Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Hvar á að vinna í sumar? Spurning vikunnar Elísabet Pétursdóttir Heima í Geirshlíð. Hjörtur Bjarnason Mun vinna heima á Skálpastöð- um. Hrafnhildur Einarsdóttir Verð að vinna í gróðurhúsinu heima í Sólbyrgi. Jóhann Þór Arnarson Ég verð að vinna hjá Eiríki J. Ingólfssyni í smíðavinnu. Einar Benedikt Jónsson Ekki búinn að ákveða mig ennþá. (Nemendur í 10. bekk GBF á Kleppjárnsreykjum spurðir) Íslandsmót FÁÍA, Félags áhuga- fólks um íþróttir aldraðra – 60 ára og eldri, í boccia fór fram í Reykja- nesbæ laugardaginn 26. apríl. Fé- lag eldri borgara í Reykjanesbæ ásamt tómstundarfulltrúa bæjarins höfðu veg og vanda af undirbún- ingi og framkvæmd mótsins. Til leiks mættu 32 sveitir og leikið var í 6 riðlum. Að lokinni riðlakeppni stóðu 6 lið eftir sem kepptu til úr- slita. Eftir jafna og skemmtilega keppni stóð sveit Gjábakka í Kópa- vogi uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti hafnaði sveit Reykjanesbæjar og í þriðja sæti lenti sveit úr Borg- arnesi, skipuð Brynju Gestsdóttur, Vali Snæbjörnssyni og Jóni Helga Einarssyni. Þátttaka félaga af Vest- urlandi var nokkuð góð og mættu þaðan sjö sveitir. Tvær sveitir úr Grundarfirði, þrjár úr Borgarnesi, ein af Akranesi og ein frá Hvamms- tanga. fréttatilkynning Íslandsmót Garpa í sundi fór fram í Sundlaug Kópavogs dagana 2. og 3. maí síðastliðinn. Keppend- ur voru um 150 víðsvegar af land- inu. Auk þess kepptu Færeyingar með fullan keppnisrétt því mótið var opið öllum. Þrír Borgfirðingar tóku þátt í mótinu. Björg H. Krist- ófersdóttir keppti í fl. 60 – 64 ára. Hún vann 50 m skriðsund og 50 m bringusund en varð önnur í 50 m baksundi. Guðmunda Ólöf Jónas- dóttir keppti í fl. 65-69 ára. Hún átti stórkostlegt mót. Hún stakk sér ekki í laugina öðruvísi en að setja ný garpamet. Gerði sér lítið fyrir og vann átta greinar: 50 m, 200 m, 400 m og 800 m skriðsund, 50 m og 100 m bringusund, 50 m og 100 m baksund og varð önnur í 100 m skriðsundi. Hún bætti fyrri garpa- met í öllum greinum því sundkonan sem var á undan henni í 100 skrið- sundi var frá Færeyjum. Ingimund- ur Ingimundurson keppti í flokki 70-74 ára. Hann vann 50 m og 100 m skriðsund og setti ný garpamet í þeim báðum. Garpamótið er stiga- mót. SH vann mótið með yfirburð- um. UMSB varð í 7. sæti af 16 lið- um, næst á eftir ÍA og á undan ÍRB (Reykjanesbæ). Stefna Garpa er nú sett á Lands- mót 50+ á Húsavík sem hefst 20. júní. Allir borgfirskir sundmenn 50 ára og eldri eru velkomnir á æfing- ar Garpa í Borgarnesi. Markmiðið er að fjölga í keppnishópnum og fá sem flesta með norður. ii Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur ráðið Pétur Ingvarsson sem þjálfara meistaraflokks karla hjá fé- laginu. Gengið var frá samningi við Pétur síðastliðinn miðviku- dag og er samningurinn til tveggja ára. Pétur er þekkt nafn í íslensk- um körfubolta. Hann er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og hef- ur gert garðinn frægan á körfu- boltavellinum bæði sem leikmað- ur og þjálfari. Hann var lykilleik- maður í liði Hauka um langt árabil í úrvalsdeild auk þess sem hann lék 27 leiki fyrir A-landslið karla. Árið 1998 söðlaði Pétur um og gerðist spilandi þjálfari karlaliðs Hamars í Hveragerði. Pétur þjálfaði Hver- gerðinga í níu ár og kom liðinu upp í úrvalsdeild og oftar en einu sinni í úrslitakeppni. Eftir árin hjá Hamri þjálfaði Pétur lið Ármenninga í 1. deild um stutt skeið uns hann tók við þjálfun Hauka árið 2008 sem hann kom svo upp í úrvalsdeild. Pétur þjálfaði Hauka fram til 2011. Að sögn Kristins Ó. Sigmunds- sonar formanns kkd. Skallagríms er mikil ánægja með ráðningu Péturs hjá stjórn deildarinnar. „Við bind- um vonir við Pétur enda býr hann yfir töluverðri reynslu og þekkingu á körfubolta sem hann hefur öðl- ast bæði sem leikmaður og þjálf- ari á farsælum ferli,“ sagði Kristinn sem býður Pétur velkominn í Borg- arnes. hlh Stjórn Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) hefur gert samning við Sigurð Jónsson um að hann komi að þjálf- un í víðtæku starfi félagsins. Skrif- að var undir samninginn 1. maí sl. Á sama tíma gekk stjórn KFÍA frá samstarfssamningi við knattspyrnu- félagið Kára á Akranesi sem kveður á um að leikmenn 2. flokks félagsins geti spilað með liði Kára í A-riðli 4. deildar í sumar. Sigurður kem- ur til með að þjálfa lið