Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Ljósm. Gísli Símonarson. Snæfellsjökull var fallegur á að líta við sólarlag kvöld eitt í liðinni viku. Þá notaði Borgnesingurinn Ólaf- ur Ingi Ólafsson tækifærið og tók myndina sem hér sést af jöklinum, en hún er tekin frá Grafarvogi. Það er ekki úr lausu lofti gripið að Snæ- fellsjökull er eitt helsta tákn Vest- urlands. Formfagur jökullinn blasir víða við vegna staðsetningar sinnar á utanverðu Snæfellsnesi, oftar en ekki í allskyns ham sem gleður aug- að eins og sjá má myndinni. Þann- ig má segja að hann haldi merkj- um landshlutans á lofti auk þess sem hann minnir brottflutta Vest- lendinga á höfuðborgarsvæðinu á heimahagana. hlh Snæfellsjökull í kvöldsólinni Lentu í sjálfheldu í Esjunni Björgunarsveitir á suðvestur- horninu, og þar á meðal frá Akra- nesi, voru kallaðar út aðfarar- nótt sl. miðvikudags til aðstoðar tveimur mönnum um tvítugt sem lent höfðu í sjálfheldu í Esjunni. Höfðu þeir verið að klifra Einfar- ann, þekkta klifurleið í Eilífsdal í Esju. Náðu þeir að tryggja sig og hringja eftir aðstoð. Staðsetning mannanna var óljós til að byrja með og kveiktu þeir því á blys- um til að vísa björgunarmönnum leiðina. Fara þurfti upp á brúnina fyrir ofan mennina, síga þar niður og hífa þá upp. Rétt fyrir klukk- an fjögur var búið að ná báðum mönnunum upp og reyndust þeir heilir á húfi. Annar var þó orð- inn nokkuð kaldur en báðir gátu gengið með björgunarmönnum niður og voru þeir komnir í bíl um klukkan 05:30. Um 35 manns tóku þátt í þessum aðgerðum sem stóðu í hátt í fjórar klukkustund- ir. mm Ljósm. Gísli Símonarson. Óku Hrísdalsdakar í veðurblíðunni Þegar ljósmyndari Skessuhorns var á ferð á Vegamótum á Snæfellsnesi á laugardaginn hitti hann fyrir þessa hressu félaga. Var ferð þeirra heit- ið um sveitavegi á Snæfellsnesi og kölluðu þeir ferðina „Hrísdalsdak- ar.“ Grunnregla var að hjólin máttu ekki vera yngri en árgerð 1989 og keppendur með dressin í lagi, eins og sést á myndunum. Þessir hressu strákar gera sér margt til skemmt- unar en þeir eru flestir fæddir og uppaldir í Ólafsvík. þa Góður fyrirlestravetur í Snorrastofu á enda Snorrastofa í Reykholti hefur frá upphafi staðið fyrir röðum fyrir- lestra yfir vetrartímann sem ganga undir samheitinu „Fyrirlestrar í héraði.“ Þriðjudagskvöldið 6. maí flutti Guðrún Jónsdóttir forstöðu- maður Safnahúss Borgarfjarðar síðasta erindi vetrarins í Bókhlöðu Snorrastofu. Það fjallaði um gamla sveitasamfélagið í verkum Guðrún- ar frá Lundi og Indriða G. Þor- steinssonar. Erindi Guðrúnar bar titilinn „Mórauður hundur á dyra- mottunni.“ Þar leitaðist hún við að varpa ljósi á bakgrunn ritverka beggja höfunda, einkum út frá bók- um þeirra; Dalalíf og Land og synir. Erindið byggði á lokaritgerð henn- ar til BA prófs í íslensku og bók- menntum frá Háskóla Íslands. Nú verður gert hlé á fyrirlestrun- um og þráðurinn tekinn upp að nýju á hausti komanda. „Efni fyrir- lestranna í vetur var mjög fjölbreytt og þeir hafa gengið frábærlega. Er- indin hafa verið haldin bæði í Bók- hlöðunni og í sal gamla skólahússins hér í Reykolti. Aðsóknin hefur ver- ið mjög góð. Það kemur alltaf jafn þægilega á óvart að sjá hve margt fólk mætir,“ segir Bergur Þorgeirs- son forstöðumaður Snorrastofu. mþh Pennagrein Guðrún Jónsdóttir flutti síðasta fyrirlestur vetrarins í Bókhlöðu Snorrastofu. Það hefur löngum verið skoðun framsækinna sveitarstjórnarmanna að færa eigi þjónustu hins opin- bera nær íbúum með yfirtöku sveit- arfélaga á fleiri verkefnum ríkisins. Þannig má tryggja