Skessuhorn


Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 07.05.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Skagamenn mæta með mikið breytt lið í 1. deildina í fótboltanum í sumar frá því þeir féllu úr Pepsí- deildinni síðasta sumar. Jóhann- es Karl Guðjónsson er horfinn á braut sem og Kári Ársælsson ásamt útlendingunum sem spiluðu með liðinu síðasta sumar, sem reyndar flestir fóru burtu áður en tímabil- ið var á enda. Í staðinn eru komnir nokkrir ungir leikmenn sem marg- ir eru uppaldir hjá félaginu. Einn- ig komu tveir leikmenn frá Aftur- eldingu í Mosfellsbæ og sá þriðji frá FH. Þeim til viðbótar gengur gamla brýnið Hjörtur Júlíus Hjart- arson nú til liðs við Skagamenn að nýju eftir tvö tímabil með Víkingi í Reykjavík. Nýr fyrirliði Skaga- liðsins er Ármann Smári Björnsson sem hefur stýrt vörn liðsins síðustu tvö árin. Allgóð breidd í leik- mannahópnum „Mér líst ágætlega á sumarið hjá okkur. Árangurinn var ágætur í Lengjubikarnum. Við rétt misst- um af úrslitunum. Spiluðum hrein- an úrslitaleik við Grindavík um úr- slitasætið en sá leikur endaði með jafntefli þannig að hvorugt lið- ið komst í úrslitin. Liðsandinn er mjög góður hjá okkur. Þetta erum við gömlu, ég, Páll Gísli, Garð- ar, Hjörtur og svo ungu strákarnir. Við erum með allgóða breidd í leik- mannahópnum. Gunnlaugur Jóns- son þjálfari hefur verið duglegur að róta og gefa ungum og efnileg- um leikmönnum tækifæri. Það hef- ur sýnt sig að þótt meiðsli hafi ver- ið í hópnum og forföll þá hafa þeir sem komið hafa inn af bekknum staðið sig vel. Þannig að það er ljóst að margir eru tilbúnir að hlaupa í skarðið þegar kallið kemur,“ seg- ir Ármann Smári. Aðspurður sagði hann að liðsheildin væri orðin góð þótt ennþá ætti liðið eitthvað eft- ir að slípast saman. Núna væri það aðeins einn leikmaður sem ætti við meiðsli að stríða en verði væntan- lega klár fljótlega. Það er einn af nýju leikmönnunum, Ingimar Elí Hlynsson sem kom frá FH en er ættaður frá Ólafsfirði. Er frekar lélegur spámaður Ármann telur góðan brag kominn á liðið, varnarleikurinn nokkuð þétt- ur og sóknarleikurinn allbeittur með Garðar Gunnlaugsson fremst- an í flokki. Þessi gamli markahrók- ur hafi verið að spila vel í vetur og vor. „Nú veit ég ekki hvernig byrj- unarliðið verður í fyrsta leik núna á föstudagskvöldið gegn Selfossi á Akranesvelli en ég er viss um að Gulli er klár með það,“ segir Ár- mann Smári. Hann telur að deild- in verði mjög jöfn í sumar. „Það eru þarna mörg góð lið eins og t.d. Grindvíkingarnir. Mér finnst samt ekki líklegt að neitt lið stingi af í deildinni. Við verðum klárlega í baráttunni í efri hluta deildarinn- ar. Trúlega gera einhverjir af okk- ar áhangendum kröfu um að við förum aftur beint upp í efstu deild. Hjá okkur strákunum verður það bara gamla móttóið, einn leikur í einu og svo sjáum við hvernig út- koman verður í lok september þeg- ar mótið endar,“ segir Ármann. Spurður hvort að hann væri ekki tilbúinn að spá fyrir um í hvaða sæti ÍA yrði í 1. deildinni sagði Ármann og hló. „Ég er ákaflega lélegur spá- maður og spar á yfirlýsingar, enda kannski rétt að liðið fái að slípast aðeins áður. En ég er fullur bjart- sýni og sannfærður um að við erum það allir,“ segir Ármann Smári Björnsson fyrirliði Skagamanna í 1. deildinni í fótboltanum. þá Mið. 14. maí 19:15 ÍA-Fylkir Akranesvöllur Þri. 20. maí 19:15 FH-ÍA Kaplakrikavöllur Þri. 27. maí 19:15 ÍA-Valur Akranesvöllur Mán. 2. júní 19:15 Selfoss-ÍA Selfossvöllur Mán. 9. júní 14:00 ÍA-Þór/KA Akranesvöllur Þri. 24. júní 19:15 Afturelding-ÍA N1-völlur Varmá Þri. 1. júlí 17:30 ÍA-ÍBV Akranesvöllur Þri. 8. júlí 19:15 ÍA-Breiðablik Akranesvöllur Mán. 14. júlí 19:15 Stjarnan-ÍA Samsungvöllur Þri. 22. júlí 19:15 Fylkir-ÍA Fylkisvöllur Þri. 29. júlí 19:15 ÍA-FH Akranesvöllur Fim. 7. ágúst 19:15 Valur-ÍA Vodafonevöllur Fim. 14. ágúst 19:15 ÍA-Selfoss Akranesvöllur Þri. 26. ágúst 18:00 Þór/KA-ÍA Þórsvöllur Mið. 3. sept. 18:00 ÍA-Afturelding Akranesvöllur Mán. 8. sept. 18:00 ÍBV-ÍA Hásteinsvöllur Mán. 22. sept. 17:15 Breiðablik-ÍA Kópavogsvöllur Lau. 27. sept. 14:00 