Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit- ar hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir bandaríska fyrirtæk- isins Silicor Materials um bygg- ingu og rekstur sólarkísilsverk- smiðju í landi Kataness við Grund- artanga. Skessuhorn hefur áður greint frá málinu en um er að ræða gríðarstóra framkvæmd sem áætl- að er að kosti um 77 milljarða ís- lenska króna. Nú hefur Skipulags- stofnun úrskurðað að verksmiðjan sé ekki háð mati á umhverfisáhrif- um og því er hægt að flýta eins og kostur er undirbúningi þessa verk- efnis þannig að ákvörðun um hvort verksmiðjan rísi á Grundartanga, eða annars staðar, verði brátt tekin. Um er að ræða gríðarstóran vinnu- stað og mikilvægan fyrir atvinnulíf á Vesturlandi og þjóðarbúið allt. Fjárfesting góð fyrir hagkerfið „Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit- ar hefur tekið jákvætt í hugmynd- ir um fyrirhugaða uppbyggingu og hefur t.a.m. unnið að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem eru til þess fallnar að fyrirhuguð framkvæmd geti átt sér stað,“ seg- ir í bókun um málið á fundi sveit- arstjórnar, sem samþykkt var sam- hljóða. Að sögn Laufeyjar Jóhanns- dóttur, sveitarstjóra Hvalfjarðar- sveitar, er stefnan sú að ljúka vinnu við aðalskipulagsbreytingarnar í ágúst eða september næstkomandi. Samhliða verði unnið að breyting- um á deiliskipulagi á svæðinu í takt við skipulagslög. Hún segir að um sé að ræða gríðarstórt hagsmuna- mál fyrir sveitarfélagið og Vestur- land allt. Verkefnið feli í sér mik- ilvæga atvinnuuppbyggingu og um leið nauðsynlega fjárfestingu fyrir hagkerfið sem vöntun hefur verið á að undanförnu. Jákvætt í ívilnun til fyrirtækisins Laufey segir einnig að sveitarstjórn sé búin að taka jákvætt í erindi frá svokallaðri ívilnunarnefnd stjórn- valda vegna nýfjárfestinga. Silicor hafi óskað eftir ívilnunum til nefnd- arinnar, en um sé að ræða ívilnanir eða lækkun tryggingagjalds, tekju- skatts og fasteignaskatts til ákveð- ins tíma. Stjórnvöld vinna nú að því að endurskoða lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga sem tóku gildi 2010, en þau féllu úr gildi um síð- ustu áramót. Ekki háð mati á um- hverfisáhrifum Sólarkísilverksmiðjan sem Silicor hefur hug á að reisa er stór að um- fangi en stærð hennar er áætluð um 93 þúsund fermetrar. Framleiðslu- geta verksmiðjunnar verður 16 þús- und tonn af sólarkísil á ári sem ráð- gert er að nota til framleiðslu á sól- arsellum. Heildar raforkuþörf verk- smiðjunnar verður að meðaltali 61 MW. Gert er ráð fyrir að um 400 manns muni starfa við verksmiðj- una. Framleiðsluvara verksmiðj- unnar verða sólarkísil-kubbar sem verða fluttir út til frekari vinnslu. Um sé að ræða nýtt framleiðsluferli sem Silicor á nú einkaleyfi fyrir. Það byggist á hreinsun á kísli með því að bræða hann í fljótandi áli. Starf- semin fyrirhugaða þykir umhverfis- væn í meira lagi því Skipulagsstofn- un úrskurðaði 25. apríl síðastliðinn að hún væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverf- isáhrif. Því skuli hún ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Mikilvægt að tímamörk standist Að sögn Gísla Gíslasonar hafnar- stjóra Faxaflóahafna, sem eiga lóð- irnar á Grundartanga sem Silicor hefur augastað á, mun það ráðast á næstunni hvort tanginn verði fyrir valinu. „Silicor hefur skoðað ýmsa valkosti varðandi staðsetningu verksmiðju m.a. hér á Íslandi og í Saudi Arabíu. Þeir hafa líka ver- ið að skoða fleiri kosti hér á landi en á Grundartanga og þar liggur samkeppnin núna þar sem fyrir- tækið hefur að því er virðist mest- an hug á að staðsetja starfsemi sína á Íslandi,“ sagði Gísli. Hann bæt- ir því við að velji Silicor Grund- artanga verður framkvæmt á bak- svæði hafnarinnar vegna geymslu- svæðis og fleira. Höfnin sé þó vel í stakk búin til að taka á móti fleiri skipum. „Með lengingunni á hafn- arbakkanum sem verður tilbúin í lok árs verður ágætlega séð fyr- ir plássi til móttöku á fleiri skip- um. Hins vegar erum við meðvit- aðir um að ef eitthvað bætist við umfram það þá tekur það okkur ekki langan tíma að lengja bakkann enn frekar,“ segir Gísli. Hann segir mikilvægt að halda vel á spöðunum á næstu vikum: „Samkeppnishæfni okkar snýst m.a. um hversu hratt við getum gengið frá nauðsynleg- um skipulagsbreytingum og ef þau tímamörk eiga að standa, sem ósk- að er eftir, þurfa allir þeir sem vett- lingi geta valdið að leggjast á árarn- ar með okkur.