Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Maður í manns stað SKESSUHORN: Þær breyt- ingar hafa orðið í manna- haldi á ritstjórn Skessuhorns að Heiðar Lind Hansson, sem starfað hefur sem blaðamað- ur undanfarið hálft þriðja ár, er horfinn til starfa á fræða- sviði sínu. Heiðari eru þakkað einkar farsælt og gott samstarf á liðnum árum. Jóhann Skúli Björnsson fjölmiðlafræðing- ur er byrjaður á ritstjórn, en hann var einnig við afleysing- ar á liðnu sumri. -mm Tuttugu lið keppa í boccia VESTURLAND: Vestur- landsmót í boccia fer fram í Stykkishólmi laugardaginn 24. maí og hefst klukkan 11. Mót- ið fer fram í íþróttahúsinu og til leiks eru skráð 20 lið. Fimm koma úr Stykkishólmi, fjögur úr Grundarfirði, tvö úr Snæ- fellsbæ, tvö frá Hvammstanga, fjögur frá Akranesi og þrjú úr Borgarnesi. Það er Aftanskin í Stykkishólmi sem hefur veg og vanda af framkvæmd móts- ins. –mm/fj Konur oddvit- ar nær jafns við karla VESTURLAND: Konur eru í meirihluta oddvita á fram- boðslistum í þéttbýli á Vest- urlandi sem boðnir eru fram við sveitarstjórnarkosning- arnar 31. maí nk. Þannig eru konur í efsta sæti þriggja af fimm listum sem boðnir eru fram á Akranesi, tveggja af fjórum í Borgarbyggð, sömu- leiðis tveggja af fjórum í Snæ- fellsbæ og eins af tveimur bæði í Grundarfirði og Stykk- ishólmi. Það eru oddvitar tveggja lista í Eyja- og Mikla- holtshreppi, þar sem karlar eru oddvitar beggja lista, sem dregur hlutfall kvenna í odd- vitastöðum á framboðslistum á Vesturlandi aðeins niður fyr- ir 50%. Í samantekt sem birt var á Rúv um helgina, sagði að hlutfall kvenna í oddvitasæti framboðslistanna væri hæst á Vesturlandi, eða tæplega 50%. Þar næst kæmi Norð- urland vestra með rúmlega 40%, en að jafnaði yfir land- ið var hlutfall kvenna í odd- vitasætum á framboðslistum um 33%. Sumsstaðar er hlut- fallið ansi lágt svo sem á fjöl- mennu svæði Suðurlands þar sem kona er aðeins í einu af hverjum fjórum oddvitasæt- um. -þá Ekið undir áhrif- um og of hratt LBD: Ökumaður fólksbif- reiðar var stöðvaður í Borgar- nesi síðasta föstudag og færð- ur á lögreglustöðina grunaður um að aka bifreið sinni und- ir áhrifum fíkniefna. Mæld- ust kannabisefni í þvagi öku- mannsins og er málið í rann- sókn. Tíu ökumenn voru stöðvaðir í vikunni fyrir of hraðan akstur og sá sem ók hraðast var á 123 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/ klst. Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í vikunni, öll minniháttar og án meiðsla á fólki, að sögn lögreglu. –þá kosningunum 2006. Á tímabilinu 1970 til 2010 var kosningaþátttaka mest árið 1974 eða 87,8%. Kosn- ingaþátttaka 2010 var því 14,3% lægri en árið 1974. „Landsmenn eru þó ekki einir á báti í þessum efnum því í öðrum norrænum ríkjum hefur sama þró- un átt sér stað. Þar hefur kosninga- þátttakan verið greind niður á ald- urshópa og eftir uppruna og hef- ur komið í ljós að yngri kjósendur og innflytjendur hafa síður nýtt sér kosningaréttinn en þeir sem eldri eru eða þeir sem eru innfæddir. Slík greining á kosningaþátttöku hefur ekki farið fram hér á landi. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða með neinni vissu að yngri kjósend- ur séu ekki að nýta sér kosninga- réttinn, en samt má ætla að sama þróun sé hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum,“ seg- ir í tilkynningunni. Myndbönd- in höfða því sérstaklega til ungs fólks en þau eru með íslenskum, enskum og pólskum undirtexta. Þau má sjá á myndbandavefnum YouTube (www.youtube.com) og á heimasíðu samabandsins (www. samband.is). hlh Alþingi samþykkti í síðustu viku tvö frumvörp Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur innanríkisráðherra um breytingar á lögum um umdæma- skipan lögreglustjóra og sýslu- manna. Með lögunum er embætt- um sýslumanna fækkað úr 24 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í níu. Þá verður yfirstjórn lögreglu að- skilin frá yfirstjórn sýslumanns- embætta. Ráðherra mun ákveða í reglugerð hvar aðalstöðvar emb- ættanna skulu vera og hvar lög- reglustöðvar verða starfræktar svo og aðrar sýsluskrifstofur. Breytt skipulag tekur gildi um næstu ára- mót. Í tilkynningu frá innanríkisráðu- neytinu segir að tilgangurinn með sameiningu sýslumannsembætta sé að til verði öflugri þjónustustofn- anir sem standi betur að vígi til þess að sinna hlutverki sínu og taka að sér aukin verkefni. Með aðskilnaði yfirstjórnar lögreglu frá yfirstjórn sýslumannsembætta er lögreglu- stjórum gert kleift að sinna lög- reglustjórn óskiptri í ljósi aukinna krafna sem gerðar eru til löggæslu. Með þessari breytingu er stefnt að því að til verði öflugt lögreglu- lið sem njóti styrks af stærri liðs- heild og verði hagkvæmari rekstr- areiningar til lengri tíma litið. Ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfs- manna þrátt fyrir hagræðingu í rekstri og gert er ráð fyrir að starf- andi sýslumenn njóti forgangs til skipunar í ný embætti sýslumanna. Landið skiptist samkvæmt ný- samþykktu frumvarpi í níu umdæmi sýslumanna sem eru: sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sýslumanns- ins á Vesturlandi, sýslumannsins á Vestfjörðum, sýslumannsins á Norðurlandi vestra, sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sýslumanns- ins á Austurlandi, sýslumannsins á Suðurlandi, sýslumannsins í Vest- mannaeyjum og sýslumannsins á Suðurnesjum. Ný lögregluumdæmi ná yfir sömu svæði. Umdæmamörk embætta sýslumanna og lögreglu- embætta verða samkvæmt lögun- um ákveðin í reglugerð sem ráð- herra setur með hliðsjón af skipu- lagi annarrar opinberrar þjónustu í umdæmum og að höfðu samráði við lögreglustjóra, Samband ís- lenskra sveitarfélaga og landshluta- samtök sveitarfélaga. þá Eldri Vestlendingar sem hafa hug á því að fara á Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík 20. - 22. júní í sumar, er bent á kynningarfund á mótinu og keppnisgreinum í íþróttahúsinu í Borgarnesi á fimmtudagskvöldið kl. 20:30. Suðlægar áttir eru í kortunum næstu dagana og fremur milt veður. Á fimmtudag er spáð hægri suðvestan átt og skýjuðu en yfirleitt þurru um landið vestanvert og víða bjartviðri fyrir austan. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. Á föstudag er spáð að rigni á vestanverður landinu en veð- ur verði milt. Útlit er fyrir svipað veð- ur á laugardag og hita 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Á sunnu- dag og mánudag er spáð suðaust- lægri átt og rigningu eða skúrum, en þurru að kalla fyrir norðan. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast á norðausturlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Á að takmarka verkfallsrétt ef almanna hagsmunir eru í húfi?“ Flestir eru þeirrar skoðunar, „já skil- yrðislaust“ sögðu 45,84% og „já lík- lega“ var svar 14,86%. „Nei alls ekki“ sögðu 25,69% og „nei líklega ekki“ 7,05%. 