Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Hópferðabíllinn Soffía II, með skrá- setningarnúmerið M 720 og smíð- uð var í Reykholti í Borgarfirði fyr- ir rúmum 50 árum, er nú óðum að ganga í endurnýjun lífdaga. Í vetur hefur verið unnið ötullega að upp- gerð á bílnum. Hún gengur vonum framar þó svo að ástand Soffíu II hafi reynst nokkru verra en talið var þegar verkið hófst. Þá var reiknað með að það tæki þrjú ár að gera bíl- inn upp. Vinnan við það hefur hins vegar gengið það vel í vetur að nú eru jafnvel horfur á að þessi sögu- fræga bifreið verði tilbúin sem ný næsta vor, árið 2015. Ævintýri í Mosfellsbæ Lítið ævintýri er að eiga sér stað í afmörkuðum hluta af húsnæði byggingafyrirtækisins Aleflis í Mos- fellsbæ. Þar inni stendur nú Soffía II eftir að hafa verið flutt þangað í októbermánuði á síðasta ári illa til reika. Þá hafði hún verið á hálf- gerðum hrakhólum í mörg ár eftir að hætt var að nota hana til aksturs í atvinnuskyni. Soffía II var á sín- um tíma fræg rúta sem margir eiga tengdar minningar við. Hún var notuð um rúmlega þriggja áratuga skeið til skólaaksturs á Kleppjárns- reykjum á veturna en á sumrin var hún í hálendisferðum með ferða- menn. Saga Soffíu II var að nokkr- urakin í 43. tbl. Skessuhorns í októ- ber á síðasta ári. „Þetta var upphaflega Bed- ford hertrukkur með húsi og palli sem kom hingað til lands væntan- lega með setuliðinu á stríðsárun- um. Jónas Kjerúlf sótti bílinn aust- ur á Hérað ásamt Guðna Sigur- jónssyni, Gunnari Benediktssyni í Víðigerði, Gunnari Jónssyni á Breiðabólsstað og Andrési Kjerúlf í Akri haustið 1961. Þar var pall- ur og stýrishús fjarlægt en grindin og allur vélbúnaður notaður í það sem skyldi verða rútan Soffía II. Sú vinna fór öll fram í Reykholti. Soffía II var notuð fyrst vorið 1963. Þá fór hún í sinn fyrsta leiðang- ur sem var páskaferð með fólk um Öræfasveit. Það var ekið um Suð- urlandið og síðan þrætt yfir árnar á söndunum. Það var ekki eða lít- ið búið að brúa þær þá,“ segir Arn- ar Guðnason. Hann er einn þeirra sem unnið hafa að því að gera bíl- inn upp í vetur. Til minningar um merka menn og sögu Málið er Arnari skylt. Guðni Sig- urjónsson bílasmiður og bifvéla- virki í Reykholti var faðir hans. Guðni starfaði hjá Bílasmiðju G. Kjerúlf í Reykholti sem byggði yfir fjölda langferða- og jeppabif- reiða á 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar. Guðmundur Kjerúlf og Guðni Sigurjónsson gerðu Soff- íu II síðan út í áratugi. „Pabbi tók rútuna í gegn 1986 og var hún þá skoðuð. Eftir það lenti hún hins vegar á hálfgerðum vergangi,“ segir Arnar. Soffíu II var bjargað í húsaskjól árið 2007 eftir að hafa drabbast niður í nokkur ár á geymslusvæði við Hafnarfjörð. Hugur Guðna Sigurjónssonar stóð til að bíln- um yrði bjargað og hann gerð- ur upp. Guðni lést 2008 án þess að hafist væri handa við uppgerð- ina. Elínborg Kristinsdóttir ekkja Guðna og móðir Arnar Guðna- sonar ákvað á síðasta ári að beita sér fyrir því að varðveita Soffíu II. Með því vill hún og þeir sem starfa að endurgerð bílsins bjarga menningarverðmætum sem vitna um afar merkilega