Skessuhorn


Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 14.05.2014, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Andri Geir Alexandersson knattspyrnumaður frá Akranesi er genginn til liðs við HK og spilar með liðinu í 1. deildinni í sumar. Hann verður lögleg- ur frá og með næsta leik sem er gegn Víkingum frá Ólafsvík í 2. umferð bikarkeppninnar. Sá leik- ur verður einmitt í Akraneshöllinni annað kvöld, þriðjudagskvöld. Andri Geir er 23 ára gamall mið- vörður sem hefur spilað með meistaraflokki ÍA undanfarin fjögur ár. Hann lék sjö leiki með lið- inu í Pepsi-deildinni í fyrra en fór erlendis vegna náms á miðju tímabilinu. Andri hefur stundað nám í Bandaríkjunum síðustu árin. „Ég er ánægð- ur með að fá sterkan strák eins og Andra í barátt- una með okkur og að hann skyldi velja þann kost að koma í HK. Hann ætti að falla vel inn í okkar lið á þessum tímapunkti,“ sagði Þorvaldur Örlygs- son þjálfari HK í samtali við vef HK en Andri lék undir stjórn Þorvalds á Akranesi í fyrra. þá Opnað hefur verið fyrir skráningu á 4. Lands- mót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Húsa- vík dagana 20.-22. júní í sumar. Skráningin fer fram á heimasíðu Ung- mennafélags Íslands; umfi.is. Þetta verður fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið hefur verið á norðausturhorni landsins. Fyrri mót voru haldin á Hvammstanga, Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal. Þó nokkuð er síðan að Landsmót hefur verið haldið á Húsavík, en það var árið 1987. Landsmót UMFÍ 50+ er ekki einungis íþrótta- mót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufarsmælingar. Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík, en það eru: Fjallahlaup, boccia, bridds, bogfimi, blak, frjálsar, hestaíþróttir, línudans, golf, pútt, ringó, skák, dráttavélaakstur, jurtagreining, pönnu- kökubakstur, skotfimi, sund, sýningar, stígvéla- kast og þríþraut. Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldra vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess. mm Stuðningsfólk ÍA í 1. deildinni fór ánægt heim af Akranesvelli á föstu- dagskvöldið. Skagamenn fóru með sigur af hólmi í fyrsta leik í deild- inni þegar Selfyssingar komu í heimsókn. Eitt mark skildi liðin að og það fór um marga stuðnings- menn ÍA á lokamínútunum þegar gestirnir sóttu stíft og fengu hverja hornspyrnuna eftir aðra sem skil- aði þeim þó ekki jöfnunarmarkinu. Byrjunin er góð hjá Skagamönnun- um, þrjú stig í sarpinn, en í næstu umferð fara þeir til Grindavík- ur á laugardaginn. Grindvíkingar þurftu að sætta sig við 0:1 tap gegn Leikni í Breiðholtinu um helgina. Þau úrslit sem og önnur úrslit í 1. deildinni um helgina undirstrika að keppnin verður væntanlega mjög jöfn og spennandi í sumar. Skagamenn voru með boltann um það bil 70% af fyrri hálfleikn- um án þess að mikið væri að gerast upp við mark Selfyssinga og gest- unum tókst varla að sækja að marki Skagamanna, hvað þá að skapa sér færi. Seinni hálfleikurinn var varla byrjaður þegar eina mark leiksins var skorað. Andri Adolphsson, sem var mjög ógnandi á hægri kantin- um hjá ÍA, braust þá í gegn og sendi góðan bolta fyrir markið. Jón Vil- helm Ákason átti misheppnað skot á markið en boltinn fór af varnar- manni til Garðars Gunnlaugsson- ar sem skoraði af öryggi. Skaga- menn fylgdu markinu eftir með öflugum sóknum og vörn