Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Side 1

Skessuhorn - 21.05.2014, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 21. tbl. 17. árg. 21. maí 2014 - kr. 600 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður Ert þú áskrifandi? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Dýrfinna gullsmiður sími 862-6060 Útskriftargjafir Sölustaðir: Vinnustofa Dýrfinnu, Stillholti Akranesi Landsnámssetrið Borgarnesi ratiopharm Fæst án lyfseðils 25% afsláttur Omeprazol ratiopharm Ragnar Hjörleifsson frá Heggs- stöðum í Andakíl, sem um árabil var búsettur á Akranesi, er mikill göngugarpur. Í byrjun þessa mán- aðar gekk hann t.d. á Skarðsheiðina og undanfarin ár hefur hann lagt að baki ýmis fjöllin. Síðastliðinn föstu- dag gerði hann enn betur og topp- aði sig ef svo má segja; gekk ásamt félögum sínum á Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins. Útaf fyrir sig eru göngur sem slíkar ekki eins- dæmi enda hefur í seinni tíð fjölgað mjög í hópi fjallgöngugarpa. Hins vegar er ganga Ragnars merkileg fyrir þær sakir að hann er einfætt- ur og hefur í áratugi notað gervifót. Fótinn upp að hné missti Ragnar í vinnuslysi heima í sveitinni þegar hann var unglingur. Að líkindum er Ragnar fyrsti maðurinn sem geng- ur á gervifæti á Hvannadalshnjúk. Stuttlega er rætt við Ragnar á bls. 16. mm Hver stórviðburðinn rekur ann- an um aðra helgi. Kosið verð- ur til sveitarstjórna laugardag- inn 31. maí. Daginn eftir er sjó- mannadagurinn, en hann er einatt fyrsta sunnudag í júní. Skessuhorn gefur út efnismikið Sjómannadagsblað líkt og und- anfarin ár. Auk þess má búast við að sama tölublað beri þess merki að kosningar eru í nánd. Skessu- horni verður fjöldreift í öll hús og fyrirtæki af þessu tilefni mið- vikudaginn 28. maí og borið út með Íslandspósti. Af þessum sökum er útgáfudagur degi fyrr en venjulega og blaðið prent- að á mánudagskvöldi. Þeir sem vilja nýta sér stórt og efnismik- ið Kosninga-Sjómannadagsblað Skessuhorns er bent á að frest- ur til að panta auglýsingapláss er næstkomandi föstudag. Efni til birtingar og þ.m.t. aðsend- ar greinar þurfa að hafa borist ritstjórn í síðasta lagi á hádegi sunnudaginn 25. maí. mm Á mánudaginn kom út skýrslan „Íbúakönnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða.“ Höf- undar eru Vífill Karlsson og Anna Steinsen, starfsfólk hjá Samtök- um sveitarfélaga á Vesturlandi. Í könnuninni eru íbúar á Vesturlandi beðnir um að taka afstöðu til stöðu og mikilvægis helstu búsetuþátta hvers samfélags. Þessi könnun hef- ur verið gerð þriðja hvert ár og er þetta í fjórða skiptið sem hún er framkvæmd. Sem fyrr eru það helst þættir sem tengjast vinnumark- aði og framfærslu sem virðast vera mest aðkallandi úrlausnarefni á öll- um svæðum Vesturlands. „Athygli vekur að ýmsar aðgerð- ir sem farið hefur verið í frá síðustu könnun árið 2010 mælast vel fyrir á öllum svæðum Vesturlands. Þar má nefna almenningssamgöngur í sam- starfi við Strætó, framhaldsskóla í Dölum í samstarfi við Mennta- skóla Borgarfjarðar og menning- arlíf sem tengist að einhverju leyti framkvæmd Menningarsamnings á Vesturlandi. Staðan á húsnæð- ismarkaði hefur versnað mikið á milli kannana, sérstaklega framboð á húsnæði til leigu. Þá vakti einnig athygli hvað krafan um bættar net- tengingar og farsímasamband virð- ist vaxa á milli kannana þrátt fyrir umbætur á því sviði og því virðist uppbyggingin ekki halda vel í við þróunina. Þá sést að sókn Vestlend- inga í vinnu á öðrum svæðum, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, hefur aukist frá síðustu könnun, en verulega dró úr henni eftir bankahrunið,“ segir í tilkynningu frá SSV. Í skýrslunni segir m.a. að búsetu- skilyrði sem Vestlendingar töldu að þyrftu að lagast voru þættir er varða vinnumarkað eins og launa- tekjur, atvinnuúrval og atvinnu- öryggi ásamt þáttum sem tengj- ast vörumarkaði; vöruverð, vöru- úrval og framfærsla. Skipulagsmál, vegakerfi, tækifæri til afþreyingar og gæði unglingastarfs mættu einn- ig vera betri. Skýrsluna í heild sinni má finna á vefnum www.ssv.is und- ir útgefið efni. mm Leikskólinn Vallarsel á Akranesi varð 35 ára í gær. Gerðu nemendur og starfsfólk skólans sér glaðan dag af því tilefni. Var haldið í skrúðgöngu og gengið í veðurblíðunni umhverfis nærliggjandi hverfi og afmælissöngurinn sunginn af raust. Ljósm. jsb. Kosningar og Sjómannadagur sömu helgina Niðurstöður nýrrar íbúakönnunar á Vesturlandi Göngugarpur á gervifæti

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.