Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Mig langar að segja ykkur frá hugmynd sem ég hef gengið með í maganum um nokkurt skeið. Alveg frá því að ég sá Höfrung AK 91 húka álappa- legan úti á Grenjum vestur í slipp, hefur mér fundist saga Akraness í útgerð fúna heldur illa því efst og neðst á Skaga liggur sagan heldur illa haldin. Á ég þá við Kútter Sigurfara á hinum endanum. Þessi hugmynd gengur út á það að koma Höfrungi AK í sitt fyrra horf. Þetta skip hef- ur stóra sögu á Akranesi að segja. Það var smíðað fyrir Harald Böðv- arsson á Akranesi, af Skipasmíða- stöð Þorgeirs & Ellerts hf. Þetta var fyrsta skip sem smíðað var fyrir Harald Böðvarsson hér á Skaga. Ég hafði hugsað mér að verk þetta yrði að mestu unnið af mönnum og kon- um sem hefðu lokið sínu ævistarfi en hefði kraft og þor til að takast á við verkefnið, en ekki hugsað sem eitt- hvert hraðverkefni. Þetta er ekki ósvipað og Húnaverkefni þeirra Ak- ureyringa. En þeir fóru alla leið og sjósettu Húnann. Nú hefur hinsvegar hlaupið á snærið hjá þeim sem áhuga hafa á að gera Akranes að ferðamannabæ. Það er Sementsverksmiðjureiturinn. Þá komum við aftur að Höfrungi AK 91. Þar er hús fyrir skipið og á ég þá við efnisgeymsluna. Þar væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Vinna að uppbyggingu á Höfrungi AK 91 og hleypa jafnframt ferðamönnum í skoðunarferðir um verksmiðjuna og sjá uppbyggingu á honum, enda svo kannski á góðum sjávarréttastað við bryggjuna. Það vakna margar spurningar við svona hugmynd. Ein er sú hvort eigi að fara alla leið með Höfrung og gera hann sjókláran þannig að hægt væri að fara á sjóstöng hvala- skoðun og fleira. En eins og ég sagði í upphafi þá er þetta ekki skamm- tímaverkefni, ég gæti látið mér detta í hug 2020-2025. Ég er viss um að það myndu margir taka fram vinnu- skóna aftur og mæta með bros á vör í 2-3 tíma á dag, allt eftir getu hvers og eins. Jafnvel þeir sem af einhverri ástæðu geta ekki unnið, gætu kom- ið og fengið sér kaffibolla og spjallað um gömlu góðu dagana, því á þessu svæði hafa margir stigið sín fyrstu spor í vinnu, bæði til sjós og lands. Ef við horfum svo lengra fram í tímann þá er hægt að hugsa sér eitt stærsta sjóminjasafn Íslands þar sem geymdir væru Höfrungur AK og Kútter Sigurfari. Það er að segja ef okkur tekst að bjarga honum. Ekki þarf að nota nema lítinn hluta efn- isgeymslunnar þó svo bæði þessi skip væru þar inni, því hún er um 27 metra breið og 150 metra löng. Höfrungur AK er 6 metra breiður og 20 metra langur þannig að saman hlið við hlið tækju þeir breidd húss- ins og ca 45 metra í lengd og færi þá vel um báða. Ég hef komið í Vasa safnið í Stokk- hólmi og er það einhver mesta upp- lifun sem ég hef orðið fyrir við að koma í safn. Þeir opnuðu strax fyr- ir skoðunarferðir meðan verið var að gera skipið upp, en byrjað var að gera það upp 1961 í slipp í Stokkhólmi. Það kom upp úr sjó 1959 og flutt á sinn endanlega stað, Vasa safnið 1990. Það hefur eitthvert mesta að- dráttarafl allra safna í Svíþjóð. Ekki er ég að bera þetta saman, en þó? Það er í anda þessara hugleiðinga að enda þetta á að vitna í orð frægs manns og segja: „Spurðu ekki hvað bærinn geti gert fyrir þig. Spurðu heldur hvað þú getir gert fyrir bæ- inn.