Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Sú var tíð að fólk lagði á sig löng og ströng ferðalög til að ná fundum þar sem stjórnmálamenn tókust á í aðdraganda kosninga. Fundirnir stóðu jafn- vel fram yfir sólarupprás enda um margt að ræða því sjaldan var hist. Á fundunum var deilt og sagðar sögur, jafnvel í bundnu máli. Oftar en ekki urðu þeir svo hlutskarpastir í kosningunum sem bjuggu yfir mestri ræðu- snilld. Þetta var tími þeirra kjaftforu og kláru. Í aðdraganda hrepps- og bæjarstjórnakosninga var ekki síður tekist á þegar kosningar nálguðust. Framboðsfundir þóttu ekki síður nauðsynlegir á þeim vettvangi enda skipti miklu að vel væri haldið á spöðunum heima fyrir ekki síður en á þingi. Far- sælir hreppsnefndarmenn urðu jafnvel héraðshöfðingjar. Verk þeirra skiptu máli og kjósendum var alls ekki sama hvernig á málum var haldið. Kjós- endur vissu að hverju þeir gengu og báru virðingu fyrir þeim sem kunnu að fara með valdið. Nei, nú er öldin önnur á allan hátt. Frambjóðendur nútímans stofna bara eina Fésbókarsíðu og telja það talsvert afrek. Sé boðið upp á framboðsfund mæta jafnvel færri kjósendur en frambjóðendur. Gagnkvæmur áhugi fyrir viðfangsefninu er af skornum skammti. Tæpast að menn nenni að hlusta á heilan viðtalsþátt um málefni heimabyggðar. Til marks um það hvern- ig áherslur hafa breyst má nefna að einhvern tímann hefði það þótt til tíð- inda í kosningaútvarpi frá Norðfirði að helst væri tekist á um það hvort nýr vegspotti eigi að liggja fyrir neðan eða ofan leikskólann! Einn umræðuþáttur fór fram á föstudagskvöldið í Ríkisútvarpinu. Tveir fréttamenn úr Reykjavík létu sig hafa það að mæta á Akranes í því skyni að taka púlsinn á kosningabaráttunni. Hygg ég að undirbúningur þeirra hefði mátt vera meiri. Ég saknaði allavega spurninga sem skiptu Akurnes- inga máli. Þarna voru saman komnir oddvitar fimm framboða. Þeim var vorkunn því engu var líkara en spyrlarnir væru ekki alveg með á nótunum. Umræðan snerist því t.d. um niðurstöðu skoðanakönnunar sem birt var í Mogganum nokkru áður, eins og niðurstaða hennar skipti höfuðmáli! Í því sambandi spurði jafnvel einhver hvað væri eiginlega í lyfjaglösunum sem apótekarinn seldi, fyrst hann fengi svona mikið fylgi! Ekki var að heyra að nokkrum frambjóðenda þætti sú umræða óviðeigandi. Minnst var á að- stöðugjald fyrirtækja sem reyndar var lagt af snemma á tíunda áratugnum og loks nefndi einhver að sameining við Mosfellsbæ væri vænlegur kostur fyrir Skagamenn. Ekki kom annað fram en þessi umræða væri frambjóð- endum að skapi. Á mig virkaði hún hins vegar eins og saumaklúbbur við kertaljós hjá húsmæðrum í sveit, sem bæru þó hæfilegan hlýhug hver til annarrar. Ályktun mín eftir að hafa hlustað á þáttinn er sú að líklega er bara best að fréttamenn úr höfuðborginni sinni áfram, eins og þeir eru vanir, umfjöllun um verkefni sveitarfélaga á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nú veit ég ekki með aðra kjósendur en ég allavega saknaði að heyra ekki frambjóðendur á Akra- nesi spurða um skuldastöðu sveitarfélagsins, málefni fatlaðra, búsetumál eldri borgara, skipulagsmál og að kallað yrði eftir afgerandi skoðun fram- bjóðenda á því hvort byggja eigi nýjan grunnskóla eða fara aðrar leiðir til að leysa húsnæðisskort skólanna. Í það minnsta er ég sem kjósandi nákvæm- lega jafn nær um markmið, áherslur og stefnur þessara fimm framboða, en ég var áður en ég hlustaði á fyrrnefndan þátt. Nú þekkist sú skoðun og þykir víst fín að allir eigi að vera hipp og kúl sem eru í framboði. Hafa helst sem minnst stefnumál og því síður loforð. Það má ekki takast á um hlut- ina því slíkt gæti borið vott um neikvæðni. Nei, má ég þá heldur biðja um framboðsfundi eins og þeir voru og hétu meðan blóðið rann í fólki, þegar frambjóðendur af eldmóð lögðu