Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Fyrir 13 árum fluttum við eigin- maður minn á Akranes, kornung og nýgift. Hér festum við kaup á okkar fyrstu íbúð og í vasanum vor- um við með áform um að stofna fjölskyldu. Af hverju við fluttum á Akranes er spurning sem við feng- um oft að heyra frá vinum okkar og fjölskyldu, svarið var og er einfalt. Ég er landsbyggðartútta í húð og hár, fædd og uppalin í litlu sjávar- plássi vestur á fjörðum. Þar var ég var alin upp við frjálsræði sem að ég gat ekki séð fyrir mér að geta boðið framtíðarbörnum okkar upp á í Reykjavík þar sem við bjuggum. Ekki það að Reykjavík sé eitthvað verri kostur en hver annar, en þegar maður er alinn upp við það frjáls- ræði sem ég ólst upp við fyrir vest- an þá getur maður ekki hugsað sér að börnin manns fái ekki að upplifa það sama. Á Akranesi sá ég fyrir mér að hér gæti okkur liðið vel og hérna myndu börnin okkar dafna og vaxa upp áhyggjulaus og glöð, sú varð raunin. Ef að satt skal segja var eig- inmaðurinn nú ekki alveg til í þetta til að byrja með, en sættist svo á að reyna þetta í ár eða svo. Nú eru lið- in 13 ár og er Akranes orðið okkar heimili sem við metum bæði mik- ils og þykir vænt um. Móttökurn- ar sem að við fengum voru frábær- ar, alls staðar vorum við boðin vel- komin og okkur tekið opnum örm- um. „Pay it forward“ er hugmynda- fræði sem er mér mjög hugleik- in. Borgaðu það áfram eða einfald- lega hjálpaðu til er eitthvað sem ég reyni eftir fremsta megni að lifa eft- ir og nú er komin upp sú staða að ég vil hjálpa til í víðari skilningi. Ég vil hjálpa til að gera bæinn minn og okkar að ennþá betri bæ. Þess vegna var það þegar ég fékk boð í byrjun árs um að koma á stofnfund Bjartr- ar framtíðar á Akranesi að tæki- færið kom upp í hendurnar á mér, þarna var flokkur sem ég hrífst af. „Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir,“ er setning sem kemur upp í hugann þegar nafn flokksins ber á góma, vegna þess að með samvinnu og gleði að leiðarljósi getum við svo ósköp margt. Öll getum við eitthvað og öll höf- um við okkar eiginleika og reynslu. Með fjölbreytileikanum getum við unnið svo ótrúlega margt ef að við leggjumst öll á eitt sama hvað flokk við erum bundin eða ekki bundin þá erum við að vinna að sameiginleg- um hagsmunum. Að gera þennan frábæra bæ betri og vinna með íbú- um hans fyrir íbúa hans. Ætti þetta ekki að vera í fyrirrúmi? Þarna var komið gullið tækifæri til þess vinna að því að breyta þeim starfsháttum sem að hafa svo oft verið ríkjandi í bæjarpólitíkinni. Einnig að gefa til baka, gefa til baka til fólksins og bæjarins sem tók okkur hjónum svo vel. Mín trú er sú að í sameiningu getum við svo margt, ef við stöndum og vinnum saman öll sem eitt eru okkur allir vegir færir! Ágætu Skagamenn og konur! Með jákvæðu hugarfari og gleði getum við skipt sköpum fyrir bæinn okkar. Með bjartri og glaðri kveðju til ykkar allra. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir. Höf. skipar 6. sæti á lista Bjartrar framtíðar á Akranesi. Á næstunni ganga Skagamenn að kjörborðinu og kjósa sér bæjar- stjórn til næstu fjögurra ára. Gott mannval er í boði og ólíkar stefn- ur og viðhorf að baki framboðun- um eins og áður. Í boði er fólk með mismikla reynslu af stjórnmálum og atvinnulífi, fólk á öllum aldri. Unga konu til forystu Í efsta sæti framboðslista Samfylk- ingarinnar er ung kona, Ingibjörg Valdimarsdóttir, 41 árs þriggja barna móðir, sem er borin og barn- fædd á Akranesi. Hún er dótt- ir hjónanna Jóhönnu L. Jónsdótt- ur og Valdimars Björgvinssonar og gift Eggerti Herbertssyni fram- kvæmdas t jóra . Ingibjörg hef- ur setið eitt kjör- tímabil í bæjar- stjórn Akraness og öðlast þar dýr- mæta reynslu til að leiða vinnu við ýmis verkefni bæjarins. Hún er v iðskiptafræð- ingur að mennt og með meist- aragráðu í al- þjóðaviðskiptum frá HR og hef- ur síðan unnið að mestu við markaðsmál og stjórnun og rekur í dag fyrirtækið Ritari.is. Ingibjörg er alin upp hér á Akranesi en hefur einnig búið í Borgarnesi, Frakklandi og Reykjavík, en flutti aftur á Akranes árið 2003. Fjölskyldan í forgang Ingibjörg segist hvergi annars stað- ar vilja búa en á Akranesi og horf- ir þar til góðrar aðstöðu fyrir börn bæjarins. Hér eru frábærir leik- og grunnskólar, öflugur fjölbrauta- skóli og fyrirmyndar