Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Þó svo að ég sé borinn og barn- fæddur Skagamaður, þá hef ég einnig prófað að búa annarsstað- ar. Ég bjó í nokkur ár í Borgarnesi, um hríð í Frakklandi og í um 10 ár í Reykjavík. Ég stundaði mitt há- skólanám í Reykjavík og ílengdist þar. Þegar ég hafði komið upp fjöl- skyldu kom ekkert annað til greina en að flytja aftur heim á Skagann, þó svo að við hjónin ynnum bæði í Reykjavík. Ég var kjörin í bæjar- stjórn fyrir tæpum fjórum árum og sat fyrstu tvö ár kjörtímabilsins sem formaður fjölskylduráðs, þar náði ég að kynnast stofnunum okkar með öðrum hætti og áttaði mig enn betur á því hversu framúrskarandi starf er unnið þar. Leik- og grunnskólar Það er að mínu mati gríðarlega mikilvægt að starfrækja góða leik- og grunnskóla. Við fjölskyldan erum búin að vera með þrjú börn í leikskólum á Akranesi og verður að segjast eins og er að sú reynsla okk- ar hafi verið í einu orði sagt frábær. Nú eru börnin okkar þrjú komin í grunnskóla og eru þar á öllum stig- um skólans. Ég get ekki annað sagt en að sú reynsla hafi einnig verið í einu orði sagt frábær. Skagamenn hafa alltaf lagt mik- inn metnað í þessar stofnanir okk- ar og skora þær, samkvæmt þjón- ustukönnun, með því sem allra best gerist í landinu. Við erum með hátt hlutfall faglærðra starfsmanna og erum einnig að reka þessar stofnan- ir á mjög hagkvæman hátt. Má þar nefna að leikskólagjöld á Akranesi eru nú fullkomlega samkeppnishæf við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við. Það er mjög mik- ilvægt að hlúa vel að þessari starf- semi og halda áfram því metnaðar- fulla starfi sem unnið hefur verið og að stefna enn hærra. Reyna að veita enn betri þjónustu á enn betra verði, það ætti að vera markmið allra. Mörg sjónarmið uppi Eins og margir vita fjölgar hægt og bítandi í bænum okkar. Það er skap- ar ýmis úrlausnarefni, sem bæði eru erfið og ánægjuleg. Við viljum efla bæinn okkar, gerum margt til að laða fólk að og höldum því fram að gott sé að búa á Akranesi fyrir alla aldurshópa. Hins vegar er húsnæði skólanna nú orðið svo þétt setið að til ráðstafana þarf líklega að grípa á næsta kjörtímabili. Nefnd um fram- tíðarskipulag skólamála starfaði á kjörtímabilinu og skilgreindi við- fangsefni næstu framtíðar. Þar er velt upp ýmsum möguleikum varð- andi húsnæðismálin, svo sem breytta aldursskiptingu, færslu nemenda á milli núverandi skólasvæða, nýt- ingu húsnæðis FVA og byggingu nýs skóla í Skógarhverfi. Núverandi bæjarstjórn hefur ekki tekið afstöðu til þessara möguleika, en það verður verkefni nýkjörinnar bæjarstjórnar að setjast yfir málin. Í umræðunni hingað til hefur komið í ljós að sitt sýnist hverjum. Mikilvægt er að ný bæjarstjórn leiði málið áfram í sam- ræðu við íbúana og leiti lausnar sem mest samstaða næst um. Góðir skólar eru ekki bara menntastofnanir heldur lykilaðilar í að auka jafnrétti og lífsgæði íbú- anna. Þess vegna ber að standa vörð um þá og efla eftir megni. Við höf- um náð góðum tökum á rekstri bæj- arsjóðs og viljum nýta þann árangur fyrir fjölskyldurnar í bænum. Ingibjörg Valdimarsdóttir. Höf. skipar 1. sæti á lista Samfylk- ingarinnar á Akranesi. Mikil umræða hef- ur verið um skipu- lagsmál í Borgar- byggð undanfarið ár eða svo í tengslum við deiliskipulag gamla og nýja miðbæjarins í Borg- arnesi og hef ég stýrt þeim vinnu- hópi síðastliðið ár. Unnið hef- ur verið að deiliskipulagi gamla miðbæjarins í Borgarnesi