Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Óhætt er að segja að Ragnar Hjör- leifsson frá Heggsstöðum í Andakíl, sem um árabil var búsettur á Akra- nesi, sé mikill göngugarpur. Nýver- ið gekk hann t.d. á Skarðsheiðina og undanfarin ár hefur hann lagt að baki ýmis fjöllin. Síðastliðinn föstu- dag gerði hann enn betur og topp- aði sig ef svo má segja; gekk ásamt félögum sínum á Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins. Útaf fyrir sig eru göngur sem slíkar ekki eins- dæmi enda hefur í seinni tíð fjölgað mjög í hópi fjallgöngugarpa. Hins vegar er ganga Ragnars merkileg fyrir þær sakir að hann er einfætt- ur og hefur í áratugi notað gervifót. Fótinn upp að hné missti Ragnar í vinnuslysi heima í sveitinni þegar hann var unglingur. Að líkindum er Ragnar fyrsti maðurinn sem geng- ur á gervifæti á Hvannadalshnjúk. Lesendur leiðrétti við ritstjórn ef rangt er með farið. Raunar er ganga á hnjúkinn þrekvirki, jafnvel þótt menn hafi tvo heilbrigða fætur og séu almennt í góðu líkamlegu formi. Gangan á föstudaginn tók tæpar 15 klukku- stundir fyrir Ragnar og samferða- menn hans. „Við vorum fimm sam- an og komumst allir upp á topp. Einnig var þriggja manna hópur sem toppaði þennan dag. Hins veg- ar voru a.m.k. fimmtán manns sem urðu frá að hverfa; lögðu ekki í að ljúka göngunni og einn þeirra var reyndar sóttur og fluttur niður með þyrlu.“ Ragnar segir að bylting hafi orð- ið á möguleikum hans til að stunda fjallgöngur fyrir fjórum árum. Þá hafi hann fengið rafmagnsökkla á gervifótinn sem er þeim eiginleik- um búinn að laga fótinn að brekk- unni sem gengin er. „Þau gæði sem felast í rafmagnsökklanum hafa gjörbreytt getu minni til að ganga á fjöll. Fyrir tíu árum þegar ég t.d. gekk fyrst á Akrafjall var ég aumur í fætinum marga daga á eftir. Hins vegar eftir að ég fór að nota þenn- an nýja búnað hefur þetta allt verið í rétta átt. Rafmagnsökklinn gerir það að verkum að vöðvabyggingin stillist betur af og hlífir hnjáliðnum sem alla jafnan reynir hvað mest á. Eftir að ég fór á fullkomnari ökkla er fóturinn allur líkari náttúruleg- um hreyfingum og styrkurinn eykst til muna,“ segir Ragnar. Fljótlega eftir að hann gat „brugðið undir sig betri fætinum,“ ef svo má segja, fór hann að reyna göngur á hærri fjöll og gekk t.d. á Esjuna í fyrsta skipti fyrir þremur árum, árið eft- ir á Skarðsheiðina og síðan koll af kolli. mm Heimilisfólkið á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík fékk góða gesti á dögunum. Kvartetinn Hinir sí- ungu kom í heimsókn ásamt stjórn- anda sínum Valentínu Kay og söng af sinni allkunnu snild. Einnig las Ólafur Gunnarsson, íbúi á Jaðri, nokkur kvæði eftir sjálfan sig en hann hefur í áratugi fengist við kveðskap. Voru allir hinir ánægð- ustu með skemmtilegt kvöld og góða stemningu sem myndaðist í sal dvalarheimilisins þegar all- ir gæddu sér á kaffi og meðlæti að tónleikum loknum. þa Laugardaginn 6. janúar 2011 komu átta félagar í hljómsveitinni So- uth Lane Basement Band og hljóð- maður þeirra saman í Tónlistar- skólanum á Akranesi. Tilgangur- inn var að hljóðrita á einfaldan hátt soul-lagaprógram sem þeir höfðu flutt tvívegis á tónleikum á Gamla Kaupfé lag inu sumarið áður og eftir fimm tíma hljóðritun höfðu þeir tekið upp 13 lög. Þessi hljóð- ritun var upp- haflega gerð til gamans og varð- veislu fyrir þá fé- laga og heppnað- ist vel. Nú hefur hún verið unnin áfram til útgáfu með það að leið- arljósi að halda í þá spilagleði og líf sem þar ríkti. Það voru saxó- fónleikararnir Jón Trausti, Ketill og Reynir sem áttu upphaflega hug- myndina að þess- um tónleikum sem fóru fram undir slagorðinu: ,,Aldrei fór ég neitt,” sem er vísun í að þeir og fleiri úr bandinu hafa alið sinn aldur á Akranesi. Sem og hitt að þessi músik, soul og soulkenndur blús hefur ávallt verið í uppáhaldi hjá þeim frá því að þeir kynntust þessari tónlist á sjöunda áratugnum. Þeir Reynir og Jón Trausti ásamt Ragnari trommuleikara fengu tæki- færi um stutt skeið til að leika þessa tónlist og hún hefur aldrei farið úr huga þeirra. Sterk einkenni hennar eru einmitt skemmtilegar útsetn- ingar fyrir blásturhljóðfæri. Þeir sem þarna voru samankomnir voru áðurnefndir Reynir Gunnarsson alto og bariton sax, Ketill (Kalli) Bjarna- son tenor sax, Jón Trausti Hervars- son tenor sax og Ragnar Sigurjóns- son trommur. Einnig spiluðu Bald- ur Ketilsson, gítar og öll hljóðrit- un, Sævar Benediktsson bassi, Lár- us Sighvatsson hljómborð og rödd- un og söngvarinn góðkunni Magni Ásgeirsson. Hljóðritunina í Tón- listarskólanum önnuðust þeir Bald- ur Ketilsson og Sigurvald I Helga- son. Seinna á vinnsluferli kom Pálmi Sigurhjartarson til sögunn- ar og lagði til píanóleik. Viðbótar- upptökur og eftirvinnsla fóru fram í Studio B á Akra- nesi. Lokahljóð- blöndun önn- uðust Baldur og Haffi Tempó. Hljómsveitar- nafnið er bein til- vísun í Suðurgöt- una, sem hlykkj- ast með suður- strönd Skagans frá Steinsvör alla leið að Skaga- braut, og einnig í kjallaraherbergi Kalla á Suður- götu 90 en þang- að komu strák- arnir úr Suður- götunni og ná- grenni til þess að spila sam- an og þar voru ófáar hljóm- sveitir stofnað- ar af Kalla og félögum. Nú er semsagt umræddur geisladisk- ur kominn og væntaleg er LP plata í takmörkuðu upplagi. Cdinn og vinylinn má panta á Facebook síðu sveitarinnar South-Lane-Basem- ent-Band og einnig verður diskur- inn til sölu hjá versluninni Bjargi á Akranesi, segir í tilkynningu vegna útgáfunnar. þá Hinir síungu litu við á Jaðri Suðurgötubandið gefur út geisladisk Göngugarpur á gervifæti sigrar hæsta fjall landsins Á toppnum síðastliðið föstudagskvöld. Ragnar ásamt Aðalsteini Símonarsyni úr Borgarnesi sem var einn göngufélaga hans. Útsýnið af toppi Íslands er ekkert slor. Sest niður og kíkt á fótinn. Hvannadalshnjúkur. Ragnar í gönguferð á toppi Skessu- horns ásamt hundi sínum Leó.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.