Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Þær Elísabet Sigurðardóttir og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir eru elstu núlifandi Akurnesingarn- ir. Þær eru báðar fæddar 1916 og búa á Höfða, hjúkrunar- og dval- arheimili á Akranesi. Þær hugsa vel um útlitið og fara báðar hálfs- mánaðarlega í snyrtingu og lagn- ingu á hárgreiðslustofuna á Höfða. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn á hárgreiðslustofuna 2. maí síðastliðinn en þá vildi svo skemmtilega til að Elísabet varð 98 ára. Það var líf og fjör á hár- greiðslustofunni. Í einum hár- greiðslustólnum sat afmælisbarnið Elísabet í miðri lagningu en í þeim næsta sat Ragnheiður í hárblæstri. Hárgreiðslumeistarinn Guðný Að- algeirsdóttir nostraði við að greiða þeim stöllum og snyrta augabrún- irnar enda er þeim báðum umhug- að um að líta vel út. Gott að fá sérrítár öðru hverju Elísabet er fædd og uppalin í Bol- ungarvík en kom ung að árum á Akranes. „Ég var forstöðukona á dvalarheimilinu Arnardal í nokkur ár. Svo bjó ég í tíu ár í Ameríku,“ segir Beta, eins og hún er jafnan kölluð. Hún situr og nýtur þess að láta gera hárið fallegt í tilefni dags- ins en hún kemur hálfsmánaðar- lega í lagningu til Guðnýjar. Beta er ágætlega ern og passar ávallt upp á að vera hugguleg og snyrtileg til fara. Hún segist vera góð til heils- unnar, það sé kannski helst heyrn- in sem sé farin að gefa sig. Hún er dugleg að sækja viðburði á Höfða og hefur gaman af. „Mér þykir líka gott að fá mér sérrítár af og til. Ég hef ekki hug á að hætta því í bráð,“ segir hún og brosir. Hún sagð- ist eiga von á ættingjum í heim- sókn í tilefni dagsins. „Ég veit samt ekki hvað verður, ég ætla ekkert að halda upp á afmælið,“ segir hún. Galdurinn er að njóta lífsins Elísabet og Ragnheiður þekkj- ast ekki einungis í gegnum Höfða eða hárgreiðslustofuna. Þær hafa þekkt hvor aðra í fjölda ára. „Það er nú líkast til að við þekkjumst. Við unnum saman,“ segir Beta. „Já, ég vann hjá henni í Arnardal, hér á árum áður,“ bætir Ragnheið- ur við. Þær segja báðar að lang- lífi hafi verið í fjölskyldum þeirra og átti Ragnheiður systur sem varð hundrað ára gömul. Aðspurð að því hvert tilefnið sé fyrir hár- greiðslunni þennan daginn svar- ar Ragnheiður: „Það er fastur lið- ur að reyna að vera hugguleg. Ég kem hingað hálfsmánaðarlega í lagningu, það þarf ekkert sérstakt tilefni til þess.“ Ragnheiður hefur alla tíð hugsað vel um hárið sitt. „Mamma hugsaði vel um hárið á mér þegar ég var ung. Ég var með sítt hár, tvær stórar fléttur. Ég hef alla tíð hugsað vel um hárið á mér og geri það enn. Það er algerlega ómissandi að koma í hárgreiðslu,“ segir hún. Ragnheiður er næstelsta konan á Akranesi, á eftir Elísabetu. Hún er mánuði yngri en Beta, fædd í Árna bæ á Akranesi 5. júní 1916. „Ég er nú lítið fyrir veisluhöld, veit ekki hvað við gerum í tilefni dags- ins,“ segir Ragnheiður um afmælið sem framundan er. Það má þó bú- ast við því að hún muni líta vel út á afmælisdaginn enda hugsar hún vel um sig. Ragnheiður er ræðin og fróð um sig og sína. Hún hefur hingað til verið heilsugóð en lenti þó nýlega í hjólastól. „Ég hef að- eins fengið í bakið undanfarið og það er enn að hrjá mig. Þetta er partur af því að eldast, þetta fylgir ellinni,“ segir hún og gantast með aldurinn. Aðspurð segir hún gald- urinn að langlífinu vera að njóta þess að lifa. „Jú, eigum við ekki bara að segja það,“ segir Ragn- heiður að endingu og hlær. grþ Áhugamenn um handbolta í Snæ- fellsbæ, þeir Pétur Steinar Jóhanns- son þjónustustjóri VÍS, Björn Hilm- arsson útibússtjóri Olís og Ólaf- ur Hlynur Steingrímsson afhentu í vikunni sem leið formönnum ung- mennafélaganna Víkings Ólafs- vík og Reynis Hellissandi ávísum að upphæð kr 744.451. Þessi pen- ingaupphæð er ágóði af landsleik sem fram fór í vor milli Íslands og Austurríkismanna og spilaður var í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafs- vík. Á sjöunda hundrað gesta var á leiknum og stemningin góð. Hug- myndin að þessum leik kom upp í vetur þegar ákveðið var að leika tvo heimaleiki í handbolta á milli land- anna. Haft var samband við Einar Þorvarðarson formann HSÍ um að fá annan leikinn til Ólafsvíkur og náðust samningar við hann um það. