Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Þær Íris Petra Jónsdóttir og Ag- nes Mist Flosadóttir á Akranesi héldu nýverið tombólu. Söfnuðu þær 2.615 krónum sem þær færðu Rauða krossinum. Starfsfólk þar vill koma á framfæri kærri þökk til stúlknanna. mm Í Borgarbyggð hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna því miður ekki ástæðu til að hreykja sér af fjármálastjórn undanfarinna ára. Fram kemur í ársreikningi fyr- ir árið 2013, sem lagður var fram til seinni umræðu á sveitarstjórn- arfundi síðastliðinn mánudag, að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 4 milljón króna hagnaði á síðasta ári en raunin varð um 42 milljón króna tap. Ársreikningurinn sýnir raunar verstu rekstrarniðurstöðu sem ver- ið hefur frá árinu 2009. Þetta ger- ist þrátt fyrir að tekjur hafi auk- ist um 7,6% milli ára og að fjár- magnskostnaður var lægri en áætl- að var. Fjármagnskostnaður hækk- aði reyndar á milli ára um 78% og fór úr 137 milljónum í 245 millj- ónir. Útgjöld jukust á sama tíma um 9,4% og varð rekstrarkostnaður 143 milljónum hærri en áætlað var. Af þessu má sjá að verulega vant- ar upp á kostnaðareftirlit og festu í fjármálastjórn hjá meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Vinstri grænna. Brýn þörf er því á að bæta áætl- anagerð og kostnaðareftirlit með framkvæmdum svo þær haldist inn- an samþykkts fjárhagsramma. Fjár- festingar í varanlegum rekstrarfjár- munum voru áætlaðar 119 milljón- ir en raunin varð um 195 milljónir eða um 63% umfram áætlun. Frá árinu 2011 hefur veltufé frá rekstri lækkað um þriðjung og farið úr 297 milljónum niður í 196 millj- ónir árið 2013. Það þýðir að fjár- magn út úr rekstrinum sem nýta þyrfti til framkvæmda og niður- greiðslu skulda hefur dregist veru- lega saman á kjörtímabilinu. Frá 2007 hefur aðeins einu sinni, árið 2009, verið lægra veltufé frá rekstri heldur en fram kemur í ársreikn- ingi 2013. Handbært fé lækkar um 172 milljón á milli ára eða um 68%. Til að geta greitt af lánum þarf af- koma sveitarfélagsins að vera ásætt- anleg en sú er því miður ekki raun- in. Ljóst er að ráðast þarf í frekari lántöku til að standa skil á afborg- un lána á þessu ári. Framundan er því áframhaldandi skuldsetning í Borgarbyggð nema brugðist verði við með öðrum hætti eins og t.d. eignasölu til niðurgreiðslu skulda. Samfylkingin í Borgarbyggð hefur birt stefnuskrá sína á vefn- um www.samborg.is en þar er m.a. lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn og kynntar mögulegar leiðir til að ná betri tökum á rekstri sveitar- félagsins. Við hvetjum kjósendur til að kynna sér stefnumálin okkar og bjóðum íbúa jafnframt velkomna á kosningaskrifstofuna sem er til húsa við Brákarbraut gegnt Land- námssetrinu. Opnunarhátíð verð- ur fimmtudaginn 15. maí kl. 18 og tökum við fagnandi á móti gestum og gangandi. Geirlaug Jóhannsdóttir Oddviti Samfylkingarinnar í Borgarbyggð Vordagar 2014 og sveitarstjórnar- kosningar á næstu grösum. Fram- bjóðendur og stjórnmálasamtök eru farin að láta í sér heyra. Hér á Akranesi eru boðnir fram fimm list- ar og eru margir nýliðar kallaðir á vettvang í bland við þá sem reynslu hafa. Ég hef verið að huga að helstu áherslum framboðanna og verð að játa að munurinn á þeim er beinlín- is grunsamlega lítill. Allir vilja fegra bæinn og bæta mannlífið, sýna ábyrga fjármálastjórn og þar fram eftir götunum; þó nú væri. Þar að auki sýnist mér frambjóðendur al- mennt forðast eins og heitan eld að minnast á nokkuð sem gæti valdið deilum eða styggt háttvirt atkvæði – að ekki sé minnst á frambjóðendur annarra flokka. Guð forði okkur frá að frambjóðendur fari að deila! Að komast um bæinn Þegar ég og fjölskylda mín fluttum í bæinn, snemma á öldinni, tók ég strax