Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Að hjóla er frábær valkostur á all- an mögulegan hátt. Þú færð úti- veru, góða hreyfingu, kemst milli staða hratt og örugglega og á um- hverfisvænan hátt svo ég tali ekki um alla aurana sem sparast við að hreyfa ekki bílinn. Þegar við skilj- um bílinn eftir í hlaðinu og hjól- um af stað erum við líka góð fyrir- mynd fyrir börnin okkar og kenn- um þeim gildi góðrar hreyfingar og umhverfisverndar. Við sem búum á Akranesi vitum flest að hér er jafn auðvelt að hjóla og að drekka vatn. Hér finnast vart brekkur og vegalengdirnar milli bæjarhluta eru stuttar. Frá því að ég flutti hingað fyrir nokkrum árum síðan hefur mig dreymt um að sjá Akranesbæ marka sér sérstöðu sem hjólreiðabæ að fyrirmynd erlendra borga eins og Kaupmannahafnar. Eins og staðan er í dag er nánast ómögulegt að hjóla neðri Skagann og eiginlega hættulegt oft á tíðum. Fólk flakkar upp og niður af gang- stéttum á hjólum sínum til að finna sér leið í gegnum bæinn yfir háa og illa farna kanta. Bæði skapar þetta hættu í umferðinni sem og dregur það úr ánægjunni og lönguninni til að ferðast þar um á hjóli. Með sam- stilltu átaki og skipulagi væri hægt að gera virkilega skemmtilegt um- hverfi hér á Akranesi þar sem hjól- reiðar yrðu jafngildur ferðamáti og almenningssamgöngur eða einka- bílar. Þar sem við stöndum frammi fyr- ir löngu tímabæru viðhaldi á götum bæjarins þá tel ég nauðsynlegt og skynsamlegt að horfa til framtíðar og sjá þetta tækifæri sem við höf- um. Mikið er af óþarfa bílastæðum niður alla Skagabraut sem væri til að mynda hægt að nýta fyrir hjól- reiðastíg (þá gjarnan upphækkaðan frá götunni) sem og væri gaman að sjá nýtt gatnaskipulag fyrir Kirkju- og Skólabraut í tengslum við nýja torgið. Þar ætti að mínu mati að vera einstefnuumferð og þá ætti að vera hægt að hafa góða göngu- og hjólastíga eins góðum miðbæ sæm- ir. Skipuleggjum til framtíðar og framkvæmum svo. Elísabet Ingadóttir. Höf. skipar 3. sæti á lista VG og óháðra á Akranesi Málefni fatlaðs fólks hafa verið í brennidepli undanfarið. Það er þó ekki nýtilkomið, enda hafa samtök þeirra verið eljusöm við að halda á lofti réttmætum kröfum og við- horfum þeirra sem við fötlun búa. Á síðustu misserum hefur þó um- ræðan tekið á sig nýja mynd, en það markast fyrst og fremst af því að sveitarfélögin hafa með samningi við ríkið yfirtekið málaflokkinn og hann því á borði sveitarstjórnar- manna. Sporin hræða Þegar samningarnir um yfirtökuna voru gerðir gagnrýndu margir það að ekki fylgdu nægilegar fjárhæðir frá ríki til sveitarfélaganna. Marg- ir reyndir sveitarstjórnarmenn ótt- uðust að fara myndi með svipuð- um hætti og þegar grunnskólinn var tekinn yfir fyrir margt löngu. Reynslan af þeim samningum var mörgum sveitarfélögum sár, þó sum þeirra slyppu með skrekkinn. Niðurstaðan er þó yfir heildina sú að nú greiða sveitarfélögin hærri upphæðir til skólamála en áður, en ríkið setur fram kröfurnar. Í ljósi þessarar reynslu var gengið svo frá samningum að þeir skyldu teknir til endurskoðunar á þessu ári. Ekki hefur enn verið lokið neinu samkomulagi varðandi framtíðina, en reynslan sýnir að málaflokkur- inn er miklu dýrari en ráð var fyrir gert. Einkum er þetta augljóst þeg- ar skoðaðar eru nýjustu hugmynd- ir um notendastýrða persónulega aðstoð, en það þjónustufyrirkomu- lag mun kosta drjúgum meira en fjárframlögin frá ríkinu gera ráð fyrir. Þetta er þó krafa