Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Viltu bætast í hópinn? Omnis er alhliða upplýsingatæknifyrirtæki með starfsstöðvar í Reykjavík, Reykjanesbæ, á Akranesi og í Borgarnesi. Fyrirtækið starfrækir öflugt þjónustusvið fyrir bæði fyrirtæki og heimili á öllum starfsstöðvum sínum. Einnig rekur Omnis þrjár tölvu- verslanir. Starfsmenn í dag eru um 40 talsins. Akranesi Dalbraut 1 Borgarnesi Borgarbraut 61 Reykjanesbæ Tjarnargötu 7 Reykjavík Ármúli 11 www.omnis.is Verslun á Akranesi Reynsla af sölu- og/eða þjónustustörfum • æskileg. Góð tölvukunnátta ásamt hæfileikum til að • tileinka sér nýjungar. Færni í mannlegum samskiptum og rík • þjónustulund skilyrði. Geta og vilji til sjálfstæðra vinnubragða.• Lausar eru tvær stöður sölu- og þjónustufulltrúa. Annars vegar starf með megin áherslu á sölu á símbúnaði, fylgihlutum og þjónustu og hins vegar með megin áherslu á sölu á tölvu- og tæknibúnaði. HÆFNISKRÖFUR: Umsóknir um áðurnefnd störf ásamt ferliskrá og kynningarbréfi þurfa að berast fyrir 22. maí á atvinna@omnis.is. S K E S S U H O R N 2 01 4 „Dagur ferðaþjónustunnar er mikil- vægur vettvangur til skrafs og ráða- gerða,“ segir Rósa Björk Halldórs- dóttir framkvæmdastjóri Markaðs- stofu Vesturlands. „Dagur ferða- þjónustunnar verður haldinn í sal Hriflu á Bifröst fimmtudaginn 22. maí. Dagurinn hefst á aðalfundi Ferðamálasamtaka Vesturlands (FMV) á hádegi og eftir aðalfund- inn verða nokkur áhugaverð er- indi sem tengjast stoðkerfi, mark- aðssetningu og innviðum ferða- þjónustunnar. Í lok dagsins verða nokkrar örkynningar frá nýjum fyr- irtækjum á Vesturlandi þar sem þau kynna sína starfsemi.“ Rósa segir að eitt af markmið- unum með degi ferðaþjónustunn- ar sé að starfsmenn í ferðaþjón- ustu á Vesturlandi kynnist því sem er í boði í landshlutanum svo þeir eigi betra með að vísa hver á ann- an. „Annað markmiðið með þess- um degi er að brýna ferðaþjónustu- aðila til samstarfs fyrir háönn árs- ins en einnig er dagurinn mikilvægt samstarfsverkefni FMV, Markaðs- stofu Vesturlands og Háskólans á Bifröst. Ný fyrirtæki og spenn- andi verkefni verða kynnt á Bifröst sem skiptir miklu máli fyrir lands- hlutann. Ég nefni Hugheima frum- kvöðla- og nýsköpunarsetur Vest- urlands, en Haraldur Örn Reynis- son verkefnastjóri mun kynna þetta frábæra samstarfsverkefni Arion banka, KPMG og fleiri aðila. Með- al góðra gesta verður settur Ferða- málastjóri Íslands ásamt Birni Jó- hannssyni umhverfisstjóra Ferða- málastofu en hann mun dvelja degi lengur í landshlutanum og fara með mér víða um Vesturland til að skoða ástand vinsælla ferðamanna- staða,“ segir Rósa. Hún bætir því við að mikilvægt sé að sem flestir forsvarsmenn fyr- irtækja í ferðaþjónustu og starfs- menn þeirra mæti á Dag ferðaþjón- ustunnar. Einnig sé mikilvægt að góð mæting verði á aðalfundinn. „Ferðamálasamtök landshlutanna eru grasrótarsamtök ferðaþjónust- unnar og mikilvægt bakland þó svo að Markaðsstofurnar hafi tekið yfir helstu verkefni samtakanna. Á að- alfundi ferðamálasamtakanna 2013 var ákveðið að setja saman félaga- tal svo auðveldara væri að halda utan um hverjir hefðu atkvæðis- rétt á aðalfundi ferðamálasamtak- anna. Stjórn FMV sendi því út val- greiðslu með mjög hóflegu gjaldi þannig að þeir ferðaþjónustuaðilar sem hafa greitt valgreiðsluna hafa atkvæðarétt á fundinum. Einn- ig verður tekið við greiðslu félags- gjalda á aðalfundinum. Ég hvet því alla til að mæta,“ segir Rósa Björk að endingu. mm Rósa Björk á aðalfundi FMV 2013. Dagur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi er í næstu viku Útgáfuhóf Ari Jóhannesson les úr nýrri bók sinni Lífsmörk og áritar í Eymundsson Akranesi föstudaginn 16. maí kl. 17–18

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.