Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 54 54 300 SMIÐJUVEGUR 7 KÓPAVOGUR vottuð framleiðlsa GRILLAÐU Í SKJÓLI GLER Í SKJÓLVEGGI Eldsmíðahátíð 2014 29. maí – 1. júní Safnasvæði Akraness Námskeið Sýning Sýnikennsla Keppni Nánar á eldsmidir.net Kjörskrá Borgarbyggðar vegna sveitarstjórnakosninga sem fram fara 31. maí 2014 liggur frammi á afgreiðslu- tíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, frá og með 21. maí til kjördags. Skrifstofustjóri Auglýsing um kjörskrá S K E S S U H O R N 2 01 4 „Já, krían kom hérna á loka- degi vetrarvertíðar, sunnudag- inn 11. maí, eins og gerist svo oft. Það kemur reyndar stundum fyr- ir að hún komi aðeins fyrr, átt- unda eða níunda og einstaka sinn- um enn fyrr. Það eru ekki komnir stórir hópar ennþá en það má bú- ast við að henni fjölgi næstu dag- ana og fari þá að undirbúa varp- ið,“ segir Sæmundur Kristjáns- son í Rifi fyrrverandi bæjarverk- stjóri í Snæfellsbæ þegar rætt var við hann í síðustu viku. Sæmundur er mikill náttúruunnandi og fylg- ist grannt með fuglinum, ekki síst kríunni sem hefur hvað mesta við- komu í Rifi á öllum stöðum lands- ins. „Þetta er náttúrlega alveg hörmung hvað lítið hefur kom- ist upp af kríuungum seinni árin. Það er ætisleysið sem virðist vera helsta ástæðan fyrir því,“ segir Sæ- mundur. En það er líka annar fugl sem far- inn er að verpa í talsverðum mæli í Rifi. Sæmundur segir að æðarvarp- ið virðist fara vel af stað í mann- gerðu hólmunum í tjörninni fyrir ofan Rifsósinn. Fuglinn sé búinn að verpa og allt í lukkunnar vel- standi. Í sambandi við komu krí- unnar þetta vorið má svo bæta því við að til hennar sást 2. maí á fló- anum norðan Akraness sem þykir óvenjulega snemmt. Ágiskanir eru um að hún hafi skynjað góða vor- byrjun á sunnanverðu landinu. þá Akraneskaupstaður og Markaðs- stofa Vesturlands héldu súpufund um uppbyggingu ferðaþjónustu á Akranesi, í Bíóhöllinni síðastliðinn miðvikudag. Aðilar tengdir ferða- þjónustu á Akranesi ásamt versl- unareigendum og öðrum áhuga- sömum um ferðamál voru hvattir til að mæta. Rósa Björk Halldórs- dóttir frá Markaðsstofu Vestur- lands stýrði fundinum. Á fimmta tug gesta mættu og tók Hannibal Hauksson, nýráðinn ferðamála- fulltrúi Akraneskaupstaðar, fyrstur til máls. Hann kynnti ferðasumarið á Akranesi og sagði frá því að mörg spennandi verkefni biðu hans í nýju starfi. Þá sagðist hann vilja marka stefnu og skilgreina bæinn sem ferðamannastað og lagði áherslu á að mikilvægt væri að reyna að fá bæði innlenda og erlenda ferða- menn á Skagann. Hann sagði frá því að upplýsingamiðstöðin við Suðurgötu 57 yrði með breyttum áherslum í sumar og lagði áherslu á mikilvægi góðs upplýsingaflæð- is á milli þjónustuaðila á svæð- inu og miðstöðvarinnar. Hannibal lagði einnig áherslu á að Akranes- kaupstaður og ferðaþjónustuaðil- ar færu í samvinnu. „Akraneskaup- staður leggur til vitana, Safnasvæð- ið, Garðalund, Langasand, Jaðars- bakkasundlaug og fleira. En aðil- ar í ferðaþjónustunni koma með kryddið og þangað fara tekjurnar,“ sagði hann. Að auki ræddi Hanni- bal um