dagsins og við henni verður að bregðast með auknum fjármunum. Rannsóknir erlendis gefa þó vísbendingar um að NPA sé ekki dýrari en hefðbund- in þjónusta þegar fram líða stundir og ánægja og lífsgæði þjónustuþega aukist til muna. Ríkið verður að standa sig Hvernig til tekst með framhald- ið er ekki gott að spá um, ríkissjóð- ur er ekki útlátasamur á fjármuni til þessa málaflokks. Sveitarfélögin eru almennt ekki í færum til að taka á sig hallann, þó Akraneskaupstað- ur hafi gert það tvö undanfarin ár. Skera hefði þurft niður í þjónust- unni ef bæjarsjóður hefði haldið sig innan fjárheimilda og er því lagt meir til málefnisins en nokkru sinni var gert á meðan ríkið sá um það alfarið. Samt vantar enn upp á að nóg sé gert. Samfylkingin er jafnaðarflokkur og leggur áherslu á að allir þegn- ar þjóðfélagsins eigi sama rétt til þjónustu, tækifæra og virðingar. Í því ljósi mun Samfylkingin beita sér í þessu máli og krefst þess að ríkissjóður leggi til nægilegt fé til þess að þessu mikilvæga málefni sé sinnt af sóma og reisn. Minni kröfu er ekki hægt að gera. Gunnhildur Björnsdóttir Höf. skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akranesi. Nú líður að sveita- stjórnarkosningum í Borgarbyggð og hef ég ákveðið að taka slaginn með öflugum hópi fram- bjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð sem samanstendur bæði af fólki með mikla reynslu og fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Ég er borin og barnfædd í Döl- unum og bjó þar til 16 ára aldurs en þá flutti ég til Akraness til frekara náms. Ég hef búið í Borgarfirði síð- an 2006 en maðurinn minn, Þor- steinn Pálsson, er fæddur og upp- alinn á Signýjarstöðum. Á fyrstu sambúðarárunum bjuggum við á höfuðborgarsvæðinu en brunuð- um í Borgarfjörðinn í öllum frí- um og oft um helgar. Var það mik- ið hitamál hjá okkur hjónunum að geta flutt hingað í sveitina og veitt börnunum okkar þau forréttindi að fá að alast upp í sveit. Ég er mennt- aður grunnskólakennari, vann við kennslu í Grunnskóla Borgarfjarð- ar um nokkurra ára skeið en nem nú viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst. Metnaður, gæði og skapandi starf Borgarfjörður er eftirsóknarverð- ur staður til að búa á. Hér eru góð- ir leik- og grunnskólar, fyrirmynd- ar menntaskóli, fjölbreytt tóm- stundastarf, öflugur tónlistarskóli og góðar samgöngur. Háskólarnir í byggðarlaginu eru tveir þannig að úrval til náms á háskólastigi er gott. Frábært starf er unnið á leikskól- um sveitarfélagsins og sést það til dæmis vel á þeim viðurkenningum sem þeir hafa fengið fyrir störf sín. Nú síðast fengu bæði Ugluklettur og Klettaborg úthlutað styrkjum úr Lýðheilsusjóði til þess að þróa verkefnið „Heilsueflandi leikskóli - jákvæð sálfræði í leikskólastarfi”. Aðstöðu verður að bæta, bæði fyrir nemendur og starfsfólk á Hnoðra- bóli í Reykholtsdal; meira rými og hentugra húsnæði til enn frek- ari eflingar þess góða starfs sem þar er unnið. Mikilvægt er að styðja vel við þessar stofnanir og veita þeim kjöraðstæður til að ná enn frekari árangri. Við viljum að aðalsmerki grunn- skóla sveitarfélagsins fyrir næsta kjörtímabil verði áfram metnað- ur, gæði og skapandi starfsum- hverfi. Með þessu viljum við und- irstrika þá sókn sem hefur verið í skólastarfi grunnskólanna í Borgar- byggð. Markið er sett enn hærra og viljum við sjá grunnskólana okkar í fremstu röð á næstu misserum. Tölum saman – vinnum saman