Selfoss og markvörðurinn þurftu að hafa sig alla við. Síðasta stundafjórðung leiksins voru það svo gestirnir sem létu meira að sér kveða. Samt voru það Skagamenn sem fengu lang- besta marktækifærið. Það gerðist á 81. mínútu þegar Andri Adolp- hsson sólaði varnarmenn Selfoss upp úr skónum fyrir framan teig- inn, renndi síðan boltanum inn og til hliðar á Eggert Kára Karls- son sem skaut framhjá markinu úr dauðafæri. Eins og áður segir gerðu gestirnir síðan allt til þess að jafna undir lokin en án árangurs. Heilt yfir var annar bragur yfir Skagalið- inu í þessum leik en í fyrra, eink- um var það varnarleikurinn sem var heilsteyptari og Árni Snær Ólason öruggur í markinu. þá Skagakonur luku keppni í B-deild Lengjubikarsins sl. miðvikudagskvöld þegar þær mættu Fylki á iðagrænum Akranesvelli. Heimastúlkur fengu óskabyrjun í leiknum þegar Guðrún Karitas Sigurðardóttir skoraði strax á 2. mínútu leiksins og þær fylgdu síðan markinu eftir með nokkrum ágætum sóknum. Fylkisstúlkur kom- ust jafnt og þétt inn í leikinn. Þeim tókst að jafna um miðjan hálfleik- inn og komust svo yfir skömmu fyr- ir leikhlé. Fylkisliðið var öllu sterkara í fyrri hálfleiknum og styrkti stöðu sína enn frekar með því að bæta við marki þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Meira var ekki skorað í leiknum og Fylkir sigraði því 3:1. Fylkisstúlkur báru þar með sigur úr bítum í riðlinum með 15 stig en Skagakonur enduðu með 9 stig og í 2. sæti deildarinnar. þá Síðastliðið föstudags- kvöld fór fram ár- legt lokahóf Körfu- knattleikssambands Ís- lands. Þar var veturinn gerður upp í Dom- ino´s deildum karla og kvenna og einstak- lingsverðlaun afhent. Besti leikmaður úr- valsdeildar kvenna er Hildur Sigurðardóttir Snæfelli. Aðrir sem fengu atkvæði voru: Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík og Hildur Björg Kjartans- dóttir Snæfelli. Besti þjálfari Dom- ino´s deild kvenna 2013-14 er Ingi Þór Steinþórsson Snæfelli en Hall- grímur Brynjólfsson Hamri fékk einnig atkvæði. Úrvalslið deildar- innar skipa Hildur Sigurðardóttir Snæfelli Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir Snæfelli, Hildur Björg Kjart- ansdóttir Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir KR og Bryndís Guð- mundsdóttir Keflavík. Gaman er að geta þess sérstaklega að Vesturland er þannig að leggja fram fjórar af fimm stúlkum í úrvalslið vetrarins, en Sigrún Sjöfn er úr Borgarnesi eins og flestir vita. Gunnhildur Gunnarsdóttir úr Stykkishólmi, sem spilar með Haukum, var einnig í hópi þeirra sem fengu tilnefningar í úrvalsliðið. Eva Kristjánsdóttir Snæfelli var til- nefnd sem besti ungi leikmaðurinn en besti varnarmaðurinn var Guð- rún Gróa Þorsteinsdóttir Snæfelli en auk hennar voru m.a. tilnefnd- ar þær Gunnhildur Gunnarsdótt- ir Haukum og Hildur Björg Kjart- ansdóttir Snæfelli. Besti erlendi leikmaður Domino´s deild kvenna 2013-14 er Lele Hardy Haukum en Chynna Brown var einnig tilnefnd. Í karlaflokki fengu vestlensk- ir leikmenn mun færri verðlaun og tilnefningar. Besti leikmaður móts- ins var Martin Hermannsson KR. Páll Axel Vilbergsson Skallagrími og Sigurður Þorvaldsson Snæ- felli fengu tilnefningar til úrvals- liðs mótsins, en komust þó ekki í það. Önnur vestlensk nöfn komu ekki upp úr karlapottinum að þessu sinni. mm Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands stendur nú tólfta