Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Andrea Björnsdóttir oddviti Reyk- hólahrepps ætlar nú að láta af störf- um sem sveitarstjórnarfulltrúi eftir að hafa setið þetta kjörtímabil þar sem hún hefur verið oddviti í þrjú ár af fjórum árum. Á starfstíma sín- um sem oddviti Reykhólahrepps hefur Andrea fengið ýmsu áork- að. Það skemmtilegasta og jafn- framt óvenjulegasta er að hún hef- ur prjónað ellefu peysur og sokka á nýbura sem hafa fæðst í sveitinni frá því síðla árs 2012 fram til vors- ins 2014. Býr á vestasta bæ Reykhólasveitar Andrea er menntaður þroskaþjálfi og starfar sem slíkur við grunnskól- ann á Reykhólum. Hún býr á vest- asta bæ í byggð í sveitinni. Það er Skálanes. Þar rekur hún bú ásamt eiginmanni sínum Sveini Hall- grímssyni. Þar eru þau með um 180 kindur á vetrarfóðrum. „Við vor- um með búskap á Skálanesi í ein 14 ár en hættum árið 2000. Þá flutt- um við að Laugabakka í Húnaþingi vestra. Þar vorum við til 2008. Ég starfaði sem stuðningsfulltrúi og stundaði nám í þroskaþjálfun. Þegar því lauk fluttum við aftur að Skála- nesi og ég hóf þroskaþjálfastörf við grunnskólann hér á Reykhól- um. Sveinn er frá Skálanesi en ég er hins vegar fædd og uppalin á Akur- eyri. Við eigum fjögur börn sem öll eru uppkomin. Þau tvö yngri eru á framhaldsskólaaldri.“ Fæðingar tóku mikinn kipp Andrea var kjörin í sveitarstjórn Reykhólahrepps í kosningunum 2010. Síðustu þrjú árin hefur hún Tónlistarmyndband sem tekið var að miklu leyti upp í og við gamla vitann á Suðurflös á Akranesi á síðasta ári hefur fengið tvær til- nefningar til verðlauna í keppn- inni Nordic Music Video Awards, en verðlaunin verða kunngjörð 31. maí næstkomandi. Auk þess að myndbandið er tilefnt sem besta tónlistarmyndbandið er leikari í því einnig tilnefndur til verðlauna. Myndbandið er við lag Ólafs Arn- alds, Old skin. Sá sem tilnefndur er til verðlauna í myndbandinu fyrir leik er Tryggve Jonas Elia- sen yfirmaður leikmyndadeildar í Þjóðleikhúsinu. Tryggve sem van- ari er að vinna bak við tjöldin seg- ist þó ekki ætla að leggja leiklist- arferilinn fyrir sig, en tónlistin við lagið sé ótrúlega falleg og söngur söngvarans í laginu sé himneskur. Hilmar Sigvaldson vitavörður í Akranesvita segir að myndbandið sé að detta í 4000 áhorf á Youtube þessa dagana. „Ég er gríðarlega stoltur af vinsældum og velgengni þeirra sem stóðu að myndband- inu. Ég er viss um að umherfið hefur þarna mikil áhrif og von- andi eykur þetta aðsókn hingað í vitana,“ segir Hilmar. þá Gamli vitinn á Suðurflös á Akranesi. Ljósm. ki. Myndband tekið upp við gamla vitann tilnefnt til tveggja verðlauna Andrea Björnsóttir á Skálanesi í Reykhólahreppi: Oddvitinn sem prjónaði peysur og sokka á alla nýbura sveitarinnar verið oddviti. Það var í krafti þess embættis sem henni rann blóðið til skyldunnar að reyna að hvetja til barneigna og fjölgunar íbúa í sveit- arfélaginu. Til þess valdi Andrea þá frumlegu aðferð að prjóna sjálf á öll börn sem fæddust í sveitinni. Þetta hefur vakið mikla athygli. „Mér datt í hug að byrja á þessu þegar við vorum að ræða það að ekki væru neinar horfur á að það fæddist barn í sveitinni árið 2012. Það var leiðinleg tilhugsun að það yrðu engin börn í heilum árgangi hér í hreppnum. Í upphafi árs- ins 2012 sagði ég við Vilberg Þrá- insson á Hríshóli að ég lofaði að prjóna peysu á barnið ef hann og Katla Ingibjörg Tryggvadóttir kona hans kæmu nú með eitt fyrir árslok. Í nóvember 2012 eignuðust þau svo stúlku og ég prjónaði á hana peysu og sokka. Svo fór nýburum að fjölga. Ég hélt þessu samt áfram og prjónaði á þau öll. Þau eru þann- ig orðin ellefu síðustu tæp tvö árin. Öll börnin búa hér nema eitt sem er flutt í burtu með foreldrum sínum,“ segir Andrea. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Foreldrarnir eru svo þakklátir og fólk hefur haft gam- an að þessu. Ég er búin með þetta verkefni að prjóna á öll börn sem fæddust á kjörtímabilinu því það er ekki von á neinu nú fram að kjör- degi laugardaginn 31. maí.“ Ætlar nú að hætta í sveitarstjórn Eftir að hafa setið eitt kjörtímabil hefur Andrea nú komist að þeirri niðurstöðu að þessi störf taki of mik- ið af tíma hennar. „Þetta er erill sem bætist ofan á vinnutímann, bæði hér í skólanum og svo við bústörfin. Í mínu tilviki tekur það svo klukku- stund og jafnvel lengur að aka milli Skálaness og Reykhóla þar sem ég vinn og sveitarstjórnin heldur sína fundi. Þeir eru einu sinni í mánuði en síðan er einnig alltaf óformlegur vinnufundur hvert mánudagskvöld fyrir fundina í sveitarstjórninni. Fyrir mitt leyti þá finn ég einfald- lega að mig langar ekki til að halda áfram. Það að sitja í sveitarstjórn er ekki þakklátasta starf í heimi. Mér finnst sem þetta höfði ekki til mín.“ Andrea segir að sveitarstjórnar- störfin séu þó auðvitað ekki með öllu leiðinleg. „Við höfum sem betur fer ekki þurft að taka mjög óvinsælar ákvarðanir á kjörtíma- bilinu. Reykhólahreppur stendur vel að mörgu leyti og fjárhagsstað- an er viðunandi. Þó varð vissulega að hagræða og forgangsraða í upp- hafi kjörtímabilsins. Sveitarstjór- inn okkar, Ingibjörg Birna Erlings- dóttir, hefur staðið sig afskaplega vel í að vinna fyrir okkur. Hún kom hingað úr starfi sem skrifstofustjóri hjá Hvalfjarðarsveit árið 2010 og kann mjög vel til verka. Ég veit að Ingibjörg vill halda áfram og hún fær mín bestu meðmæli.“ Allir sitjandi fulltrúar hætta Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninganna í hreppnum. Andrea er ekki eini sitjandi sveitarstjórnarfulltrúi sem biðst undan endurkjöri í lok mánað- arins. Allir hinir aðalmenn í sveitar- stjórninni hafa gert hið sama. Auk Andreu eru það Ásta Sjöfn Krist- jánsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Gústaf Jökull Ólafsson og Sveinn Ragnarsson sem hætta nú. „Það verður því persónukjör í Reykhólasveit eins og reyndar hef- ur verið lengst af hér um slóðir. Þannig eru allir íbúar í kjöri. Þau setjast í sveitarstjórn sem fá flest atkvæði. Reglurnar eru þó þann- ig að við sem höfum setið í sveit- arstjórn og biðjumst undan því að halda áfram erum sjáfkrafa undan- þegin kjöri nú. Við erum búin að afplána,“ segir Andrea og hlær við. „Fólk verður bara að kjósa aðra í staðinn.“ Hún bætir því við að lokum að það sé hlutfallslega margt ungt fólk í Reykhólahreppi og það sé þokka- lega bjart yfir atvinnumálunum. „Staðan er að mörgu leyti ágæt. Vandamál okkar núna er kannski helst að við stöndum frammi fyr- ir húsnæðisskorti í sveitarfélaginu. Það vantar fjármagn til að fara í ný- byggingar.“ mþh Andrea Björnsdóttir oddviti og þroskaþjálfi ásamt hressum nemendum við grunnskólann á Reykhólum. Andrea situr fyrir miðju í sófanum. Með henni á myndinni eru mæður og tíu af ell- efu nýburum Reykhólahrepps frá nóvember 2012 til fyrri hluta árs 2014 í peysum og sokkum sem hún hefur prjónað. Ljósm. af vef Reykhólahrepps. Oddvitinn og börnin tíu uppáklædd í prjónlesinu. Ellefta barnið er flutt norður í land ásamt fjölskyldu sinni. Þegar myndin var tekin var smá flensa í gangi hjá nokkrum og því lítil þolinmæði fyrir myndatökur. Önnur sváfu hins vegar vært. Ljósm. af vef Reykhólahrepps.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.