bætta þjónustu við íbúa. Og aðeins þannig er hægt að réttlæta slíkan flutning verk- efna. Fáir efast lengur um að rétt skref var stigið með yfirtöku sveitarfé- laga á rekstri grunnskóla. Með yfir- töku á málefnum fatlaðs fólks tók- ust sveitarfélögin á hendur nýtt og vandasamt hlutverk. Nú ættu hnökrar vegna yfirfærslunnar að heyra sögunni til. Því er nú nauðsynlegt í ljósi reynslunnar að móta heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um þjónustu Akraneskaupstaðar við fatlað fólk. Það er grundvallaratriði að slík stefnumótun fari fram í sam- ráði við þá sem þjónustunnar njóta og fjölskyldur þeirra. Þörfum fatl- aðs fólks er best mætt með einstak- lingsmiðaðri þjónustu og sú þjón- usta ber aldrei nafn með rentu án þess að mótast af hnökralausu sam- starfi við aðstandendur. Það sama á við um búsetuúrræði. Nokkrar breytingar hafa átt sér stað í þeim málum á Akranesi und- anfarið. Reynslan af þeim breyting- um undirstrikar mikilvægi þess að þörfum og getu hvers og eins til búsetu sé mætt á eins fjölbreyttan hátt og mögulegt er. Við þurfum líka að huga betur að aukinni þátttöku fatlaðs fólks í at- vinnulífi bæjarins. Það gerum við best með sem bestu og nánustu samstarfi við fyrirtæki í bænum. Umfram allt viljum við gera betur og mæta þörfum fatlaðs fólks með nærgætni og samvinnu. Rakel Óskarsdóttir Höf. skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Með nærgætni og samvinnu Fasteignasala Dag ur í lífi... Nafn: Ragnheiður Rún Gísladótt- ir. Starfsheiti/fyrirtæki: Löggiltur fasteignasali hjá Fasteignamiðlun Vesturlands ehf. Fjölskylduhagir/búseta: Maki Jó- hann Ragnarsson og við eigum 2 yndislega stráka; Emil Má og Ísleif Gísla. Áhugamál: Fjölskyldan. Vinnudagurinn: Mánudagurinn 12. maí 2014. Mætt til vinnu og fyrstu verk: Ég mæti á milli 9 og 10 í vinnuna. Skoða tölvupóstinn og svara hon- um. Klukkan 11: Smá kaffi og við mæðgur skipuleggjum daginn. Hádegið: Við erum yfirleitt í vinnunni í hádeginu og var dagur- inn í dag engin undantekning. Ég reyndi að borða eitthvað hollt og fljótlegt. Klukkan 14: Ég fór og tók mynd- ir af mjög fallegu húsi uppi í hverfi og fór svo til hennar Höllu á sýslu- mannsskrifstofunni að sækja skjöl. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég kíkti á tölvupóstinn minn og lauk við að svara þeim erindum sem höfðu borist yfir daginn. En eftir að ég var búin að sækja strákana á leikskólann fór ég að sýna hús og þannig lauk vinnudeginum. Fastir liðir alla daga? Númer 1, 2 og 3 að reyna að selja hús. Sem tekst bara nokkuð oft. Tölvan, kaffibolli, sími og aftur sími. Svo alltaf smá rúntur, pósthús, sýslumaðurinn, skoða hús og taka myndir. Hvað stendur upp úr eftir vinnu- daginn? Ég fékk staðfestingu um að kaupendur stóðust greiðslu- mat og skipulagði framhaldið með þeim. Þau voru mjög kát, eins og seljandinn. Var dagurinn hefðbundinn? Það má segja það. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Ég byrjaði að vinna árið 2005. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Ég er allavega búin að ljúka prófi fyr- ir „löggilta fasteigna- og skipasala“. Ég er mjög ánægð með mitt vinnu- umhverfi en aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlakkar þú til að mæta í vinn- una? Já, sérstaklega þegar það er mikið að gera eins og það er búið að vera undanfarna mánuði. Eitthvað að lokum? Það er búið að vera mikið að gera og fólk er mik- ið að skoða eignir. En okkur vant- ar tilfinnanlega fleiri eignir á skrá. Koma svo Akurnesingar!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.