Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 19. tbl. 17. árg. 7. maí 2014 - kr. 600 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður ratiopharm Fæst án lyfseðils 25% afsláttur Omeprazol ratiopharm Eurovision party með Ingó og Veðurguðunum Laugardaginn 10. maí Kirkjubraut 11 Akranesi Sími 431-4343 Gengið hefur verið frá kaup- um Borgarverks ehf. í Borgarnesi á jarðvinnu- og klæðningarstarf- semi Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Undanskilin í kaupunum er borstarfsemi Ræktunarsambands- ins sem Viðskiptahúsið ehf. kaupir. Seljendur fyrirtækisins eru erfingj- ar Ólafs B Snorrasonar og búnað- arfélög á Suðurlandi, en um rótgró- ið fyrirtæki er að ræða sem upphaf- lega var stofnað sem samvinnufélag í ársbyrjun 1946. Að sögn Óskars Sigvaldasonar framkvæmdastjóra felst mikið hagræði í kaupunum fyrir Borgarverk. „Nú færast þrett- án menn til okkar sem áður unnu hjá Ræktunarsambandinu. Þetta er m.a. fullbúinn klæðningarflokkur, fjórar gröfur og verkefni sem búið var að semja um. Við munum reka deild á Selfossi í nafni Borgarverks og hafa þar aðstöðu,“ segir Óskar. Starfsmenn Borgarverks í Borg- arnesi eru nú 30 og bætast 13 við á Selfossi. Óskar segir að miðað við mjög góða verkefnastöðu verði fyrirtækið með a.m.k. 50 í vinnu í sumar þegar mest verður. Viðræð- ur um kaupin hafa staðið yfir frá því í febrúar. Kaupverð er ekki gef- ið upp. mm Á föstudaginn var búið að sækja um leyfi fyrir liðlega 350 báta til Fiski- stofu vegna strandveiðanna sem hófust á mánudaginn. Umsóknir á svæði A voru þá 169 en þar gera flestir út frá Snæfellsnesi enda ein fengsælustu mið landsins skammt frá. Á svæði B var búið að sækja um leyfi fyrir 65 báta, á svæði C 45 og á svæði D voru umsóknir 74. D svæðið nær frá Höfn, vestur um að Haffjarðará. Við upphaf strand- veiðanna í fyrravor voru mun fleiri búnir að sækja um leyfi en nú, eða 462 og hófu 407 þeirra veiðar fyrsta leyfilega veiðidaginn. Minni ásókn í strandveiðileyfi nú gæti helg- ast af því að sumir hyggjast frek- ar gera út á makrílinn í sumar. Þá gengu strandveiðarnar fremur illa í fyrrasumar og kann það að hafa fælt menn frá veiðunum. Veiðarnar nú fyrsta daginn gengu ágætlega og víða fengu menn upp í skammtinn. Einstaka vélarbilun gerði þó vart við sig og þá kviknaði eldur í ein- um báti eins og lesa má um á bls. 9. Meðfylgjandi mynd tók Tómas Freyr Kristjánsson á bryggjunni í Grundarfirði á mánudaginn. Svo virðist sem ís- lenska lágfótan sé sífellt að færa sig nær byggð og verða mannvanari. Hér áður fyrr heyrði það til undantekninga ef tófur hættu sér nærri mannabústöðum enda þurftu þær þess ekki. Þá voru þær færri og höfðu nægt æti til fjalla án þess að hætta sér nálægt byggð. Þessa tófu skaut Magnús Magnússon refaskytta á Hamraend- um í Borgarfirði síðast- liðið sunnudagskvöld. Vegfarendur um hring- veginn sáu tófuna þar sem hún vappaði um í varpi mófugla skammt frá þjóðveginum í Stafholts- tungum. Stöðvuðu ferðalangar för og hringdu í refaskyttuna sem býr í sömu sveit. Allan tímann beið tóf- an en fylgdist grannt með fólkinu og þéttri umferð um þjóðveginn. Skyttur fá einungis eitt tækifæri þegar skjóta þarf bráðina með riffli. Magnús nýtti það og hitti tófuna þótt af 150 metra færi væri, enda vanur maður, hefur verið grenja- skytta í á fimmta áratug. Meintum sparnaði stjórnvalda og friðunar- stefnu á ref má kenna um offjölg- un tófu, eins og fjallað er um nánar bls. 4. mm/ Ljósm. gó. Ert þú áskrifandi? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Færri til strandveiða Tófan orðin hagvön í byggð Borgarverk fjárfestir í ræktunarsambandir á Suðurlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.