Skessuhorn


Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 21.05.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2014 Hvað er það fallegasta við Borgarnes á sumrin? Spurning vikunnar Guttormur Jón Gíslason og Guðjón Snær Magnússon Stelpurnar. Guðmundur Stefán Guð- mundsson Skallagrímsgarður og restin af Borgarnesi. Svanhvít Rós Guðsteinsdóttir Stelpurnar í vínbúðinni. Valgerður Halldórsdóttir og Hrönn Håkansson Fjaran og svæðið í kringum Bjössaróló. Aðalheiður Valdimarsdóttir Ferðamannastraumurinn sem lífgar svo upp á staðinn. (Spurt í Borgarnesi.) Vilhjálmur Egilsson rektor Háskól- ans á Bifröst og Kolbeinn Pálsson frá Golfklúbbnum Glanna í Norð- urárdal undirrituðu á dögunum samning sem kveður á um samstarf golfklúbbsins og Hótel Bifrastar, sem rekið er af skólanum. Tilgang- urinn er að vekja athygli á golfvell- inum Glanna og auka þannig við afþreyingarmöguleika í ferðaþjón- ustu á svæðinu. Hótel Bifröst og golfvöllurinn Glanni eru staðsett- ir sitthvorum megin við þjóðveg- inn og samvinna skapar því mikla möguleika til þess að bæta þjónustu við golfáhugamenn, sumarbústaða- fólk og almennt ferðafólk á leið um Norðurárdal. Hótel Bifröst mun hafa umsjón með notkun á golf- vellinum og annast þjónustu vegna veitinga og gistingar fyrir notendur vallarins. mm/ fréttatilk. Helgina 28. – 31. ágúst stendur Landssamband blandaðra kóra fyr- ir Söngdögum í Skálholti. Stjórn- endur verða Lynnel Joy Jenkins frá Bandaríkjunum og Jón Stefánsson, kantor í Langholtskirkju. Æft verð- ur í tveimur hópum og einnig sam- eiginlega. Báðir stjórnendur vinna með hópunum og verða sungin ættjarðarlög, heimstónlist, banda- rísk kórtónlist, kirkjuleg og verald- leg lög. Boðið er upp á tvo möguleika til þátttöku; frá fimmtudagskvöldi til sunnudags og frá föstudagskvöldi til sunnudags. Dagskrá lýkur með messu og stuttum tónleikum eftir hádegi á sunnudag. Hámarksfjöldi þátttakenda er um 130 manns. Kór- félagar í aðildarkórum LBK ganga fyrir við skráningu og greiða lægra verð en kórfélagar utan sambands. LBK hvetur blandaða kóra til að ganga í sambandið og styrkja starf- semina. Þátttökugjald fyrir LBK félaga: kr. 5.000.- (sama verð fyrir 2 og 3 daga). Aðrir greiða kr. 7.500. Dvalar- og fæðiskostnaður verð- ur greiddur í Skálholti. Upplýsing- ar og skráning (fyrir 15. júní) á net- fanginu lbk@lbk.is -fréttatilkynning Kammerkór Suðurlands mun á Listahátíð í Reykjavík um aðra helgi, og víðar á næstu vikum og mánuð- um, flytja fjölbreytta menningardag- skrá. Meðal verka sem kórinn mun flytja er nýtt lag eftir Pál Guðmunds- son á Húsafelli sem hann samdi við ljóð eftir afa sinn og alnafna frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Sjálf- ur mun Páll leika undir í verkinu á rabarbaraflautu sem hann hefur gert. Ljóð Páls heitins á Hjálmsstöðum er þannig til komið að einhverju sinni hitti Páll Jóhannes Kjarval í Þing- vallarétt og síðar einnig nokkrum sinnum í Reykjavík. Páll bauð Kjar- val heim að Hjálmsstöðum en sá síðarnefndi kvaðst ekki myndu koma nema Páll heilsaði sér með kvæði. Þannig að Páll orti kvæði „Heilsa þér Kjarval.“ En aldrei kom Kjar- val austur í Laugardal. Því greip Páll til þess ráðs að birta kvæðið í dag- blaði. Vitanlega brást Kjarval höfð- inglega við því og sendi Páli málverk að launum fyrir kvæðið. Nú hefur Páll Guðmundsson yngri samið lag við ljóð afa síns og mun hann leika með kórnum á rabarbaraflautu sem einnig er hans eigin smíð. Verkefni þetta hefur því hvort tveggja djúpar rætur í byggðum Borgarfjarðar og Suðurlands og tengingar við hinn alþjóðlega tón- listarheim. Fyrst er að telja tón- leika Kammerkórsins á Listahátíð í Reykjavík 24. maí. Þá er stefnan tekin á Salisbury