Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Akranes á nú kvennalið í efstu deild í fótboltanum eftir margra ára hlé. Þegar Skagakonur urðu fyrst Ís- landsmeistarar 1984 var komin til liðs við félagið ung stúlka sem þá var nýflutt til bæjarins ásamt fjöl- skyldu sinni vestan frá Bolungarvík. Þetta var Halldóra S Gylfadótt- ir sem mörg árin á eftir var með- al lykilmanna í kvennaliði ÍA, mjög sigursælu liði sem margoft hamp- aði bæði Íslands- og bikarmeistara- titli. Halldóra var líka fastamaður í landsliðinu á ellefu ára tímabili. Hún sneri sér að þjálfun, einkum þjálfun yngri flokka stúlkna hjá ÍA. Halldóra hefur þjálfað alla árgang- ana sem komið hafa upp í kvenna- boltanum á Akranesi síðustu árin, árganga 1992 og þar fyrir aftan að árgangi 1999 undanskildum. Ár- gangarnir 1993-’94 komust í úrslit Íslandsmótsins í 5., 4. og 3. flokki og það eru einmitt stúlkurnar sem skipa kjarnann í meistaraflokki ÍA í dag. Halldóra tók þá ákvörðun fyr- ir skömmu vegna heilsufarsástæðna að hætta knattspyrnuþjálfun. Í leik- hléi í leik ÍA og Fylkis í Pepsídeild kvenna sl. miðvikudag var 5. flokki stúlkna veitt viðurkenning fyrir sig- ur á Faxaflóamótinu nýlega. Hall- dóra fylgdi sínu liði inn á völlinn og í leiðinni voru henni þökkuð farsæl störf fyrir ÍA með gjafabréfi, viðurkenningu og gjöf; skopmynd sem Bjarni Þór listamaður teikn- aði af henni. Halldóra féllst á að spjalla við blaðamann Skessuhorns á þessum tímamótum, en nú eru 30 ár liðin frá því hún byrjaði að spila fótbolta á Akranesi, þá með verð- andi meisturum ÍA. Spilaði með strákunum upp í 4. flokk Eins og áður segir er Halldóra vest- an frá Bolungarvík, fædd þar og uppalin. „Ég þakka föður mínum að áhuginn blómstraði hjá mér á fótboltanum. Ég er elst af sex systr- um og þegar ég var lítil var hann að leika við mig í fótbolta þegar færi gafst. Yfir veturinn var það í hádeg- inu inni á gangi heima og svo oft eftir vinnu hjá honum. Við vorum tvær stelpurnar sem spiluðum fót- bolta í Bolungarvík og æfðum með strákunum alveg upp í fjórða ald- ursflokk. Þegar kom í ellefu manna boltann máttum við svo ekki spila með þeim lengur. Þá var það pabbi sem steig skrefið fyrir mig með því að hafa samband við Sigurð Hann- esson sem þjálfaði þá meistara- flokkinn hjá Breiðabliki sem var besta liðið á þeim tíma, kjarninn í landsliðinu var úr því liði. Ég fékk að æfa með Breiðabliki og fór suður þó ég væri ekki nema 14 ára gömul. Ég var í herbergi hjá frænku minni í Hafnarfirði og var útveguð vinna í frystihúsi í Kópavogi, sem hét Barð- inn og var í iðnaðarhverfi sem þá var í Lautinni í Kópavogi. Það var stutt fyrir mig að fara á æfingar úr vinnunni en þegar ekki voru æfing- ar vann ég lengur í frystihúsinu og fór með seinasta strætó heim. Mér fannst þetta bara fínt, en býst við að mér yrði ekki sama að vita af dóttir minni einni að heiman svona ungri eins og ég var. Ég var mikið í sam- bandi heim og Siggi þjálfari var líka í sambandi við pabba. Hann sagði honum frá því þegar hann ætlaði að velja mig í byrjunarlið í fyrsta skipti. Pabbi lét sig ekki muna um að keyra alla leið frá Bolungarvík og suður til að fylgjast með mér í leiknum. Hann keyrði svo til baka daginn eftir. Þetta var honum líkt, hann var tilbúinn að stíga öll skref fram á við með mér.