Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Þennan 58 ára gamla Rússajeppa hefur Pétur Jónsson á Hvanneyri nú lokið við endurgerð á. Bíllinn var til sýnis á stórsýningu Rafta og Fornbílafjélagsins í Brákarey síð- astliðinn laugardag og vakti tals- verða athygli. Bíllinn á sér merka sögu en hann er jafnvel talinn vera fyrsti bílaleigubíllinn hér á landi. En gefum Pétri orðið um sögu bílsins: „Bíllinn er af gerðinni GAZ-69, árgerð 1956. Guðmund- ur Jónasson hópferðabílstjóri lét setja í hann Benz vél og kassa. Kristinn vagnasmiður byggði síðan álhús yfir hann veturinn 1961-1962 og meðal annars þess vegna hefur hann varðveist þetta vel. Það var svo hagleiksmaðurinn Þorsteinn Pálsson frá Steindórstöðum sem klæddi húsið að innan sama vet- ur og er sú klæðning að stærstum hluta heil enn í dag. Guðmundur Jónasson átti bílinn í rétt 20 ár og var hann þá með númerið R-2510. Á þeim tíma leigir hann bílinn út til ferða um hálendið og þjóðvegi landsins. Fullyrt hefur verið að um leið hafi bíllinn verið sá fyrsti sem leigður var út til ferðafólks. Það var síðan Einar Pálsson bóndi á Steindórstöðum, bróðir Þorsteins sem upphaflega klæddi bílinn, sem keypti bílinn og átti í 14 ár. Er hann þá með skrásetningarnúm- erið M-1614. Örnólfur Jómunds- son á Sigmundarstöðum í Þverár- hlíð eignast bílinn eftir daga Ein- ars bónda og á hann í tvo áratugi, en þá var skrásetningarnúmerið AA-489. Sæmundur Sigmundsson fær bílinn ofan úr Þverárhlíð og lét taka úr honum ryð og byrja end- urbætur. Ég keypti bílinn af Sæ- mundi árið 2012 og geri hann upp. Nú er hann og verður með núm- erinu M-121,“ segir Pétur Jónsson. Hann hyggst vera á bílnum í sum- ar til styttri ferða, en hyggst koma honum fyrir á Samgöngusafninu í Brákarey í haust, enda eigi hann þar verðugt heimili. mm Þetta tæplega áttatíu ára gamla Bauer hjól sem hér sést á mynd- inni fékk að hanga á vegg í Sam- göngusafninu á stórsýningunni á laugardaginn. Hjólið átti alla tíð Kristinn Klemensson á Dýra- stöðum í Norðurárdal í Borgar- firði og ber núverandi ástand þess merki að eigandinn hafi farið af- skaplega vel með það. Samkvæmt upplýsingatexta með reiðhjólinu, þá vann Kristinn mikið við smíð- ar í Borgarfirði og í Dölum. Reið- hjólið notaði hann til að komast til og frá smíðavinnunni allt þar til hann eignaðist sinn fyrsta bíl árið 1951. Hjólið kom sér vel á þennan hátt og batt Kristinn smíðatól og aðrar föggur á hjólið þegar hann fór á milli staða. Hjólið kom líka til góðra nota í frístundum en til er sögn um að Kristinn hafi farið í skemmtiferð á hjólinu alla leið norður til Akureyrar. Á þeim tíma voru allir vegir malarvegir. Reið- hjól Kristins er því einkar víð- förult og er sjálfsagt enn brúklegt í fleiri ferðir sökum umhyggjusemi og natni í meðförum eigandans frá Dýrastöðum. hlh /Ljósm. mm. Rússi með merka sögu Pétur Jónsson við Rússa árg. 1956, M-121, sem jafnvel er talinn vera fyrsti bíla- leigubíllinn á Íslandi. Víðförult reiðhjól Þennan glæsilega ameríska Oldsmobile mátti sjá á bílastæði fyrir fornbíla á sýningunni. Fagurblár Chevrolet Camaro í góðum félagsskap með klassískri sovéskri Lödu. Hér eru Jóhannes Ellertsson, Haukur Júlíusson og Þorsteinn Guðmundsson að virða fyrir sér glæsilegan Kaiser Motors bíl. Bílar sem þessir voru vinsælir sem leigubílar á sinni tíð enda rúmgóðir og þægilegir. Gamli Ford AA bíll Kaupfélags Borgfirðinga fékk að njóta sín í nokkurskonar hlöðustemningu í Samgöngusafninu þar sem kenndi ýmissa grasa. Framhlið þessa Dodge vörubíls árg. 1947 er tignarleg. Benedikt Gunnar Lárusson fornbílafélagi og Jakob Guð- mundsson Raftur stóðu í ströngu í ýmsum verkum ásamt fjölmörgum öðrum félögum klúbba þeirra. Þeir voru báðir hæstánægðir með daginn. Litlir bílar fengu líka að njóta sín á sýningunni. Hér stendur Guðmundur Stefán Guðmundsson við hlið bílamódela sinna sem sjá mátti í Sam- göngusafninu. Hjólin skoðuð á sýningunni. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra stendur hér við spegilgljáandi Harley Davidson hjól Kristbergs Jóns- sonar formanns Raftanna. Ljósm. Geir Geirsson. Vantar hross og nautgripi til slátrunar. Forðist biðlista í haust. Í samræmi við stefnu félagsins um ráðstöfun tekjuafgangs, greiddi það bændum í mars sl. 2,7% viðbót ofan á afurðaverð síðasta árs fyrir allar kjöttegundir. Sláturpantanir í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi Hrossa- og nautgripabændur!!!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.