“ Einar Jóhann Guðleifsson. Oddgeir Ágúst Otte- sen, hagfræðingur og varaþingmaður Sjál- stæðisflokkinn, skrifar grein í blaðið Selfoss-Suðurland um væntanlegar niðurgreiðslur ríkissjóðs á verðtryggðum lána heimila. Hann færir ýmis rök fyrir því að hér sé um að ræða mjög vafasaman gjörning. Meðal annars segir hann að aðgerðin sé dýr og færi fé frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins. Þá skrifar hann: „Það er ekki hægt að bæta öllum Íslending- um allt tap vegna bankahrunsins sem hér varð. Þó bankahrunið sé vissulega fordæmalaust, þá hafa afleiðingar þess, rýrnun kaupmáttar launa og lækkað fasteignaverð, margoft átt sér stað á landsbyggðinni án þess að nokkur hafi fengið bætur fyrir frá ríkinu“. Skrif hans eru sannfærandi og hvet- ur hann þingmenn til að samþykkja ekki þessar aðgerðir. Ef rétt er, þá er hér um íþyngjandi aðgerð að ræða fyr- ir íbúa landsbyggðarinnar. Slíkt verð- ur að rannsaka. Forsvarsfólk sveitarfé- laga á landsbyggðinni getur ekki látið slík orð sem vind um eyru þjóta. 11. maí 2014 Jóhannes Finnur Halldórsson Enn og aftur ber málefni Landbún- aðarháskóla Íslands og mikilvægi þess að hann sameinist Háskóla Ís- lands á góma í fjölmiðlum, nú í grein sem fyrrverandi menntamálráð- herra, Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, ritar í Fréttablaðið 5. maí s.l. Það er vissulega ánægjulegt að rætt sé hispurslaust um sameiningar há- skóla en það er hins vegar dapurlegt að í hverri greininni á fætur annarri, frá þeim aðilum sem aðhyllast sam- einingu LbhÍ og HÍ, er aldrei fjallað um það hvernig sameiningin efli það starf sem unnið er við Landbúnað- arháskólann. Engin tilraun gerð til þess að fjalla málefnalega um afstöðu þeirra sem telja það betri kost að nýta þá fjármuni sem menntamálráðherra hefur lofað, til að efla LbhÍ undir eig- in formerkjum og þannig sinna því hlutverki sem hann var stofnaður til. Þá er hvergi að finna staf um fram- tíð starfsmenntanámsins sem hef- ur verið eitt af mikilvægum verkefn- um skólans. Meira að segja í stöðu- skýrslu menntamálráuneytisins, sem þó ber ábyrgð á starfsmenntanám- inu, er enga lausn að finna um fram- tíð þess. Umræða um nauðsyn þess að sameina LbhÍ og HÍ á forsend- um LbhÍ hefur aldrei farið fram og eins og Guðni Þorvaldsson prófess- or við LbhÍ bendir á í grein í Morg- unblaðinu 1. maí verður samanburð- ur á kostum og göllum sameiningar aldrei sanngjarn nema að sá kostur verði skoðaður að efla skólann sem sjálfstæða stofnun. Í stað þess að rökræða við okkur sem erum efins um að sameining sé besta lausnin til eflingar þeirra verk- efna sem Landbúnaðarháskólanum eru falin, er gripið til sleggjudóma um heimóttarskap, afturhaldssemi og okkur borið á brýn að við séum að skipta okkur af hlutum sem við höfum ekki vit á og komi ekki við og Þorgerður Katrín kallar okkur „kerf- isins héraðshöfðingja“. Ef þeir fjármunir eru til reiðu sem fram koma í stöðuskýrslu mennta- málaráðuneytisins og mögulegt er að skera skuldahalann af, eins og HÍ hefur verið lofað, þá er unnt að efla og styrkja starfsemi LbhÍ á eig- in forsendum og nánast hægt að full- yrða að með því móti verður tryggt að hann sinni atvinnuveginum betur, bæði sem fagstofnun og fræðastofn- un, en sem hluti af deild innan Há- skóla Íslands. Það kemur mjög skýrt fram í úttekt gæðaráðs