“ Löng bið eftir bikar- meistaratitli Vorið 1984 lauk Halldóra grunn- skólaprófi í Bolungarvík og þá flutti fjölskyldan að vestan til Akra- ness. „Pabbi minn, Gylfi Guðfinns- son, var verkstjóri í frystihúsinu og hann fékk verkstjórastarf hérna hjá Heimaskaga og var svo lengi verk- stjóri hjá HB Granda. Þegar ég kom hingað á Akranes var að byggj- ast upp mjög öflugt lið í meistara- flokki kvenna. Það voru stelpur eins og Ragna Lóa Stefánsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Ragnheið- ur Jónasdóttir, Sigurlín Jónsdóttir og fleiri. Við urðum Íslandsmeist- arar þetta haust og á næstu árum styrktist liðið síðan enn meira. Ég var svo valinn efnilegasti leikmað- urinn þegar farið var að velja bestu og efnilegustu leikmenn Íslands- mótsins 1986. Við spiluðum til úr- slita í bikarkeppninni á hverju ári frá 1984-‘88 og þurftum að bíða lengi eftir sigrinum í þeirri keppni. Það var eiginlega orðið þannig að trúna vantaði á að við gætum unnið þangað til við unnum loksins 1989 og urðum þá bikarmeistarar þrí- vegis ár eftir ár, 1991-‘93. Við urð- um Íslandsmeistarar ‘84,‘85 og ‘87 og meistarar meistaranna ‘92.“ Ellefu ár í landsliðinu Halldóra var fyrst valin í landslið- ið sumarið 1984 þegar leikið var gegn Svisslendingum ytra. Hún lék síðan fjórtán landsleiki á ellefu ára tímabili. Verkefnin voru ekki meiri hjá kvennalandsliðinu á þeim tíma. „Minnisstæðustu landsleikirnir eru kannski frá því við spiluðum í Evr- ópukeppni ’92 við Skota. Í leiknum gegn Skotum ytra var ég valin besti leikmaðurinn og fékk í verðlaun platta því til staðfestingar og svo aukaverðlaun. Ég var svolítið hissa á því hver þau voru, það var viskí- flaska, 12 ára gamalt vín, sem mér fannst ekki passa í íþróttakeppni. Í leiknum á móti Skotum hérna heima 1992 sem við unnum átti ég líka mjög góðan leik, skoraði annað markið og lagði upp hitt fyrir Ástu B Gunnlaugsdóttur. Það var eina markið sem ég skorað með lands- liðinu en ég var reyndar marka- drottning eitt tímabilið með ÍA þótt ég spilaði á miðjunni en ekki sem framherji.“ Spilaði stuttu eftir barnsburð Fótboltaáhuginn er mikill hjá Hall- dóru og það virðist fátt geta stopp- að hana. Þegar elsta barnið fædd- ist 1991, Ragnar Leósson sem nú spilar með Fjölni í Pepsídeildinni, var hún farin að spila með ÍA lið- inu nokkrum mánuðum eftir að hafa fætt drenginn. „Drengurinn var sex mánaða þegar við spiluðum úrslitaleik í Bikarkeppninni í Mos- fellsbænum gegn Keflvíkingum. Ég gaf drengnum brjóst fyrir leik- inn og svo í hálfleik, þetta var ekk- ert mál,“, segir Halldóra og heldur áfram. „Ég fór til Eyja með stelp- ur á Pæjumót, það er ‘92,‘93 og ’94. Síðasta sumarið fór ég líka með Maren dóttur mína sem þá var sex vikna. Foreldrar mínir fóru með á þessi mót og aðstoðuðu mig með börnin. Þetta hefur gengið ágæt- lega vegna þess að fjölskyldan er á kafi í fótboltanum. Maðurinn minn, Leó Ragnarsson, var að spila fótbolta í yngri flokkunum með ÍA og hann hefur stutt vel við okkur og tekið þátt í því sem við höfum verið að gera. Við eigum núna tvö börn í Pepsídeildinni, Ragnar í Fjölni og Maren með ÍA. Sá yngsti Guðfinn- ur er svo núna í landsliðshópi fyrir Ólympíuleika æskunnar sem verða í Kína í haust.