eftir því hversu illa var búið að þeim sem vildu og þurftu að komast um öðruvísi en á bíl, fyrst og fremst á Neðri-Skaga. Gamla steypan var hvarvetna orðin í meira lagi brot- in og lúin, bæði á götum og gang- stéttum. Og það sem enn verra var; gangstéttabrúnir við gangbraut- ir voru meira og minna í ólagi. Ég og dóttir mín höfðum hjólað hindr- unarlítið um alla Reykjavík, en hér voru þverhníptar gangstéttarbrún- ir útum allt, eða ranglega frágengn- ir hallar upp á gangstéttir. Sums- staðar var þetta í lagi, en ekki var nokkur leið að sjá hvort unnið væri skipulega að lagfæringum. Ég skrif- aði greinar um málið í Skessuhorn. Síðan er líklega liðinn tíundi partur úr öld. Á þeim tíma hefur sáralítið breyst til batnaðar í þesum efnum. Um þessar mundir standa yfir breytingar á Akratorgi og fræsing nokkurra gatnaparta, með það í huga að leggja malbik yfir og verð- ur það áreiðanlega mikil framför. Ég tók hinsvegar eftir því á dögun- um að gerður hafði verið skái uppá gangstéttina við torgið, algerlega ófullnægjandi og ekki í neinu sam- ræmi við staðalfrágang sem miðað- ur er við þarfir þeirra sem erfitt eiga með að komast um. Breytingum á torginu er ekki lokið og er vonandi að við þurfum ekki að horfa uppá vondan frágang að þessu leyti. Frá landnámi til nútímans Hluti af sögu Akraness, eftir Gunn- laug Haraldsson, hefur verið gef- in út. Ekki ætla ég að blanda mér í ádeilur sem komu fram á verk- ið. Segi þó þetta: Hinir harðorðu gagnrýnendur voru ótrúlega fljót- ir að kynna sér þetta mikla verk. Á örfáum dögum tókst þeim að finna það léttvægt og lagði gagnrýnandi Kiljunnar til að teknar yrðu upp bókabrennur að nýju, og verkinu kastað á bál. Hvað sem þessu líður hefur höfundur safnað óhemju mörg- um heimildum, um mannlíf und- ir Akrafjalli frá landnámstíð. Til- vísanirnar skipta þúsundum. Þetta mikla verk sem hefur kostað háar upphæðir kemur að litlu gagni eins og er, nema fyrir þá sem hafa sér- stakan áhuga á sögu. Á hinn bóg- inn er lafhægt að nota ritið til að auka almennan skilning á byggðar- sögunni. Ég legg því til að verkinu verði haldið áfram á nýjum braut- um, fyrir utan að skrifa meira (sem þegar hefur verið ákveðið): Í fyrsta lagi að gerður verði upplýsinga- og kennsluvefur sem gagnast gæti skól- unum, almenningi og innlendum og erlendum gestum. Í öðru lagi að komið verði upp sýningu og kelt- nesku fræðsetri, á vegum byggða- safnsins um lífið undir Akrafjalli frá landnámi til nútímans. Geri mér ljóst að þetta verður ekki hrist fram úr erminni í einu vetvangi (ekki síst á meðan Sigurfari er eins og fleinn í samviskuholdi Akraness). Söguvef- ur getur orðið fyrsta skrefið. Reikningar bæjarins fyrir síðasta ár hafa verið birtir og sýna, að sögn, rekstrarafgang uppá 200 milljónir. Þessar 200 milljónir hefði mátt nota til að lækka skuldir enn meir, eða að leggja fram myndarlega upphæð til að bjarga Sigurfara og efla Byggða- safnið. Helmingur upphæðarinnar til safnsins hefði skipt miklu og trú- lega vakið áhuga og skilning annara á að Akranesbær á ekki einn að bera ábyrgð á skipinu. Það er varðveitt hér, en er í rauninni þjóðareign. Helgi Guðmundsson Matvælaframleiðsla er mikilvægur partur af atvinnulífi landsins. Ekki einungis í þeim skilningi að hún skipti máli þegar kemur að eigin- legri framleiðslu matvælanna held- ur líka í byggðarlegu tilliti. Þau störf sem skapast bæði bein og af- leidd hafa gríðarmikla þýðingu fyrir þau samfélög sem byggja á matvælaframleiðslu að meira eða minna leyti. Í Borgarbyggð er mat- vælaframleiðsla ein af undirstöðu atvinnugreinunum og er því mjög mikilvægt að hlúa vel að þeim þátt- um sem hafa áhrif á stafsumhverfi og aðstæður til framleiðslunnar. Mikilvægt er að búa frumkvöðlum og öðrum þeim sem