Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Vorhreinsun á Akranesi Fegrum bæinn okkar Dagana 16.-21. maí nk. verða umhverfisdagar á Akranesi. Þessa daga eru fyrirtæki og bæjarbúar hvattir til að huga að sínu nánasta umhverfi, hreinsa til og færa bæinn í sinn fegursta búning. Íbúum gefst kostur á að setja garðaúrgang og annað rusl í poka sem skilja má eftir við lóðamörk þar sem bæjarstarfsmenn eiga auðvelt með að komast að. Athugið að einungis verða hirtar upp trjá- greinar, garðaúrgangur og annað rusl í ruslapokum. Hámark fimm pokar fyrir hverja lóð og munið að flokka í pokana, garðaúrgangur í sér poka og almennt rusl í sér poka o.s.frv. Til að auðvelda upphirðuna er óskað eftir að látið verði vita í þjónustu- ver Akraneskaupstaðar um rusl sem sett er út að götu. Sími í þjónustuveri er 433-1000 og netfangið er akranes@akranes.is. Grunnskólanemendur í 6. bekk taka til hendinni í vorhreinsunni þann 16. maí og hreinsa Langasand, hreinsunin er eitt af Bláfánaverkefnum Langasands. S K E S S U H O R N 2 01 4 Atvinna Óskum eftir að ráða starfsmann í 100% starf við framleiðslu í áfengisverksmiðjunni í Borgarnesi. Æskilegt er að viðkomandi hafi lyftarapróf, þó ekki skilyrði. Reglusemi og reykleysi skilyrði. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið purespirits@purespirits.is Pure Spirits ehf Mikið var um dýrðir síðastlið- inn föstudag í Grunnskólan- um í Borgarnesi þegar skól- anum var afhentur Grænfán- inn í fimmta skipti. Grunn- skólinn hefur verið þátttak- andi í verkefninu í 13 ár en hann var einn af tólf grunn- skólum sem skrifaði und- ir fyrstu samstarfsyfirlýsingu um Grænfánann í júní 2001. Markmið Grænfána verkefn- isins er að auka menntun og þekkingu og efla virðingu fyr- ir náttúru og umhverfi lands og hafs. Verkefnið stuðlar einnig að góðri umgengni og sjálf- bærri nýtingu allra auðlinda um leið og spornað er gegn mengun og umhverfisspjöllum. „Þróunar- verkefni sem þetta snýst fyrst og fremst um að breyta menn- ingu og viðhorfum nemenda og starfsfólks,“ segir í tilkynn- ingu á vef grunnskólans um afhendingu grænfánans. „Það að ganga vel um og fara vel með það sem okkur er treyst fyrir er eins og rauður þráður í skólastarfinu. Við göngum vel um skólann okkar og við förum vel með það sem okk- ur er teyst fyrir en erum jafn- framt alltaf minnug þess að við getum gert betur og veit- um hvort öðru aðhald í því að ná þessum einföldu en göfugu markmiðum okkar.“ hlh Boðað hefur verið til stofnfundar foreldrahóps barna með ofvirkni og/eða athyglisbrest í Borgar- byggð. Í tilkynningu frá undirbún- ingshópi fundarins segir að í fram- haldi af fræðslufundi ADHD sam- takanna sem fram fór í sveitarfé- laginu fyrr í vor hafi kviknað áhugi fyrir því að stofna sérstakan for- eldrahóp um málefnið. „Markmið- ið er að foreldrar geti deilt innan hópsins reynslu sinni og stutt við hvert annað í uppeldishlutverkinu. Einnig er hugsunin sú að hópurinn geti fengið og miðlað fræðslu um líðan og hegðun barna með ADHD eða ADD og fræðst um æskileg við- brögð þeirra sem mest eru með börnunum svo sem frá foreldrum, starfsfólki í skólum og leiðbeinend- um í íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir í tilkynningu frá hópnum. Stofnfundurinn fer fram mánu- daginn 19. maí næstkomandi kl. 20 og verður hann haldinn í sal á neðstu hæð Borgarbrautar 65 í Borgarnesi. Eru allir áhugasamir boðnir velkomnir. hlh Stofna foreldrahóp barna með ofvirkni og athyglisbrest Grænfáninn var afhentur í vorblíðunni í Skallagríms- garði á föstudaginn. Ljósm. borgarbyggd.is Fengu Grænfánann í fimmta skipti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.