Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Stéttarfélags Vesturlands verður í Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi miðvikudaginn 14. maí 2014, kl. 20:00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum 2. Breytingar á lögum og reglugerðum 3. Önnur mál Verður heppnin með þér í ár? Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan glaðning. Glæsilegar veitingar. Félagar: Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn! Stjórn Stéttarfélags Vesturlands S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Aðalfundur Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 31. maí 2014 rennur út kl. 12.00 á hádegi, laugardaginn 10. maí 2014. Framboðslistar skulu hafa borist undirrituðum formanni yfirkjörstjórnar fyrir ofangreindan tíma. Á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is eru leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista. Yfirkjörstjórn verður í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi laugardaginn 10. maí 2014 frá kl. 11.00– 12.00 og veitir þar framboðslistum viðtöku. F.h. yfirkjörstjórnar Hilmar Már Arason Kjartansgötu 1 310 Borgarnes VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA Í BORGARBYGGÐ 31. MAÍ 2014 AUGLÝSING UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA Hópbílar óska eftir að ráða bifreiðastjóra í föst störf og sumarafleysingar Um er að ræða áætlunarakstur: Akranes – Reykjavík – Akranes Með Akranes sem upphafs- og endastöð Borgarnes – Akureyri - Borgarnes Með Borgarnes sem upphafs- og endastöð Frekari upplýsingar veittar á skrifstofutíma: Ágúst Haraldsson, rekstrarstjóri í síma 822 0073 Hópbílar hf. - Melabraut 18 - Hafnarfirði - 599 6000 hopbilar@hopbilar.is - www.hopbilar.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Einnig er hægt að sækja um á www.hopbilar.is undir liðnum starfsmenn. Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Síðastliðinn laugardagsmorgun lögðu nemendur á öðru ári við umhverfisskipulagsbraut LbhÍ af stað hjólandi áleiðis til Reykja- víkur frá Hvanneyri. Markmiðið var að vekja athygli á vistvænum ferðamáta og um leið safna fyrir námsferð erlendis sem farin verð- ur í sumar. Rigning og norðaust- an hvassvirði setti mark sitt á ferð- ina en hópurinn gafst ekki upp og hjólaði inn í garð Alþingis klukkan rúmlega sex um kvöldið og hafði þá lagt að baki 110 km. á tíu tímum. „Var það samdóma álit að verk- efnið hefði verið frábært hópefli og allir sáttir en þeyttir,“ segir Hel- ena Guttormsdóttir lektor við um- hverfisskipulagsbraut í samtali við Skessuhorn. mm Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið 2013 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðju- daginn 29. apríl síðastliðinn. Í til- kynningu frá bæjaryfirvöldum segir að viðsnún- ingur hafi orð- ið í rekstri Akra- neskaupstaðar en rekstrarafgangur A-hlutans var já- kvæður um 316 milljónir króna. Rekstrarafgangur A og B hluta bæj- arsjóðs er tæplega 191 milljón króna og skýrist mis- munurinn eink- um af miklu tapi af Höfða, hjúkr- unar- og dvalar- heimili sem að 90% hluta er í eigu Akraneskaup- staðar en 10% í eigu Hvalfjarðar- sveitar. Undir A-hluta bæjarsjóðs falla aðalsjóður, eignasjóður, Gáma, Byggðasafnið í Görðum og Fast- eignafélag Akraneskaupstaðar slf. Veltufé frá rekstri A-hluta er um 15% af rekstrartekjum, fram- legð 10,9%, eiginfjáhlutfall 53% og skuldahlutfall A-hluta er 119% en skuldaviðmið er 105%. Und- ir B- hluta Akraneskaupstaðar falla Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili, Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf. og Háhiti ehf. Tap var á hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Höfða, um kr. 125,3 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 35,3 millj- óna króna tapi. Rekstrarafgangur A og B hlutans, þegar tekið hefur ver- ið tillit til tapreksturs á Höfða, var jákvæður um 190,7 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A og B hluta er 12,8% af rekstrartekjum, skulda- hlutfallið er 129% og skuldaviðmið 113%. Nokkrar ástæður afkomubatans Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæj- arstjóra, sem á bæjarstjórnarfund- inum fylgdi ársreikningnum úr hlaði, er þessi jákvæða niðurstaða ársreiknings 2013 einkum komin til vegna aðhalds í rekstri og lægri lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir, tekjuaukningar í gegnum Jöfn- unarsjóð og já- kvæðrar gengis- þróunar. Laun og launatengd gjöld aðalsjóðs hafa þannig lækkað úr 61,78% af rekstr- artekjum aðal- sjóðs á árinu 2012 í 55,86% árið 2013 og annar rekstrarkostnað- ur úr 43,68% árið 2012 í 42,19% árið 2013. ,,Okkur hef- ur tekist að gæta fyllsta aðhalds í rekstri á sama tíma og Akraneskaupstaður er að koma afar vel út í viðhorfskönnunum Capacent um þjónustu við bæjar- búa. Akraneskaupstaður lendir í 1.- 3. sæti á landsvísu hvað varð- ar ánægju með grunnskólana og 2.- 3. sæti á landsvísu hvað varðar ánægju með leikskóla,“ segir Reg- ína. Stærsti útgjaldaliður sveitar- félagsins er líkt og víða annarsstað- ar fræðslu- og uppeldismál og er hlutfall þess málaflokks nú 46,1% af skatttekjum aðalsjóðs Akranes- kaupstaðar. mm/ Ljósm. fh. Rekstur Akraneskaupstaðar jákvæður um 191 milljón Hjóluðu frá Hvanneyri í Alþingisgarðinn Lagt var af stað frá Hvanneyri klukkan 8. Tíu tímum síðar var hópurinn kominn í garð Alþingis.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.