að vilja hefja starfsemi á sviði matvælafram- leiðslu sem best umhverfi og skapa þeim ákjósanlegar aðstæður í hví- vetna. Því var ákaflega ánægjulegt í síðastliðinni viku þegar formlega var opnuð matarsmiðja í Borgarnesi sem ætlað er að koma til móts við þá aðila sem vilja stunda nýsköpun og þróunarstarf í matvælaframleiðslu. Slíkur vettvangur er ekki einung- is mikilvægur fyrir fólkið sem mun nota matarsmiðjuna heldur er þetta líka mikill auður fyrir sveitarfélagið allt. Þar mun vonandi á komandi árum verða gróskumikið nýsköp- unarstarf sem mun leiða af sér fleiri störf og meiri tekjur fyrir samfé- lagið. Vonandi mun þetta frábæra framtak verða til þess að skapa víð- ara og öflugra framboð af vörum úr héraði. Ljómalind frábært framtak Einnig er vert að minnast á það frábæra framtak sem verslunin Ljóma lind er. Þar endurspeglast vel krafturinn sem býr í íbúum sveitar- félagsins. Þar sem að nokkrar kon- ur tóku sig saman og opnuðu versl- un með vörum úr héraði og skapa með því bæði góða tengingu við samfélagið og ekki síður þá ferða- menn sem koma á svæðið. Fjölbreytt atvinnulíf Eins og áður hefur komið fram er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að þeim greinum og þeirri starfsemi sem að við kemur matvælafram- leiðslu. Það á að vera metnaðarmál í hverju sveitarfélagi að byggja upp öflugt og gott atvinnulíf sem byggir á fjölbreytileika og þar er Borgarbyggð engin undantekning. Framsóknar- menn í Borgarbyggð líta á atvinnu- mál sem eitt af undirstöðuatriðun- um þegar kemur að búsetu í sveitar- félaginu og vilja hlúa að atvinnulífinu með sem bestum hætti með hags- muni íbúanna að leiðarljósi. Helgi Haukur Hauksson Höfundur skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Verkefnisstjórn um framtíðarskip- an húsnæðismála skilaði skýrslu sinni í liðinni viku. Þar er lagt til að hér á landi verði tekið upp nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyr- irmynd. Þegar kemur að lausnum á vanda þeirra tekjulægstu í sam- félaginu skilar verkefnisstjórnin hins vegar auðu og mótmælir for- ysta ASÍ því. Húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd gerir ráð fyrir að gætt sé betra jafnræðis milli lán- takenda og fjárfesta í lánaflokkum sem í ríkara mæli byggja á föstum óverðtryggðum vöxtum. Jafnframt leggur verkefnisstjórnin til að stað- inn verði vörður um framtíðarhlut- verk Íbúðalánasjóðs í nýja lánakerf- inu. Hann verði ein af þeim hús- næðislánastofnunum sem hér starfi á lánamarkaði og verði áfram í eigu ríkisins. Gylfi Arnbjörnsson, for- seti ASÍ, fagnar þessari niðurstöðu og segir hana í samræmi við tillög- ur ASÍ varðandi húsnæðislánakerf- ið sem kynntar voru fyrir rúmu ári síðan. Þegar kemur að umfjöllun um þarfir og vanda þeirra tekjulægstu í samfélaginu, og sýnilega eru í mestum húsnæðisvanda, er ljóst að verkefnisstjórnin skilar auðu, seg- ir Gylfi Arnbjörnsson. „Þetta tel- ur forseti ASÍ algerlega óforsvar- anlegt. Engar tillögur er að finna um það með hvaða hætti stjórn- völd ætli að koma til móts við gríð- arlegan vanda þessa fólks sem þarf að nota allt að helming tekna sinna til að borga fyrir húsnæði. Skýtur þetta nokkur skökku við í ljósi þess að ASÍ setti nýlega fram ítarlegar og útfærðar tillögur að nýju félags- legu húsnæðisleigukerfi, sem skilað gæti þeim árangri að tryggja tekju- lægstu þjóðfélagshópunum aðgang að húsnæði á viðráðanlegum kjör- um,“ segir Gylfi. mm Pennagrein Um það sem hefur dregist – og annað sem bíður Rangt frágenginn skái. Rétt frágenginn skái. Matvælaframleiðsla í Borgarbyggð Pennagrein Héldu tombólu fyrir RKÍ Tillögur um framtíðar- skipan húsnæðismála Pennagrein Frábær fjármálastjórn í Borgarbyggð?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.