“ hlh Samkvæmt umsókn Norðuráls um starfsleyfi er stefnt að tæplega 20% framleiðsluaukningu í verksmiðj- unni á næstu árum. Framleiðslan verði allt að 350 þúsund tonn á ári en hefur síðustu ár verið um 290.000 tonn á ári. Gert er ráð fyrir að það muni taka nokkur ár að auka fram- leiðsluna og það verði gert með því að keyra aukinn rafstraum í gegn- um kerin sem álið er framleitt í, en ekki þurfi að koma að öðru leyti til meiriháttar breytinga á búnaði eða húsnæði. Hvalfjarðarsveit er einn umsagnaraðila um nýja starfsleyf- istillögu áður en hún fer til um- fjöllunar Umhverfisstofnunar sem er eftirlitsaðili og gefur út starfs- leyfi fyrir iðnað í landinu. Umsögn Hvalfjarðarsveitar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 22. apríl. Sævar Ari Finnbogason sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Umhverfis,- skipulags- og náttúru- verndarnefndar Hvalfjarðarsveitar segir að umsögnin sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins. Það seti þau skilyrði fyrir þessari framleiðslu- aukningu að það verði ekki til þess að útblástur flúors og brennisteins- díoxíðs aukist frá verksmiðjunni, heldur bæti verksmiðjan afsogið, mengunarvarnirnar, á móti. Að hefja álblöndun fyrir bílaframleiðsluna „Við höfum unnið að framleiðslu- aukningu allt frá árinu 2007 þegar núverandi kerskálar voru fullbyggð- ir. Þá var framleiðslugetan um 260 þúsund tonn á ári en á síðasta ári framleiddum við 294 þúsund tonn. Þannig höfðum við aukið fram- leiðsluna um ríflega 30 þúsund tonn á sex árum. Þessi framleiðsluaukn- ing hefur ekki náðst með því að bæta við kerjum eða stækka verksmiðj- una heldur með rannsóknum og þróun sérfræðinga Norðuráls. Nú er svo komið að ekkert álver í heim- inum nær betri árangri en Norður- ál í framleiðslu áls með þeirri tækni sem notuð er á Grundartanga. Það er nauðsynlegt að viðhalda þessu forskoti álversins á markaði þar sem gríðarleg samkeppni er til staðar en um leið miklir möguleikar á þró- un og vexti,“ segir Ágúst F Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli í samtali við Skessu- horn. Ágúst segir starfsfólk Norður- áls ávallt stefna að því að gera bet- ur. „Framleiðsluaukning er lykilat- riði í því sambandi, ekki síst í ljósi þess að við finnum fyrir auknum áhuga á frekari vinnslu á álinu okk- ar hér á landi, möguleikar felast í mörkuðum nærri okkur og tæki- færi í þjónustugreinum eru mik- il. Veruleg tækifæri eru að opnast á álmörkuðum í Evrópu. Norður- ál er nú að hefja framleiðslu á sér- stökum álblöndum fyrir bílafram- leiðslu og ýmis verkefni eru í skoð- un. Þeirra stærst er líklega mögu- legt samstarf við Silicor um bygg- ingu hreinkísilframleiðslu á Grund- artanga sem notar ál við framleiðsl- una. Til að þessi áform nái fram að ganga er nauðsynlegt fyrir Norður- ál að auka framleiðsluna á Grund- artanga, enda er eftirspurn eftir áli þaðan mikil,“ segir Ágúst. Ánægjulegur árangur í umhverfismálum Ágúst segir að það sé einnig sérlega ánægjulegt hversu góður árangur Norðuráls er í umhverfismálum. „Losun flúors er langt undir starfs- leyfismörkum og hefur farið lækk- andi þrátt fyrir að framleiðslan hafi aukist. Meðalstyrkur brennisteins- díoxíðs frá Norðuráli er og hefur verið vel undir viðmiðunarmörk- um. Þessi árangur er á heimsmæli- kvarða og að sjálfsögðu höfum við gert ráðstafanir til að tryggja að svo verði áfram þegar framleiðslan fer úr 300 þúsund tonnum í 350 þús- und tonn. Þennan góða árangur má þakka vönduðum vinnubrögðum starfsfólks, stöðugleika í rekstri og öruggum tækjabúnaði. Framleiðslu- aukningin mun leiða til þess að við verðum enn frekar í stakk búin til að tryggja að svo verði áfram,“ segir Ágúst F Hafberg. þá Hvalfjarðarsveit lýsir yfir stuðningi við sólarkísilverksmiðju á Grundartanga Sólarkísill er meðal annars notaður í framleiðslu á sólarsellum. Framleiðslugeta verksmiðjunnar sem mögulega verður reist á Grundartanga er 16 þúsund tonn af sólarkísil á ári. Svipmynd frá Grundartanga. Ljósm. áþ. Norðurál er nú að hefja framleiðslu á sérstökum álblöndum fyrir bílaframleiðslu. Stefnt að framleiðsluaukningu Norðuráls um allt að fimmtung Ágúst F Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.