háskóla að fjárhagsvandi skólans er helsti dragbítur á þróun hans og möguleika þess vel mennt- aða starfsfólks sem við hann starfar til þess að það fái notið sín í starfi. Þeir aðilar sem hafa andæft sameiningar- hugmyndum ráðherra hafa reynt að halda uppi málefnalegri umræðu um framtíð LbhÍ og bent á lausnir um framtíð hans. Landbúnaðarháskól- inn á nú 125 ára menntunarsögu að baki og hann á marga velunnara sem eru meira en tilbúnir til þess að ljá honum lið ef þeirri óvissu um fram- tíð hans er bægt frá. Það er lúalegt af ráðherra að stilla forsvarsmönnum skólans, starfs- fólki hans og nemendum frammi fyrir tveim kostum. Sameinist Há- skóla Íslands eða sveltið ella. Það er einnig ámælisvert af öllum þeim sem þetta mál varðar, að láta það afskipta- laust, að ein merkasta menntastofn- un landsins skuli látin molna niður eins og enginn sé morgundagurinn. Greinarskrif á borð við pistil fyrrver- andi menntamálaráðherra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur þjóna eng- um tilgangi öðrum en að villa um fyrir hinni raunverulegu stöðu og trufla málefnalega umræðu. Enn og aftur skal reynt að fara þess á leit við menntamálaráðherra að hann komi að þessu máli með opnum huga og alla kosti til skoð- unar, þannig að málefni Landbún- aðarháskólans og þau verkefni sem hann stendur fyrir verði í forgrunni en ekki hversu unnt er að styrkja Há- skóla Íslands með því að færa honum starfsemi LbhÍ á silfurfati. Magnús B. Jónsson Höf. er fyrrv. rektor Landbúnað- arháskólans á Hvanneyri. Sveitarfélögum eru lagðar á herðar ákveðnar skyldur í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Lögin tóku gildi árið 2008 og helsta skyldan er sú að jafnréttis- nefnd hvers sveitarfélags skuli hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlunar til fjögurra ára þar sem fram kemur hvernig skuli unnið að kynjasam- þættingu á öllum sviðum. Einnig er í lögunum kveðið á um gerð fram- kvæmdaáætlunar um hvernig leið- rétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Núverandi meirihluti bæjar- stjórnar Akraness hefur enn ekki uppfyllt þessar lagalegu skyldur sín- ar, sem er dapurleg niðurstaða fjög- urra ára valdatíðar flokka sem að minnsta kosti í orði kveðnu kenna sig jafnan við jafnfrétti. Rétt er að taka fram að nýverið lauk vinnu við gerð mannréttindastefnu Akranes- kaupstaðar en þar kemur fram að til standi að ljúka aðgerðaráætl- un í jafnréttismálum. Það er ein- mitt það sem mér finnst vera gagn- rýni vert. Það stendur til. Þessi lög- bundna framkvæmdaáætlun sem jafnréttislögin kveða á um að skuli gerð til fjögurra ára í senn hefur enn ekki litið dagsins ljós og kjör- tímabilinu er nánast lokið. Hvernig má það vera? Jöfn staða kynja er að mínu mati svo sjálfsögð að það á ekki að þurfa að nefna slíkt í kosningastefnuskrá. En þar sem Akraneskaupstaður hefur enn ekki uppfyllt þessa laga- skyldu hafa frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins, einir frambjóðenda til þessa, tekið það sérstaklega fram að ef við komumst til áhrifa mun bæjarfélagið meðal annars sækja um jafnlaunavottun. Þannig fæst stað- festing á því að konur og karlar hjá Akraneskaupstað fái sömu laun fyr- ir sömu eða jafnverðmæt störf. Slík vottun hefur rutt sér til rúms með- al þeirra fyrirtækja og stofnana þar sem orð og efndir fara saman í jafn- réttismálum. Við ætlum okkur svo sannarlega að gera jafnréttismálum hærra undir höfði á komandi kjör- tímabili. Það er ekki nóg að tala, það þarf líka að framkvæma. Sigríður Indriðadóttir. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Það var mikil gleði og eftirvænting í hugum margra á Akranesi þeg- ar ákveðið var að byggja Dvalar- heimilið Höfða. Þekktur borgari hér í bæ, Sigríkur Sigríksson tók fyrstu skóflustunguna. Húsið reis og heimilið tók til starfa 2. febrú- ar 1978. Í því voru 32 einstaklings- íbúðir 28 fermetrar, 6 hjónaíbúð- ir 43 fermetrar og fjögur einstak- lingsherbergi. Höfði var sjálfseignarstofnun í eigu Akraneskaupstaðar og hrepp- anna fjögurra sunnan Skarðsheiðar. Tekið var á móti fólki með kynn- ingarbæklingi þegar það flutti inn og hófst kynningin á þessum síð- um: „Stjórn og starfsfólk býður þig velkominn á nýja heimilið þitt. Það eru mikil viðbrigði að flytja á dval- arheimili eftir að hafa búið við eigið heimilishald og húsnæði um langa hríð. Við vonum að þessi breyting á högum verði þér til bóta og mun starfsfólk heimilisins gera allt sem í valdi þess stendur til að svo megi verða.“ Þetta var nú þá. En hvernig er þetta núna? Já, hvernig er þetta núna? Um næstsíðustu mánaða- mót samþykkti Velferðarráðuneyt- ið breytingar á rýmum á nokkr- um hjúkrunar- og dvalarheimilum á landinu, þar á meðal Höfða. Við þá breytingu fjölgar hjúkrunarrým- um um fimm á Höfða, í 53 úr 48. Jafnframt fækkar dvalarrýmum um sömu tölu, niður í 25 úr 30. Daggjöld fyrir hjúkrunarrými eru rúmlega helmingi hærri en dvalarrými eða kr. 23.344 á móti kr. 11.142. Þessi breyting þýðir tekju- auka fyrir Höfða um 16 milljón- ir á þessu ári. Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða segir að það muni um þennan tekjuauka en „betur megi ef duga skal“. Það þótti við hæfi að loka sér- hæfðri sjúkradeild fyrir aldraða á Sjúkrahúsi Akraness í „sparnaðar- skyni“ og fjölga í kjölfarið á sjúkra- deild Höfða. Höfði var ekki byggð- ur sem sjúkrahús enda vel fyrir því séð í bænum, heldur átti hann að vera heimili samkvæmt skilgrein- ingu laga um málefni aldraðra sem segir: Dvalarheimili eru ætluð öldr- uðu fólki, sem ekki er fært um að annast eigið heimilishald. Það er mjög misráðið að gera þetta heimili fólks að sjúkrahúsi; gott heimili er ekki hugsað þann- ig, sama á hvaða aldri íbúarnir eru. Hvers vegna? Vegna þess að það samrýmist ekki heimilishaldi neins! Veikt fólk á öllum aldri á að fara á sjúkrahús ef þörf krefur, þar á að sinna því. Þar eru og eiga að vera beztu aðstæður til þess. Það er sorglegt til þess að vita að keppnin um daggjöld skuli hafa þau áhrif að þetta heimili fólks er að hverfa. Í upphafi var pláss fyrir fjör- tíu og átta einstaklinga – heimilis- fólk – nú aðeins tuttugu og fimm. Þarf þetta ekki alvarlega skoðun? Unnur Leifsdóttir. Höfundur er fyrrverandi röntgenstarfsmaður. Pennagrein Hvar er framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar um jafnrétti kynjanna? Pennagrein Betur má ef duga skal Pennagrein Hispurslaus umræða um framtíð Landbúnaðarháskóla Íslands Pennagrein Á kostnað landsbyggðar? Pennagrein Höfrungur AK 91 og Akranes sem ferðamannabær

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.