og hef- ur vinna verið áhugaverð og góð og unnið hefur verið með íbúum og hagsmunaaðilum til að ná fram sem bestri niðurstöðu fyrir alla. Með þessari aðferðafræði hefur að mínu mati tekist að ná góðri niður- stöðu og munum við sjá skemmti- legan, aðlaðandi og áhugaverðan miðbæ byggjast upp á næstu árum. Nær án undantekninga ríkir sátt um þá deiliskipulagstillögu sem liggur á borðinu fyrir utan hugsan- lega forseta sveitarstjórnar Ragn- ar Frank sem jafnframt sat í vinnu- hópnum. Tveir mánuðir eru síðan tillagan var tilbúin fyrir umhverf- is- og skipulagnefnd en nefnd- inni hefur ekki enn tekist að af- greiða tillöguna frá sér. Það læðist að mér grunur um að einhver póli- tík eigi sér stað þar sem formaður umhverfis- og skipulagsnefndar er einmitt flokksfélagi forseta sveit- arstjórnar í VG. Er þetta íbúalýð- ræði VG sem þeir kynna í stefnu- skrá sinni? Seinna verkefnið sem vinnuhóp- urinn átti að vinna að er deiliskipu- lag nýja miðbæjarins, svæði sem nær frá Menntaskóla Borgarfjarðar og upp fyrir Límtré Vírnet. Til að ná fram markmiðum í slíkri vinnu og framhaldi hennar þarf stundum að færa fórnir og þurfti eina slíka til þegar sveitarfélagið festi nýverið kaup á lóðunum að Borg- arbraut 57 og 59 til þess að hægt væri að ganga hreint til verks við deiliskipu- lag nýja miðbæjarins. Mikilvægt er að geta byrjað með hreint borð og hafa frjálsar hendur þegar kemur að því að mynda nýtt skipulag á því svæði sem nú stendur til að fara í skipulagsvinnu á í samvinnu við íbúa og hagsmuna- aðila. Íbúar og peningar Skiptar skoðanir geta verið á því hvern- ig á að haga skipulagi innan þéttbýlis- kjarna og eitt er víst að vilji íbúanna er fyrst og fremst það sem skiptir máli. Mikilvægt er að hlusta vel á íbúana og ekki síður verður að huga vel að því hvernig farið er með fjármuni sveitar- félagsins hverju sinni. Mikilvægt er að peningar nýtist á sem bestan hátt al- mennt hjá sveitarfélaginu sérstaklega í ljósi þess rekstrarvanda sem glímt hef- Þegar að ég hóf undirbúning mál- efnavinnu fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar ályktaði ég að þarfir fólks í landstóru sveitarfélagi, sem samanstendur af dreifðri byggð og þéttbýliskjörnum, hlytu að vera ólíkar. Þegar betur var að gáð ber allt að sama brunni. Það sem skipt- ir fólk máli er grunnþjónusta, at- vinna og samgöngur. Við viljum góða skóla á öllum skólastigum. Við viljum anna eftirspurn á leik- skólaplássi fyrir börnin okkar. Við þurfum fjölbreytt atvinnutækifæri. Við viljum góðar vegasamgöngur og tölvusamband. Gagnkvæmur skilningur Ég áleit einnig að gagnkvæm- ur skilningur fólks á mismunandi aðstöðu í svo dreifðu sveitarfélagi væri lítill og það væri hlutverk póli- tíkusanna að sætta sjónarmiðin. En ég hafði rangt fyrir mér því eftir að að hafa rætt við fólk hef ég kom- ist að því að það er gagnkvæm- ur skilningur á þörfum hópanna. Dreifbýlisbúinn skilur það ósköp vel að þéttbýlisbúinn vilji gang- stéttar, stíga og falleg opin svæði, að Borgarnes þurfi að standa und- ir nafni sem höfuðstaður sveitar- félagsins, að í Borgarnesi þurfi að vera öflug þjónusta og atvinnu- starfsemi sem styðji við dreifbýl- ið. Þéttbýlisbúinn skilur það einnig að til að Borgarnes geti áfram þrif- ist og byggst upp sem öflug eining þarf dreifbýlið að haldast í byggð, við þurfum að halda uppi góðu þjónustustigi, við þurfum að gera gott enn betra og hvetja ungt fólk til dáða t.d. að fjárfesta í landbún- aði og