Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Neitaði að gefa öndunarsýni LBD: Síðastliðinn fimmtudag var ökumanni gert að stöðva bifreið sína þar sem hann var suðurleið á Vesturlandsvegi skammt norðan Borgarness. Reyndist hann mjög ölvaður og var sviptur ökuréttindum. Neitaði hann að gefa öndun- arsýni og var færður á lög- reglustöðina þar sem blóðsýni var tekið ásamt skýrslugjöf. Aðfararnótt laugardags var svo annar ökumaður stöðvaður við hefðbundið eftirlit í Borg- arnesi. Ferð hans var heitið vestur á firði, en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna og við leit á honum fannst smáræði af kannabisefnum. Stuttu síð- ar var annar ökumaður stöðv- aður á sömu bifreið og reynd- ist hann einnig undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig færður á lögreglustöð og til sýna- og skýrslutöku. –þá Grænt ljós á stækkun hótelsins STYKKISH: Skipulags- og bygginganefnd Stykkishólms- bæjar hefur afgreitt umsókn frá eigendum Hótel Stykk- ishólms um stækkun á hót- elinu sem nemur ellefu her- bergjum. Óskað var eftir um- sögnum frá heilbrigðiseftirliti, vinnueftirliti og brunaeftirliti og eru þær án athugasemda. Grenndarkynning hefur far- ið fram samkvæmt skipulags- lögum og engar athugasemd- ir bárust. Þannig að eigend- ur Hótels Stykkishólms, hót- elkeðjan Hring hótels, hef- ur fengið grænt ljós á að hefja framkvæmdir við stækkun hótelsins. –þá Innbrot við Garðabraut AKRANES: Aðfaranótt sunnudags var brotist inn í raðhús við Garðabraut á Akra- nesi. Vinnu lögregla að rann- sókn málsins. Jónas H. Ottós- son rannsóknarlögreglumaður segir að vitað sé af mannaferð- um þarna um nóttina. Lög- reglan óskar eftir upplýsingum frá fólki sem mögulega hefur orðið vitni að mannaferðum á þessu svæði milli klukkan eitt og fjögur um nóttina og einn- ig í grennd leikskólans Vallar- sels milli klukkan sex og sjö á sunnudagskvöldið. Heimild- ir Skessuhorn herma að í inn- brotinu hafi verið stolið tals- verðu af peningum. Lögregla vildi þó ekki staðfesta það, né neita, á meðan rannsókn stæði yfir. -þá Sóttu vélarvana bát GRUNDARFJ: Björgunar- sveitin Klakkur í Grundarfirði var kölluð út á níunda tím- anum í gærmorgun þegar til- kynning barst um vélarvana bát um tvær sjómílur norð- ur af Melrakkaey. Um var að ræða lítinn fiskibát og var einn skipverji um borð. Veður var ágætt á staðnum og ekki talin mikil hætta á ferðum. Björg- unarsveitin fór á staðinn og dró bátinn til hafnar í Grund- arfirði. –mm til framkvæmda í Skaftafelli á veg- um Vatnajökulsþjóðgarðs. Eng- ir af stærstu styrkjunum að þessu sinni runnu til verkefna á Vestur- landi. Fimm verkefni sem tengja má við Vesturland fengu þó styrki samtals að upphæð 17,5 milljónir króna. Nemur sú upphæð 7,17% af heildar styrkjum að þessu sinni. Velta má því fyrir sér hvort það hlutfall sé ásættanlegt fyrir lands- hlutann og þá í framhaldinu hvort bæta þurfi umsóknir og fjölga þeim af Vesturlandi. Eftirtalin verkefni á Vesturlandi fengu styrki: Bakhjarlarnir – Lýsulaugasvæðið hlaut 2.065.000 kr. styrk til skipu- lagsvinnu og landslagshönnunar fyrir Lýsulaugasvæðið. Markmið