Byggðin í Borgarbyggð er mjög dreifð en hér búa svipað margir í þétt- og dreifbýli. Taka verður mið af þörfum íbúa alls staðar í sveitar- félaginu og tryggja jöfnuð að þjón- ustu og að tækifærum á atvinnu- markaði. Ferðaþjónustan er í mik- illi uppsveiflu og hefur verið mjög gaman að ferðast um sveitarfélagið og fá innsýn í þau verkefni sem eru í bígerð. Styðja þarf við þessa að- ila og ýta undir frumkvæðni og ný- sköpun til að búa til sóknarfæri á sviði atvinnusköpunar. Ferðmanna- iðnaðurinn kemur enn til með að stækka og megum við Borgfirðing- ar ekki verða öðrum sveitarfélögum eftirbátur í þeim efnum. Hlúa þarf vel að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er í sveitarfélaginu því grunn- forsenda sterks samfélags er gott og gjöfult atvinnulíf. Sterkt atvinnu- líf er grunnforsenda þess að samfé- lagið nái að vaxa og dafna. Mikil uppsveifla er í samfélaginu í heild og ef þeir kraftar eru nýtt- ir með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi eru allir vegir færir. Við frambjóðendur D - listans óskum eftir stuðningi kjósenda í Borgar- byggð til þess að geta haldið áfram að styðja við þau mörgu kröftugu og blómlegu verkefni sem í gangi eru. Við hvetjum íbúa til þess að taka þátt í lýðræðisumræðu og láta verkin tala. Tölum saman – vinnum saman. Lilja Björg Ágústsdóttir. Höf. skipar 4. sætið á D- lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð. Ég hef búið á Akra- nesi frá árinu 1986, eða frá 10 ára aldri. Ég flutti á Skag- ann úr Breiðholtinu, en þar átti ég heima í tvö ár. Akranes er fallegur bær og skemmtilegt fyrir börn að alast upp. Frelsið sem við höfum hér á Skaganum flokkast undir forréttindi. Ég ólst upp á neðri Skaganum. Í minningunni eydd- um við krakkarnir stórum hluta sumars niðri á bryggju og á Haraldarplani að dorga og veiða. Það má kannski segja að ég hafi að einhverju leyti alist upp hér á bryggjunum. Hoppandi milli báta á flotbryggjunni, í leit að bandspotta til að búa til spröngu, sem hengd var upp á lýsistankinn stóra eða við gömlu Nóta- stöðina. Þessi frásögn að ofan er brot af bernskuminningum mínum og þær segja jafnframt margt um forréttindi okkar Skagamanna. Á Akranesi er góð grunnþjónusta en alltaf má gera betur. Grunnþarfirnar skipta einnig máli og þær þurfa að vera til staðar þegar ákvörðun er tekin um að setjast niður á ákveðnum stað og stofna fjölskyldu. Þessar grunnforsendur eru m.a. örugg vinna sem tryggir örugga innkomu. Jafnframt eru stöðug búseta, aðgangur að íþróttum og menningu mikilvægur þáttur. Auk þessa er mikil- vægt að leikskólamálin séu í lagi. Akranes er stærsta bæjarfélagið á Vesturlandi og í mikilli nálægð við Reykjavík. Það eitt og sér getur haft mikil áhrif á atvinnuuppbygginu hér á Skaganum. Við erum aðeins um 35 mínútur frá Reykjavík, en við þurfum að koma okkur betur á kortið. Með því að efla heilbrigðisþjónustu, bæta hús- næðismál, efla menntun, tómstundir, íþróttir og listir, þá leggjum við grunn að betra atvinnuástandi. Allir þessir þættir haldast í hendur. Það að bæta t.d. íþróttaaðstöðu okkar Skagamanna með byggingu nýrrar fimleikaaðstöðu skap- ar atvinnu, annarsvegar í uppbyggingu hússins, og einnig í umsjón og viðhaldi á því til framtíðar. Svo má ekki gleyma þeirri frábæru aðstöðu sem af þessu skapast, sem rennir stoðum undir enn meiri árangur hjá öllum þeim íþrótta- félögum, er hafa aðstöðu í íþrótta- mannvirkjum Akraneskaupsstaðar. Það