Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Tveir listar í boði EYJA- OG MIKL: Kjörstjórn í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi bárust tveir fram- boðslistar fyrir lokafrest til að skila inn framboðum, á há- degi sl. laugardag. Því verður kosið þar listakosningu í fyrsta skipti í sögunni. Að sögn Jóns Oddssonar í Kolviðarnesi af- greiddi kjörstjórn listana form- lega á fundi sínum sl. mánu- dag. Annars vegar býður fram F – listi undir nafninu Sveitin. Efsti maður á F lista er Þröstur Aðalbjarnarson bóndi á Stakk- hamri en oddvitaefni listans er Halldór Jónsson á Þverá. Hins vegar býður fram H listi sem nefnir sig Betri byggð. Oddviti þess lista er Eggert Kjartans- son bóndi á Hofsstöðum. Fimm skipa hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps þar sem íbúar voru 148 um síðustu áramót. –mm Gæðingamót Faxa og Skugga BORGARBYGGÐ: Hesta- mannafélögin Faxi og Skuggi halda gæðingamót laugardaginn 24. maí nk. Er hér um sameig- inlegt mót félaganna að ræða. Keppt verður í barnaflokki, unglingaflokki, ungmenna- flokki, B flokki gæðinga og A flokki gæðinga. Átta efstu kepp- endur í hverjum flokki keppa til úrslita. Jafnframt fer fram Hryssukeppni Faxa samkvæmt reglum sem um þá keppni gilda. Nánari upplýsingar um keppn- isgreinar og skráningar birtast í vikunni en opnað verður fyr- ir skráningar fimmtudaginn 15. maí. –fréttatilkynning Ríflega ein sala á dag VESTURLAND: Á Vestur- landi var 37 samningum um fasteignaviðskipti þinglýst í apríl. Þar af voru 19 samningar um eignir í fjölbýli, átta samn- ingar um eignir í sérbýli og tíu samningar um annars konar eignir. Heildarveltan í þessum viðskiptum var 677 milljónir króna og meðalupphæð á samn- ing 18,3 milljónir. Af þessum 37 voru 19 samningar um eignir á Akranesi. Þar af voru 14 samn- ingar um eignir í fjölbýli, fjóri samningar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 377 milljónir króna og meðal- upphæð á samning 19,8 millj- ónir króna. -mm Æði misjöfn þró- un í gistiþjónustu LANDIÐ: Gistinætur á hót- elum landsins í mars voru 190.117 sem jafngildir 13% aukningu miðað við mars 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 18% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 3%. Athygli vekur að af þessari aukningu mælist 20% aukning á höfuðborgar- svæðinu, 18% aukning á Suður- landi og 3% aukning á Vestur- landi/Vestfjörðum. Samdráttur er milli ára upp á 33% á Aust- urlandi, 23% á Norðurlandi en Suðurnesin standa nánast í stað. Fjölgun ferðamanna í mars var því nær eingöngu á höfuðborg- arsvæðinu og á Suðurlandi. –mm Sex um aðstoðar- skólastjóra STYKKISH: Á fundi bæjar- ráðs Stykkishólms sl. fimmtu- dag voru kynntar umsóknir um stöðu aðstoðarskólastjóra við grunnskólann. Sex umsókn- ir bárust um starfið og eru um- sækjendur Ásdís Snót Guð- mundsdóttir, Berglind Axels- dóttir, Guðmundur B. Sigur- björnsson, Íris Reynisdóttir, Sigríður Elísabet Ragnarsdótt- ir og Þóra Margrét Birgisdótt- ir. Lárus Ástmar Hannesson bæjarstjóri, Gunnar Svanlaugs- son skólastjóri og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir formaður skóla- nefndar hafa farið yfir umsókn- ir. Ákveðið var að fela Hagvangi frekari úrvinnslu þriggja um- sókna og mun Hagvangur skila niðurstöðum á næstunni sem hafðar verða til hliðsjónar við ráðningu aðstoðarskólastjóra, segir í fundargerð bæjarráðs. –þá Átta óku of hratt LBD: Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akst- ur í umdæmi lögreglunnar í Borgafirði og Dölum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók var á 134 km hraða á þjóðveginum og má hann búast við sekt upp á 70 þúsund krónur og auk þess að fá tvo punkta í ökuferilsskrána. Þá fjarlægði lögregla skráning- arnúmer af tveimur bifreiðum þar sem eigendur þeirra höfðu ekki gert ráðstafanir með að færa þær til aðalskoðunar og auk þess voru bílarnir ótryggð- ir. –þá Stútar undir stýri AKRANES: Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvun- ar við akstur af lögreglunni á Akranesi í liðinni viku. Annar var tekinn á akstri fyrir utan bæ- inn og reyndist auk þess talsvert yfir löglegum ökuhraða, þann- ig að hann þarf einnig að borga hraðasekt. Þá var ölvaður öku- maður stöðvaður á akstri innan- bæjar sl. sunnudag. –þá Ferðaþjónustuaðilar í Stykkishólmi komu saman til sérstaks samhrist- ings á sunnudaginn í tilefni þess að ný vefsíða Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna fyrir Stykkishólm var sett í loftið. Af sama tilefni var Upp- lýsingamiðstöðin formlega opnuð í Íþróttamiðstöðinni. Dagskrá sam- hristingsins hófst í upplýsinga- miðstöðinni en færðist yfir á Hót- el Stykkishólm þar sem flutt voru erindi tengd ferðamennsku í bæn- um. Annars vegar fór fram kynning á verkefninu Gönguleiðir á Snæ- fellsnesi á vegum Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi, en það voru Har- aldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Anna Melsteð sem kynntu. Hins vegar fór fram kynning á möguleik- um í markaðssetningu á internetinu sem bloggarinn og ferðaþjónustu- frömuðurinn Auður Ösp sá um. Að lokum fluttu meðlimir Eflingar Stykkishólms, félags um framfara- mál á sviði atvinnu- og menning- arlífs í Stykkishólmi og nágrenni, nokkur örerindi um fyrirtæki innan vébanda félagsins. Að sögn Bjarneyjar Ingu Sigurð- ardóttur upplýsinga- og markaðs- fulltrúa Stykkishólmsbæjar og for- stöðumanns upplýsingamiðstöðv- arinnar tókst dagurinn vel og mun hann vonandi gefa gott start fyrir ferðamannasumarið í bænum. Hún vonast til að nýja síðan muni þjóna gestum bæjarins vel. „Á heimasíð- unni er hægt að fá að vita hér um bil allt um bæinn, upplýsingar um þjónustu, sögu og annað. Einnig verður hægt að skoða fjölda fallegra mynda frá bænum,“ segir Bjarn- ey sem hannaði síðuna sjálf með góðri aðstoð heimamanna. „Síða sem þessi er reyndar alltaf í þróun og vonast ég til að íbúar jafnt sem gestir bæjarins verði duglegir við að senda mér línu með uppástung- um um hvernig bæta og þróa megi hana. Það eru nefnilega hæg heima- tökin með betrumbætur ef svo ber undir.“ Slóðin á vefsíðuna er www. visit.stykkisholmur.is Upplýsingamiðstöðin í Stykk- ishólmi verður opin hér eftir alla daga fram til ágústloka, á virkum dögum frá kl. 9-17 og vonandi helgar einnig, en það mál skýr- ist á næstu dögum, segir Bjarn- ey Inga. hlh /Ljósm. Eyþór Ben. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur kynnir verkefnið Gönguleiðir á Snæfells- nesi. Ný vefsíða fyrir ferðamenn í Stykkishólmi Bjarney Inga Sigurðardóttir í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.