árið í röð fyrir verkefninu „Hjólað í vinn- una,“ heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land. Verkefnið stendur frá 7. til 27. maí. Landsmenn hafa tek- ið átakinu vel og hefur verið auk- in þátttaka með hverju árinu. Einn- ig má merkja að hjólreiðar allt árið hafa aukist til muna síðan verk- efninu var hrundið af stað, hvort sem þakka má það átakinu sjálfu, bættum lífsstíl fólks eða einfald- lega efnahagsástandinu. Markmið „Hjólað í vinnuna“ er að vekja at- hygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta, segir í tilkynningu frá ÍÓÍ. mm Víkingar frá Ólafsvík byrja vel í 1. deildinni í fótboltanum. Þeir gerðu góða ferð norður á Akur- eyri sl. laugardag þar sem þeir sigr- uðu KA-menn 3:2 á nýja gervigras- velli Akureyrarfélagins. Víkingslið- ið spilaði vel í leiknum og ljóst að liðsmenn eru til alls líklegir, jafn- vel að gera harða atlögu að endur- heimt sætis í Pepsídeildinni, en eins og fótboltaáhugafólk veit er Vík- ingur ásamt hinu Vesturlandslið- inu komnir aftur í 1. deildina eftir skamma veru í efstu deild. Fyrri hálfleikurinn í leik KA og Víkings var mjög jafn, allt í járn- um og lítið um færi. Víkingar voru síðan mun betri í seinni hálfleikn- um. Steinar Már Ragnarsson kom Ólafsvíkingum á bragðið með marki á 51. mínútu. Eyþór Helgi Birgisson bætti við marki fyrir Vík- inga á 71. mínútu og spánski leik- maðurinn Antonio Mossi skor- aði síðan þriðja mark Víkinga á 82. mínútu. Víkingar voru mun betri á þessum kafla í leiknum en það voru síðan KA-menn sem áttu lokakafl- ann, þeir skoruðu á 85. og 89. mín- útu og minnkuðu muninn í 2:3. Þá voru um sex mínútur eftir með við- bótartímanum og minnstu mun- aði að KA-mönnum tækist að jafna metin. Víkingar stóðu uppi sem sig- urvegarar í leiknum og mæta næst í deildinni Þrótti í Laugardalnum nk. laugardag. þá Finnur Freyr Stefánsson landsliðsþjálfari U20 ára karlalandsliðs Íslands í körfubolta hefur valið þrjá Vestlendinga í æfingahóp sinn vegna Norð- urlandamóts U20 ára liða sem fram fer í Finn- landi um miðjan júlí næstkomandi. Þetta eru þeir Stefán Karel Torfason og Snjólfur Björnsson, leik- menn Snæfells, og Davíð Guðmundsson leikmað- ur Skallagríms. Alls eru 28 leikmenn í æfinga- hópnum sem kemur saman til æfinga um næstu helgi. Í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands segir að gert sé ráð fyrir því að fækkað verði í æfingahópnum eftir æfingatörn helgar- innar. hlh Kristján Þór Júlíusson velferðarráðherra var í hópi fólks sem hóf verkefnið form- lega þetta árið. Verkefnið Hjólað í vinnuna er hafið Verðlaunahafar á uppskeruhátíð KKÍ. Snæfellskar konur komu sáu og sigruðu hjá KKÍ Guðrún Karitas Sigurðardóttir skoraði mark ÍA og hér sækir hún fast að marki Fylkis í leiknum. Skagakonur lágu fyrir Fylki Opnað fyrir skrán- ingu á Landsmót 50+ Hugi Harðarson mundar hér spjótið á síðasta Landsmóti 50+. Andri Geir Alexandersson, hér í fyrrum liðsbúningi þegar hann spilaði með ÍA. Andri Geir til HK Þrír í U20 æfingahóp Frá leik Víkings og KA á gervigrasvelli Akureyrarliðsins sl. laugardag. Ljósm. Sævar Geir Sigurjónsson. Víkingar unnu góðan sigur fyrir norðan Skagamann sóttu á köflum hart að marki Selfyssinga. Sigur í fyrsta leik hjá Skagamönnum Skagamenn fagna marki sínu í leiknum en það var Garðar Gunn- laugsson sem skoraði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.