tónlistarskóli. Þetta ásamt fjölbreyttu íþrótta- og menningarlífi gerir Akranes að fyr- irmyndar bæ fyrir fjölskyldufólk. Hér er mjög góð heilbrigðisþjón- usta og góð almenn þjónusta við bæjarbúa, en betur þarf að gera á ýmsum sviðum og með það að leið- arljósi fer Samfylkingin í kosning- ar. Ég hef fylgst með Ingibjörgu leiða öflugan hóp frambjóðenda Samfylkingarinnar í aðdraganda kosninga, fólk sem hefur víðtæka reynslu einmitt af málefnum fjöl- skyldunnar. Allt er þetta fólk sem er með hjartað á réttum stað, berst fyrir jafnaðarstefnuna, réttlæti og jöfnuði, þekkir mikilvægi öflugs og fjölbreytts atvinnulífs og góðrar þjónustu fyrir þá yngstu jafnt sem þá elstu í okkar ágæta bæ og við þá sem búa við einhvers konar fötlun. Tölum saman – virkt íbúalýðræði Ingibjörg hefur sýnt í störfum sín- um að bæjarmálum að henni er annt um að auka lýðræði og þátt- töku bæjarbúa að ákvörðunum við stjórn bæjarins, hvort sem það eru atvinnumál eða skipulagsmál. Þannig hefur hún staðið að fjöl- mennum íbúa- fundum á vegum bæjarins. Jafn- framt hefur Sam- fylkingin staðið fyrir fundum um ýmis málefni og mótað stefnuskrá sína í samráði við fjölda fólks. Ingi- björg hefur ávallt leitað bestu lausna í sátt og sam- starfi við íbúa bæjarins og aðra bæj- arfulltrúa og samstarfsfólk og henni er annt um vandaða stjórnsýslu og góðan rekstur bæjarins. Frambjóðendur Samfylkingar- innar hafa á liðnum dögum heim- sótt öll heimili á Akranesi og af- hent Stefnuskrá eða markmiðalista undir heitinu „Akranes – Samfé- lag í sókn“, þar sem fjölskyldan er sett í forgang, en um leið lögð rík áhersla á fegrun bæjarins og bætt umhverfi. Ég skora á kjósendur á Akra- nesi að kynna sér þau stefnumál sem Samfylkingin leggur fram til að fylgja eftir sókn samfélagsins á Akranesi. Kynnið ykkur þá öflugu konu sem leiðir framboðið. Von- andi eigum við samleið í bæjar- stjórnarkosningunum í vor. Guðbjartur Hannesson. Höf. er alþingismaður. „Það eru bara allar óléttar,“ er al- geng fullyrðing hér í uppsveitun- um þessa dagana. Stenst kannski ekki alveg, en óvenju mörg börn eru væntanleg í heiminn þetta árið. Stefnir í einn stærsta árgang sem fæðst hefur síðan ég flutti í þenn- an fallega fjörð fyrir 19 árum síð- an. Hér er svo sannarlega blómstr- andi byggð í margræðri merkingu þess orðs því hvert sem litið er má sjá jákvæða þróun og uppbyggingu. Hér er næg atvinna og hefur ver- ið um nokkurt skeið. Íbúðahús eru byggð víða og unga fólkið okkar er að flytja heim til að setjast að, sem er einhver sú jákvæðasta og besta þróun sem hægt er að hugsa sér. Fyrir fjórum árum var sótt að samfélaginu hér í uppsveitunum því það hafði orðið töluverð fólksfækk- un, atvinnuhorfur voru slæmar og því ekkert sérlega bjart framundan. Þáverandi sveitarstjórn vildi draga verulega úr þjónustunni, en slík að- gerð hefði getað haft alvarlegar af- leiðingar fyrir samfélagið hér í upp- sveitunum. En íbúar snéru vörn í sókn. Deilur voru lagðar til hliðar og sameiningarkrafturinn virkjað- ur. Allir íbúar stóðu saman og viti menn; við höfðum betur. Það miklu betur að næsta skref tilvonandi sveitarstjórnar verður að byggja enn frekar upp þjónustuna hér því börnum fjölgar og veruleg þörf er á stærra húsnæði fyrir leikskólann. Leikskólann sem spáð var að yrði nánast tómur árið 2014. Hér er fyrirhuguð enn frekari uppbygging í ferðamannaiðnaðin- um, bæði í afþreyingu og gistingu, auk þess sem nýsköpun og upp- bygging hefur átt sér stað á bújörð- um. Það bendir því allt til þess að íbúum muni fjölga enn frekar. Það er gaman að vera þátttak- andi í samfélagi sem er í uppsveiflu, jafn gaman og það er erfitt að vera með á vagninum þegar á móti blæs. Á þessu kjörtímabili hef ég starfað í sveitarstjórn og það er gaman að vera virkur þátttakandi þar og geta haft áhrif á þá uppbyggingu sem orðin er og framundan er. Það er mín von að til þess fái ég umboð áfram. Við íbúar í uppsveitunum höfum sýnt fram á að saman í sókn náum við árangri. Höldum stefn- unni þannig og höldum áfram að virkja kraftinn, samfélaginu okkar til góðs. Hulda Hrönn Sigurðardóttir Höf. er bóndi í Geirshlíð og skipar 3. sætið á D-lista Sjálfstæðisflokks. Pennagrein Akranes – Samfélag í sókn Pennagrein Heima er best Pennagrein Bjart yfir Borgarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.