“ Vaknaði ekki í heila viku Halldóra segir að ástæðurnar fyr- ir því að hún hætti að þjálfa núna eftir langan feril með ÍA, sé ein- göngu heilsufarslegar. Árið 1992 greindist hún með hjartagalla sem þó var ekki talið að myndi há henni á næstu árum. Halldóra segir að heilsan hafi batnað strax árið eft- ir, gallinn komið til baka eins og hún orðaði það; það er stækkun sem orðið hafði á hjartavöðvanum var gengin til baka. Halldóra hætti að spila knattspyrnu með ÍA fyr- ir sumarið 1994 enda þá ófrísk að Maren. Þá var hún byrjuð að þjálfa yngri flokka hjá ÍA, byrjaði á því 1989 og þjálfaði einnig meistara- flokkinn með Áka Jónssyni 1993, en það haust var ÍA bikarmeistari. Halldóra sló því á frest að fara í að- gerð, enda á fullu í störfum í fót- boltanum, m.a. liðsstjóri unglinga- landsliða um tíma og svo árin 2008- 2009 var hún með A-landsliðinu þegar það tryggðu sér sæti á EM í fyrsta sinn. Halldóra fór svo í aðgerð í októ- ber 2007. „Ég þurfti að fara í tvær aðgerðir. Fyrri aðgerðin var á mánudegi. Hún var stór og mikil og ég var í marga klukkutíma í henni. Þá fékk ég bæði gerviloku og gervi- ósæð og fullt af varahlutum. Ég sýndi mjög lítil viðbrögð, vaknaði ekki eftir fyrri aðgerðina og því var ákveðið að opna mig aftur tveim- ur dögum seinna. Í þeirri aðgerð var skipt um kransæð. Ég svaf frá mánudeginum þegar fyrri aðgerð var gerð til sunnudagskvölds, eða nærri því í viku.“ Kappsöm en orkan hefur minnkað Halldóra segist hafa verið fljót að ná sér á strik aftur og getað lifað óbreyttu lífi að mestu næstu árin. Hún fékk síðan blóðtappa í október síðastliðnum og við það áfall minnk- aði orkan. „Blóðtappinn skemmdi hjá mér hljóðstöðvarnar. Ég þurfti því að byrja að æfa mig að tala upp á nýtt og svo tapaðist orkan einnig. Ég er mjög kappsöm og legg mik- ið upp úr því að tala við stelpurn- ar og ná því besta út úr hverjum og einum. Núna hef ég ekki orku í það að koma skilaboðunum frá mér á stuttum tíma, þannig að ég er ekki söm og áður. Maður verður bara að kyngja því og ég er náttúrlega mjög þakklát að hafa fengið tæki- færi til að vinna þetta starf í fót- boltanum. Þetta hefur verið lang- ur og skemmtilegur ferill og ég er svo sem ekki hætt að fylgjast með fótboltanum. Það verður gaman að fylgjast með Skagaliðunum í sumar, ekki síst kvennaliðinu í Pepsídeild- inni. Ég fylgi náttúrlega börnunum mínum áfram í fótboltanum eins og ég hef gert. Það er margt skemmti- legt og spennandi að gerast,“ segir Halldóra S Gylfadóttir. þá Þakklát fyrir að gefast tækifæri til að starfa í fótboltanum Spjallað við Halldóru Gylfadóttur knattspyrnukonu og þjálfara Halldóra Gylfadóttir heima á Garðabraut þar sem hún býr. Bikarmeistarar ÍA í knattspyrnu 1991. Fremri röð f.v.: Júlía Sigursteinsdóttir, Anna Lilja Valsdóttir, Íris Steinsdóttir, Jónína Víglundsdóttir fyrirliði, Steindóra Steinsdóttir, Íris Þorvarðardóttir, Ásta Benediktsdóttir, Friðgerður Jóhannsdóttir og Laufey Sigurðardóttir sem heldur á Róbert Henn. Aftari röð f.v.: Sigursteinn Hákonarson, Smári Guðjónsson þjálfari, Þráinn Ólafsson, Elva Gylfadóttir, Helena Óskarsdóttir, Halldóra Gylfadóttir, Sigurlín Jónsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Magnea Guðlaugsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Ella María Gunnarsdóttir og Gunnar Sigurðsson formaður Knattspyrnufélags ÍA. Þannig sér Bjarni Þór Bjarnason listamaður knattspyrnukonuna Hall- dóru Gylfadóttur fyrir sér. Halldóra tekur við viðurkenningu í hálfleik í leik ÍA og Fylkis í Pepsídeild kvenna á Akranesvelli sl. miðvikudag um leið og stúlkurnar hennar í 5. flokki voru heiðr- aðar fyrir sigur í Faxaflóamótinu. Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri afhendir henni myndina. Ljósm. sas.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.