjálfa sig um, að þeir breyttu rétt og vitur- lega í því að leita hamingjunnar vestan hafs. Settu þeir sér þá fyrir hugskotssjónir allt, sem dapurleg- ast var á Íslandi, svo sem vetrar- og vorharðindi, grasleysi og þungar álögur. Þegar vestur kæmi, væri allt slíkt úr sögunni.“ Svo segir m. a. í ritgerð Kristleifs Þorsteinssonar fræðaþuls frá Stóra Kroppi í Borg- arfirði sem hann nefndi „Ameríku- ferðir“ og birtist í öðru bindi bóka hans „Úr byggðum Borgarfjarðar“ (útg. 1948). 557 fóru úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Á sumardaginn fyrsta var fjallað um Vesturfarana á nær fullsetnu sögu- lofti Landnámssetursins í Borgar- nesi. Þrír fyrirlesarar héldu erindi á fundinum. Það voru Atli Ásmunds- son fyrrverandi ræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada, Böðvar Guð- mundsson rithöfundur og Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismað- ur, ráðherra og sendiherra. Böðv- ar lagði meðal annars fram töflu sem hann hafði unnið og sýnir hve margir íbúar Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu gerðust Vesturfarar á árunum 1870 til 1914. Alls voru það 557 manns sem dreifðust bæði um Kanada og Bandaríkin. Flest- ir, eða 130, settust að í Winnipeg í Kanada. Alls er talið að 14.500 Ís- lendingar hafi flust vestur um haf á þessum árum. Margt hulið óvissu Ýmsar umræður urðu um Vestur- farana á fundinum og greinilegt að mörg þeirra sem þar voru mætt áttu taugar til þess fólks sem hraktist vestur um haf á sínum tíma. Svavar Gestsson gat greint frá því að þrír af langömmubræðrum hans frá Glitsstöðum í Norðurárdal hefðu á sínum tíma flust vestur. Hann upp- götvaði það ekki fyrr en hann flutt- ist sjálfur til Kanada þar sem hann starfaði sem sendiherra. Honum var aldrei sagt frá þessu hér heima á Íslandi. Sömuleiðis hélt Atli Ás- mundsson að hann ætti enga ætt- ingja þegar hann flutti starfa sinna vestur um haf en á daginn kom að tvær afasystur hans höfðu flutt þangað á sínum tíma. Vesturfar- ar voru oft litnir hornauga af sam- tímafólki sem varð eftir heima á Ís- landi. Þeir sátu jafnvel undir ámæli um að hafa brugðist Íslandi á tím- um þegar vaxandi þjóðarkennd fór að gera vart við sig með auknum kröfum um sjálfstæði. Misjafnlega mikið er vitað um það fólk sem fór vestur. Sumt hvarf frá Íslandi og heyrðist lítt eða ekk- ert frá því meir. Af þeim 557 sem fóru frá Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu er ekki vitað hvar 349 settust að þegar vestur kom. Næsti fundur á Reykhólum Laugardaginn 3. maí verður sams konar fundur haldinn á Reykhól- um. Þar mun Atli Ásmundsson, sem eitt sinn var kennari á Reyk- hólum, segja frá Vesturförum og afkomendum þeirra vestra. Guð- rún Ágústsdóttir blaðar í Vestur- faraskrá, athugar þar brottflutta úr Dalasýslu og Austur-Barðastrand- arsýslu og spyr spurninganna „Hverjir, hvert og hvernig?“ Síðan verða ábendingar og fyrirspurnir á dagskránni áður en Svavar Gests- son fyrrverandi sendiherra og að- alræðismaður Íslands í Winnipeg segir frá Þjóðræknisfélagi Íslend- inga í Vesturheimi og starfsemi þess. Fundurinn verður í borð- sal Reykhólaskóla og hefst kl. 14. Fundarstjóri verður Karl Kristjáns- son bóndi á Kambi í Reykhólasveit. Fundurinn er, eins og sá sem hald- inn var í Borgarnesi, samvinnu- verkefni Þjóðræknisfélagsins og utanríkisráðuneytisins. mþh Pennagrein Frábært fólk til þjónustu reiðubúið Dyttað að fyrir strandveiðarnar Bjartmar með tónleika í Grundar- firði Til frambjóðenda á Akranesi vegna kosninga til bæjarstjórnar Pennagrein Vesturfaraskipið Camoens í Trékyllisvík á Ströndum eftir að skipinu hlekktist á í hafís sumarið 1883. Reykjaneshyrna sést í bakgrunni. Ljósmynd: Sigfús Eymundsson. Vesturfararnir áfram til umræðu á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.