Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Líkt og komið hefur fram í Skessu- horni hefur Kári Viðarsson, leikari og leikhússtjóri í Rifi sett upp ýms- ar leiksýningar undanfarin ár. Nú er svo komið að Kári hefur fest kaup á Frystiklefanum gamla og mun starf- semi hússins færast í aukana á næstu misserum með alls kyns breytingum sem Kári hyggst ráðast í. „Ég fékk leyfi til að gera húsið upp og breyta því í menningarmiðstöð og farfugla- heimili. Ég hef þegar ráðist í um- fangsmiklar breytingar á húsnæðinu til þess að mæta kröfum leyfisveitenda og mun þetta „Leikhúshostel“ opna nú í sumar,“ segir Kári Viðarsson. Samhliða rekstri farfuglaheim- ilisins mun Frystiklefinn færast frá því að setja upp eina atvinnuleiksýn- ingu á ári yfir í tvær eða jafnvel þrjár. Líkt og greint var frá í 17. tbl. Skessu- horns munu sýningar í Frystiklef- anum nú verða bæði á ensku og ís- lensku. „Það geri ég til að mæta þörf- um ferðamanna um aukna afþreyingu á Snæfellsnesi. Ég mun einnig leggja áherslu á að fá fleiri listamenn, list- hópa og hljómsveitir í heimsókn til að gæða húsið lífi,“ bætir Kári við. Hús- næðið sem um ræðir er 600 fermetr- ar og inniheldur nú meðal annars fyr- irtaks farfuglaaðstöðu og þrjá sýning- arsali. Þar á meðal stóran tónleikasal sem getur rúmað allt að 500 áhorf- endur. Miðapantanir ásamt öllum upp- lýsingum um viðburði og sýningar Frystiklefans má finna bæði á ensku og íslensku á nýrri heimasíðu hans, www.frystiklefinn.is. grþ Matsölustaðurinn Grímur grall- ari verður opnaður á Akranesi um miðjan þennan mánuð. Um er að ræða einn af fyrstu veitingastöðun- um í keðju skyndibitastaða sem allir munu bera sama nafn. „Við stefnum á að opna á Akranesi 15. maí næst- komandi. Við opnum stað í Njarð- vík 9. maí og svo setjum við allt á fullt til að opna á Akranesi. Draum- urinn er svo að opna á Hvolsvelli eða Skagaströnd næst,“ segir Sverr- ir Júlíusson, sem mun opna mat- sölustaðina í samvinnu við Grím Vilhelmsson. Sverrir segir staðina koma til með að verða eins í grunninn, sama grallaraþemað verði allsráðandi á þeim öllum. „Við erum komn- ir með húsnæði við Stillholt 23 og hlökkum til að komast á Skag- ann. Við ætlum ekki að opna stað í Reykjavík að svo stöddu, viljum frekar byrja á landsbyggðinni, öf- ugt við marga aðra. Stefnan er svo að verða með staði um allt land.“ Sverrir segir staðina tengjast bæjar- félögunum og fólkinu sem þar býr. Til dæmis verði matseðillinn alls staðar eins, en mismunandi nöfn verði á réttunum fyrir hvert bæjar- félag fyrir sig. Þá segir hann lógóið, Grallarann, vera ÍA mann sem kem- ur til með að klæðast ÍA búningi á matseðlinum á Akranesi. „Annars er hugmyndin fyrst og fremst sú að vera með góðan og þægilegan matseðil. Við leggjum áherslu á ís- lenskan fisk og bjóðum upp á „Fish & Chips“ eins og þekkt er víða er- lendis. Einnig sérhæfum við okk- ur í grillsósu og gerum okkar eig- in „bbq-sósu.“ En auðvitað verðum við með annan mat á matseðlinum líka, svo sem pizzur, hamborgara og góð fjölskyldutilboð.“ grþ Úrslit kosninga í stjórn Nemenda- félag Fjölbrautaskóla Vesturlands voru kynnt í lok aðalfundar félags- ins í síðustu viku. Þorsteinn Bjarki Pétursson, 18 ára nemi á náttúru- fræðibraut, var kjörinn formaður fyrir næsta skólaár. Með honum í stjórn verða Bergþóra Ingþórsdótt- ir, Elínborg Egilsdóttir, Heiðmar Eyjólfsson, Sindri Snær Alfreðs- son og einn úr hópi nýnema sem kjörinn verður í ágúst. Á fundinum var einnig tilkynnt hverjir stjórna ýmsum klúbbum félagsins á næsta skólaári. Þá var Rakel Rósa Þor- steinsdóttir sjálfkjörin tengiliður nemendafélagsins við Samband ís- lenskra framhaldsskólanema. Þor- steinn Bjarki er að ljúka öðru ári við skólann og er sveitastrákur í húð og hár. „Ég kem frá Geirshlíð í Flókadal. Það má því segja að ég sé fulltrúi dreifbýlisins í nemenda- félaginu,“ segir Þorsteinn brosandi. Aðspurður um hvers vegna hann bauð sig fram svarar hann: „Ég gerði það aðallega vegna þrýstings vina og fólksins í kringum mig. Þeir töldu mig greinilega vera manninn í þetta.