Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Útvegsbóndinn Ólafur Helgi Ólafsson hefur í nægu að snúast þessa dagana. Á milli þess sem hann rær á trillu sinni Glaði SH sinnir hann öðru áhugamáli og vinnu sem er fjárbúskapur. Sauð- burður stendur nú yfir hjá Óla líkt og hjá öðrum áhugabændum í Snæfellsbæ. Óli segir það forrétt- indi að geta stundað strandveið- ar. Hann væri svo frjáls, einn á sjó með náttúruna, fjöllin og fuglana í kringum sig allan daginn. Svo spilli ekki fyrir þegar veðrið er gott eins og þegar þessi mynd var tekinn í liðinni viku. Eins og flest- ir aðrir sem róa á strandveiðum á Breiðafirði náði Óli að fylla upp í dagsskammtinn í þessum túr. af Hugheimar og Matarsmiðjan voru formlega opnuð síðdegis á miðvikudaginn var. Hugheimar, frumkvöðla- og nýsköpunarsetur, er til húsa að Borgarbraut 8 í fyrr- um skrifstofurými Vesturlands- skrifstofu um málefni fatlaðra. Þar verður úthlutað skrifstofurýmum fyrir frumkvöðla gegn vægri leigu til að þeir geti stigið sín fyrstu skref frá þróun viðskiptahug- myndar til framkvæmdar. Matar- smiðjan er einnig frumkvöðlaset- ur en einungis hugsað fyrir þá sem vilja þróa vinnslu matvæla við vott- aðar aðstæður. Báðum er þessum frumkvöðlasetrum ætlað að skapa drífandi umhverfi fyrir framþró- un hugmynda og örva nýsköpun á Vesturlandi. Það er Sprotafyr- irtækið Whole Seafood sem tekið hefur á leigu húsið við Vallarás 7-9 sem skýtur skjólshúsi yfir Matar- smiðjuna. Talsvert margir voru viðstaddir opnun þessara frum- kvöðlasetra og almenn ánægja við- staddra með að nú sé blásið til sóknar í aðstoð við frumkvöðla- starf. Fimm skrifstofurými til ráðstöfunar Haraldur Arnar Reynisson endur- skoðandi hjá KPMG er formaður verkefnisstjórnar Hugheima. Hann hefur unnið við undirbúning verk- efnisins og kynnti það á miðviku- daginn fyrir gestum. Samstarfsað- ilar að verkefninu eru Arion banki, KPMG, Borgarbyggð, Kaupfélag Borgfirðinga, Nepal, LbhÍ, Sam- tök sveitarfélaga á Vesturlandi, Há- skólinn á Bifröst, Verkís, Símennt- unarmiðsöðin og Vitbrigði Vest- urlands. Haraldur sagði að í Hug- heimum yrði aðstaða fyrir frum- kvöðla og frjótt umhverfi. Auk þess verður reglulega boðið upp á fræðsluerindi fyrir frumkvöðla sem og aðra áhugasama. Verða slík er- indi bæði á vegum Hugheima en einnig í samstarfi við Nýsköpun- armiðstöð Íslands. „Við hjá Hug- heimum munum verða í nánu sam- starfi við Nýsköpunarmiðstöð Ís- Jafnvígur til sjávar og sveita Tvö frumkvöðlasetur opnuð sama daginn í Borgarnesi lands sem mun veita okkar frum- kvöðlum aðgang að mikilvægri þekkingu innan þeirra vébanda. Það er afar dýrmætt fyrir setrið að njóta tengsla við miðstöðina, enda töluverð reynsla sem þar býr,“ segir Haraldur. Hann segir ýmsa frum- kvöðla nú þegar hafa sýnt Hug- heimum áhuga en setrið býður upp á fimm misjafnlega stór skrifstofu- rými með nettengingu til notkun- ar á grundvelli samnings við setrið gegn vægri húsaleigu. Sækja verður um til stjórnar sem metur umsókn- ir og úthlutar skrifstofurýmum. Auk aðstöðunnar eiga frumkvöðl- ar, bæði innan og utan setursins, kost á því að sækja um nýsköpun- arstyrki frá Arion banka en KPMG mun veita faglega aðstoð. Stefnt er að úthlutun styrkja 5. september og verður hver og einn þeirra 330 þús- und krónur. „Töfraorð Hugheima verður bjartsýni,“ sagði Haraldur. „Hér verður lifandi og hvetjandi vettvangur fyrir hugmyndir að þró- ast og verða að fyrirtækjum. Skrif- stofurnar sem við getum boðið eru af þremur stærðum en auk þess er aðgangur að sameiginlegu rými og stutt í ýmsa sérfræðiþekkingu.“ Við opnunina var sýnt brot úr fræðslumynd sem byggir á helstu söguslóðum Íslendingasagna, en nú þegar hefur fyrirtækið Sagabook gert tvær hálftíma myndir. Annars vegar um Egilssögu en hins vegar Eyrbyggju. Myndirnar munu nýt- ast í ferðaþjónustu, skólum og við landkynningu. Hugheimum barst gjöf við opn- un setursins. Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri Borgarverks af- henti þrívíddarskanna og prentara setrinu, sem gjöf frá Borgarverki og Tak malbiki ehf. Vottuð aðstaða í boði Eftir að opnun Hugheima lauk fór fólk enda á milli í Borgarnesi og lá leiðin að Vallarási 7-9 þar sem Mat- arsmiðjan, frumkvöðlasetur í mat- vælavinnslu, verður til húsa. Dav- íð Freyr Jónsson forsvarsmaður Whole Seafood er forgöngumað- ur að þessu verkefni. Whole Sea- fodd er útvegs- og vinnslufyrirtæki á sjávarfangi. Það er með í þróun og framleiðslu spennandi vörur úr sjávarfangi og kom fram hjá Davíð að nú framundan væri m.a. vinnsla á makríl hjá fyrirtækinu. Whole Seafood var í fyrstu á makrílveið- um en hefur einnig beint sjónum að krabba- og skelfiskveiðum. Út- gerðin telur tvo báta, annan fimm- tán tonna og hinn níu tonna. Davíð Freyr segir að nú sé búið að búa svo um hnúta að Matar- smiðjan verði starfrækt næstu þrjú árin í húsnæði fyrirtækisins. Þar mun frumkvöðlum í matvæla- vinnslu gefast færi á að fá vott- aða aðstöðu til afnota til vöruþró- unar og smáframleiðslu. „Marg- ir hafa sýnt smiðjunni áhuga síð- an við fórum að kynna verkefnið,“ sagði Davíð Þór. „Auk þess að geta sinnt vöruþróun og framleiðslu í Matarsmiðjunni eiga frumkvöðl- ar kost á því að sækja sér þekkingu og aðstoð hjá ýmsum af þeim aðil- um sem standa að smiðjunni, t.d. við undirbúning styrkumsókna eða aðgang að sérfræðiþekkingu í tengslum við vinnsluna,“ segir Davíð. Hann bætti því við að mik- il þekking er í Borgarnesi á sviði matvælavinnslu. Því til marks má einmitt nefna að þarna við opn- unina mátti sjá Bergsvein Símon- arson kjötiðnaðarmann til fimm- tíu ára í Borgarnesi. Svenni Sím er meðal annars höfundur hins landsfræga Borgarness kjötfars og ýmsra annarra þekktra matvæla sem framleidd hafa verið í Borg- arnesi. Það er því fengur fyrir hið unga Whole Seafood að krækja í starfsmann með viðlíka reynslu og Bergsveinn hefur. Jákvætt verkefni fyrir Vesturland Eins og fram kom í Skessuhorni, þar sem þessi verkefni voru upp- haflega kynnt í febrúar, sögðu þeir Haraldur og Davíð að bæði Hug- heimar og Matarsmiðjan styðji við hvort annað. „Það er líklegt að til- vera setranna leiði til þess að ein- staklingar með þekkingu á mis- munandi sviðum geti lagt hverjum öðrum lið. Sem dæmi gæti frum- kvöðull sem væri að þróa áhuga- verða matvöru í Matarsmiðjunni farið í samstarf með vöruhönnuði sem væri með aðsetur í Hugheim- um,“ segja þeir. Báðir eru sann- færðir um að um sé að ræða veru- lega jákvætt verkefni fyrir Vestur- land. Afar mikilvægt er að þeirra mati að til séu miðstöðvar eins og þessar í landshlutanum. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir atvinnuþró- un á Vesturlandi að þar sé til stað- ar frjór farvegur fyrir frumkvöðla- starf og að fólki með góðar hug- myndir sé vel tekið. Á stöðum eins og þessum gerjast nýjungar og þar fer fram landnám nýrra tækifæra en af þeim er nóg hér um slóðir,“ bæta þeir við. Við þetta tækifæri var undirrit- aður samstarfssamningur þeirra sem standa að Matarsmiðjunni. Auk Whole Seafodd eru það SSV - Atvinnuráðgjöf Vesturlands, Borgarbyggð, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri, Matís og Íslenski sjávarklas- inn. mm Hluti gesta við opnun Matarsmiðjunnar sést hér meðan flutt var ávarp eins ungs frambjóðanda. Frá opnun Hugheima. F.v. Ingimundur Ingimundarson, Birgitta Stefánsdóttir, Haraldur Örn Reynisson og Geir Konráð Theodórsson. Borgarverk og Tak malbik gáfu Hugheimum þrívíddarprentara og skanna. Hér eru Óskar Sigvaldason og Ólafur Sveinsson forsvarsmenn fyrirtækjanna. Bekkurinn var þétt setinn í kennslustofu Símenntunarmiðstöðvarinnar þegar Hugheimum var hleypt af stokkunum. Við opnun Matarsmiðjunnar var undirritaður samningur samstarfsaðila sem standa að baki henni. F.v. Davíð Freyr Jónsson frá Whole Seafood, Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst, Þór Sigfússon frá Íslenska sjávarklasanum, Hrefna B Jónsdóttir frá SSV, Arnljótur Bjarki Bergsson frá Matís og Páll S Brynj- arsson sveitarstjóri Borgarbyggðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.