ferðaþjónustu, þar eru sókn- arfæri. Ýmiskonar stuðningur og aðkoma sveitarfélagsins til þróunar á vinnumarkaði t.d. lítið dæmi með opnun Matarsmiðju og Hugheima gefa ýmis tækifæri fyrir frum- kvöðla, auk þess sem mikill vöxtur er í allri ferðaþjónustu. Þetta styð- ur allt hvert annað. Betri samgöngur Til að dreifbýlið fái betri möguleika á að dafna og styrkjast enn meir þurfum við að gera enn betur í sam- göngumálum. Þar er staðan óásætt- anleg. Sveitarstjórnarmenn verða að berjast fyrir því að fá fjármagn til að bæta vegasamgöngur svo þær séu boðlegar fólki, þær eru það ekki í dag. Lélegir vegir standa beinlín- is atvinnuuppbyggingu í landbúnaði fyrir þrifum, einnig ferðaþjónustu sem er ört stækkandi atvinnuvegur í sveitarfélaginu. Jafnframt er tölvu- samband víða algerlega óviðunandi og tvímælalaust hlutverk sveitar- stjórnarmanna að beita sér fyrir úr- bótum. Sameinuð stöndum við Spáin sem glumdi í eyrum mér í kjölfar sameiningar sveitarfélagana 2006; „þessi sameining mistekst,“ hefur ekki ræst, þetta er ekki þann- ig. Mín tilfinning er sú að við séum sameinuð, við stöndum saman og berjumst fyrir svæðið okkar. Hér ætlum við að búa, hér ætlum við að auka tekjurnar, við ætlum að koma Borgarbyggð á kortið sem eitt af framsæknustu sveitarfélögum lands- ins. VG lofar ekki gulli og græn- um skógum. Margt af því sem bæta þarf er ekki stjórnsýslulega á verk- sviði sveitarfélagsins, en sveitarfé- lag er ekki bara stjórnsýslueining heldur einnig hagsmunasamtök allra íbúa sveitarfélagsins. Við lofum að gera okkar til að þau samtök verði vel rekin og beiti sér markvisst til að bæta hag allra íbúa. Stöndum saman í Borgarbyggð! Sigríður Júlía Brynleifsdóttir. Höf. skipar 2. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Borgarbyggð. Ágætu frambjóðend- ur allra lista til sveit- arsjórnar á Akranesi í vor! Ég ávarpa ykk- ur öll í nafni okkar gamla fólksins, fólksins sem lagði undirstöðurnar að því öfluga samfélagi sem þið öll sækist eftir að fá umboð 31. maí nk. til að stjórna og biðlið ákaft til okk- ar eftir umboði til að ráðstafa fjár- munum okkar allra næstu fjögur ár. Við, fólkið sem hefur lokið langri starfsæfi og erum horfin frá þátt- töku í atvinnulífinu, vegan aldurs en erum samt ekki horfin úr samfé- laginu, höfum okkar þarfir og vænt- ingar og löngun til að eiga notalegt hlýlegt ævikvöld og halda áfram að lifa eðlilegu lífi eftir starfslok. Eins góðu lífi og heilsan og aðstæður leyfir. Við byggðum á sínum tíma myndarlegt dvalarheimili, Höfða, fyrir aldraða. Fyrir þá sem væru sjálfbjarga og gætu kosið að ljúka ævikvöldinu í friðsæld meðal jafn- ingja, við góða umönnun, á nota- legu heimili, í sínum heimabæ, ná- lægt fjölskyldu, vinum og ættingj- um. Það var hugsjónin að baki byggingar Höfða. Þetta fór vel af stað. Þá kom upp sú staða, að mik- ið hærri daggjöld voru í boði fyrir sjúkrarými, en fyrir rými fyrir fólk með betri heilsu, fólk með fótaferð. Plássum fyrir sjúka fjölgar síðan jafnt og þétt á kostnað þeirra sem enn eru með betri heilsu, þannig að plássum fyrir hraustara og meira sjálfbjarga fólk fækkar stöðugt. Ekki bætti lokun E-deildar sjúkrahússins ástandið. Þegar aldurinn hækkar og lífsþrótturinn smávegis dvínar, þá eigum við „eldri borgarar“ ekki margra kosta völ. Við erum fjöl- mörg í bænum og aðeins örfá okkar geta vænst að komast í vist á Höfða. Og ekki bætir úr skák að langlífi okkar gamlingjanna er orðið stórt vandamál, hér