“ Þorsteinn Bjarki bætir því við að hann hafi gaman af félags- störfum og hafi áður verið í nem- endafélaginu í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum og tekið þátt í starfi Ungmennafélags Reykdæla. Vill halda áfram góðu starfi Þorsteinn Bjarki hefur ekki verið í stjórn NFFA áður en hefur tekið þátt í starfinu á vegum þess og haft gaman að. Honum þykir mikilvægt að gott félagslíf sé við skólann og vill halda því áfram sem allra bestu. „Ég hef gaman að félagsstörfum og reyndar bara lífinu og tilverunni al- mennt. Félagsstarfið við skólann hefur verið gott undanfarin ár. Mér fannst til dæmis gaman að taka þátt í uppsetningu á Gauragangi í fyrra, þar sem ég og félagar mínir tók- um þátt í að setja upp sviðsmynd- ina. Starfið verður að mestu leyti með óbreyttum hætti næsta vet- ur og við höfum hug á því að halda áfram því góða starfi sem verið hef- ur í nemendafélaginu,“ segir hann. Hann segir að nú sé félagsstarf við skólann minna en vanalega enda séu prófin handan við hornið. „Við erum ekki tekin formlega við ennþá og höfum ekkert fundað ennþá. Það stendur samt til að hittast fljótlega og fara aðeins yfir málin. Svo tekur nýja stjórnin við næsta skólaár, eft- ir sumarfrí,“ segir Þorsteinn Bjarki, nýkjörinn formaður NFFA. grþ Það eru margir sjómenn í Ólafsvík sem bera hlýjan hug til Sjómanna- garðsins eins og sést hefur und- anfarið. Einn af þeim er Matth- ías Gunnarsson annar vélstjóri á Gunnari Bjarnasyni SH en hann lætur ekki sitt eftir liggja. Nýver- ið smíðaði hann skjólvegg á nýja trépallinn við Kaldalæk og fékk til þess góða aðstoð frá sonum sín- um tveimur. Hann gerði meira en það því hann teiknaði skjólvegg- inn og tók saman allt efnið sem kaupa þurfti og það passaði nánast upp á flís svo nákvæmt var það. Á næstu dögum verður steyptur stíg- ur í gegnum garðinn en það átti að gera síðastliðið haust en vegna óhagstæðs veðurs þá gekk það ekki eftir. Það er kapp við tímann að ljúka verkinu fyrir Sjómannadag- inn. Unnið er eftir teikningu sem Valgerður Hlín Kristmannsdóttir gerði fyrir garðinn og gaf sjómönn- um í Ólafsvík 2011. psj „Það er full ástæða til að vara fólk við því að ganga á Skessuhorn á næstunni. Það hafa fallið snjóflóð, margar spýjur úr Skarðsheiðinni, og eitt flóð fallið í grennd við hefðbundna gönguleið á tindinn,“ segja björgunar- sveitarmenn sem höfðu samband við blaðið Skessuhorn sl. mánudag. Sjá má ummerki eftir allstórt snjóflóð til hægri á meðfylgjandi mynd. mm/ Ljósm. þþ. Vara við göngu á Skessuhorn Sjómaður smíðar í Sjómannagarðinum Frystiklefanum hefur nú verið breytt í atvinnuleikhús og farfuglaheimili. Frystiklefinn verður atvinnu- leikhús og farfuglaheimili Kári Viðarsson eigandi Frystiklefans í Rifi. Grímur grallari verður til húsa í Stillholti 23 í rými á jarðhæð fjærst á myndinni. Breytingar eru einnig fyrir- hugaðar í öðrum rýmum, en verslunin Hljómsýn fer og SD þjónustan stækkar við sig. Grímur grallari opnaður á Akranesi um miðjan maí Þorsteinn Bjarki Pétursson, nýkjörinn formaður NFFA. Kosið í stjórn NFFA á Akranesi Að loknum aðalfundi bauð nemendafélagið upp á grillaðar pylsur í Miðgarði. Ljósm. FVA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.