6,55% vissu það ekki eða höfðu ekki á því skoðun. Í þessari viku er spurt: Er fjórflokkurinn að líða undir lok Ragnar Hjörleifsson göngugarpur er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Hvetja kjósendur til að nýta kosningaréttinn Sýslumanns- og lögregluembættum fækkað stórlega Sumarstörf eftirsótt hjá Norðuráli Skjáskot úr kynningarmyndbandi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur látið gera sérstök hvatn- ingarmyndbönd til þess að hvetja kjósendur til að nýta kosninga- réttinn í komandi sveitarstjórnar- kosningum sem fram fara 31. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Fram kemur að dreg- ið hafi úr kosningaþátttöku í sveit- arstjórnarkosningum á undanförn- um áratugum og vill SÍS því með myndböndunum sporna við þeirri þróun. Í síðustu sveitarstjórnar- kosningum árið 2010 var þátttak- an til dæmis sú lægsta í 40 ár, eða 73,5% og lækkaði um 5,2% frá Sumarstörf í álveri Norðuráls á Grundartanga eru eftirsótt þetta árið eins og svo oft áður. Norður- ál er stærsti vinnustaðurinn á Vest- urlandi en í álverinu starfa um 600 manns að jafnaði. Þegar fastráðn- ir starfsmenn álversins fara svo í sumarfrí opnast möguleikar fyrir fjölda fólks að fá sumarstörf til að fylla í skörðin. Þetta sumarið voru 160 stöður í boði til sumarafleys- inga hjá Norðuráli og var mikil eft- irspurn eftir þeim, að sögn Sólveig- ar Kr. Bergmann, upplýsingafull- trúa fyrirtækisins. „Um 500 manns sóttu um þær stöður sem í boði voru hjá okkur þetta sumarið og var þetta svipaður fjöldi starfa og umsækjenda og hefur verið síðustu árin. Því voru mun færri sem kom- ust að en vildu og var stærsti hluti þeirra sem við réðum í sumar fólk sem hefur verið að vinna hjá okk- ur áður. Norðurál hefur haft mjög góða reynslu af sumarstarfsmönn- um sínum og er því frábært að fólk vilji koma aftur til okkar ár eftir ár,“ segir Sólveig. jsb Öllum tilboðum hafnað í skólaakstur í Hvalfjarðarsveit Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarð- arsveitar á þriðjudaginn í liðinni viku var fjallað um útboðsmál vegna skólaaksturs. Þar var tek- in fyrir samantekt frá sveitarstjóra og fundargerð frá Ríkiskaupum. Frá tilboðunum var greint í síð- asta tölublaði Skessuhorns. Sveit- arstjórn samþykkti samhljóða að hafna öllum tilboðum í skólaakst- ur, „þar sem mikið af umbeðn- um gögnum vantar í tilboðin bæði hvað varðar hæfi bjóðenda og val- forsendur,“ eins og segir í fundar- gerð. Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra í samráði við Rík- iskaup að vinna að útfærslu á næstu skrefum varðandi skólaakstur. Sig- urður Sverrir Jónsson oddviti sveitarstjórnar, einn tilboðsgjafa í skólaaksturinn og skólabílstjóri, yfirgaf fundinn meðan fjallað var um skólaakstursmálin. Skólaakstur í sveitarfélaginu skiptist í fimm akstursleiðir, en sjötti liður í útboðinu var samein- uð akstursleik 1 og 2. Þrjú fyrir- tæki buðu í aksturinn; Skagaverk ehf, Sigurður Sverrir Jónsson og Hópferðabílar Reynis Jóhannsson- ar. Á fundi Ríkiskaupa voru engar athugasemdir skráðar þegar tilboð voru opnuð, eins og fram kemur í fundargerð. Lægstu tilboð í skóla- aksturinn áttu Skagaverk og Hóp- ferðabílar Reynis á Akranesi, en sveitarstjórn hefur eins og áður segir tekið þá ákvörðun að hafna öllum tilboðunum. þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.