markaðsstarf tengt ferða- þjónustu á Akranesi. Hann sagði frá því markaðsstarfi sem unnið hefði verið undanfarið og talaði auk þess um nýjar leiðir í markaðssetningu. Eftir að ferðamálafulltrúinn lauk máli sínu var opið fyrir spurningar og hugmyndir fundargesta. Hanni- bal var ánægður með góð viðbrögð úr salnum. „Ég fagna áhuganum sem er fyrir ferðaþjónustu á Akra- nesi akkúrat núna,“ sagði hann að lokum. Líflegar umræður um Írska daga Anna Leif Elídóttir verkefna- stjóri menningarmála fór því- næst yfir undirbúning Írskra daga sem haldnir verða fyrstu helgina í júlí. Hún hvatti ferðaþjónustuað- ila til að nýta sér þennan viðburð og að taka þátt í að þróa Írska daga í ferðaþjónustulegum tilgangi og fyrir heimafólk. Hún opnaði því- næst fyrir umræður um Írsku dag- ana og tók niður hugmyndir fund- argesta. Miklar umræður sköpuð- ust um hvaða stefnu ætti að taka með hátíðina og fengu viðstadd- ir tækifæri til að koma hugmynd- um sínum um Írska daga á fram- færi. Anna Leif benti einnig á að hægt væri að koma hugmyndum á framfæri með tölvupósti eða með símtali til hennar. Þá sagði hún frá fleiri hugmyndum varðandi Írska daga sem nú þegar eru í þró- un, svo sem hugmyndin „Íri í einn dag,“ þar sem stendur til að kynna írska menningu á viðburði tengd- um Írskum dögum. Vonast eftir fullu torgi af fólki Hlédís Sveinsdóttir tók síðust til máls. Hún fjallaði um vinsældir matarmarkaða og nefndi þá kynn- ingu og eflingu menningarlífs sem fengist með að halda slíkan mark- að. Hún sagði frá matar- og antík- markaðinum sem haldinn verður í átta skipti í sumar við Akratorg, líkt og kom fram í viðtali við hana í Skessuhorni fyrr í mánuðinum. Hlédís lýsti því hvers vegna Akra- nes er kjörinn staður fyrir slíkan markað, vegna fjarlægðar sinnar frá höfuðborginni. Hún fór með- al annars yfir fyrirkomulag mark- aðarins og sýndi myndir af Akra- torgi eins og það kemur til með að líta út eftir breytingar sem nú eru í gangi. „Nytjamarkaðurinn Búkolla tekur frá teppi og dúka fyrir okkur, þannig að fólk getur meðal annars farið í nestisferð á markaðinn. Það er okkar von að torgið verði iðandi af lífi,“ sagði Hlédís meðal annars. Að lokum sleit Rósa Björk fundin- um og líflegar umræður mynduð- ust einnig á meðan fundargestir gæddu sér á súpu, brauði og kaffi. grþ Sæmundur Kristjánsson fugla- áhugamaður í Rifi. Krían farin að safnast í Rif Kríurnar í Rifi eru nú mættar. Ljósm. þa. Vel heppnaður fundur um ferðaþjónustu á Akranesi Góð mæting var í Bíóhöllina og fundargestir tóku virkan þátt í umræðum á milli þess sem þeir hlustuðu á erindi. Hannibal Hauksson, nýr ferðamála- fulltrúi Akraneskaupstaðar, var meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum. Starfsmaður á dekkjaverkstæði Bifreiðaþjónusta Harðar í Borgarnesi auglýsir eftir starfs- manni á dekkjaverkstæði. Ráðning sem fyrst. Reynsla æskileg en ekki nauðsynleg fyrir röskan mann. Nánari upplýsingar í síma 437-1192 og 847-8698. Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Borgarbraut 55 – Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.