allt í sölurnar til að vinna hug og hjörtu kjósenda sinna. Mér leiðist flatneskja og hvet því menn til dáða. Magnús Magnússon. Flatneskja Sjálfstæðisflokkurinn í Grundarfirði opnaði kosningaskrifstofu sína með pompi og pragt sunnudaginn 18. maí sl. D listinn kynnti þá bæjarstjóraefni sitt fyrir komandi kosningar og er það Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Eyrún Ingibjörg er fyrrum oddviti á Tálknafirði og er búsett þar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir bæjar- stjóraefni og Rósa Guðmundsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins. tfk Sveitamarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi hélt upp á eins árs starfsafmæli á laugardaginn. Versl- un Ljómalindar var opnuð 16. maí á síðasta ári og hefur síðan verið sérhæfð í sölu á varningi úr hér- aði eins og handverki, matvælum og blómum. Að sögn Rósu Hlínar Sigfúsdóttur, sem er einn af rekstr- araðilum Ljómalindar, hefur fyrsta árið gengið vonum framar. „Þetta hefur gengið alveg rosa- lega vel og vaxið gífurlega strax á þessu fyrsta starfsári okkar. Í dag erum við að selja heimaunnar vörur fyrir yfir 50 einstaklinga af Vestur- landi og er alltaf að bætast við fólk sem vill selja sínar vörur hjá okkur. Okkur hafa borist fyrirspurnir um að selja vörur frá fleiri stöðum en af Vesturlandi, en við setjum það sem skilyrði að þær vörur sem við selj- um séu héðan og því eru færri sem komast að en vilja.“ Síðastliðinn laugadag var vegleg afmælisveisla í verslun Ljómalindar fyrir gesti og gangandi. Mætti þar mikill fjöldi fólks og var meðal ann- ars í boði að smakka matvæli sem eru til sölu ásamt pönnukökum og rjóma. Spiluð var lifandi tónlist fyr- ir gesti. jsb Nýjasta „æðið“ á netinu snýst um að láta taka myndband af sér þegar hoppað er í sjóinn. Jafnframt er skorað á þrjá vini eða ætt- ingja að gera slíkt hið sama innan sólarhrings. Áskorun- in hefur farið eins og eldur um sinu um Norðurlöndin og hefur nú einnig náð til Ís- lendinga. Talsvert hefur borið á því að undanförnu að ung- menni séu að stinga sér í sjó- inn við bryggjur landsins að undanförnu og er Vesturland þar ekki undanskilið. Flestir stökkva fram af bryggjum en eitthvað er jafnvel um að ung- menni stökkvi fram af klett- um og í sjó. Mjög varasamt getur verið að stökkva í sjóinn með þessum hætti og er meðal annars hætta á að fá krampa þegar kom- ið er í ískaldan sjóinn. Þá er einn- ig hætta á ofkælingu auk þess sem líkur á drukknun eru almennt tald- ar aukast þegar synt er í köld- um sjó. Á Akranesi, í Ólafsvík, Grundarfirði og jafnvel víð- ar er þessi iðja ekki ný af nál- inni. Nánast má segja að hefð sé fyrir því að krakk- ar stökkvi þar í sjóinn, eink- um þegar hlýna tekur á sumr- in. Almennt hafa þeir krakkar sem stunda þetta af staðaldri þó verið í viðeigandi búning- um. Lögregla og hafnarstjór- ar víða um land hafa varað við því að ungmenni taki þessum áskorunum og segja að með þeim sé hættunni boðið heim. grþ Segja má að sumarið sé á næsta leyti þegar að ilmandi pylsulykt fer að anga um Grundarfjörð. Þá er Meistarinn nefnilega búinn að setja upp söluvagninn og svangir Grundfirðingar og ferðalangar geta nælt sér í pylsu eða bát. Baldur Orri Rafnsson pylsusali opnaði Meistarann síðasta föstudag og þá var ekki að spyrja að því. Gesti bar að streyma að enda margir mánuðir síðan hægt var að fá sér „Henrik“ eða „Þórhildi“ í gogginn. tfk Vorboðinn ljúfi í Grundarfirði Anna Sigríður Guðbrandsdóttir og Rósa Hlín Sigfúsdóttir úr eigendahópi Ljómal- indar ánægðar með fyrsta starfsárið. Ljómalind í Borgarnesi fagnaði eins árs afmæli Eyrún Ingibjörg er bæjarstjóra- efni sjálfstæðismanna Stokkið í höfnina. Myndin er nokkurra ára gömul úr safni Skessuhorns. Varað við því að stökkva í sjóinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.