Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvík- ur fóru fram fimmtudaginn 8. maí síðastliðinn. Þema tónleikanna í ár var: All you need is love. Á efnis- skránni voru eingöngu lög sem tengjast ástinni og hjónabandinu. Félagar í kórnum hófu dagskrána á því að ganga inn í kirkjuna veif- andi hjörtum og sápukúlum á með- an þeir tóku undir Bítlalagið All you need is love. Kórfélagar skipt- ust á að kynna lögin og lásu í leið- inni skemmtilegar tilvitnanir sem tengdust þemanu. Að söng lokn- um var gestum boðið upp á kær- leikshressingu í safnaðarheimilinu sem samanstóð af rauðum kærleiks- drykk, ávöxtum og nammi. Mjög vel var mætt á tónleikana og voru félagar í Kirkjukór Ólafsvíkur afar ánægðir og fullvissir um að tón- leikagestir hafi farið heim með ást og frið í hjarta. þa Dagana 2. til 4. maí síðastliðinn sótti Lúðrasveit Tónlistarskóla Grund- arfjarðar landsmót Sambands ís- lenskra skólalúðrasveita (SÍSL) í Grindavík. Lúðrasveitum á mótinu var skipt upp eftir aldri og getu og var þetta mót fyrir yngsta aldurs- flokkinn, svokallaðar A-sveitir. Þær eru skipaðar börnum á aldrinum 8 til 12 ára. Á landsmótinu voru um 350 krakkar víðsvegar af landinu. Var þeim skipt í fjórar lúðrasveit- ir auk trommusveitar. Fá krakk- arnir þá að spila með stórri lúðra- sveit og kynnast fleiri spilurum frá ýmsum stöðum af landinu. Sveit- irnar fimm æfðu hver í sínu lagi frá föstudagskvöldi til sunnudags. Á sunnudeginum voru svo haldn- ir lokatónleikar fyrir fullu íþrótta- húsi Grindavíkur þar sem afrakstur helgarinnar var fluttur. Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar er skipuð 12 krökk- um á aldrinum 9-12 ára og sóttu allir mótið. Á landsmótum SÍSL eru aðeins gefin ein verðlaun, hegðunarverðlaun fyrir sérstaklega góða framkomu, kurteisi og frá- gang. Skemmst er frá því að segja að hegðunarverðlaunin í ár féllu í skaut Grundfirðinga. mm/grundarfjordur.is Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk í vor reiðhjólahjálma. Þetta er árviss viðburður félaganna til að bæta umferðaröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins. Í ár kallast verkefnið „Óska- börn þjóðarinnar“ og samkvæmt tilkynningu fá um 4.500 börn á öllu landinu hjálma, buff, bolta og endurskinsborða að gjöf. Líkt og undanfarin ár sá Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi um að færa börnunum í Borgarnesi, Hvalfjarðar- sveit og á Akranesi hjálmana. „Það er okkur mikil ánægja að færa börnunum hjálma á hverju ári enda er tilgangurinn að stuðla að öryggi íslenskra barna og vernda höfuð þeirra gegn hnjaski. Við færðum 146 börnum í þessum þremur sveitarfé- lögum hjálma í ár og höfum gert þetta í um það bil áratug,“ segir Björgvin Eyþórsson forseti Þyrils. Kiwanishreyfingin er alþjóðleg þjónustuhreyfing sjálfboðaliða karla og kvenna sem hefur frá upphafi lagt áherslu á að vinna að velferðar- málum barna og annarra. „Eimskip lætur framleiða hjálmana og við sjáum um dreifingu þeirra. Það hefur sýnt sig að börn- in nota hjálmana og þeir hafa bjargað börnum frá alvarlegum meiðslum. Til þess er leikurinn gerður,“ bætir Björgvin við. grþ Krakkarnir á leikskólanum Sól- völlum í Grundarfirði voru í mikl- um Eurovisionham fyrir helgina. Margir létu sjá sig í pollapönksfatn- aði og sungu framlag Íslendinga há- stöfum. Kennarar og leiðbeinendur á leikskólanum brugðu á það ráð að halda Eurovision dag síðasta föstu- dag. Þá mættu allir krakkarnir í lit- ríkum fötum í anda Pollapönks og margir komu með hljóðfæri með sér. Þá var einnig farið í göngutúr um Grundarfjörð og sungið hátt svo að undir tók í bænum. tfk All you need is love var þema kirkjukórstónleika Pollapönkstemning í Grundarfirði Hlutu verðlaun á landsmóti lúðrasveita Gáfu fyrstu bekkingum hjálma líkt og undanfarin ár Jóhannes Karl Engilbertsson, Björgvin Eyþórsson, Bjarni Vésteinsson og Halldór Jónsson, fulltrúar Kiwanisklúbbsins Þyrils ásamt Karen Ólafsdóttur, verkefnisstjóra umferðarfræðslu í Grundaskóla. Hér eru börn úr Borgarnesi ásamt fulltrúum Kiwanisklúbbsins Þyrils. Kiwanismenn ásamt nemendum úr 1. bekk í Borgarnesi. Ánægðir nemendur Brekkubæjarskóla ásamt Þyrilsmönnum. Þyrilsmenn og nemendur Heiðarskóla með sínar gjafir. Fyrstu bekkingar í Grundaskóla á Akranesi fengu einnig hjálma.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.