ÍA-Stjarnan Akranesvöllur. „Það er rosalegur spenningur í okkur og mikil tilhlökkun fyrir sumrinu. Þetta er það stærsta sem við langflestar höfum gert hingað til og nú verður að leggja allt und- ir. Ég held að engin okkar, nema kannski Inga Dögg Eiríksdóttir, Áslaug Ákadóttir og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, hafi spilað í efstu deild áður,“ segir Birta Stefánsdótt- ir ein af þremur sem koma væntan- lega til með að skipta hlutverki fyr- irliða milli sín í sumar. Hinar eru áðurnefnd Inga Dögg Eiríksdóttir og Heiðrún Sara Guðmundsdóttir. Leikir ÍA í Pepsídeild kvenna sumarið 2014 Meistaraflokkur ÍA í 1. deild karla sumarið 2014. Ljósmynd Ágústa Friðriksdóttir. „Verðum klárlega í baráttunni í efri hluta deildarinnar“ Ármann Smári Björnsson fyrirliði 1. deildarliðs Skagamanna. Það stærsta sem við höfum gert hingað til Spjallað við Birtu Stefánsdóttur einn af fyrirliðum ÍA í Pepsídeild kvenna Skagakonur spila nú í efstu deild að nýju eftir mjög langt hlé og reyndar var meistaraflokkur ÍA ekki með lið í deild í mörg ár, þannig að kvenna- boltinn hefur verið að byggjast upp að nýju á Akranesi síðari árin. Skagakonum hefur gengið ágæt- lega í Lengjubikarnum í vor. Unnu m.a. stórsigur á Þrótti í síðustu viku þar sem Guðrún Karitas Sigurðar- dóttir, Eyrún Eiðsdóttir og Áslaug Ákadóttir skoruðu tvö mörk hvor og Unnur Ýr Haraldsdóttir eitt í 7:0 sigri ÍA. Skagakonur eru nú í öðru sæti í b-deild Lengjubikars- ins með 9 stig þegar einum leik er lokið. Fylkir er í efsta sætinu með 12 stig. Þessi lið mætast einmitt í síðustu umferðinni og fer sá leik- ur fram í Akraneshöllinni, annað kvöld, fimmtudag. Með sigri verð- ur ÍA deildarmeistari. Þessi lið mæt- ast einmitt í fyrstu umferð Pepsí- deildarinnar nk. miðvikudagskvöld, einnig á Akranesi. Verðum að stíga upp og bæta okkur Birta Stefánsdóttir hefur leik- ið í stöðu miðvarðar síðustu árin og er í sterkum kjarna leikmanna kvennaliðsins sem hefur vaxið upp og dafnað síðustu árin. Fyrir fram- an hana á vellinum er m.a. yngri systir Birtu, Gréta Stefánsdóttir. „Við stelpurnar höfum lagt gríð- arlega mikið á okkur í vetur und- ir stjórn Magneu Guðlaugsdóttur þjálfara og fleiri. Silja Úlfarsdótt- ir hefur kennt okkur hlaupatækni. Við höfðum verið í þrekæfingum hjá Önnu Lilju Valsdóttur og það hafa verið mikil hlaup og stífar æf- ingar í vetur,“ segir Birta. ÍA liðið verður að mestu byggt upp á þeim kjarna sem skipaði liðið í fyrra, en auk þess var fenginn markvörð- ur frá Breiðabliki núna á vordög- um og von er á fjórum erlendum leikmönnum, einum markverði og þremur útileikmönnum fyrir og í byrjun móts. „Núna verðum við stelpurnar að stíga upp og sýna að við eigum erindi í efstu deild. Það er alveg ljóst að þetta verður erf- iðari keppni en við höfum kynnst áður. Ég hef fulla trú á liðinu, að við munum standa vel saman og berjast. Það má búast við að við verðum ekki í toppbaráttunni, en ég hef fulla trú á því að við getum verið í baráttunni um miðja deild- ina og höldum sætinu í deildinni, sem verður náttúrlega markmið númer eitt.“ Eftirvænting hjá stuðningsfólki Aðspurð segir Birta að það séu ekki bara stelpurnar sem eru spennt- ar fyrir sumrinu. Það sé líka fólk- ið sem er í kringum liðið. „Ég verð vör við eftirvæntingu hjá fólki. Við fengum frábæran stuðning í fyrra eins og þegar við spiluðum um- spilið við KR í Akraneshöllinni. Þá mætti fjöldi fólks og hvatti okkur gríðarlega. Það var rosalega mik- il upplifun og við stelpurnar erum enn að tala um þetta. Svona þarf þetta að vera í sumar. Við þurfum á svona stuðningi að halda í hverjum einasta leik. Það verður alveg nýtt fyrir okkur að spila við sterkustu lið landsins og það verður spennandi að sjá hvernig okkur tekst að glíma við þetta stóra verkefni,“ segir Birta Stefánsdóttir einn af fyrirlið- um kvennaliðs ÍA. þá Lið ÍA í Pepsídeild kvenna í sumar. Við þennan hóp bætast fjórir erlendir leikmenn í byrjun móts. Ljósmynd Ágústa Friðriksdóttir. Birta Stefánsdóttir miðvörður og einn af fyrirliðum kvennaliðs ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.