Kára í sum- ar samkvæmt samningnum, en auk þessa mun hann hjálpa leikmönn- um 2. flokks að stíga sín fyrst skref í meistaraflokksbolta. Sigurður mun einnig kom til með að vinna með afrekshópi KFÍA sem efnilegustu leikmenn félagsins skipa. Í tilkynningu frá stjórn KFÍA er endurkomu Sigurðar á Akranes fagnað og mun félagið njóta góðs af hans gífurlegu reynslu. Sigurð- ur Jónsson er einn sigursælasti leik- maður ÍA í sögu félagsins en hann lék einnig í mörg ár í atvinnu- mennsku í Englandi og Svíþjóð. Einnig á hann fjölda A-landsleikja að baki fyrir Íslands hönd. Sigurður hefur að auki víðtæka reynslu sem þjálfari hér á landi og í Svíþjóð þar sem hann þjálfaði m.a úrvaldeildar- félagið Djurgården um tveggja ára skeið. Hlakkar til verkefnisins „Það er bara virkilega spennandi að vera kominn heim og takast á við þetta verkefni að hjálpa ung- um knattspyrnumönnum á Akra- nesi að þroskast og verða betri fót- boltamenn,“ er haft eftir Sigurði eftir undirskriftina í síðustu viku. „Ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum við að efla það góða starf sem er unnið hér í yngri flokk- unum á Akranesi. Ég mun taka við liði Kára í 4. deild karla en það er virkilega spennandi verkefni þar sem stefnan er að sjálfsögðu sett á að fara upp um deild. Það segir sig sjálft að því ofar sem Kári er, því betra er það fyrir samstarf þessara félaga. Við munum nýta sumarið vel og vonandi þannig leggja grunninn að farsælu samstarfi beggja félaga til framtíðar.“ hlh Víkingar Ólafsvík byrja baráttuna í 1. deildinni þetta árið með því að sækja KA-menn heim norður á Ak- ureyri nk. föstudagskvöld. Þar sem grasvellirnir eru ekki tilbúnir fyrir norðan fer leikurinn fram á gervi- grasi, annaðhvort í Boganum eða á KA-vellinum. Víkingar mæta til móts nú með mikið breytt lið frá síðasta ári, en þá lék Víking- ur í efstu deild í fyrsta sinn en féll úr deildinni ásamt Skagamönnum. „Okkar bestu menn fóru til félaga í Pepsídeildinni þannig að við höfum misst okkar lykilmenn frá síðasta sumri,“ segir Jónas Gestur Jónas- son formaður knattspyrnudeildar Víkings í samtali við Skessuhorn. Aðspurður hvort að krafa væri um að liðið færi beint upp aftur, segir Jónas Gestur að væntanlega muni einhverjir stuðningsmanna ætl- ast til þess. „Við vitum að það eru klárlega fimm eða sex lið sem telja sig hafa góða möguleika á að fara upp um deild. Við stefnum að sjálf- sögðu að því að vera í baráttunni í efri hluta deildarinnar, en bíðum bara rólegir með það hvernig okkur tekst að slípa liðið saman. Svo ræðst þetta líka mikið af því hvernig við sleppum við meiðsli og þessháttar forföll þar sem að mörg af liðun- um í 1. deildinni eru ekki með stóra hópa. Ég held við séum komnir með ágæta liðsheild og hef fulla trú á strákunum,“ sagði Jónas Gestur í spjalli við Skessuhorn á mánudags- morguninn, þá reyndar staddur er- lendis sem og Ejup Puresevic þjálf- ari Víkings. Jónas Gestur segir að leikmanna- hópurinn telji um og yfir tuttugu. Hann á von á því að það verði fleiri uppaldir leikmenn sem fá tæki- færi með liðinu en undanfarin ár. „Það hefur verið staðið vel að yngri flokka starfinu hjá okkur í Snæ- fellsnes-samstarfinu og það er að skila upp efnilegum og góðum leikmönnum,“ segir Jónas Gest- ur. Björn Pálsson hefur verið fyr- irliði Víkings á undirbúningstíma- bilinu þar sem liðinu gekk þokka- lega. Jónas sagði að það yrði end- anlega ákveðið núna í vikunni hver yrði fyrirliði Víkingsliðsins í sumar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem var fyrirliði síðasta sumar gekk til liðs við Fram á liðnum vetri. Fyrirliði Víkingsliðsins þar á und- an, markvörðurinn góðkunni Einar Hjörleifsson, hætti eftir tímabilið í fyrra í Pepsídeildinni. þá5 Víkingar sækja að marki Íslandsmeistara KR á Ólafsvíkurvelli í Pepsídeildinni síðasta sumar. Ljósm. af. Víkingar setja stefnuna á toppbaráttuna Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings. Mumma Lóa setti níu Íslands- met á Íslandsmóti garpa í sundi Sigurður Jónsson snýr aftur á Akranes Sigurður Jónsson og Magnús Guð- mundsson formaður KFÍA. Borgnesingar á verð- launapall í Reykjanesbæ Pétur Ingvarsson og Eðvar Ó. Traustason, gjaldkeri kkd. Skallagríms, handsala samninginn. Pétur Ingvarsson ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Skallagríms

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.