starfsemi í samgöngusögu Íslands og Borg- arfjarðar. Með þessu er einnig minnst frumkvöðlanna og hand- verksmannanna sem störfuðu á sínum tíma við bifreiðasmíði í Reykolti sem á þess tíma mæli- kvarða var með stærstu vinnu- stöðum héraðsins. Var orðin illa farin Steindór Rafn Theodórsson þús- undþjalasmiður frá Brennistöðum í Borgarfirði er einn þeirra sem hafa unnið að uppgerð Soffíu II í vet- ur. „Við ætlum að gera þetta dá- lítið vel og endursmíða eftir bestu getu. Það kom í ljós þegar farið var að taka yfirbygginguna í sundur að hún var miklu verr farin en leit út í fyrstu. Sætin voru í lagi en þau verða klædd upp á nýtt. Grindin og undirvagninn er af Bedford-gerð. Vélin og gírkassi eru frá Benz. Það var alls konar góss til úti á plani og í hillum. Menn reyndu að bjarga sér. Fóru bara og sóttu sér nýti- lega hluti og notuðu ef þá vantaði. Það var langt í verslanir á þessum árum þegar bíllinn var smíðaður og skortur á mörgu í landinu.“ Arnar upplýsir að það sé búið að skipta um margt síðan bíllinn var Bedford trukkur í þjónustu Breta- hers. „Hásingarnar eru úr Kanada- Chevrolet. Millikassinn gæti verið úr Bedford eða GMC. Upphaflega var bíllinn með sex sílyndra bens- ínmótor. Svo var settur í hann GM dísel mótor en þótti leiðinlegur vegna hávaða. Síðast var svo kom- ið fyrir sex sýlindra Benz díselsvél og gírkassa. Við ætlum að nota það og vitum ekki betur en að hvoru- tveggja sé í góðu lagi.“ Endurnýjuð að utan sem innan Við horfum á Soffíu II þar sem hún stendur. Það er augljóst að verið er að endurmíða yfirbyggingu bílsins nánast frá grunni. Tímans tönn hef- ur virkilega fengið að naga bílinn. Líklega var honum forðað frá glöt- un á síðustu stundu. Það er auðséð að Soffía II verður stórglæsileg þeg- ar upp verður staðið. „Það er svona spurning nú hvort Uppgerð sögufrægs langferðabíls úr Reykholti gengur vonum framar: Soffía II fær nýjan kjól Soffía II á velmektardögum sínum á ferðalagi um Ísland full af farþegum. Bílstjórinn stingur höfði út til að ráðfæra sig við vegfaranda. Svona leit Soffía II út í fyrrahaust þegar uppgerð hennar hófst. Hún bar þess merki að hafa verið notuð í Hollywood-kvikmynd og árin höfðu sömuleiðis sett sitt mark á hana. Hópurinn sem hefur unnið við endurnýjun Soffíu II í vetur. Upp úr topplúgunni er Jóhannes Steinsson. Frammi í bílnum frá vinstri: Arnar Guðnason, Magnús Bjarki Arnarson, Magnús Kristinsson og Steindór Rafn Theodórsson. Fleiri hafa einnig komið að uppgerð Soffíu II. Má þar nefna Sigurjón Guðnason og syni hans Kristinn og Viktor, Hjalta Skaftason og Jóhann Jóhannsson. Elínborg Kristinsdóttir átti frumkvæðið að því að nú var hafist handa við uppgerð Soffíu II. Hún hefur staðið fyrir söfnun til stuðnings endu rbygg- ingu bílsins. Reikningurinn er: 0115-26-10 720, kennitala: 090741-2689. Hér er búið að fjarlægja allar klæðningar af yfirbyggingu bílsins og byrjað að skipta um burðarvirkið í henni. Það var orðið illa farið. Soffíu II ekið í hús eftir að búið var að húða allt endurnýjaða burðar- virkið í yfirbyggingu bílsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.