International Arts Festival í Bretlandi í byrjun júní og í framhaldinu á alþjóðlegt kóramót í Umeå í Svíþjóð. Lokapunkturinn á þessari tónleikarispu kórsins verð- ur á Sumartónleikum í Skálholts- kirkju. Í haust sendir kórinn svo frá sér geisladisk með nýjum kórverkum eftir ung íslensk tónskáld. Á tónleikunum á Listahátíð flytur kórinn Þrjár Shakespeare-sonnett- ur eftir Sir John Tavener, verkið Is- lands (Ynysoedd) eftir annað breskt tónskáld, Jack White, og Heilsa þér Kjarval eftir Pál á Húsafelli í útsetn- ingu Snorra Sigfúsar Birgissonar. Tvö fyrrnefndu verkin voru frum- flutt á tónleikum Kammerkórs Suð- urlands í Southwark-dómkirkjunni í Lundúnum í nóvember síðastliðn- um, sem óvænt urðu að minning- artónleikum um Sir John Tavener, sem lést skyndilega þremur dögum fyrir tónleikana. Tónleikarnir vöktu heimsathygli og hlutu afburðadóma í bresku pressunni. Þessi verk verða nú frumflutt á Íslandi. Verk sitt samdi Jack White fyrir kórinn árið 2013 en hann var valinn til þess af bresku tónlistarsamtökun- um Sound and Music sem ein skær- asta unga stjarna Breta á sviði tón- smíða um þessar mundir. Tónskáld- ið, sem er upprunnið í Wales, leggur áherslu á að tengja saman í verkinu Ísland og Wales í gegnum hljóðblæ- brigði vatns. Sungið er á ýmsum tungumálum; fornvelsku, ensku og íslensku, en íslenska part verksins samdi verðlaunaljóðskáldið og rit- höfundurinn Sjón. Að auki verða flutt nokkur af eldri verkum Tave- ners og nýleg verk eftir ung íslensk tónskáld, þau Georg Kára Hilmars- son, Völu Gestsdóttur og Margréti Kristínu Blöndal. Öll eru þessi verk samin séstaklega fyrir kórinn. Einsöngvarar með kórnum verða sópransöngkonurnar Björg Þór- hallsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Tui Hirv og Margrét Kristín Blön- dal, ásamt Hrólfi Sæmundssyni barí- ton. Sérstakur heiðursgestur og vel- unnari Kammerkórs Suðurlands verður hin heimsþekkta sópransöng- kona Patricia Rozario, en hún hef- ur frumflutt fjölda verka eftir Tave- ner og heillaðist af flutningi Kamm- erkórsins á tónleikunum í Sout- hwark-dómkirkjunni sl. haust. Þá syngur með kórnum djúp-bassa- söngvarinn Adrian Peacock, sem hefur starfað með kórnum um ára- bil. Tólf manna barokksveit leikur ennfremur á tónleikunum, skipuð félögum úr Bachsveitinni í Skálholti og Barokk Reykjavík. Þá eru ótaldir tveir kórar sem hlaupa undir bagga í verkinu Song for Athene eftir John Tavener; ungmeyjakórinn sem söng með Megasi á Passíusálmatónleik- um í Grafarvogskirkju á nýliðinni föstu og karlakórinn Vox Humana, sem var settur saman sérstaklega af þessu tilefni. Í lok verksins hljómar sterkt orgel, sem hafði valdið kór- stjóranum nokkrum heilabrotum, þar sem ekki er orgel í Hörpu. Loks hugkvæmdist honum að hóa saman 40 manna karlakór sem mun taka að sér hlutverk orgelsins. Myndlistar- konan Hildur Hákonardóttir sér um listræna umgjörð tónleikanna. Hún fléttar inn í umgjörðina myndverk- um ýmissa listamanna, á borð við Pál frá Húsafelli og Kristínu Gunn- laugsdóttur. mm Samstarf Hótel Bifrastar og golfklúbbsins Glanna Söngdagar bland- aðra kóra í Skálholti Nýverið voru frambjóðendur til sveitarstjórnar á ferð í Húsafelli. Hér tekur Jónína Erna Arnardóttir lagið á steinhörpuna og Páll spilar með á rabarbaraflautu. Tónverk eftir Pál á Húsafelli frumflutt við ljóð eftir alnafna hans og afa Hilmar Örn Agnarsson og Páll á Húsafelli eru hér staddir í Skálholti nýverið. Þarna eru þeir að fara yfir verk Páls sem Kammerkór Suðurlands flytur á Listahátíð í Reykjavík þann 24. maí. Þess má geta að Páll gerði steinlistaverkið sem sjá má í bakgrunninum til minningar um afa sinn, Pál á Hjálmsstöðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.