styrkveitingar er að vernda nátt- úruminjar og skipuleggja svæðið með tilliti til öryggis ferðamanna og sjálfbærrar nýtingar svæðis- ins. Verkefnið sem hér um ræð- ir snýst um að nýta mannvirki og þá auðlind sem heita ölkelduvatn- ið að Lýsuhóli í Staðarsveit er, til að byggja upp og efla atvinnu og byggð á svæðinu. Borgarbyggð hlaut fimm millj- óna króna styrk vegna Sögubæj- arins Borgarness. Styrkurinn er veittur til uppsetningar á brú við Suðurneskletta og uppsetningu skilta við gönguleiðina Söguhring- inn. Styrkurinn er liður í að byggja upp náttúru- og sögutengda ferða - þjónustu í Borgarbyggð og efla Borgarnes sem heilsárs ferða- mannastað. Borgarbyggð hlaut einnig rétt tæplega þriggja milljóna króna styrk til nýframkvæmda við Hraun- fossa í Hálsasveit. Smíða á útsýnis- pall með handriðum auk viðgerða á stígum og tröppum. Markmið styrkveitingar er að vernda nátt- úru, bæta aðgengi, bæta ásýnd og umhverfi staðarins og tryggja ör- yggi ferðamanna. Hjörtur Hinriksson fékk 6,4 milljónir í styrk til að lagfæra að- komu, bílastæði, göngustíga, sal- ernisaðstöðu og aðrar endur- bætur við Helgafell í Helgafells- sveit. Markmið styrkveitingar er að stuðla að öryggi og ánægjulegri upplifun ferðafólks sem leggur leið sína á Helgafell auk þess að fyrir- byggja að ágangur ferðamanna valdi tjóni sem erfitt er að bæta. Loks fékk Umhverfisstofnun eina milljón króna í styrk vegna skipulagsvinnu til að bæta aðgengi að Skarðsvík á Snæfellsnesi. Mark- mið styrkveitingar er að búa til nýjan segul fyrir svæðið. mm Þessa dagana er mikið um nem- enda- og vortónleika í tónlistar- skólunum á Vesturlandi. Einnig er að hefjast innritun nemenda í skólana fyrir næsta starfsár. Útlit er fyrir að heldur dragi úr vorhlýindunum á landinu næstu dagana. Hæg suðvestanátt er í kortunum á fimmtudag og föstu- dag, með lítilsháttar rigningu eða súld á vestanverðu landinu en að mestu þurru fyrir austan og norð- an. Hiti 5 til 10 stig. Á laugardag er útlit fyrir austan- og suðaustanátt, rigningu með köflum um land- ið sunnanvert en úrkomulítið fyr- ir norðan. Á sunnudag og mánu- dag er spáð norðanátt með rign- ingu eða slyddu fyrir norðan og kólnandi veðri, en bjartviðri sunn- antil. Hiti frá frostmarki að tíu stig- um, mildast syðra. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ertu ánægð/ur með Pollapönkið?“ Flestir eru það sam- kvæmt svörunum. „Já frábært“ sögðu 48,04% og „já sæmilegt“ var svar 23,33%. „Nei afleitt“ sögðu 14,51% og „nei frekar slappt“ sögðu 10,78%. 3,33% sögðust ekki hafa heyrt lagið. Í þessari viku er spurt: Á að takmarka verkfallsrétt ef almanna hagsmunir eru í húfi? Hildur Sigurðardóttir körfuknatt- leikskona í Snæfelli í Stykkishólmi er Vestlendingur vikunnar hjá Skessuhorni. Af úrvalsdeildarkon- um hér á landi var hún valin best á liðinni leiktíð. Reyndar skipa vest- lenskar konur fjögur af fimm sæt- um í úrvalsliði leiktíðarinnar. Geri aðrar betur! Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða fyrir þetta ár. Að þessu sinni fengu 50 verkefni á landinu styrki samtals að upphæð rúmar 244 milljónir króna. Fara þeir ýmist til hönnunar og/eða framkvæmda á ferðamannastöðum. Sótt var um 136 styrki samtals að upphæð 848 milljónir. Bæði opinberir- og einkaaðilar sem hafa umsjón með ferðamannastöðum víðsvegar um landið gátu sótt um. Hæsti styrk- urinn, um 30 milljónir króna, fer Stærsti einstaki styrkurinn á Vesturland fer til uppbygginar við Helgafell í sam- nefndri sveit. Nefnd til að samþætta öldrunar- þjónustu í Stykkishólmi Ríflega sjö prósent af opinberu fé til ferða- mannastaða fer á Vesturland Mánadís er 3ja vetra rauðstjörnótt hryssa sem hvarf úr girðingu á Bakka í Melasveit um sl. áramót. Ef þið hafið séð til hennar vinsamlega hafið samband í síma 893-1325 eða 892-0088 eða tölvupóst ponsa@simnet.is Týnd hryssa Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögur um samstarf Stykkis- hólmsbæjar, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) og velferðar- ráðuneytisins með það að markmiði að samhæfa stofnana þátt öldrunar- þjónustu á svæðinu. Starfshópnum er ætlað að styðjast við skýrslur og samantektir sem unnar hafa verið á síðustu misserum varðandi end- urskipulagningu öldrunarþjónustu í Stykkishólmi. Þess er jafnframt vænst að tillögur starfshópsins taki mið af því að samþætting öldrunar- þjónustu styrki alla starfsemi HVE í Stykkishólmi. Formaður starfs- hópsins er Jóhanna F. Jóhannsdótt- ir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Aðrir nefndarmenn eru Lárus Ástmar Hannesson, til- nefndur af Stykkishólmsbæ og Sturla Böðvarsson, án tilnefningar. Varamenn eru Hrafnhildur Jóns- dóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofn- un Vesturlands og Guðlaug Ágústs- dóttir, tilnefnd af Stykkishólmsbæ. Samkvæmt heim ildum Skessuhorns hefur nefndin þegar komið saman til fyrsta fundar. mm Skagaverk og Hópferðabílar Reynis buðu lægst í skólaakstur Föstudaginn 2. maí síðastliðinn voru hjá Ríkiskaupum opnuð tilboð í skólaakstur fyrir Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða fimm akstursleiðir, en sjötti liður í útboðinu var sam- einuð akstursleik 1 og 2. Þrjú fyr- irtæki buðu í aksturinn; Skagaverk ehf, Sigurður Sverrir Jónsson og Hópferðabílar Reynis Jóhannsson- ar. Á fundinum voru engar athuga- semdir skráðar, eins og fram kemur í fundargerð. Í akstursleið 1 – Hvalfjörð / Lambhagi bauð Skagaverk 313 kr/ km, Sigurður Sverrir Jónsson 389 kr/km og Hópferðabílar Reynis 490 kr/km. Í akstursleið 2 – Hval- fjörður / Svínadalur bauð Skaga- verk 313 kr/km, Sigurður Sverr- ir bauð 389 kr/km og Hópferðabíl- ar Reynis 490 kr/km. Í sameinað- ar akstursleiðir 1 og 2 bauð Skaga- verk 348 kr/km, Sigurður Sverr- ir bauð 397 kr/km og Hópferðabíl- ar Reynis 450 kr/km. Í akstursleið 3 – Melasveitarleið bauð Skaga- verk 298 kr/km og Hópferðabílar Reynis 450 kr/km. Í akstursleið 4 – Akrafjallsleið vestur bauð Skaga- verk 333 kr/km og Hópferðabílar Reynis 347 kr/km. Í Akrafjallsleið austur buðu Hópferðabílar Reyn- is 441 kr/km og Skagaverk 478 kr/ km. Skagaverk átti því lægsta tilboð í allar akstursleiðirnar utan einnar, þar sem Hópferðabílar Reynis voru með lægsta boð. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.