Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Fyrir níu árum var heimatilbún- um kastala komið fyrir á lóð Laug- argerðisskóla og unnu foreldrar barna í skólanum það verk. Þar sem kastalinn var orðinn gamall, farinn að láta á sjá og uppfyllti þar að auki ekki staðla um öryggi, var hann rif- inn þegar lóðin var endurgerð og settur upp sparkvöllur. Síðan hefur leikkastali verið draumur nemenda við skólann. Nú er sá draumur orð- inn að veruleika, þökk sé góðu fólki sem ber hlýjan hug til Laugargerð- isskóla. Sá sem átti frumkvæði að því að láta drauminn rætast er for- maður skólanefndar, Eggert Kjart- ansson á Hofsstöðum. Fyrirtækin Múlavirkjun, HS Orka og Fiskþurrkunin Miðhrauni gáfu skólanum kastalann og und- irlag undir hann. Þá komu feður skólabarna og kennarar og lögðu til tæki og vinnu til að setja mann- virkið niður. Var það verk unn- ið á fjórum dögum. Gestur Úlfars- son kom með tæki og tól og stjórn- aði vinnunni. Atli Svansson kom einnig með dráttarvél og lagði til vinnu. Sigurður Jónsson, faðir og kennari, vann við verkið allan tím- ann. Einnig komu þeir Jón Odds- son í Kolviðarnesi og Sigurbjörn Magnússon á Minni-Borg og unnu við uppsetninguna og Guttorm- ur í Miklaholtsseli hjálpaði til við steypuvinnu. Mottur og undirlag settu Atli Svansson í Dalsmynni, Eggert Kjartansson á Hofsstöðum, Halldór Sigurkarlsson í Hrossholti, Kristján Magnússon á Snorrastöð- um, Friðbjörn Örn Steingrímsson í Laugargerði og Sigurður Jónsson í Laugargerði. Nemendur og starfsfólk Laugar- gerðisskóla vilja þakka öllum þess- um aðilum fyrir þessa einstöku gjöf og vinnuna sem því fylgdi að koma kastalanum upp. iss Næstkomandi laugardag verður ekin fyrsta umferðin af fimm í Ís- landsmeistaramótinu í rallý 2014. Keppnin fer fram á sérleiðum um Djúpavatn og Hvaleyrarvatn á Reykjanesi og verður í umsjón Bif- reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Verður dagurinn tekinn snemma en keppnin hefst á Djúpavatni kl. 9.00. Nánari upplýsingar um tíma- setningar og fleira er að finna á bikr.is. Ein landsbyggðaráhöfn er með- al þeirra tólf sem skráðar eru til leiks en hana skipa Skagfirðingur- inn Baldur Haraldsson og Borg- firðingurinn Aðalsteinn Símon- arson. Þeir eru að hefja sitt þriðja keppnistímabil saman og mæta til leiks á mun aflmeiri Subaru Imp- reza bíl en þeir hafa verið á fram til þessa. Er stefnan hjá þeim fé- lögum að gera enn betur en und- anfarin ár en þeir urðu í þriðja sæti Íslandsmótsins 2012 og 2013. Mik- il vinna hefur undanfarna mánuði verið lögð í að undirbúa bílinn sem best fyrir átök sumarsins. Hægt er að fylgjast með hvernig þeim fé- lögum gengur á Facebook síðunni TímON rallý. mm/gg Í sumar mun ferðamönnum í Stykk- ishólmi bjóðast að láta leiða sig á nýjar slóðir með aðstoð snjalltækja. Sú nýjung hefur verið innleidd á Eldfjallasafninu að gestum býðst að fræðast um eldfjöll og jarðfræði á Snæfellsnesi í spjaldtölvum á safn- inu. Nú er stefnan auk þess sett á að færa fræðsluna út úr safninu og gera hana aðgengilegri fyrir snjalltæki og tölvur. Að sögn Haraldar Sig- urðssonar, eldfjallafræðings, sem er höfundur efnisins, er stefnt að því að fræðsluefnið verði allt aðgengi- legt á næstu misserum. Anok marg- miðlun ehf. í Stykkishólmi hefur unnið að verkefninu ásamt starfs- mönnum Eldfjallasafnsins. „Þetta verkefni er núna búið að vera eitt ár í vinnslu en við stefnum á að hægt verði að miðla hluta efnisins í sumar. Hugmyndin er sú að ferða- menn geti nýtt sér efnið á ferðum sínum um Snæfellsnes með því að hafa það í snjallsímum eða spjald- tölvum. Efnið virkar þannig að það sýnir notendum þess með GPS punktum staðsetningar 60 göngu- leiða að eldfjöllum og staðreyndir um jarðfræði sem tengjast eldfjöll- unum á Snæfellsnesi, allt frá Eld- borg til Snæfellsjökuls.