Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 20. tbl. 17. árg. 14. maí 2014 - kr. 600 í lausasölu „Við mælum með því að þú setjir ekki meira en ��� af ráðstöfunartekjum í húsnæði, aðallega vegna þess að það er dýrt að lifa.“ Jóhanna Hauksdóttir fjármálaráðgjafi ARION ÍBÚÐALAUSNIR Allt um íbúðalán á arionbanki.is ratiopharm Fæst án lyfseðils 25% afsláttur Omeprazol ratiopharm Bjóðum nú upp á ís frá Kirkjubraut 11 - Akranesi Sími 431 4343 VIÐ FÖGNUM SUMRI Á SKAGA Sjá bls. 3 Stórsýning Rafta og Fornbíla fjélags Borgarfjarðar fór fram í Brákarey í Borgarnesi á laugardaginn. Tal- ið er að um 2.000 manns hafi lagt leið sína á sýninguna þar sem sjá mátti fjölda mótorhjóla og forn- bíla af öllum stærðum og gerðum. Til að skapa réttu stemninguna lék borgfirska hljómsveitin Grasasnar nokkur vel valin lög fyrir sýning- argesti. Hljómsveitarpallurinn var ekki af verri endanum eins og sjá má, glæsileg Ford vörubifreið ár- gerð 1947. Sýningin þótti lukkast vel. Nánar er fjallað um hana á bls. 20-21. hlh / Ljósm. mm. Frestur til að skila framboðslistum til kjörstjórna í sveitarfélögum lands- ins rann út á hádegi sl. laugardag. Í tveimur sveitarfélögum á Vestur- landi, sem bæði hafa upp undir 700 íbúa, bárust engir framboðslistar og verður því kosið óhlutbundnum kosningum 31. maí næstkomandi. Þetta eru Dalabyggð og Hvalfjarð- arsveit. Fremur sjaldgæft er að ekki bjóði fram listar í þetta fjölmennum sveitarfélögum. Sama fyrirkomulag var viðhaft í Dalabyggð fyrir fjórum árum en þetta er í fyrsta skipti frá sameiningu fjögurra hreppa í Hval- fjarðarsveit sem kosið verður óhlut- bundnum kosningum. Bæði í Döl- um og Hvalfjarðarsveit er þetta gert eftir að stór hópur íbúa hvatti til þess. Þau sveitarfélög á Vesturlandi þar sem kosið verður milli fram- boðslista eru: Snæfellsbær, Grund- arfjörður, Stykkishólmsbær, Borgar- byggð, Akraneskaupstaður og Eyja- og Miklaholtshreppur þar sem lista- kosningar fara fram í fyrsta skipti frá landnámsöld, eins og einn heima- maður orðað það. Samanlagt eru 19 framboðslistar í boði í þessum sveitarfélögum; tvö í Stykkishólmi, Grundarfirði og Eyja- og Mikla- holtshreppi, fjögur í Snæfellsbæ og Borgarbyggð og fimm á Akranesi. Önnur sveitarfélög en Dalabyggð og Hvalfjarðarsveit þar sem kosið verður óhlutbundnum kosningum eru Skorradalshreppur og Helga- fellssveit auk Reykhólahrepps. Í þeim síðast talda telst til tíðinda að allir aðalmenn í sveitarstjórn biðjast undan endurkjöri eins og þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Lýst eftir áhugasömum Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðar- sveitar nýlega var samþykkt að kom- ið verði upp sérstakri gátt á heima- síðu sveitarfélagsins, ef niðurstaðan yrði sú að persónukjör verið viðhaft, eins og nú hefur komið í ljós. Þar geta þeir sem sérstaklega vilja bjóða fram krafta sína til kjörs í sveitar- stjórn fengið rými til kynningar á sér og helstu stefnumálum. Þessi tillaga var lögð fram að Sævari Ara Finn- bogasyni fulltrúa í meirihluta sveit- arstjórnar og samþykkt með atkvæði hans og þriggja fulltrúa minnihlut- ans. Þrír meirihlutafulltrúar sátu hjá við afgreiðsluna. Sveinn Pálsson sveitarstjóri í Dalabyggð segir að fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar hafi þeir sem buðu sig fram til sveitarstjórn- ar fengið nafn sitt skráð á svæði á heimasíðunni en ekki var gefinn kostur á miklu umfram það á síð- unni. Þetta fyrirkomulag hafi ekki verið rætt ennþá, en Sveinn kvaðst reikna með að þetta yrði í svip- uðu formi nú og fyrir fjórum árum. Andrea Björnsdóttir oddviti í Reyk- hólahreppi segir að frambjóðendur séu ekki kynntir á heimasíðu sveit- arfélagsins, það fréttist hverjir sýni setu í sveitarstjórn áhuga. Til nánari skýringar á persónu- kjöri til sveitarstjórnar má geta þess að þar eru allir í kjöri sem náð hafa kosningaaldri. Þeir sem setið hafa í sveitarstjórn geta þó beðist undan kjöri í jafnlangan tíma og seta þeirra í sveitarstjórn nær til. Sjá nánar um kosningar á bls. 10. mm/þá Það var athyglisvert tvíeyki sem varð á vegi fréttaritara Skessuhorns á dögunum þegar hann gekk með- fram fjörunni á Framnesi í Grund- arfirði. Þá var Ingi Hans Jónsson sagnameistari í hrókasamræðum við súlu eina sem virtist ekkert of kát með nærveru hans, en svaraði þó fyrir sig. Eitthvað virtist hrjá súl- una því hún gat ekki forðað sér frá ágangi sagnameistarans. Því miður náði fréttaritari ekki að heyra orða- skil. Kannski var sagnameistarinn að segja við súluna að betra væri að halda sig í Kolgrafafirði. Hver veit? tfk Fjölmenni í Brákarey Súla og sagnameistari Persónubundnar kosningar í fimm sveitarfélögum en listakosningar í sex

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.