Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Mikil og góð stemning einkenndi vel heppnaða stórsýningu Bifhjó- lafjélagsins Rafta og Fornbílafj- élags Borgarfjarðar sem fram fór í Brákarey í Borgarnesi á laug- ardaginn. Gott veður setti svip sinn á sýninguna sem fjöldi gesta sótti. Að sögn Guðjóns Bach- mans Rafta- og fornbílafélaga, er talið að sýningargestir hafi verið um tvö þúsund. „Það er óhætt að segja að þetta sé ein stærsta sýn- ing sem við höfum komið að á undanförnum þrettán árum. Við í undirbúningshópnum erum him- inlifandi með þetta. Samkvæmt talningu komu um 400 mótorhjól í eyjuna sem er með því mesta,“ segir Guðjón. Einnig mætti mik- ill fjöldi gesta á fornbílum á sýn- inguna. „Einn stærsti plúsinn var síðan veðrið sem var með ein- dæmum gott. Það hafði mjög góð áhrif á mætinguna,“ bætir hann við og segir hjólagesti hafa komið víða að; frá Snæfellsnesi, höfuð- borgarsvæðinu, Selfossi, Suður- nesjum og Akureyri svo einhver dæmi séu nefnd. Hljómsveitin Grasasnar úr Borgarfirði sá síðan um að leika ljúfa tóna fyrir gesti sýningarinnar. Einnig fór vöfflu- og kaffisala fór fram í Samgöngu- safninu og var stöðug biðröð eft- ir veitingum. „Vöfflusalan kom vel út í ár og var ánægjulegt að sjá hvað gestir voru duglegir að kaupa sér vöfflur,“ segir Guðjón en vöfflusalan er ein helsta tekju- öflun sýningarinnar. Guðjón segir jafnframt að gestir hafi almennt verið ánægð- ir með uppsetninguna á sýning- unni, það er að blanda saman bif- hjólum og fornbílum. Einnig hafi komið vel út að halda sýninguna í Brákarey og þá var sérstaklega gaman að hans mati að sjá hversu margir heimamenn komu á sýn- inguna. „Það má segja að tilraun Rafta og Fornbílafjélagsins með því að halda sýninguna sameigin- lega hafi tekist. Félögin unnu vel saman að þessu og var fjöldi fé- laga í báðum félögum sem kom að skipulagningunni með einum eða öðrum hætti. Við í undirbún- ingshópum beggja félaga mun- um síðan bera saman bækur okk- ar fljótlega og fara yfir skipulagn- inguna og á ég von á því að menn setji stefnuna á aðra sýningu að ári. Þá verður sýningin þróuð áfram.“ Ljósmyndarar Skessuhorns lögðu að sjálfsögðu leið sína í Brákarey á laugardaginn. Hér á eftir má sjá svipmyndir frá sýn- ingunni. hlh/ Ljósm. hlh & mm. Fjölmenni á stórsýningu Rafta og Fornbílafjélags í Brákarey Miðpunktur sýningarinnar var í portinu milli húsa í Brákarey. Hér má sjá borgfirsku hljómsveitina Grasasna í forgrunni flytja lag af Ford vörubíl árg. 1947. Talið er að um 400 bifhjól hafi verið í Brákarey þegar mest var. Félagar úr ýmsum mótorhjólaklúbbum lögðu leið sína á sýninguna. Hér má sjá félaga í Sober Riders. Þessar hressu Raftakonur stóðu í ströngu í kaffisölunni en gáfu sér þó tíma í myndatöku. Mercedes Benz sportbíll skrýddur íslenskum fánum. Bifhjól af ýmsum gerðum mátti sjá á sýningunni. Hér gefur að líta tvö kapp- aksturshjól. Fagurrauð VW Bjalla ásamt gljáfægðum mótorhjólum. Það voru ekki bara mótorhjól og fornbílar sem voru til sýnis. Hér má sjá feðgana Elías Mar Erlendsson og Erlend Samúels- son við „hjólabílinn“ svokallaða sem Erlendur hafði smíðað. Eins og sjá má léku veðurguðirnir við sýningargesti á laugardaginn. Jónas Guðmundsson á Bjarteyjarsandi og Ólafur Helgason formaður Fornbílafjélags Borgarfjarðar léttir í bragði. Hér má sjá Volvo bíla á öllum aldri, en talsverð Volvo menning er í Borgarfirði þaðan sem þessir bílar koma.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.