sem annarsstað- ar! Þá er sá kostur eftir að aðstoða okkur sem best við að gera okk- ur kleyft að búa sem lengst á okk- ar eigin heimilum. Þar kemur okk- ur til með að líða best. Það er ekki tilhlökkunarefni að þurfa að sætta sig við að fá kannski að fara í bað einu sinni í viku og fá kannski hús- hjálp á hálfsmánaðarfresti við þrif. Við gamla fólkið viljum fá góða meðferð á ævikvöldinu. Það góða að við getum haldið sjálfvirðingu okkar og lífsgleði, þar til endalokin koma. Við teljum okkur hafa unn- uð fyrir því að okkur sé sýnd fyllsta virðing og tillitssemi og því beri að sýna okkur þakklæti og hlýhug í verki. Við erum ennþá atkvæði og við erum svo mörg og getum ráðið úrslitum í því hverjir verða bæjar- fulltrúar 31. maí nk. Þess vegna viljum við skýr svör fyrir kosningar um hvernig þið ætl- ið að koma til móts við okkar þarf- ir og við viljum raunhæf og trú- verðug svör. Við erum nefnilega reynsluboltar í bæjarmálum, þekkj- um þetta út í gegn af langri reynslu, og vitum að sömu krónunni er ekki eytt tvisvar. Og það eru efndirn- ar en ekki loforðin sem sýna ár- angur. En ekki reyna að smeygja því fram af ykkur að sinna okk- ar málum. Ég veit að þið eruð öll „hin vænstu skinn“ eins og sagt var forðum, og viljið eflaust öllum gott gera. Og hér býðst ykkur gull- ið tækifæri til að sanna það svo eft- ir því verði tekið. Ekki gleyma okk- ur, þeim gömlu. Virðingarfyllst, Stefán Lárus Pálsson, löggilt gam- almenni og kjósandi. Pennagrein Fjölskyldubærinn Akranes Pennagrein Misjafnar þarfir Pennagrein Ekki gleyma okkur þeim gömlu Pennagrein 50 milljóna hjólabrettagarður forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð? ur verið við undanfarin ár og vegna þeirrar framúrkeyrslu sem niðurstaða rekstrarársins 2013 leiðir í ljós. Mikl- vægt er því að velta hverri krónu vel fyrir sér áður en henni er eytt og verða almennt varkár í rekstri og fjármála- stjórnun. Hugmyndir Vinstri grænna En aftur að lóðakaupum Borgar- byggðar og nýtingu á þeim. Oddviti vinstri grænna og forseti sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar kastaði fram þeirri hugmynd á síðasta sveitarstjórnarfundi að ekki væri úr vegi að opna hjóla- brettaaðstöðu fyrir unglinga og ung- menni á lóðinni að Borgarbraut 57 sem nýlega var keypt fyrir 41 milljón. Síð- an var samið við Loftorku um niðurrif á húsinu sem þar stóð fyrir 9 milljón- ir þannig að heildarkostnaður við lóð- ina er um 50 milljónir (og kostnaður við rif á kjallara ekki þar með talinn ef af verður). Þrátt fyrir að skynsamlegt og fullur vilji sé til þess að gera vel við ungmenni í Borgarbyggð þá eru hug- myndir forseta sveitarstjórnar um nýt- ingu á þessari lóð vægt til orðað tekið full dýrar og dæmi um mjög óábyrga fjármálastjórnun. Framsóknarfólk vill fyrst og fremst hlusta á íbúa sveitar- félagsins þegar kemur að þessum mál- um og viljum við auka íbúalýðræði til muna þegar kemur að umhverfinu og skipulagi. Að sama skapi er fullur vilji til þess að skapa góða aðstöðu fyr- ir unglinga og ungmenni en engu að síður verður að gæta vel að nýtingu fjármuna í slíkum verkefnum. Hjóla- brettagarður fyrir á sjötta tug millj- óna verður að teljast vægt til orða tek- ið óhóflega dýr framkvæmd. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir Höf. er sveitarstjórnarkona og skip- ar jafnframt 4. sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Borgarbyggð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.