þarf að hugsa í lausnum þegar kemur að atvinnumálum. Getur verið að tækifærin séu til staðar? Þurfum við eingöngu að opna augun og líta okk- ur nær? Ég er sannfærður um að mik- il lausn felist í litlu atriðunum og hag- ræðingu. Getur Akranes orðið fyrsti bærinn til að verða sjálfbær um að rækta grænmeti og kartöflur, m.a. fyr- ir skóla og stofnanir? Getum við hag- rætt í leikvallamálum? Getur Akra- neskaupsstaður stuðlað að því að leik- tækin verði framleidd hér á Akranesi? Getur Akraneskaupsstaður skoðað þá möguleika að bæjarbúar sjái um hönn- un og viðhald leikvalla í bænum? Þann- ig væri hægt að halda vinnukostnaði í lágmarki. Hægt væri að nýta peningana betur í leiktæki og viðhald. Ferðamönnum fer fjölgandi á Akra- nesi. Víða má sjá trébekki og borð, þar sem hægt er að setjast niður og njóta útsýnis. Er hægt að fjölga þessum bekkjum? Ég er sannfærður um að hér á Akranesi séu metnaðarfullir einstak- lingar sem gætu séð um hönnun og við- hald þessara hluta, á mun lægra verði en við höfum vanist. Getur það verið forgangsatriði að rykbinda, með bundnu slitlagi, í kring- um vitann og niður að Hafnarbjargar- húsinu? Koma þarf hita í vitann og setja upp snyrtilega salernisaðstöðu á svæðið. En Breiðin nýtist vel til útivistar, menn- ingar og listar. Er hægt að leggja góðan göngu- og hjólastíg hringinn í kringum Akranes? Er hægt að koma upp sögu- skiltum sem verða íbúum og ferða- mönnum til fróðleiks og skemmtunar? Hér að ofan hef ég talið upp litlu at- riðin sem koma upp í huga mér. Þetta er aðeins brot af þeim tækifærum sem eru allt í kringum okkur. Við verðum að nýta þessi tækifæri til að gera enn betur og stuðla að enn betri uppbygg- ingu og sjálfbærri þróun hér á Akranesi. Þetta eru litlu atriðin og ég tel að þetta sé bara brot af þeim tækifærum sem eru allt í kringum okkur, tækifæri til þess að gera enn betur og stuðla að enn betri uppbyggingu og sjálfbærri þróun hér á Akranesi. Með hagræðingu í litlu mál- unum má mögulega losa um fé sem nýta má markvisst í allri almennri upp- byggingu hér á Akranesi. Leitum inn á við! Nýtum kraftana og hæfileikana sem búa í Skagamönn- um. Ef við önnumst þessa hluti sjálf, þá sköpum við einstaklingum eða fyr- irtækjum verkefni. Jafnframt stuðlar þá bæjarfélagið um leið að nýsköpun, sem eflaust stækkar með tímanum og gef- ur af sér atvinnu. Með því verður fjár- magnið frekar eftir á Skaganum og nýt- ist bæjarbúum betur. Sementsreiturinn býður upp á tæki- færi. Hægt væri að nýta reitinn und- ir hótel. Jafnvel væri hægt að nýta hús- næðið og byggja upp menningarmið- stöð. Það væri eflaust mikið aðdráttarafl í ferðamálum á svæðinu. Ég leyfi mér að fullyrða, að ef vel tekst til með Sem- entsreitinn þá gæti hann orðið hjarta Akraneskaupsstaðar. Allt sem ég hef nefnt í greininni, geta orðið atriði sem stuðla að betra lífi. Allt eru þetta atriði sem gætu stuðlað að bættari og fjölbreyttari atvinnumál- um fyrir okkur bæjarbúa. Síðast en ekki síst: Akranes á að vera staður þar sem við sköpum börnunum okkar fleiri frá- bærar bernskuminningar. Ole Jakob Volden. Höf. er húsasmiður sem starfar á vökt- um hjá Norðuráli á Grundatanga. Hann skipar 8. sæti á lista Frjálsra með Fram- sókn á Akranesi. Pennagrein Allir eiga sinn rétt Pennagrein Að hjóla eða ekki hjóla? Pennagrein Tölum saman – Vinnum saman Pennagrein Atvinnumál - Stuðlum að góðum minningum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.