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í Snæfellsbæ komu auk þess að við- burðinum. Ákveðið var í upphafi að ágóði af leiknum færi til hins góða starfs ungmennafélaganna í bæjar- félaginu og hefur því nú verið fylgt eftir. af Á myndinni eru þeir Pétur Steinar, Björn og Ólafur að afhenda peningana þeim Fríðu Sveinsdóttur gjaldgeri Umf. Víkings, Hallveigu Hörn formanni félagsins, Sigursteini Þór Einarssyni formanni Reynis og Rakel Gunnarsdóttir meðstjórnanda í Víkingi. Gáfu ungmennafélögunum ágóða af landsleik Elstu núlifandi konurnar á Akranesi nýbúnar í lagningu ásamt Guðnýju Aðalgeirs- dóttur hárgreiðslumeistara. Frá vinstri: Ragnheiður, Guðný og Elísabet. Elstu konur Akraness hugsa vel um útlitið Í skýrslu Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa frá síðasta ári kem- ur fram að alvarlegum hjólreiða- slysum hefur fjölgað undanfarin ár frá tæplega tíu í um tuttugu á ári. Reynslan undanfarin ár hefur sýnt að á þessum árstíma fjölgar reiðhjólaslysum mest. Það má að hluta til rekja til aukinnar notkun- ar reiðhjóla, en um 80% af slysum verða mánuðina maí til október. Nú í maí hefst hið árlega átaks- verkefni ÍSÍ; „Hjólað í vinnuna.“ Því er ætlað að efla hreyfingu á vinnustöðum um allt land. Það má því búast við verulegri fjölg- un hjólandi vegfarendum á næst- unni, ekki einvörðungu börnum, heldur fullorðnum einnig en færni þeirra á hjólum er síst meiri en barnanna. Þeir sem ferðast á hjólum þurfa að hafa í huga að hér á landi eru stígar oft þröngir og á þeim er oft mikil umferð gangandi fólks og farartækja. Úti á götum þurfa hjólreiðamenn að gæta sín á al- mennri umferð og fylgja almenn- um umferðarreglum. Flest slys í tengslum við hjólreiðar eru vegna áreksturs við ökutæki eða vegna samstuðs við aðra á göngustíg- um. Slys vegna falls af reiðhjóli t.d. þegar reiðhjólamaður kastast fram fyrir sig eftir að hafa heml- að snögglega eru einnig algeng. Höfuðáverkar eru sem fyrr alvar- legustu afleiðingar reiðhjólaslysa. Því er notkun reiðhjólahjálma mikilvæg, en þeir eru sá öryggis- búnaður sem dregur mest úr lík- um á alvarlegum höfuðáverkum. Ástæða er til að hvetja alla; börn sem fullorðna til þess að nota allt- af reiðhjólahjálm. Gangi ykkur vel í umferðinni! mm Aðgæsla vegna aukinnar hjólaumferðar Svokölluð lögreglumessa fór fram í Akraneskirkju 1. maí að frumkvæði Landssambands lögreglumanna. Messan, sem var öllum opin, var óvenjuleg að því leyti að Lögreglu- kór Reykjavíkur sá um alla tónlist og kom predikarinn einnig úr röð- um laganna varða, Theódór Þórð- arson yfirlögregluþjónn í Borgar- nesi. Sóknarprestur Akurnesinga, sr. Eðvarð Ingólfsson þjónaði fyrir altari. Að athöfn lokinni var öllum kirkjugetum boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu Vinaminni, í boði Lögreglukórsins og Landssambands lögreglumanna. „Vaskar konur úr Kirkjunefnd Akraneskirkju héldu utan um kaffið og sáu um meðlætið. Fjöldi kirkju- gesta fór langt fram úr vonum og var mál manna að vel hefði tekist til í alla staði. Veður var líka með eindæm- um gott og jók á hátíðleik athafnar- innar,“ segir í fréttatilkynningu frá Akraneskirkju. Á meðal gesta mátti til dæmis sjá fyrrum lögreglumenn og lögregluþjóna á frívakt, auk þess sem vakthafandi lögregluþjónar á Akranesi litu við á milli útkalla. Sú hefð hefur skapast hjá Landssam- bandi lögreglumanna að standa fyrir messum 1. maí víðsvegar um land- ið og hefur Lögreglukór Reykjavík- ur þá jafnan tekið að sér söng. Áður hafa slíkar messur meðal annars far- ið fram í Skálholti, Akureyri og víða á höfuðborgarsvæðinu. Nú var röð- in komin að Akranesi og segir í til- kynningunni að það hafi sannarlega verið skemmtilegur viðburður að fá hina söngvísu menn í fullum skrúða í heimsókn. grþ/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Fjölmenni við lögreglumessu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.