Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Bæjarstjórn fagnar hug- myndabanka GRUNDARFJ: Á fundi sín- um sl. fimmtudag fagnaði bæjarstjórn Grundarfjarð- ar hugmyndabanka bæjarins á Facebook, sem er lifandi umræðuvettvangur íbúa. Í fundargerð segir að mikil- vægt sé að upplýsa um hvort og hvernig Grundarfjarðar- bær fjalli um þær hugmynd- ir og ábendingar sem þar koma fram þannig að leik- reglurnar séu skýrar. Á fund- inum var svohljóðandi stefna bæjarstjórnar varðandi hug- myndabanka samþykkt sam- hljóða: „Bæjarstjórn hef- ur ekki skuldbundið sig til að fjalla um þær hugmyndir sem hér koma fram, en get- ur engu að síður ákveðið að gera það. Ef eigendur hug- mynda vilja leita til Grundar- fjarðarbæjar eða koma hug- myndum sínum formlega á framfæri, er hægt að senda bréf eða tölvupóst til bæjar- stjóra eða hafa samband við menningar- og markaðsfull- trúa. Þá getur atvinnuráð- gjafi SSV aðstoðað við mót- un verkefna, gerð viðskipta- áætlana og styrkumsókna og bent á sjóði sem veita styrki í allskonar verkefni,“ seg- ir í bókun frá bæjarstjórnar- fundinum. –þá Tækifæri safna og sýninga VESTURLAND: Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) hélt málþing í síðustu viku í samvinnu við Íslandsstofu. Þar var fjallað um stöðu, ný- sköpun og framtíðartæki- færi safna, sýninga og sögu- ferðaþjónustu við markaðs- setningu á Íslandi. Um eitt hundrað aðilar standa nú að samtökunum og koma þeir víðsvegar af landinu. Af Vesturlandi eru það Ei- ríksstaðir, Landnámssetr- ið í Borgarnesi, Snorrastofa í Reykholti, Víkingafélagið í Grundarfirði og Byggða- safnið í Görðum á Akranesi. Auk þess hefur Markaðsstofa Vesturlands aukaðild. –mm Frjálsi valinn líf- eyrissjóður ársins LANDIÐ: Frjálsi lífeyris- sjóðurinn hefur verið valinn lífeyrissjóður ársins á Íslandi af fagtímaritinu Acquisition International. Þetta kemur fram í sérstakri útgáfu tíma- ritsins um verðlaunin sem veitt eru á hverju ári þeim sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði sl. 12 mán- uði. Dómnefnd tímaritsins horfði til ýmissa þátta í val- inu, m.a. til uppbygging- ar sjóðsins, fjölbreyttra val- kosta í útgreiðslum fyrir sjóðfélaga og mikla fjölgun sjóðfélaga þrátt fyrir frjálsa aðildarskyldu að sjóðnum. Jafnframt var horft til þess að sjóðnum hefði tekist að verja hagsmuni sjóðfélaga við erfiðar aðstæður á fjár- málamörkuðum. Frjálsi líf- eyrissjóðurinn er rúmlega 136 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru tæplega 50 þúsund talsins. Það er Ar- ion banki sem sér um rekstur sjóðsins. –hlh Hagnaður af rekstri Samkaupa LANDIÐ: Velta Samkaupa og dótturfélagsins Búrs, var tæplega 23,5 milljarð- ar króna á árinu 2013 og jókst um 3,6% frá fyrra ári. Hagnaður félagsins eftir skatta var rúmar 296 millj- ónir, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu í kjölfar aðal- fundar þess. Samkaup reka 48 verslanir undir merkjum Nettó, Kaskó, Samkaup úr- val og Samkaup strax. Versl- anirnar eru á 34 stöðum um landið. Starfsmenn félags- ins á árinu 2013 voru 874 í 498 stöðugildum. Hluthaf- ar Samkaupa voru 177 í lok síðasta árs. Kaupfélag Suð- urnesja ásamt dótturfélögum átti 62,9% hlut og Kaupfélag Borgfirðinga ásamt dóttur- félagi 21,9%. Aðrir hluthaf- ar áttu minna en 10% hver um sig. Hlutur Kaupfélags Borgfirðinga í Samkaupum er stærsta einstaka eign KB. Kaupfélag Borgfirðinga var eins og kunnugt er stofnað 1904 og hélt í vor upp á 110 ára afmæli sitt. Félagar í KB eru um 1500 og nær félags- svæðið frá Breiðafirði suður í Hvalfjörð. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 10. - 16. maí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 29 bátar. Heildarlöndun: 41.584 kg. Mestur afli: Magnús HU: 3.638 kg í fjórum löndun- um. Arnarstapi 30 bátar. Heildarlöndun: 135.929 kg. Mestur afli: Tryggvi Eð- varðs SH: 35.087 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður 51 bátur. Heildarlöndun: 385.327 kg. Mestur afli: Hringur SH: 73.244 kg í einni löndun. Ólafsvík 48 bátar. Heildarlöndun: 459.432 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 81.827 kg í þremur lönd- unum. Rif 56 bátar. Heildarlöndun: 590776 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 154.582 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur 14 bátar. Heildarlöndun: 84.689 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 71.820 kg í fjórum lönd- unum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 77.580 kg. 15. maí 2. Tjaldur SH – RIF: 77.002 kg. 10.maí 3. Hringur SH- GRU: 73.244 kg. 13. maí 4. Örvar SH – RIF: 53.327 kg. 12. maí 5. Helgi SH – GRU: 48.771 kg. 12. maí mþh Um síðustu mánaðamót rak hnúfu- bak á land við Öffersey á Skarðs- strönd, skammt norðan við Skarðs- stöð. Á vefnum budardalur.is er haft eftir Boga Kristni Mogesen skipulags- og byggingafulltrúa, sem tók meðfylgjandi mynd, að hvalur- inn sé 7-8 metra langur og nú þegar farinn að lykta illa. Hvalurinn mun hafa sést í fjörunni fyrst á baráttu- degi verkalýðsins 1. maí sl. Sjá nán- ar www.budardalur.is mm Björgunarsveitir í Borgar- firði, Borgarnesi og Akranesi voru að beiðni lögreglu kall- aðar út til leitar á fimmta tím- anum aðfararnótt sl. mánu- dags til leitar að einstaklingi eða fólki sem óttast var að væri í vandræðum við Hraun- fossa. Þá var þyrla Landhelg- isgæslunnar einnig kölluð til leitar. Leitarbeiðni var síðan afturkölluð um fjörutíu mín- útum síðar. Kvöldið áður var Snorri Jóhannesson á Auga- stöðum og rekstraraðili við Hraun- fossa var við bíl sem lagt hafði ver- ið á bílastæðið skammt við foss- ana. Upp úr miðnættinu var bíllinn enn á bílastæðinu og var þá farið að grennslast fyrir um fólkið úr bílnum. Fannst það ekki þrátt fyrir leit. „Ég hafði áhyggjur af fólki, að það hefði hugsan- lega farið sér að voða við ána eða í skóginum,“ sagði Snorri. Skömmu eftir útkallið, þegar þyrla var mætt á svæðið, kom svo ferðamaður út úr tjaldi. Tjaldið reyndist samlitt um- hverfinu og nær ómögulegt að sjá það. Hafði maðurinn tjaldað um 400 metra frá bíla- stæðinu. Reyndist hann eig- andi bílsins og var því málið farsæl- lega leyst. þá 17. maí er eins og margir vita þjóðhátíðardagur Norðmanna. Dagurinn er hins vegar einn- ig merktur á almanakið fyrir aðr- ar sakir og ólíkar. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað sl. föstudag segir: „Þann 17. maí árið 1990 var sam- kynhneigð tekin út af sjúkdómalista Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Að því tilefni er 17. maí Alþjóðleg- ur baráttudagur gegn homo-, bi- og transfóbíu. Akraneskaupstaður flaggar því regnbogafánum í dag við skrifstofur sínar að Stillholti 16-18 og við aðra stofnanir kaup- staðarins.“ Þá segir að mannréttindastefna Akraneskaupstaðar hafi nýlega ver- ið samþykkt í bæjarstjórn og þar komi fram að Akraneskaupstað- ur styðji réttindabaráttu hinsegin fólks. „Orðið ,,hinsegin“ er regn- hlífarhugtak sem nær yfir alla þá hópa sem skilgreina kynhneigð sína og kynvitund utan hins gagnkyn- hneigða ramma. Í stefnunni seg- ir að óheimilt sé að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kyn- vitundar og að framlag hvers og eins skuli metið að verðleikum óháð kynvitundar eða kynhneigð- ar.“ Meðfylgjandi er ljósmynd tek- in fyrir utan bæjarskrifstofu Akra- neskaupstaðar. mm Bæjarstjórn Grundarfjarðar hélt seinasta bæjarstjórnarfund kjörtímabilsins fimmtudaginn 15. maí. Þó að fundurinn hafi verið síðasti fundur núverandi bæjarstjórnar þá var hann jafnframt fyrsti fundurinn sem fram fór í nýjum fundarsal Grundar- fjarðarbæjar. Á myndinni eru frá vinstri: Björn Steinar Pálmason bæjarstjóri, Eyþór Garðarsson, Ásthildur Erlingsdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir forseti bæjarstjórnar, Þórey Jónsdóttir, Rósa Guðmundsdóttir, Þórður Magnússon, Gísli Ólafsson og Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri. tf Hvalreki á Skarðsströnd Regnbogafánanum flaggað við bæjarskrifstofurnar Síðasti fundur bæjarstjórnar sá fyrsti í nýju húsnæði Óttast var um ferðamenn við Hraunfossa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.