“ Kveikjan að því að miðla efn- inu á þennan hátt kom í kjölfar þess að margir gestir safnsins voru með snjallsíma þegar þeir heim- sóttu safnið. „Við höfum tekið eftir því að margir gesta okkar eru með snjallsímann á lofti og þetta er sú þróun sem er að eiga sér stað í sam- félaginu. Þess vegna fannst okkur kjörið tækifæri að nýta þessa tækni til að koma okkar upplýsingum út fyrir dyr safnsins og út í náttúruna sjálfa,“ segir Haraldur og bætir við að efnið verði frítt í sumar. „Efn- ið verður frítt að minnsta kosti fyrst um sinn. Við lítum á þetta fyrst og fremst sem þjónustu við ferðamenn á Vesturlandi. Það er svo stefnt að því að þróa þetta enn frekar og ætl- um meðal annars að bæta við sögu- legum staðreyndum um þá staði sem þarna eru en við eigum enn eftir að sjá hvað gerist í þeim mál- um,“ sagði Haraldur. jsb Aðalfundur Rauða kross Íslands fór fram sl. laugardag í Grunda- skóla á Akranesi. Á fundinum voru afhentar viðurkenningar fyrir starf í þágu RKÍ. Meðal annars var afhent sérstök heiðursviðurkenning vegna fræðslu- og sjálfboðastarfa í þágu þeirra sem minnst mega sín og kom viðurkenningin í hlut Grundaskóla. Viðurkenningu þessa fær skólinn fyrir að hafa á undanförnum átta árum safnað rúmum tveimur millj- ónum króna sem runnið hafa til nauðstaddra barna í Malaví. Hefur þessi fjárhæð skilað miklum árangri fyrir hundruð barna í þessu fátæk- asta landi veraldar. Á annað hundrað fulltrúa frá 42 deildum Rauða krossins sótti aðal- fundinn. Tekin voru fyrir brýnustu málefni félagsins um forgangs- röðun verkefna í nærsamfélaginu í ljósi nýrrar skýrslu Rauða kross- ins: „Hvar þrengir að?“ sem kynnt var fyrir helgina. Þá var fjallað um herferð um skyndihjálp í tilefni af 90. afmælisári félagsins og hvern- ig auka megi fjáraflanir og styrkja tekjustofna en helstu tekjur RKÍ hafa dregist verulega saman síðast- liðin fimm ár. Kosin var ný stjórn á aðalfund- inum. Formaður RKÍ nú er Skaga- maðurinn Sveinn Kristinsson. Kosningin var söguleg að því leyti að þetta var í fyrsta sinn í sögu Rauða krossins á Íslandi var kos- ið um formann. Sveinn tekur við þessu embætti af Önnu Stefánsdótt- ur sem lætur af formennsku eftir að hafa gegnt henni frá 2008. Sveinn Kristinsson hefur verið formað- ur Rauða krossins á Akranesi í níu ár. Hann er fyrrverandi kennari og skólastjóri og hefur gegnt forystu innan Rauða krossins og sinnt fjöl- mörgum félags- og trúnaðarstörf- um á vettvangi sveitarstjórnarmála. Til setu í stjórn Rauða krossins á Ís- landi til fjögurra ára voru kjörnir: Halldór Valdimarsson fyrrverandi skólastjóri sem kemur úr Húsavík- urdeild RKÍ, Hrund Snorradótt- ir verkefnisstjóri hjá Austurbrú úr Vopnafjarðardeild, Margrét Vagns- dóttir rekstrarstjóri í Háskólanum á Bifröst úr Borgarfjarðardeild, Jón- as Sigurðsson varayfirlögreglustjóri á Vestfjörðum úr Barðastrandar- sýsludeild og Sigrún Árnadóttir sveitarstjóri í Sandgerði úr Suður- nesjadeild. mm/sas Draumur barna í Laugar- gerðisskóla uppfylltur með höfðinglegri gjöf Aðalsteinn og Baldur ásamt aðstoðarmönnum. Einn vestlenskur keppandi á Íslandsmótinu í rallý Logo nýja forritsins á Eldfjallasafninu. Gönguleiðir og jarðfræði Snæfells- ness aðgengilegar í snjallsímum Stefnt er að því að ferðamenn geti fengið leiðsögn í snjallsíma sína um ýmsa jarð- fræði tengda eldfjöllum á Snæfellsnesi. Sveinn Kristinsson er nýr formaður RKÍ á Íslandi. Rauði krossinn verðlaunar fyrir góðan árangur í Malaví söfnun Sigurður Arnar Sigurðsson aðstoðarskólastjóri í Grundaskóla ásamt þremur fulltrúum nemenda. Skólinn og nemendur þar hafa safnað um tveimur milljónum króna síðastliðin sex ár handa nauðstöddum í Malaví.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.