Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Laugardaginn 10. maí frá klukk- an 14:00 verður mikið um að vera á Hernámssetrinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Þá verður af- hjúpað á safninu 2,8 metra langt líkan af breska vígdrekanum Hood sem var stolt Bretaveldis en hlaut meinleg örlög. Hood var sökkt af þýska orrustuskipinu Bismarck í frægri sjóorrustu djúpt suðvestur af Reykjanesi árla morguns 24. maí 1941. Mikið skip, mikil vinna Pétur Hallgrímsson vélstjóri smíð- aði líkanið. Það tók mörg ár. „Ég byrjaði á því að byggja skrokkinn 1985 en lagði þetta svo til hlið- ar vegna anna í vinnu í ein tíu ár. Ég tók þráðinn svo upp að nýju um aldamótin. Þá hafði Internet- ið komið til sögunnar. Þar var mik- ið af upplýsingum; ljósmyndum og fleiru. Ég sá að ég hafði smíðað ým- islegt vitlaust í upphafi og reif lík- anið næstum og byrjaði upp á nýtt til að leiðrétta það sem var rangt byggt í upphafi. Ég vann við þetta nokkra tíma á kvöldin um vetrar- tímann en aldrei neitt á sumrin,“ segir Pétur. Líkanið er í hlutföllunum 1:100. Hood var um 280 metra langt skip þannig að líkan Péturs er 2,80 metr- ar á lengd. Það er allt handsmíðað eftir teikningum. Pétur Hallgríms- son er greinilega mjög fróður um skipið og sögu þess. „Ég hef allt- af haft gaman af skipum. Líkanið af Hood smíðaði ég vegna þess að ég hafði áhuga á sögu skipsins. Sem strákur heima á Íslandi hafði mað- ur heyrt um skipið. Þannig kvikn- aði áhuginn. Einhverju sinni var ég á ferð í Lundúnum. Þá fann ég bók sem ég keypti með teikningum af Hood. Þá fékk ég þessa hugmynd að smíða líkan af skipinu. Ég þurfti svo að lesa mér til um ýmislegt á meðan ég var að smíða það. Allt var þetta mjög fróðlegt.“ Sigldi með líkanið til Íslands Pétur segir að líkanið sé búið að standa tilbúið í ein þrjú ár. Hann setti mótor í það og gat siglt því með fjarstýringu. Nú hafi hann þurft að láta það frá sér þar sem hann og eiginkona hans eru að minnka við sig í húsnæði. Hann hafði samband við Guðjón Sigmundsson (Gauja litla) forsvarsmann Hernámsset- ursins á Hlöðum og bauð honum að taka við líkaninu til varðveislu. Gaui þáði það. Pétur hefur búið erlendis síð- an 1974 og hefur um áratuga skeið átt heima í Helsingborg í Svíþjóð. Til að koma Hood heilum til Hval- fjarðar tók hann sér far siglandi með Dettifossi til Íslands nú í apríl. Skipið var geymt í einni af káet- um Dettifoss. Þannig kom Hood siglandi til Íslands og Hvalfjarðar. Á stríðsárunum kom skipið tvisv- ar þangað nokkrum vikum áður en því var sökkt. „Það var mjög gam- an og á sinn hátt. Dálítið táknrænt að sigla með Hood svona heim til Íslands til að afhenda hann í Hval- firði.“ Smiður Hood ættaður frá Sandi Sjálfur er Pétur ættaður frá Hell- issandi. „Ég hafði lært vélfræði og kynntist sænskri stúlku sem varð eiginkona mín og flutti erlendis. Það var 1974. Við bjuggum fyrst í Winnipeg í Kanada en vorum þar ekki nema í um tvö ár. Veturnir þar voru kaldir og erfiðir. Þaðan flutt- um við til Svíþjóðar 1976 þar sem ég starfaði lengst af sem vélstjóri á vöktum í raforkuveri í Helsing- borg. Ég er fæddur 1948. Við sem unnum á vöktum í þessu raforku- veri fengum að hætta og fara á eft- irlaun þegar við náðum 63 ára aldri. Það var 2011 í mínu tilviki. Svona kjarasamningar eru ekki til lengur,“ segir Pétur. „Við Lena konan mín eigum tvö börn, Úlriku og Ara.“ Þrátt fyrir langa útiveru hef- ur Pétur alltaf haldið tengslum við Ísland enda á hann hér ættingja. Hann segir að örlögin hafi hagað því svo til að fjölskylda hans flutti frá Hellissandi. Frásögn hans rifj- ar upp atburð sem var á sínum tíma afar þungt áfall fyrir lítið vestlenskt sjávarþorp. Sviplegt slys breytti öllu Dagana 13. og 14. janúar 1923 gerði suðvestan óveður sem olli miklu tjóni víða um land. Veður- hæðin við Snæfellsnes varð mest um hádegisbil 14. janúar. Allmik- ið tjón varð á Hellissandi. Þar fór- ust þennan dag í einu fimm sjó- menn, allir í blóma lífsins, þegar þeir freistuðu þess að bjarga bátum sínum undan veðurofsanum. Það hafði verið unnið að gerð brim- brjóts við höfnina frá því sumar- ið áður. Hann hafði sannað gildi sitt og verið vörn fyrir bátana í slæmum veðrum fyrr um veturinn. Margir bátar lágu í höfninni þegar stormurinn skall á undir Jökli 14. janúar. Nýi brimbrjóturinn brotn- aði undan öldunum sem skullu á honum. Þrír bátar slitnuðu upp og rak á land. Einn þeirra brotnaði í spón en hinum var bjargað. Þeg- ar menn reyndu að bjarga bátum sínum vildi ekki betur til en svo að fimm menn fórust við þau störf. Það voru þeir Aðalsteinn Elíasson, Guðmundur Bjarnason, Hallgrím- ur Jóhannsson, Jón Guðmundsson og Skúli Rögnvaldsson. Aðalsteinn Elíasson, einn þeirra fimm ungu manna sem létust þarna, var móð- urafi Péturs. „Hann og Helga Sigurðardótt- ir amma mínu bjuggu á Hellis- sandi þar sem hann var sjómað- ur. Báturinn sem hann var á slitn- aði frá bryggjunni þegar þeir voru að reyna að forða honum frá skemmdum og sökk síðan skammt frá landi. Þegar hann drukknaði var móðir mín aðeins tveggja ára gömul. Hún hafnaði á hálfgerðum vergangi með Helgu móður sinni. Þær voru í vist hjá bændum hér og þar, og enduðu loks í Reykja- vík. Þar fæddist ég og ólst upp. Á sumrin var ég mikið í sveit frá unga aldri vestur í Staðarsveit þannig að ég á sterkar taugar vestur á Snæ- fellsnes,“ segir Pétur. mþh Þjónustu- og samskiptanámskeið er nýr 20 kennslustunda áfangi við Menntaskóla Borgarfjarðar í samvinnu við verkefnið “Hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjör- dæmi.” Áhersla er lögð á tengingu milli skóla og atvinnulífs og gefur áfanginn eina einingu til stúdents- prófs. Námskeiðið er sniðið fyr- ir fólk á aldrinum 15 til 25 ára sem vinnur eða hefur hug á að vinna við verslunar- og þjónustustörf. Mark- mið námskeiðsins er að gera nem- endur meðvitaðri um mikilvægi góðrar þjónustu og þjálfa þá í sam- skiptum við mismunandi aðstæður. Námskeiðið hófst 31. mars sl. og lýkur 6. maí nk. Hæfniviðmið nám- skeiðsins eru m.a. nemendur öðl- ist almenna þekkingu og skilning á réttindum og skyldum á vinnu- markaði. Ennfremur að þeir geri sér grein fyrir mikilvægi góðra samskipta og þjónustuvitund. Þá er farið yfir hvernig bregðast á við erf- iðum aðstæðum í þjónustustarfi. Að lokum verður Markaðstofa Vest- urlands heimsótt þar sem er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér þekkingu á áhugaverðum stöðum og afþreyingu í nærumhverfi til að geta betur mætt þörfum ferða- manna. Kennari er Helga Karls- dóttir og gestakennari er Brynj- ar Þór Þorsteinsson, markaðstjóri Háskólans á Bifröst. mm/vs Á fundi bæjarráðs Akraness sl. fimmtudag voru kynntar umsóknir um margar byggingarlóðir á Akra- nesi. Það er sami aðili sem sækir um allar þessar lóðir, Uppbygging ehf. félag í eigu Engilberts Runólfsson- ar. Þetta eru sex lóðir við Akralund 1 til 6, lóðirnar 2-4, 6-8 og 10-12 við Álfalund og lóðirnar við Fagralund 9-15. Bæjarráð óskar eftir að um- sækjandi leggi fram framkvæmda- áætlun vegna umsóknar sinnar fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs sem verður haldinn 15. maí nk. Lóð- irnar eru fráteknar meðan málið er til frekari úrvinnslu, segir í fundar- gerð bæjarráðs. þá/ Ljósm. Michal Mogila. Menntskælingum kennd þjónusta og samskipti Nemendur í áfanganum ásamt kennurum Brynjari og Helgu á sitthvorum end- anum. Sækir um margar byggingalóðir Breski vígdrekinn Hood snýr aftur til Hvalfjarðar Hernámssetrið að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd þar sem líkanið verður afhjúpað og haft til sýnis. Pétur Hallgrímsson við hlið risalíkans síns af breska orrustubeitiskipinu Hood. Það verður sett upp og afhjúpað við athöfn í setrinu að Hlöðum á hernámsdaginn laugardaginn 10. maí næstkomandi kl. 14.00. Allir eru velkomnir. Séð framan á yfirbygginu skipsins og annan af fremri fallbyssuturnunum. Hood var skip sem átti að vekja ótta og virðingu fyrir breska heimsveldinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.